Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yeðurstofan segir að veðrið á sunnudag hafi verið í samræmi við spána Aðstæður í Þrengslunum áttu ekki að koma á óvart TALIÐ er að allt að 1.500 manns hafi setið fastir í snjó og skafrenn- ingi í Þrengslum er þeir ætluðu vestur yfir Hell- isheiði á sunnudag. Björn Sævar Einars- son, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, sagði í gær að þessar að- stæður hefðu ekki átt að koma á óvart og verið í samræmi við þær spár, sem gerðar voru á sunnudagsmorgun. Hins vegar væri aðdráttarafl Heklugossins slíkt að menn hefðu lagt í hann á illa búnum bflum og því hefði farið sem fór. Björn benti á að Um- ferðarráð hefði gagnrýnt fréttamenn fyrir að segja að ekkert væri að veðri og stjórnendur björgunaraðgerða hefðu sagt að ástæðan fyrir þessum vandræðum væri ein: Hekla. Nýfallinn snjó fer að skafa við 10 m vindhraða „Klukkan 10.03 spáði ég 10 til 15 metra vindhraða á sekúndu á Suðurlandi og Faxaflóa, en 13 til 18 metrum á sekúndu síð- ar um daginn," sagði Björn, sem var á vakt um helgina. „Fólk áttar sig kannski ekki á því að nýfallinn snjó fer kannski að hreyfa strax Björn. „Þó að sagt hafi verið að gott veður væri í Hreppunum hefði fólk getað sagt sér að þegar spáð er norðan stórhríð á Norðurlandi og miðhá- lendinu hvessir líka á heiðum. Þegar illa búnir bílar festast síðan í Þrengslunum komast bílar, sem ella hefðu komist leiðar sinnar, ekki áfram. Einn, sem fór í gegnum Þrengslin milli fjögur og fimm, rétt áður en þau lokuðust, sagði að þetta hefði bara verið rólegheitaþæfing- ur, en blint. Um leið og einn bíll festist fer hins vegar að skafa á hann og skaflarnir myndast." Hann sagði að þótt fréttamenn segðu að gott veður væri á einum stað yrði fólk að gera sér grein fyrir því að það þyrfti að komast þangað og í þessu tilfelli hefði verið yfir fjöll að fara. Að sögn Björns var vindhraði í Þrengslunum milli klukkan 18 á sunnudag og fimm á mánudagsmorgun rétt um 20 metrar á sekúndu eða í neðstu mörkum þess að vera stormur (9 vindstig): „Þetta var ekkert aftakaveður, þótt vissulega sé ekkert grín að sitja fastur í bfl við slíkar aðstæð- ur.“ Þessar tvær gervihnattamyndir sýna hvernig lægðin Iagðist yfir landið á sunnudag. Fyrri myndin er frá því klukkan 6.01 um morguninn. Hin myndin var tekin klukkan 7.20 um kvöldið. við 10 metra vind á sekúndu og við 15 metra er kominn blindaskafr- enningur ef það er lausamjöll fyr- ir.“ Hann sagði að reyndar hefði verið ágætis veður á Suðurlands- undirlendi allan daginn og fram á kvöld. „Það var verið að hvetja fólk til að fara og skoða þetta,“ sagði Skipulagsstjóri um úrskurð ráðherra Þurfum að fara yfír máls- meðferð STEFÁN Thors skipulagsstjóri telur að skoða þurfi almennt meðferð mála hjá Skipulags- stofnun, vegna úrskurðar um- hverfisráðherra um væntanlegt álver í Reyðarfirði. Skipulagsstjóri úrskurðaði í desember að Eignarhaldsfélag- inu Hrauni ehf. bæri að láta gera frekara mat á ákveðnum þáttum fyrirhugaðra fram- kvæmda við 480 þúsund tonna álver í Reyðarfirði. Eignar- haldsfélagið áfrýjaði úrskurðin- um til umhverfisráðherra, vildi að veitt yrði heimild fyrir fyrsta áfanga álversins. Úmhverfis- ráðherra ákvað fyrir helgi að úr- skurður skipulags-stjóra skyldi felldur úr gildi og málsmeðferð- in öll ómerkt þannig að nýtt um- hverfismat yrði að fara fram um 120 þúsund tonna álver. „Við hefðum auðvitað vfljað að ráðherra hefði staðfest úr- skurð Skipulagsstofnunar. En það var ekki gert. Þá kemur okkur á óvart sú niðurstaða ráðuneytisins að óheimilt sé að fallast á hluta framkvæmda en úrskurða aðra í frekara mat enda eru til fordæmi fyrir því,“ sagði Stefán Thors skipulags- stjóri þegar álits hans var leitað á úrskurðinum. Telur hann að af þessu tilefni þurfi að fara al- mennt yfir málsmeðferð hjá skipulagsyfirvöldum. íslandsflug leigir Flugfélagi Islands tvær flugvélar sem félagið hefur notað í innanlandsflugi Samkeppni í áætl- unarflugi lokið Morgunbiaðið/Sverrir Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri Islandsfiugs, og Gunnar Þor- valdsson, sljórnarformaður, kynntu að Islandsflug hættir samkeppni við Flugfélag íslands í áætlunarflugi innanlands 1. apríl nk. ÍSLANDSFLUG hefur leigt Flug- félagi Islands báðar ATR-flugvélar félagsins frá og með 1. aprfl og mun hætta áætlunarflugi á þeim flug- leiðum innanlands þar sem sam- keppni hefur verið við Flugfélag Is- lands. Það er á flugleiðunum milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Við það verður engin samkeppni í áætlunarflugi innanlands. Vegna samningsins við Flugfélag Islands mun íslandsflug segja upp 32 starfsmönnum af 160 eða 20% af starfmönnum félagsins. Flugfélag íslands mun nota aðra vélina í fraktflug milli íslands og Bretlands. Hin vélin verður nýtt í flug til Grænlands, Færeyja og í innan- landsflug. Að sögn Ómars Bene- diktssonar, framkvæmdastjóra Is- landsflugs, verða vélarnar leigðar á markaðsverði, sem er um 60-70 þúsund Bandaríkjadalir eða 4-5 milljónir króna á mánuði, og mun Flugfélag íslands taka yfir þá samninga sem íslandsflug hefur gert á þessum flugleiðum. Um blautleigu er að ræða sem þýðir að vélarnar eru leigðar með áhöfn og íslandsflug ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi vélanna. Áfram flogið til minni áfangastaða innanlands Að sögn Gunnars Þorvaldssonar, stjórnarformanns íslandsflugs, geta einhverjir af þeim starfsmönnum sem verður sagt upp fengið vinnu hjá Flugfélagi Islands. Ómar segir að íslandsflug muni áfram fljúga á minni áfangastaði, þe. Vesturbyggð, Sauðárkrók, Siglufjörð og Gjögur auk þess sem félagið mun áfram sinna leiguflugi innanlands og verða tvær af þrem- ur Domier-vélum félagsins notaðar í þau verkefni. Viðræður eru á loka- stigi um leigu á þriðju vélinni. Að sögn Ómars hefur félagið meira en tífaldað veltu sína á níu árum og á síðasta ári nam velta ís- landsflugs rúmum tveimur milljörð- um og var hagnaður af rekstrinum. „En hagnaðurinn hefði orðið mun meiri ef við hefðum ekki verið í inn- anlandsflugi sem vegur einungis um 25% af rekstri félagsins. Þetta gefur okkur tækifæri til þess að breyta áherslum ennfrekar en við erum ekki að minnka við okkur í flugrekstri heldur að breyta áhersl- um.“ Flugfargjöld ekki hækkuð á næstunni Jón Karl Helgason, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands, segir að samningurinn muni ekki hafa áhrif á flugfargjöld til skemmri tíma litið enda ríki mun meiri samkeppni við bfla heldur en milli flugfélaga á innanlandsmark- aði. Tap hefur verið á rekstri Flugfé- lags íslands og segir Jón Karl að Flugfélagið telji að nú muni skapast möguleiki á að hagræða í rekstri fé- lagsins með stærri einingum. „Með- al annars með betri sætanýtingu og að við getum nýtt betur þau fram- leiðslutæki sem við höfum. Það þarf ekki að bæta við mörgum starfs- mönnum hjá okkur og mun hag- kvæmari einingar koma út úr þessu án þess að verðið þurfi beint að hækka.“ Aðspurður segir Jón Karl að um einhverjar breytingar verði á ferða- tíðni á þessa þrjá áfangastaði. „Ferðatíðnin mun eflaust breytast að einhverju leyti en það verður væntanlega betri dreifing á ferðun- um. Þetta hefur verið þannig að báðir aðilar hafa verið að fljúga á svipuðum tíma þannig að þjónusta við farþega hefur ekkert endilega verið betri þrátt fyrir að báðir aðil- ar hafa verið að fljúga," segir Jón Karl. Hann segir að félagið hafi ekki haft neitt samband við samkeppnis- yfirvöld vegna leigunnar þar sem ekki er um kaup né yfirtöku að ræða. „Við vorum að leita að vélum til fraktflutninga og þannig byrjaði þetta allt saman.“ Fleiri en eitt verkefni í burð- arliðnum hjá íslandsflugi íslandsflug er með þrjár Boeing 737-flugvélar í rekstri. Að sögn Gunnars eru Boeing- vélamar allar fullnýttar og eru uppi hugmyndir um að bæta við fleiri vélum þar sem fleiri en eitt verk- efni er í burðarliðnum en of snemmt sé að greina frá því. Segir hann að öll verkefni félagsins hafi skilað ágætri afkomu nema innan- landsflugið. Aðspurður segist hann ekki telja að Samkeppnisstofnun muni finna að leigunni til Flugfélags íslands og að samkeppni falli niður í íslensku áætlunarflugi. „Því er ekki að leyna að þessar leikreglur sem voru sett- ar upp varðandi samkeppni á inn- anlandsmarkaði hafa valdið okkur talsverðum vonbrigðum. Þegar við fórum út í þetta 1. júlí 1997 bjugg- umst við við öðru og samkvæmt því sem við höfðum kynnt okkur er- lendis en það hefur nánast ekki gengið eftir. Þetta hefur þó skilað lægri fargjöldum sem hefur leitt af sér að í dag ferðast um 400 þúsund manns í flugi sem er aukning um 100 þúsund farþega á ári þrátt fyrir betri vegasamgöngur." Aðspurður segist Gunnar ekki gera ráð fyrir að flugfargjöld hækki á innlendum markaði í kjölfar samnings félaganna. „Samkeppnin hefur verið mjög heiftúðug og sæta- nýting hjá báðum félögum mjög lít- il. Nú þegar einn aðili er á stærstu leiðunum hefur hann möguleika á að hagræða og setja sætaframboð í samræmi við eftirspurn þannig að mér finnst það sjálfum að þetta eigi ekki að leiða til hækkunar. En eins og við þekkjum úr öðrum geirum er það alltaf vafasamt og hættulegt að vera einn,“segir Gunnar. Alls eru um 10 hluthafar í íslandsflugi og eru Gunnar Þor- valdsson og Ómar Benediktsson stærstir með 25-30% hlut saman. Höldur á Akureyri á 20% , Eignar- haldsfélagið Alþýðubankinn á 10%, Sjóvá-Almennar 5% og Olís 5%.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.