Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna ferjaði um 1.500 manns úr Þrengslunum
Viðamesta björg-
un síðari ára
Morgunblaðið/Golli
Það gekk ekki þrautalaust að koma bflunum í gang eftir að hríðinni slotaði.
AÐGERÐINNI í fyrradag var að hluta til
stjórnað frá aðgerðastjórnstöð björgunar-
sveitanna í stórum trukki við Litlu kaffistof-
una í Svínahrauni, en þar inni réði Víðir
Reynisson, formaður svæðisstjórnar björg-
unarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu, ríkj-
um.
„Það eina sem kemst eitthvað nálægt
þessu hvað varðar umfang eru snjóflóðin á
Vestfjörðum," sagði Víðir. „Síðan hafa eldri
menn einnig talað um fólksflutningana frá
Vestmannaeyjum, sem komu í kjölfar eld-
gossins árið 1973, í þessu samhengi."
Víðir sagði að byrjað hefði verið að að-
stoða menn upp úr klukkan fjögur í fyrra-
dag.
„Fyrst var lögð áhersla á að hreinsa Hell-
isheiðina og umferðinni beint í gegnum
Þrengslin, en síðan stoppaði allt þar,“ sagði
Víðir. „Úm kvöldmatarleytið vorum við
komnir með alla björgunarsveitabílana af
höfuðborgarsvæðinu í gang og þá voru sveit-
irnar fyrir austan einnig komnar með allt
sitt í gang. Ég held að þegar allt er talið hafi
á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna
verið við störf á svæðinu. Leitin að vélsleða-
mönnunum kom upp um klukkan níu í gær-
kvöld (fyrrakvöld) og skipulögð leit hófst upp
úr miðnætti. Við ætluðum að fara með stóran
hóp af snjóbílum í þá leit, en sökum þess
hvað ástandið var orðið alvarlegt í Þrengsl-
unum færðum við áhersluna svolítið þangað.“
Fólk ferjað
með rútum
„í Þrengslunum unnum við þetta þannig
að við færðum fólk úr bílunum sínum og yfir
í rútur og komum því þannig í bæinn. Við
tókum fyrst fólkið sem var í dauðum bílum,
það er rafmagns- og bensínlausum.
Ég held að það sé ekki ofreiknað að segja
að við höfum flutt um 1.500 manns í bæinn,
bæði til Reykjavíkur og einnig austur fyrir.
Það var endalaus straumur af rútum fram
og til baka, en þær komust að afleggjaranum
að Þrengslavegi. Á sjálfum veginum voru
það snjóbflar sem ferjuðu fólkið yfir í björg-
unarsveitarbíla, sem síðan keyrðu það að
rútunum. Við vorum að ferja síðasta fólkið
um klukkan hálfníu (í gærmorgun).
Ég held að þetta sé eitt umfangsmesta
verkefni sem við höfum tekið þátt í í langan
tíma, en þetta var svolítið öðruvísi en það
sem við höfum gert áður. Það er gífurleg
skipulagsvinna sem liggur að baki svona að-
gerð, því það þarf að samhæfa aðgerðir
margra aðila, en ég held að það hafi bara
gengið vel.“
Skreið út um glugga
til að moka frá ptísti
Morgunblaðið/Ómar
Aðalbjörg Brynja Pétursdóttir, Soffi'a Jóhannsdóttur og Jóhann Bjarni Pét-
ursson bíða rútunnar í Litlu kaffistofunni.
Morgunblaðið/Ómar
Feðgarnir Pétur Bjarnason og Jóhann Bjarni Pétursson voru fegnir að kom-
ast af Þrengslaveginum og í skjól í Litlu kaffistofunni.
„VIÐ vorum róleg í bflnum;
vorum vel búin og með
nesti. Krakkamir voru ró-
leg og sváfu. Einna verst
var þegar pústið fór að
koma inn; við vorum orðin
hálfsljó og rauðeygð en
höfðum rifu á glugganum.
Það var kominn skafl bfl-
stjóramegin upp á miðja
rúðu og upp á miðjar hurðir
hinum megin. Við þurftum
tvisvar að skríða út um
glugga til að moka frá púst-
inu.“
Svona segir Pétur
Bjamason, fjölskyldufaðir í
Reykjavík, frá vistinni í
fjölskyldubflnum uppi
Þrengslum, þar sem fjöl-
skyldan beið frá um klukk-
an fimm á sunnudag til
klukkan tvö aðfaranótt
mánudags.
Þau hjónin, Pétur og Sof-
fía Jóhannsdóttir, fóm með
Jóhann Bjama, 5 ára, og
Aðalbjörgu Brynju, níu
mánaða, að skoða Heklug-
osið á sunnudaginn. „Við
fómm í fínu veðri austur að
Heklu, eins og fleiri, og
keyrðum upp Þjórsárdal-
inn og niður Landsveitina
og sáum í fjallið en ekki eld-
gosið sjálft. En það var
gaman að fara þama og við
fengum ágætis veður á leið-
inni í bæinn og þegar við
komum í Hveragerði var
heiðin lokuð og okkur var
vísað á Þrengslin. Við
renndum þangað og fljót-
lega eftir að við komum á
afleggjarann sáum við að
það var ýmislegt að. Hesta-
kerra var farin á hliðina á
miðjum veginum, vörabíll
var stopp og þama var bíll
með brotinn kassa. Við vor-
um í röðinni og vorum ró-
leg,“ sagði Pétur.
Hann segir að fyrst hafi röðin
myndast á annarri akreininni en svo
hafi óþolinmóðir bflstjórar reynt að
fara yfir á hina akreinina en ekkert
komist og þannig stíflað allan veg-
inn, þannig að hvorki björgunar-
sveitir né aðrir hafi komist um.
Hann segir að púst frá bílunum fyr-
ir framan hafi farið að koma inn á
miðstöðina og eins hafi skafið fyrir
púströrið á bílnum hans. Tvisvar
skreið hann út um glugga til að
moka frá rörinu en gafst fljótlega
upp á að hreinsa hrím af rúðum.
Pétur, sem er félagi í björgunar-
sveitinni Ingólfi, segist hafa komið
boðum til félaga sinna sem vom á
ferð milli bflanna um að vara fólk
við að fylgjast með púströmnum.
Væsti ekki um fólkið
„Þetta tók allt tíma; við vomm
þama frá um hálffimm til klukkan
hálftvö um nóttina, þá komu þeir á
siyóbíl og fóm með okkur í Litlu
kaffistofuna þar sem við biðum eftir
rútu í svona hálftíma."
Hann segir að ekki hafi væst um
bömin sín í bflnum. „Þeim leið mjög
vel og sváfu í bflnum en vöktu á leið-
inni niður úr. Jóhanni Bjarna fannst
þetta mjög spennandi og sagði: „Ég
er björgunarmaður," en Aðalbjörg
var með galopin augun og skoðaði
allt af mikilli athygli."
A.m.k. 1.500 flutt-
ir úr Þrengslum
UM 200 manns unnu í björgunar-
sveitum frá klukkan fimm á sunnu-
dag til klukkan níu í gærmorgun við
að flytja að minnsta kosti 1.500
manns úr bílum, sem sátu fastir í
Þrengslum, til byggða. Meira en 400
bflar sátu fastir í Þrengslunum.
Þetta var einhver víðtækasta björg-
unaraðgerð sem hér hefur farið fram
síðan í Vestmannaeyjagosinu árið
1973.
Þorsteinn Þorkelsson, í lands-
stjóm björgunarsveita, sagði að
fyrsta tilkynning um vandræði við
umferð í Þrengslum hefði borist
landsstjóm um klukkan fimm. Þetta
hefðu verið óljósar upplýsingar frá
björgunarsveitum í Þorlákshöfn um
bfla í vandræðum og með beiðni um
aðstoð. „Þá fór boltinn að rúlla,“ seg-
ir Þorsteinn. „Síðan bámst upplýs-
ingar um fleiri og fleiri en það var lé-
legt skyggni og vont veður og erfitt
að sjá til. Það tókst ekki að ná utan
um umfang málsins í fyrstu og það
var ekki fyrr en um eittleytið um
nóttina að það kom í ljós hve gífur-
legt vandamál þarna var á ferðinni."
Þorsteinn segir að fyrstu aðgerðir
hafi falist í því að skanna alla bfla,
tala við fólk og flytja þá fyrst í burtu
sem vora veikir eða veikir fyrir.
Þannig var kona langt gengin með
barn flutt í burtu og fólk sem átti við
veikindi að stríða. Síðan var farið
skipulega að tæma bfla og umfangið
aukið eins og hægt er en tækjaskort-
ur setti starfinu ákveðin takmörk,
m.a. vegna þess að hluti tækjanna
var bundinn við leit að vélsleða-
mönnum á Hengilssvæðinu og Mos-
fellsheiði. „I Þrengslunum vomm við
með sex snjóbfla og jeppa, sem erfitt
var að koma að,“ sagði Þorsteinn.
„Þeir sem sóttu fólk að austan fluttu
það í Þorlákshöfn en þeir sem sóttu
að vestan selfluttu fólk að Þrengsla-
vegamótum þaðan sem bflar óku
fólki að Litlu kaffistofuni. Þar vora
rútur sem fluttu fólk til Reykjavíkur.
Milli klukkan þrjú og fjögur um nótt-
ina var komið á ákveðið vinnuferli."
Allar björgunarsveitir frá Hellu í
austri og um gjörvallt höfuðborgar-
svæðið tóku þátt í aðgerðunum, alls
150-200 manns með 20 bíla og níu
snjóbíla. „Leitaraðgerðin, sem var í
gangi um leið tók smákraft úr okkar
afli; við vomm með tvo snjóbfla í
þeirri leit,“ sagði Þorsteinn. „Við
lentum líka í vandræðum með einn
og einn snjóbfl, sem datt út um tíma
vegna bilana."
Þorsteinn segir að a.m.k. 1.500
manns hafi verið fluttir ofan úr
Þrengslum til byggða. Þetta sé var-
lega áætlað en ekki hafi verið farið
að skrá fólk nákvæmlega fyrr en um
klukkan 2 í fyrrinótt.
Þetta er einhver umfangsmesta
björgunaraðgerð sem farið hefur
fram hér á landi og Þorsteinn segir
að menn hafi alls ekki áttað sig á um-
fanginu í fyrstu. Hann segir að oft sé
talað um að björgunarsveitirnar eigi
mikið af „græjum“ en í fyrrinótt hafi
berlega komið í ljós að ekki var nóg
til og menn vom á þönum út og suður
að reyna að nálgast tæki sem mættu
koma að gagni.
Hundruð nætur-.
gesta í Hveragerði
Hveragerði. Morgunbiaðið.
ALMANNAVARNANEFND
Hveragerðisbæjar var ekki kölluð út
þrátt fyrir ástandið í bæjarfélaginu.
Hundmð veðurtepptra aðkomu-
manna fengu gistingu á hótelum,
gistiheimilum og einkaheimilum í
Hveragerði í fyrrinótt.
Guðmundur Baldursson er tækni-
fræðingur Hveragerðisbæjar. Hann
sagði að bæjarfélagið væri óvenju
vel í stakk búið til að taka á móti
svona mörgum ferðalöngum en í
bænum era margir staðir sem eiga
létt með að taka á móti mörgum
gestum, svo sem Hótel Örk og þó
nokkur gistiheimili. Heilsustofnun
NLFÍ hýsti hátt í tvö hundruð ferða-
langa og síðan var fjöldi fólks á
einkaheimilum.
Að sögn Guðmundar var starfsfólk
gmnnskólans beðið um að vera í við-
bragðsstöðu ef á þvíhúsnæði þyrfti
að halda til að hýsa fólk en síðan kom
í ljós að ferðalangarnir komu sér
flestir í hús með öðmm hætti þannig
að það kom aldrei til að opna þyrfti
gmnnskólann.
Eftir að Hellisheiðin var opnuð,
skömmu fyrir hádegi, fóra nætur-
gestirnir svo vestur yfir heiðina og
má segja að bærinn hafi tæmst á ný
á fáeinum mínútum.