Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 35

Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 35 LISTIR Jón Dan Eftir Jóhann Hjálmarsson SJÖTTI áratugurinn er um margt merkilegur í íslenskum skáldskap, ljóðum og sagnagerð. Ný ljóðskáld komu fram og í sagnagerðinni urðu hræringar, ekki síst í smásagnagerð. Það vakti athygli að ungur skrifstofumað- ur í Reykjavík, Jón Dan, hlaut 1. verðlaun í smásagnasamkeppni Samvinnunnar og Helgafells 1955 fyrir smásögurnar Jörð í festum og Kaupverð gæfunnar. Þetta var upphefð sem vakti athygli á höfundinum, en hann hafði vel að merkja áður unnið til verðlauna. Þess vegna var það að menn opnuðu eftir hann smásagnasafnið Þyt um nótt, 1956, fyrstu bók höfundarins, með eftirvæntingu og fáir hygg ég að hafi orðið fyrir vonbrigð- um. Einkunnarorð smásagnasafnsins sótti Jón Dan til heimspekingsins Spinoza: „Ánauð kalla ég vanmátt mannsins til að stjórna tilfinningum sínum eða halda þeim í skefjum. Því sá, sem er á valdi tilfinninga sinna, er ekki sjálfum sér ráðandi..." Það voru hin innri öfl og umhverfi sem Jón Dan beindi sjónum sínum að, síður samfélagið sem þó var í tísku í skáldskapn- um. Hann er ekki raunsær í þeirri merk- ingu að vera ádeilugjarn eins og Bjarni Benediktsson frá Hofteigi benti á og sögur hans engan veginn raunsæjar eins og Erl- endur Jónsson kemst að orði: „ Ennfremur eru sögur Jóns Dans næsta óháðar ári og öld. Oft er vant að ráða af efni þeirra, hve- nær þær eiga að gerast. Gamla og nýja tím- anum er einatt ruglað saman.“ Eflaust hafa þesi einkenni skáldskapar Jóns Dan háð mati á honum. Dul sumra sagnanna í Þytur um nótt sem líka má finna í skáldsögum hans helst í hendur við ástríður og ofurvald tilfinninga sem hann lagði rækt við. Að þessu leyti stendur Jðn ekki einn en að mörgu leyti sér. Fyrstu skáldsögur Jóns Dan, Sjávarföll (1958) og Tvær bandingjasögur (1960) fengu að gjalda þessa. Þó er samfélagið síð- ur en svo fjarverandi í þessum bókum. Sjávarföll er afar geðfelld saga og læsi- leg, kannski það nýstárlegasta (einkum fyrri hlutinn) sem eftir Jón Dan liggur. I Tveim bandingjasögum eru átök sem sýna að höfundurinn er óhræddur og hefur boðskap að flytja þrátt fyrir allt. Þessar tvær sögur, Nótt á blæng og Bréf að aust- an, gefa til kynna aukinn félagslegan vilja höfundarins, en sögurnar eru mótaðar af gömlum tíma í sveitinni og ná varla með sannfærandi hætti inn í nútímann þótt vandi borgarlífsins sé kominn til skjalanna í síðari sögunni. Eftir langa þögn kemur svo skáldsagan „Dul sumra sagnanna í Þytur um nótt sem líka má finna í skáldsögum hans helst í hendur við ástríður og ofur- vald tilfinninga sem hann lagði rækt við. “ Atburðirnir á Stapa (1973), nokkuð gáska- full saga þar sem þjóðsagnakenndur veru- leiki tekur völdin og höfundur teflir á tæp- asta vað. Sumum þótti of langt gengið, aðrir nutu þessarar skemmtilegu sögu, stfls og frásagnar sem Jón kunni svo góð tök á. Atburðirnir á Stapa er ekki alveg laus við það töfraraunsæi (Kýrin Dumba, portú- gölsk prinsessa) sem síðar átti eftir að verða áberandi í skáldsagnagerð. En aðal- persónan, Stapajón, stendur föstum rótum. 1919 árið eftir spönsku veikina, kom út 1987. Jón sagði í viðtali að þessi saga tæki við af Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson, en kvaðst ekki fara í nokkurn samjöfnuð. Sagan gerist á Vatnsleysuströnd og er byggð á reynslu Jóns á Brunnastöðum. Söguhetjan er Valgerður sem tekur að sér að sjá um barnmargt heimili. Eins og höf- undurinn hefur bent á er það þó ástin sem ræður ferðinni, aðallega leynt en líka ljóst. Þetta er sjálfsævisöguleg bók, en í íleiri bókum sínum lýsir Jón umhverfi bernsk- unnar og sækir þangað efni. Jón Dan skrifaði um tilfinningar og var örlátur á þær í verkum sínum. Engu síður var hannn hljóðlátur maður, kannski einum um of í verkunum. Mér virðist honum hafa best tekist hin vandmeðfarna list smásögunnar og nefni þá sögur eins og verðlaunasögurnar fyrr- nefndu ásamt Blautu engjunum í Brokey, Ánamöðkum og Leiksoppum. Jón Dan var líka ljóðskáld eins og hin at- hyglisverða ljóðabók, Berfætt orð (1967), er m.a. til vitnis um. Einnig samdi hann leikrit og sögur handa börnum. „Því skal ég hógvær þreyja og una því, að ég er duft“ LEIKLIST Neskirkja JOB Leikhópur án nafns. Leikgerð: Sveinn Einarsson og Arnar Jóns- son. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Leikari: Amar Jónsson. Leikbrúð- ur: Helga Steffensen. Tónlist: Ás- kell Másson. Orgelleikari: Douglas A. Brotchie. Lýsing: Lárus Björns- son. Hljóðmaður: Þórður Aðal- steinsson. Þýðing á ljóðtexta: Helgi Hálfdanarson. Flytjendur tónlistar á geisladiskum: Áskell Másson og Camilla Söderberg. Sunnudagur 27. febniar ÓFÁIR listamenn - myndlistar- menn, skáld, tónlistarmenn og heimspekingar - hafa í gegnum aldirnar lagt út af og glímt við efni Jobsbókar, eins og Kristinn Ólason bendir á í vandaðri leikskrá þeirr- ar sýningar sem hér um ræðir: Dante, Goethe, Milton, Bashevis- Singer, Blake, Hándel, Brahms, Hobbes, Kant, Hegel, Bloch og Kierkegaard, svo nokkrir séu nefndir. Þessa upptalningu mætti tengja íslensku samhengi með því að bæta við nafni Ólafs Gunnars- sonar sem vinnur markvisst út frá efni Jobsbókar í nýjustu skáldsögu sinni, Vetrarferðinni, sem kom út síðastliðið haust. Margir valinkunnir íslenskir og erlendir listamenn koma að upp- færslunni á texta Jobsbókar sem frumsýnd var í Neskirkju síðastlið- ið sunnudagskvöld. Sveinn Einars- son og Arnar Jónsson, sem jafn- framt er eini flytjandi textans, hafa unnið saman leikgerðina sem (ef ég hef skilið það rétt) byggist annars vegar á texta Biblíunnar (í útgáfu Hins íslenska Biblíufélags) en hins vegar á þýðingum Helga Hálfdan- arsonar á enskri útgáfu á ræðu- köflum bókarinnar sem eru að mestu leyti í bundnu máli. Áskell Másson tónskáid hefur síðan „tón- skreytt" verkið (ef svo má að orði komast) á áhrifaríkan máta. Frá sjónarhóli leikmanns fellur tónlist Áskels afar vel að textanum, bygg- ing hennar helst í hendur við verkið; er lágmælt í byrjun en fer vaxandi með auknum þunga text- ans og nær hápunkti þeg- ar Guð birtist Job og talar til hans úr stormviðrinu. Ai'nar Jóns- son er eini flytjandi textans, auk þess að túlka Job er hann sögumaður og leikur hina þrjá vini Jobs: Elífas, Bildad og Sófar, sem hver um sig reynir að finna réttlætingu fyrir því að Guð leggur slíkar þjáningar á Job og fá hann til að viðurkenna að hann hafi til þeirra unnið. Hluti textans er fluttur af bandi (með rödd Arnars) og hljómar þá sem „innra tal“ eða hugleiðingar Jobs. Þá er að lokum að telja nokkrar skemmtilegar leikbrúður, sem Helga Steffensen hefur gert, og sögumaður notar í frásögn sinni. Hér er því ekki um „venjulegan" einleik að ræða, held- ur er sköpuð fjölbreytni með tón- list, rödd af bandi og brúðum sem hvert um sig gegnir hlutverkum nokkurs konar mótleikara Arnars í sýningunni. Arnar Jónsson er þekktur fyrir sína litríku, styrku og þéttu rödd og hér naut hún sín til fullnustu og (með rafrænni aðstoð) hljómaði hún vel um alla kirkjuna í öllum sínum blæbrigðum, allt frá örvænt- ingarfullu hvísli til ákafrar undrun- ar og reiði Jobs yfir örlögum sín- um. Arnar leysti hlutverk sitt af öryggi og listrænu innsæi og leikur hans höfðaði sterkt til jafnt sjónar, heyrnar og tilfinninga áhorfand- ans, enda er hér um að ræða texta sem hlýtur að höfða til allra manna í sannleika sínum og tímaleysi. Því það er vissulega textinn sjálfur sem er aðall þessarar sýn- ingar, texti sem er ótrúlega „nú- tímalegur" kominn til okkar í gegnum árþúsundirnar. í Jobsbók er hinn mann- lega þjáning í brenni- depli, þjáning og sorgir sem lagðar eru á hina rétt- látu jafnt sem ranglátu, þján- ingin sem maðurinn reynir í örvæntingu sinni að glíma við og skilja í van- mætti sínum og smæð gagnvart hinu mikla gangvirki Guðs (eða til- verunnar). Þessi texti er ekki að- eins hafsjór af speki og hugleiðing- um sem tjá mannlegan ótta, efa og þjáningu, hann er einnig listavel saman settur í öllu tilliti, hvort sem litið er til byggingarinnar í heild eða til einstakra setninga. Helgi Hálfdanarson hefur þýtt stóran hluta hins bundna máls og er handbragð hans auðþekkt í ljóð- rænni fegurð og sterkri hrynjandi málsins. Hér er á ferðinni áhrifamikil leiksýning þar sem magnaður texti helst í hendur við vandaðan flutn- ing allra þeirra listamanna sem taka þátt; auk Arnars Jónssonar, eru það tónskáldið Áskell Másson, sem leikur á málmgjöll ýmiss kon- ar, og Douglas A. Brotchie orgel- leikari. Sveinn Einarsson hefur of- ið þessa sýningu saman af miklu öryggi og stýrt öllum þráðum hennar af þekktu listfengi. Fengur er einnig að leikskránni sem hefur að geyma stuttar en vandaðar greinar um heimspeki Jobsbókar, byggingu hennar og innihald, auk greinar um tengsl efnisins við sál- gæslustarfið. Soffía Auður Birgisdóttir Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Morgunblaðið/Jón Svavarsson Aðstandendur sýningarinnar í Neskirkju. Stökktu til Kanarí 19. mars Irá kr. 34.855 Nú seljum við síðustu sætin til Kanarí í mars, en eyjamar eru langvinsælasti vetraráfangastaður okkar og þúsundir fslendinga ferðast þangað á hverjum vetri til að njóta eins besta veðurfars heimsins og stytta veturinn hér heima. Nú bjóðast síðustu sætin í mars til Kanarí á hreint frábærum kjömm. Þú bókar núna og tryggir þér sæti, og 5 dögum fyrir brottför látum við þig vita hvar þú gistir. 19. mars Verð frá kr. 34.855 19. mars, vika, m.v. hjón mcð 2 böm. Aukavika frá 7.700. Verð kr. 44.990 M.v. 2 í íbúð, 1 vika Verð frá kr. 64.990 2 í íbúð/smáhýsi, 3 vikur. Hvenær er laust? 12. mars - uppselt 19. mars - 24 sæti 26. mars - 34 sæti 9. apríi - laust 16. apríl - 23 sæti Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.