Morgunblaðið - 29.02.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 33
Lögreglumenn sýknaðir af ákæru um morð á blökkumanni í New York
Magnar ásakanir um kyn-
þáttafordóma í lögreglunni
NewYork.AP, AFP.
AP
New York-búar mótmæla sýknudómi í máli fjögurra lögreglumanna
sem voru sýknaðir af ákæru um morð á blökkumanni á föstudag.
SÝKNUDOMUR í máli fjögurra
hvítra lögreglumanna, sem urðu
blökkumanninum Amadou Diallo að
bana í New York fyiir ári, hefur kynt
undir ásökunum um að kynþáttafor-
dómar viðgangist meðal lögreglu-
manna í Bandaríkjunum. Nokkrir
kviðdómaranna, sem sýknuðu lög-
reglumennina, fullyrtu hins vegar að
sýknudómurinn tengdist á engan hátt
kynþáttafordómum.
Rúmlega 1.000 manns söfnuðust
saman við höfuðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna í New York á sunnudag til
að mótmæla sýknudómnum og prest-
urinn A1 Sharpton, sem stóð fyrir
mótmælunum, sagði að markmiðið
hefði verið að vekja athygli þjóða
heims á málinu. „Fómarlambið hefði
getað verið einn af sendiherrunum
hjá Sameinuðu þjóðunum,“ bætti
hann við.
Nokkrir mótmælendanna héldu á
skiltum með áletruninni: „Það er í
lagi að skjóta. Ég er svartur þannig
að það er réttlætanlegt."
Hreyflng Sharptons rannsakar nú
hvaða fyrirtæki hafa gefíð fé í samtök
lögreglumanna sem studdu málsvöm
hinna ákærðu fjárhagslega. Sharpton
hyggst birta lista yfir fyrirtækin síðar
í vikunni og mælast tfl þess að Banda-
ríkjamenn hætti öllum viðskiptum við
þau.
Önnur hreyftng kvaðst ætla að
höfða mál gegn New York-borg á
þeirri forsendu að drápið á Diallo ætti
rætur að rekja til slæmar þjálfunar
og kynþáttafordóma lögreglumanna.
Amadou Diallo, innflytjandi frá
Gíneu, var skotinn til bana við and-
dyri fjölbýlishúss síns í Bronx. Hann
var óvopnaður en stakk hendinni í
vasann og tók upp svartan hlut, sem
lögreglumennimir héldu að væri
byssa en reyndist vera veski. Þeir
skutu 40 byssuskotum og nítján
þeirra hæfðu Diallo. Að sögn sér-
fræðinga, sem rannsökuðu lík hans,
var fimm byssukúlum skotið á hann
eftir að hann lést.
Lögreglumennimir sögðu að Diallo
hefði virst gmnsamlegur, reynt að
komast undan og þeir hefðu talið sig
þurfa að skjóta á hann í sjálfsvöm.
Bandaríska dómsmálai'áðuneytið
hyggst rannsaka mál lögreglumann-
anna og hugsanlegt er að þeir verði
leiddir fyrir alríkisdómstól komist
Janet Reno dómsmálaráðherra að
þeirri niðurstöðu að þeir hafi brotið
gegn borgaralegum réttindum
Diallos.
Sagt til marks um
„kynþáttaklofning“
Blökkumenn og hreyfingar, sem
berjast fyrir réttindum minnihluta-
hópa, hafa efnt tfl mótmæla í New
York síðustu þrjá daga vegna sýknu-
dómsins. Lögreglan sagði að 95 mót-
mælendanna hefðu verið handteknir.
James McCarthy, aðstoðarbiskup
kaþólsku kirkjunnar í New York,
sagði söfnuði sínum að mál Diallos
gæfi tilefni til að hugleiða „tilhneig-
ingu okkar tfl ofbeldis, ótta og ef til
vfll kynþáttafordóma".
Phillip Wogaman, prestur meþód-
istakirkju í Washington, sagði að eng-
inn ætti að bera brigður á niðurstöðu
kvikdómsins en bætti við að eftirmál
sýknudómsins sýndu að Bandaríkin
væru ekki enn laus við „alvarlegan
kynþáttaklofning“.
Bfll Clinton Bandaríkjaforseti var
við messu Wogamans en hefur ekki
rætt sýknudóminn opinberlega. Eig-
inkona hans, Hillary, sem hyggst
bjóða sig fram í New York í kosning-
um tfl öldungadeildarinnar í nóvem-
ber, baðst afsökunar á því að hafa tal-
að um drápið á Diallo sem „morð“ en
sagði að gera þyrfti ráðstafanir tfl að
bæta samskipti lögreglunnar við
blökkumenn.
Mótmælendumir í New York hafa
einkum beint spjótum sínum að Ru-
dolph Giuliani borgarstjóra, repúblik-
ana sem sækist einnig eftir öðru sæta
New York í öldungadeildinni. Giuliani
tók ummæli Hfllary óstinnt upp og
sagði að hann hefði lagt mikla áherslu
á að fjölga blökkumönnum í lögreglu
borgarinnar og þegar varið tfl þess 10
milljónum dala, andvirði 720 mflljóna
króna. Um 67% lögreglumanna New
York-borgar eru hvít þótt hvítir íbúar
borgarinnar séu aðeins 43%.
„Ákæruvaldið færði ekki
sönnur á sakargiftirnar“
Kviðdómurinn var skipaður fjórum
blökkukonum, hvítri konu og sjö hvít-
um karlmönnum. Formaður kvið-
dómsins, blökkukonan Arlene Taylor,
sagði að sýknudómurinn tengdist á
engan hátt kynþáttafordómum.
Helen Harder, eina hvíta konan í
kviðdómnum, tók í sama streng og
sagði að hann hefði ekki getað komist
að annarri niðurstöðu. „Staðreynd-
imar voru mjög skýrar. Kjami máls-
ins er að ákæruvaldið færði ekki
sönnur á sakargiftirnar,“ sagði hún.
Þrír aðrir kviðdómarar sögðust
sannfærðir um að lögreglumennimir
hefðu talið sig í lífshættu. „Þeir hafa
rétt tfl að verja sig,“ sagði einn þeirra.
Ritt strax
forsíðuefni
Kaupmannahöfn. Morgunhladið.
ÞAÐ VAR ekki liðinn sólar-
hringur frá því að Ritt Bjerre-
gaard, fyrrum fulltrúi Dana í
framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, ESB, var skipuð
matvælaráðherra þar til hún
var komin á forsíður danskra
blaða. Það þótti fréttnæmt að
hún hefði 1,8 milljónir danskra
króna í árslaun, tæpar tuttugu
milljónir íslenskra ki'óna, sem
era drjúgum hærri tekjur en
flokksbróðir hennar Poul Ny-
rap Rasmussen forsætisráð-
herra hefur. Einnig vakti það
athygli að hún hóf strax að gefa
yfirlýsingar, sem fremur bentu
til að hún áliti sig vera orðna
forsætisráðherra fremur en
óbreyttan ráðhema.
Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem launamál jafnaðarmanna-
ráðherrans verða fréttamatur.
Ástæðan fyrir háum launum
hennar nú, sem era hærri en
forsætisráðherralaunin, er sú
að hún hefur eftirlaun frá fram-
kvæmdastjóminni í Brassel,
sem hún er þegar farin að fá af,
þótt hún hafi ekki náð eftir-
launaaldri.
Vill EMU-atkvæða-
greiðslu hið fyrsta
Yfírlýsing Ritt um álit hennar
á dagsetningu þjóðaratkvæða-
greiðslu um aðild Dana að Efna-
hags- og myntsambandinu,
EMU, vakti þó öllu meiri póli-
tíska athygli. Skiptar skoðanir
hafa verið um hvenær halda
ætti þjóðaratkvæðagreiðslu,
ýmist rætt um komandi haust
eða snemma næsta vor.
Ritt, sem er ákafur talsmaður
danskrar EMU-aðildar, lýsti
því strax yfir að hún áliti að at-
kvæðagreiðslan ætti að fara
fram hið fyrsta, helst strax í
haust. Ef til þess kemur þarf
flokkur hennar að efna til auka-
þings um EMU nú á næstunni.
Flokksstjórnin kysi það gjarn-
an, en álitið er að óbreyttir
flokksmenn litu slíka skyndiá-
kvörðun homauga, þannig að
aukaþingið er ákaft deiluefni í
flokknum þessa dagana.
Albright næsti
forseti Tékklands?
Washington. AFP.
TÍMARITIÐ Time hefur eftir heim-
ildarmönnum sínum að Madeleine
Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, íhugi nú að gefa kost á sér í
embætti forseta Tékklands eftir að
síðara kjörtímabili Bills Clintons
Bandaríkjaforseta lýkur á næsta ári.
James Rubin, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, sagði hins
vegar að Albright hefði ekki í hyggju
að sækjast eftir forsetaembættinu í
ættlandi sínu.
„Tékkneskir embættismenn hafa
stungið upp á þessu öðra hverju,“
sagði Rubin á sunnudag. „Hún hefur
alltaf neitað því og hefur aðeins hug
á að starfa fyrir Bandaríkin. Henni
þykir það auðvitað mikill heiður að
háttsettir tékkneskir embættismenn
skuli íhuga þann möguleika að hún
verði forseti í ættlandi sínu. Hún
hefur aldrei íhugað það alvarlega."
I nýjasta hefti Time, sem kom út í
gær, er haft eftir ónafngreindum
heimildarmönnum að Albright hafi
skýrt „mflligöngumönnum" frá því
að hún hafi hug á að gefa kost á sér í
embættið en vilji ekki ræða það fyrr
en hún láti af störfum sem utanríkis-
ráðherra í janúar á næsta ári.
Vaclav Havel, forseti Tékklands,
er sagður hlynntur því að Albright
taki við embættinu þegar kjörtíma-
bili hans lýkur árið 2003. Að sögn
breska útvarpsins BBC fékk hann
þá hugmynd fyrir einu og hálfu ári
þegar hann var á heimleið eftir opin-
bera heimsókn til Bandaríkjanna.
„Mér datt þetta í hug í flugvélinni á
leiðinni heim þannig að ég fékk ekki
tækifæri til að inna hana eftir því,“
hafði BBC eftir forsetanum.
Michael Zantovsky, fyrrverandi
sendiherra Tékklands í Bandaríkj-
unum, sagði hins vegar á sunnudag
að hann hefði hitt Havel í vikunni
sem leið og þeir hefðu m.a. rætt
þann möguleika að Albright gæfi
kost á sér í embættið. „Ég hef aldrei
farið leynt með að ég tel að Made-
leine Albright geti einhvern tíma
þegar fram líða stundir gegnt mikil-
vægu hlutverki í tékkneskum stjóm-
málum,“ sagði Zantovsky.
Fer í heimsókn til Tékklands
Ráðgert er að Albright fari í
þriggja daga heimsókn til Tékklands
í næstu viku til að vera viðstödd há-
tíðahöld í tilefni þess að 150 ár verða
þá liðin frá fæðingu tékknesku þjóð-
hetjunnar Tomas Masaryks, sem
varð fyrsti forseti Tékkóslóvakíu ár-
ið 1918.
Faðir Albright var tékkneskur
stjórnarerindreki og flúði með fjöl-
skyldu sinni til London þegar Þjóð-
verjar hertóku heimaland þeirra í
byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar.
Fjölskyldan sneri þangað aftur en
fluttist til Denver í Bandaríkjunum
árið 1948 eftir að kommúnistar kom-
ust til valda í Tékkóslóvakíu.
Samkvæmt stjórnarskrá Banda-
ríkjanna geta þeir, sem fæddir era
erlendis, ekki gegnt bandaríska for-
setaembættinu en ekkert virðist
vera því til fyrirstöðu að bandarísk-
ur ríkisborgari verði þjóðhöfðingi
annars lands. Valdas Adamkus var
til að mynda embættismaður í
Bandaríkjunum áður en hann varð
forseti Litháens.
Stríðið í Kosovo gæti
sett strik í reikninginn
Albright naut mikilla vinsælda í
byrjun síðasta árs þegar skoðana-
könnun tékknesks dagblaðs benti til
þess að hún væri álitin meðal merk-
ustu Tékka sem nú era uppi.
Vinsældir hennar kunna þó að
hafa minnkað vegna hernaðarað-
gerða Atlantshafsbandalagsins í
Kosovo, sem hafa verið kallaðar
„stríð Madeleine“ í Tékklandi. Við-
horfskannanir bentu til þess að 75%
Tékka væra andvíg hernaðinum.
HITACHI
SKpirokkur
• Spindillæsing
• 600w, 115mm
• Lipur og léttur
• Fyrir iðnaðar-
manninn
4.995 kr.
HÚSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is