Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 31 ERLENT Ráðherrar Austurríkis eiga erfítt á ESB-fundum Lagalegar varnarað- gerðir hugsanlegar KARL-HEINZ Grasser, fjármála- ráðherra Austurríkis, þurfti að láta sér lynda táknræn mótmæli starfs- bræðra sinna frá hinum Evrópu- sambandslöndunum fjórtán á fundi ráðherranna í Brussel í gær. En hann varaði einnig við því að væru réttindi Austurríkis sem ESB-aðild- arlands brotin áskildu stjómvöld í Vín sér rétt til að grípa til lagalegra vamaraðgerða. Þetta var í fyrsta sinn sem hinn 31 árs gamli Grasser, sem er með- limur í austurríska Frelsisflokkn- um, mætti á ESB-ráðherrafund, en leiðtogar hinna ESB-landanna 14 bragðust við þátttöku Frelsisflokks- ins í nýrri ríkisstjóm Austurríkis með því að lýsa því yfir að þau myndu skera á tvíhliða pólitísk tengsl við Austurríki. Þó segja for- mælendur þessara aðgerða að þær eigi ekki að hafa áhrif á þátttöku austurrískra fulltrúa í hinu formlega fjölþjóðlega samstarfi ESB. Sumir ráðherramir tóku ekki í hönd Gras- sers og sumir þeirra tóku þýðingar- heyrnartólin af sér þegar hann tal- aði. Enginn fór þó af fundinum. Samtímis fjármálaráðherrafund- inum í Brussel hittust varnarmála- ráðherrar ESB í Sintra í Portúgal, og þar lýsti belgíski ráðherrann Andre Flahaut því yfir að Belgíu- stjóm hygðist skera á allt varnar- málasamstarf við Austurríki. Vam- armálaráðherra Austurríkis, Herbert Seheibner, er í Frelsis- flokknum. Og Louis Michel, utanrík- isráðherra Belgíu, bætti um betur í viðtali við belgíska vikublaðið Joumal du Mai'di sem kemur út í dag, þriðjudag, og lýsti því fullum fetum yfir að hann vildi fella austur- rísku ríkisstjórnina. Belgískir og franskir ráðamenn hafa gengið lengst í að krefjast aðgerða gegn Austurríki. Grasser lýsti yfir einlægum vilja sínum til að eiga uppbyggilegt sam- starf í ráðherraráðinu en varaði við því að gengju hin aðildarríkin lengra í aðgerðum sínum kynni það að kalla á mótaðgerðir af hálfu Austurríkis- stjórnar. „Þeir sem tala um umburð- arlyndi ættu sjálfir fyrst að sýna umburðarlyndi," sagði hann. Benita Ferrero-Waldner, utanrík- isráðherra úr Þjóðarflokknum, tók fram í viðtali við austurrísku ORF- sjónvarpsstöðina á sunnudag, að stjómin útilokaði ekki að grípa til viðeigandi lagalegra aðgerða. Sér- fræðingar væru nú að kanna hvort réttindi Austurríkis sem aðildarríkis ESB hefðu verið brotin. Schussel kanzlari hafði einnig gefið svipað til kynna í viðtali við þýzka fréttatím- aritið Focus. Ferrero-Waldner benti á, að óánægju gætti í nokkram ESB-landanna 14 með framgönguna gegn Austurríki. Svissneskur sérf- ræðingur í Evrópurétti, Waldemar Hummer, hefur í grein í Neue Ziircher Zeitung fært rök fyrir því að með aðgerðum sínum hefðu ESB-ríkin 14 brotið á réttindum Austurríkis. Stjórnvöld í Vín gætu því kært aðgerðirnar til Evrópu- dómstólsins í Lúxemborg. afeuðinni' Hvia m i smmm eéa aðmr iqtpfysmgar um sþmkfjiústfrt Hre:r múi’ptmnur fmr aóeim én ksgkramu Hagkaup Skeifunni Sími 5$3 5125 Nýkaup Kringlunni Sími 553 5125

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.