Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 76
ÚÚwf&rsMEp ^^vmimssmsvjam■ OLiyER KOMiN ÚT ÁSÖLUMYNDBANDI fltotgtttiM&Mfr Trausti íslenska, Siðan 1972 Leitið tilboða! murvorui ii steinp MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Bankaráð Búnaðarbanka Islands Átelur brot bankans ' á verklagsreglum BANKARÁÐ Búnaðarbanka ís- lands hf. átelur þau brot á verklags- reglum sem orðið hafa innan bank- ans og leggur ríka áherslu á það við bankastjórn að þau endurtaki sig ekki. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem ráðið sendi frá sér í gær. Fjármálaeftirlitið gerði sem kunnugt er athugasemd um fram- kvæmd reglnanna innan bankans í lok janúar. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- - áííarbankans, segist ekki geta gert athugasemd við þessa fréttatilkynn- ingu bankaráðsins. „í sjálfu sér er ekkert nema gott um hana að segja. Eins og komið hefur fram munum við fylgjast mjög grannt með því að eftir verklagsreglunum sé farið. Þessi tilkynning felur ekki í sér neina breytingu á reglum bankans. Um leið og athugasemdin barst 25. janúar breyttum við verklagsreglum innan bankans og framfylgjum þeim stranglega,“ segir Stefán. Stefán segir að væntanlega komi nýjar reglur innan tíðar frá Fjár- málaeftirlitinu, en þangað til verði að búa við reglumar eins og þær séu núna. Óskað eftir skýrslu frá banka- stjórn og endurskoðanda í fréttatilkynningu bankaráðsins kemur fram að það hafi óskað eftir skýrslu um framkvæmd verklags- reglna um verðbréfaviðskipti frá bankastjórn annars vegar og hins vegar hafi innri endurskoðanda bankans verið falið að gefa skriflega skýrslu um sama efni mánaðarlega. Honum hafi líka verið falið að athuga ítarlega öll verðbréfaviðskipti þeiira starfsmanna bankans sem verklags- reglurnar taki til frá 16. október 1997, þegar reglumar voru settar. Bankaráðið vill þó vekja sérstak- lega athygli á þeirri niðurstöðu innri endurskoðanda bankans að ekld sé hægt að benda á að um hagsmuna- árekstra hafi verið að ræða, né hafi viðskiptavinir hlotið tjón af. ■ Gerir sér/10 Morgunblaðið/Gkilli Jdn Vídalín biskup er nú á geymslusvæði á Njarðargötu. Jón Vídalín í geymslu ÞRJÁR styttur sem tilheyra Dóm- kirkjunni í Reykjavík hafa verið í geymslu meðan á breytingum á kirkjunni og Kirkjutorgi stendur. Jón Vídalín biskup, meitlaður í stein af Ríkharði Jónssyni, hefur mátt hfma á geymslusvæði borgar- innar á Njarðargötu innan um strætisvagnabekki og aðra verald- lega hluti hversdagsleikans. Hann er þó í góðu kompanii með styttu af séra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi, sem Sigurjón Ólafs- son gerði. Stytta af séra Hallgrími Péturssyni er hins vegar í viðgerð en gera má ráð fyrir að stytturnar verði komnar upp á ný á sinn gamla stað f sumar. Fraktvél Flug- leiða í Goose Bay Lenti vegna boða frá reyk- skynjara BOEING 757 fraktflutninga- vél Flugleiða varð að snúa af leið til New York í gær og lenda í Goose Bay á Ný- fundnalandi í Kanada eftir að reykskynjari gaf frá sér við- . vörun. Að sögn Einars Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum, voru flugvirkjar sendir til Kanada í gær að fara yfir vélina og kanna hvort búnaðurinn hefði bilað eða hvort eitthvað í farmi vélar- innai' hefði valdið því að skynjarinn sendi frá sér við- vörun. „Þessir skynjarar hafa áður farið í gang vegna frjó- korna frá blómum í farmi,“ sagði Einar. Hann sagði að félagið teldi mikilvægt að gæta fyllsta ör- yggis og láta flugvirkja leita orsaka þess að skynjarinn fór í / ygang en vonast væri til að vél- ' in gæti haldið áfram til New York strax á morgun. Tveir flugmenn eru í áhöfn vélarinnar. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Kókbíll fauk út af veginum við Tungudal skammt frá ísafirði. Bálhvasst víða á Vestfjörðum BÁLHVASST var víða í austnorð- austanáttinni á Vestfjörðum í gær- morgun og fram undir hádegi er veður fór að ganga niður. í umdæmi lögreglunnar á ísafirði fuku þrjár bifreiðir út af, þar af tvær flutningabifreiðir og ein fólksbifreið. Ekki urðu slys á fólki en ökutækin munu eitthvað hafa laskast. Gos- flutningabifreið fauk út af veginum við Tungudal skammt frá Isafirði og á Hafrafellshálsi fuku flutningabif- reið og fólksbifreið út af veginum. Vindhraðinn nærri 150 km á klst. Á ísafirði fór vindur í 20 metra á sekúndu um hádegið í gær en á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Þverfjalli fór vindur í 40,8 m/sek. eða sem svarar 148 km á klst. klukk- an 10 og hélst vindstyrkurinn nær óbreyttur næstu klukkustundina uns hann minnkaði niður í 36 metra á sekúndu um hádegið eða sem svar- ar 12 vindstigum og 130 km á klst. I dag er gert ráð fyrir suðvestan 8-13 m/sek. á Vestfjörðum. Rafræn eignaskráning verðbréfa Tafír hafa kostað hundruð milljóna VONIR eru bundnar við að rafræn eignarskráning verðbréfa hefjist á næstu mánuðum, en miklar tafir hafa orðið á framkvæmd hennar. Ætla má að tafir þær sem orðið hafa á raf- rænni eignarskráningu verðbréfa hafi kostað hundruð milljóna króna. Er þetta í samræmi við niðurstöðu hagkvæmnisathugunar, sem fram fór árið 1995, á starfsemi verðbréfa- miðstöðvar á íslandi. Samkvæmt athugun sem var unn- in af verkefnisstjórn skipaðri af við- skiptaráðherra var árlegur kostnað- ur vegna umsýslu með verðbréf metinn nema 215-226 milljónum króna. Þótti því hagkvæmt að koma á fót verðbréfamiðstöð þar sem rekstr- arkostnaður hennar yrði væntanlega einungis um 20% af árlegum kostn- aði vegna umsýslu með verðbréf. Verðbréfaþing hefur verið ósátt við hversu lengi hefur dregist að koma skráningarstarfseminni af stað, að sögn Stefáns Halldórssonar, framkvæmdastjóra þess. „Okkur hefur þótt þetta taka ótrú- lega langan tíma. Við höfum óhjá- kvæmilega fundið fyrir því að þetta hefur seinkað framþróun markaðar- ins. Verðbréfaviðskipti eru enn ekki eins skilvirk hérlendis og í þeim löndum þar sem bréf eru eignar- skráð rafrænt," segir Stefán. ■ Seinkun/12C Heimsmeistara- mót í Ólafsfirði BÚIST er við um 7.000 gest- um á heimsmeistaramót í snjókrossi, sem haldið verður í Olafsfirði dagana 6.-7. maí næstkomandi. Allt gistirými í Eyjafirði hefur verið bókað á þessum tíma. Gunnar Hákonarson, starfs- maður mótsins, segir að mótið sé einstakt, þar sem ökumenn beggja vegna Atlantshafsins hafi aldrei reynt með sér áður í sérstakri keppni. Hann segir að mótið muni vekja athygli víða um heim. ■ Búist við/16 Styttist í að fínnist bdlu efni gegn eyrnabólgu :> j; 'í WmB r\ MMk. -MI oc kemur út á sunnudaginn 2 3 in RANNSÓKN íslensks rannsóknar- hóps á bóluefni gegn pneumókokk- um sýnir fram á að bóluefnið vekur mótefnamyndun hjá börnum. ís- lenska rannsóknin er liður í alþjóð- legri rannsókn. Pneumókokkar geta valdið heilahimnubólgu, blóðsýk- ingu, eyrnabólgu og lungnabólgu. Leikskólabörn hér á landi hafa tekið þátt í rannsókninni. Með rannsókn á blóði barnanna var sýnt fram á að bóluefnið leiddi til myndunar virkra mótefna. Nefkoksræktanir, sem gerðar voru fram til tveggja og hálfs árs aldurs, sýndu að bömin sem voru bólusett báru síður á slímhúð þær bakteríur, sem bólusett var gegn, en óbólusett böm. í íslenska rannsóknarhópnum em Katrín Davíðsdóttir, Sveinn Kjart- ansson, Þórólfur Guðnason, Karl G. Kristinsson, Ingileif Jónsdóttir og Sigurveig Þ. Sigurðardóttir. Karl Kristinsson sýklafræðingur segir að verið sé að prófa ný bóluefni gegn pneumókokkum sem era al- gengasta orsök eyrnabólgu. Hér á landi hefur rannsóknin einkum beinst að bólfestu bakteríunnar í nefkoki og að ónæmisvekjandi eigin- leikum bóluefnisins í blóðinu. „Við höfum hins vegar ekki fai'ið út í það hér á íslandi að athuga áhrif bólu- efnisins á sjúkdóma en það hefur verið gert bæði í Finnlandi og Bandaríkjunum. Þar hefur komið í Ijós mikið gagn að því á heilahimnu- bólgu og blóðsýkingar en einnig gagnsemi við lungnabólgu og eyrna- bólgu,“ segir Karl. Islenski hluti rannsóknarinnar hefur verið í gangi í nokkur ár. Mest hefur verið skoðað hvaða gerðir bóluefnis vekja upp bestu mótefnin. Markmiðið er að finna hvaða bólu- efni virkar best til að fækka sýking- um, þ.e. heilahimnubólgu, lungna- bólgu, blóðsýkingum og eyrna- bólgum. Karl segir að það styttist í það að bóluefnið verði skráð og þeg- ar búið er að skrá það kemur til kasta heilbrigðisyfirvalda að ákvarða um hvort hagkvæmt sé að taka upp bólusetningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.