Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 37
LISTIR
Ljdslifandi skáldskapur
Allan Warren formaður dómnefndarinnar
afhendir Sigurði H. Þorsteinssyni Fr. Brofos verðlaunin.
íslendingur fær
verðlaun fyrir grein
um Konungspóstinn
NORRÆNU Fr. Brofos-verðlaun-
in voru veitt í fyrsta sinn í
Bandaríkjunum fyrir skemmstu
og féllu þau Sigurði H. Þorsteins-
syni rithöfundi í skaut. Stofnað
var til þessara verðlauna á sl. ári
af Scandinavian Collectors Club,
International, og skulu þau veitt
árlega fyrir bestu grein um frím-
erkjafræði eða póstsögu.
Sigurður hlaut verðlaunin fyrir
grein sína „The Royal Mails of
Iceland". Greinin birtist fyrir um
ári í tímariti sambandsins The
Posthorn.
Konungspóstur á Islandi, eða
Bessastaðapóstur, var við lýði frá
því um 1553-1873, eða í um 320
ár, en þá tók við Pósthúsið í
Reykjavík, með póstmeistara og
skipulagningu póstdreifingar um
allar byggðir landsins. Fyrirrenn-
ari hans var Biskupapósturinn,
þ.e. póstsendingar milli biskups-
stóla og um sveitir landsins, en
þeir gegndu þá mun umfangs-
meira hlutverki í þjóðlífinu en
þeir gera í dag.
Verðlaunin bera nafn Freder-
icks Brofos, sem lengi var rit-
stjóri The Posthorn. Einnig skrif-
aði hann mikið af greinum fyrir
fjölda blaða og tímarita.
Verðlaunin voru afhent á frí-
merkjasýningunni SANDICAL
2000, í San Diego. Að þeirri sýn-
ingu stóðu áður nefnd samtök
Norðurlandasafnara, ásamt Am-
erica Philatelic Society, sem eru
um 70 þúsund manna samtök
frímerkjasafnara í Bandríkjunum.
Bæði þessi samtök standa að
fundum og uppákomum á meðan
á sýningunni stendur.
Sigurður er ævifélagi og heið-
ursfélagi í báðum þessum sam-
tökum.
Næsta sýning verður NORDIA
2001, og verður hún í Tuscon,
Arizona, í janúar á næsta ári.
Hún verður haldin af sömu aðil-
um og er fyrsta NORDIA-
sýningin sem er haldin utan
N orðurlandanna.
TONLIST
H a f n a r b o r g
KAMMERTÓNLEIKAR
Tríó Reykjavíkur
flutti verk eftir Smetana
Rachmaninov og
Schostakovitsj.
Sunnudagurinn 27. febrúar, 2000.
FYRR á öldum hefði þess verið
getið í annálum, að við upphaf nýrrar
aldar hafi vetur verið harður, snjó-
þungur, með miklum eldgangi í
Heklu, að viðbættum ótta spámanna
við enn frekari atgang jarðarinnar í
eldgosum og jarðskjálftum. Þungur
hefur Vetur konungur verið okkur Is-
lendingum, er í fátækt okkar höfðum
lítil slqól til að verjast honum, þegar
hann þrátt fyrir tækni og ríkidæmi
nútímans, lemur okkur svo, að við
kveinkum okkur undan harðýgi hans.
Hús eigum við betri en aldrei fyrr og
það var hlýtt og notalegt í Hafnar-
borg, á tónleikum Tríós Reykjavíkur
sl. sunnudag en þar voru veggir þakt-
ir ijósmyndum Sigríðar Zoéga, er
minnti tónleikagesti á tengsl fortíðar
við nútíðina.
Tónleikamir hófust á tríói í g-moll
op.25, eftir Bedrich Smetana. þetta er
á margan hátt glæsilegt verk, en í
LEIKLIST
F é 1 a g s h c i m i 1 i ð
Breiðamýri,
Reykjadal
SÍLDIN KEMUR OG
SÍLDIN FER
Eftir Iðunni og Kristínu Steinsdæt-
ur. Leiklistarhópur Umf. Eflingar.
Leikstjóri: Amór Benónýsson.
Tónlistarstjórn: Jaan Alavere.
SÍLDIN þeirra Steinsdætra er
eitt af þeim leikritum sem íslenskt
áhugaleikhús hefur fyrir löngu tekið
að hjarta sínu. Frá því Húsvíkingar
frumfluttu verkið hefur það verið
sýnt um landið þvert og endilangt,
lengst af aðallega við sjávarsíðuna,
en upp á síðkastið hefur þessi undra-
fiskur verið að krafla sig æ lengra inn
í land. Það var heldur ekki annað að
sjá en kvikmdið dafnaði vel í Reykja-
dalnum.
Þessar vinsældir eru ekkert
ástæðulausar. Síldin kemur og síldin
fer er bæði fyndið og fjörugt og
ánægjulega laust við ádeilubrodda,
sem sumum finnst að hljóti að eiga að
leynast í öllum gamanleikjum. Síldin
er skýr og skemmtileg mynd af ver-
öld sem var, og gagnast bæði þeim
sem muna þessa tíma og okkur sem
yngri erum og njótum þess einfald-
heild er ritháttur þess nokkuð
„orchestral", mótaður af stórum
áhrifamiklum tónflötum er voru mjög
vel mótaðir í tilfinningaþrunginni
túlkun flytjenda. í stað Guðnýjar
Guðmundsdóttur lék Auður Haf-
steinsdóttir á fiðluna og var flutning-
ur hennar tilþrifamikill og má Guðný
vel við una frammistöðu nemanda
síns.
Auk írábærs leiks Auðar, var ekki
síður bragð að leik Peter Máté og
Gunnars Kvaran, sem báðir áttu frá-
bærlega vel leiknar sólólínui-, auk
hins frábæra samleiks sem einkenndi
allt verk Smetana.
Rússnesku tónskáldin Rachmanin-
ov og Schostakovitsj áttu viðfangs-
efnin eftir hlé og var það fyrst tríó-
þáttur, Eligiaco, efth' Sergei
Vasiljevitsj Rachmaninov, sem sagt
er að hann hafi samið 1892,19 ára, og
flutt það á tónleikum í tónlistarskól-
anum í Moskvu. Um vorið sama ár
tók Rachmaninov lokapróf sitt frá
skólanum með besta fáanlega vitnis-
burði, gullverðlaunum og hvað eina,
sem aðeins tveimur nemendum hafði
þá hlotnast, m.a. Tanejev. Það voru
bundnar miklar vonir við hinn unga
tónsmið og mun móðir hans hafa lagt
að honum að koma til Leningrad og
læra tónsmíði hjá Korsakov, í stað
þess að sækja tónsmíðatíma hjá Tanj-
ev og hljómfræði hjá Arensky. Sem
píanóleikari hafði hann þegar sannað
UppgTÍp
lega að eyða kvöldstund í félagsskap
lifandi fólks.
Breiðamýri er að upplagi fremur
hefðbundið félagsheimili en Amór og
leikdeildin hafa brugðið á það snjalla
ráð að umbylta leikrýminu, byggja
pall eftir endilöngu salargólfinu og
leika á honum og við báða enda hans.
Þetta nýtist feikivel, sparar umstang
við sviðsskiptingar og gefur verkinu
aukna vídd.
Sýningin er bráðskemmtileg. Hún
einkennist öðru fremur af krafti og
fjöri og þingeyska sjálfsöryggið
geislar af hverju andliti. Persónumar
era skýrt teiknaðar og þær þeirra
sem bjóða upp á tilþrif vora ekki
sviknar af leikuram sínum. Svo ein-
hveijir séu nefndir þá naut Jón
Friðrik Benónýsson sín í hlutverki
Ófeigs bónda og Aðalbjörg Pálsdóttir
ekki síður sem eiturtungan Málfríður
símamær. Saltstrákurinn for-
drukkni, Lilli, var í góðum höndum
hjá Karli Ingólfssyni, Þorgerður Sig-
urgeirsdóttir var sannfærandi sem
hinn upprennandi kvenskörangur
Jökla og framganga Asgríms Guðna-
sonar sem hásetinn og slagsmála-
hundurinn Konni líður seint úr minni.
Reyndar var landlegudansleikurinn
og eftirmál hans í heiid óborganleg
skemmtun, þar nýttist langi pallur-
getu sína svo um munaði. Eligiaco-
þátturinn er nokkuð sundurlaus en
víða góðir sprettir, einkum í píanó-
röddinni, sem Maté leysti mjög vel af
hendi, í góðum samleik við strengja-
leikai-ana.
í heild var verkið vel flutt en meg-
inverk tónleikanna var þó skáldverkið
Tríó í e-moll op.67, eftir Dimitri Dim-
itrijevitsj Schostakovitsj en í þessu
verki er hann að fást við ofsóknir og
notar gyðingastef sem táknmynd
hins ofsótta og í sérlega áhrifamiklum
Largo-kafla, þar sem píanóið leikur
sama hljómaganginn, svo að form
kaflans verður eins konar „sjakonna",
getm- að heyra átakanlegt harmljóð,
sem var sérlega vel flutt.
Flutningur Tríós Reykjavíkur var
allur hinn glæsilegasti, allt frá hinu
einkennilega upphafi, sem markar í
raun sársauka verksins allt tíl enda,
þar sem auk þess skiptast á íhygli,
átök, sársauki og grályndur galsi.
Þetta áhrifamikla skáldverk var af-
burða vel flutt og öll skapbrigði þess
mótuð af sterkri tilfmningu og ein-
stakri samvirkni í leik, svo að skáld-
skapur þess var ljóslifandi harmleik-
ur en um leið vitnisburður um
mannlega reisn og mikilleik, er ekk-
ert fær bugað og af innri hógværð ber
með sér sæði sigurs og um leið fyrir-
gefiiingar.
Jón Ásgeirsson
inn vel og tilþrifin á dansgólfinu vora
heilt leikrit út af fyrir sig.
Tónlistarflutningur er undir stjóm
Jaan Alavere og gerir sitt fyrir
skemmtanagildi sýningarinnar. Hóp-
söngvar voru ki-aftmiklir og í sólón-
úmeram náðu leikaramir að bæta
vídd við persónur sínar. Jaan fór að
auki létt með lítið hlutverk sitt sem
rússneskur síldarkauþmaður, og
virtist mér á máli hans að hann hefði
þungar áhyggjur af drykkjuskapnum
á söltunarfólkinu, sem vonlegt er.
Efling hefur undanfarin ár notið
fulltingis nemenda Framhaldsskól-
ans á Laugum við sýningar sínar.
Þetta hefur gefið færi á að setja upp
mannmargar stórsýningar og er það
stefna félagsins að gefa öllum færi á
að vera með sem þess óska. Þetta er
eftirtektarverð stefna og þegar af-
raksturinn er jafnheilsteyptur og
kröftugur og Síldin er þá er stefnan
líka rétt frá sjónarhóli áhorfandans,
sem vill fá sína skemmtun hvað sem
öllum stefnum líður. Þeir nemendur
sem fá auk sinnar venjulegu bók-
menntunar kennslustund í því að
vinna að sameiginlegu markmiði með
fólki á öllum aldri með ólíkan bak-
grann eru áreiðanlega ekki sviknir af
námsdvöl sinni í Reykjadalnum. Og
enginn áhorfandi verður svikinn af
stórskemmtilegri uppfærslu Amórs
og Eflingar.
Þorgeir Tryggvason
Samkór með sígaunablóð
KÓRTÓNLEIKAR
Samkór Kópavogs undir sljórn
Dagrúnar Hjartardóttur flutti ís-
lensk, norræn og ungversk kórlög;
einsöngvari: Stefán Helgi Stefáns-
son; píanóleikari: Claudio Rizzi.
Laugardag kl. 17.00.
í NÆSTSTÆRSTA bæjarfélagi
landsins, Kópavogi, hefur mikil upp-
bygging átt sér stað á síðustu miss-
eram. Að dæma af tónleikum Sam-
kórs Kópavogs, hefur mikið
uppbyggingarstarf verið unnið þar á
bæ, og árangurinn skilar sér í prýði-
legum söng kórsins. Það sem var
mest áberandi á tónleikum Sam-
kórsins á laugardag, var hve efnis-
skráin var vel unnin að öllu leyti. Það
á bæði við um verkefnaval, sem var
mjög smekklegt og efnisskráin vel
saman sett, en ekki síður á það við
um hvernig unnið var með þann efni-
við. Kórstjórinn hefur lagt á sig
mikla vinnu við að móta túlkun hvers
lags og ákveða hvemig það skyldi
sungið. Þarna var ekkert sem hljóm-
aði að því manni fyndist „bara ein-
hvern veginn“, söngurinn var skýrt
og fallega mótaður og mikil áhersla
á músíkalska dýnamík og rytmískan
söng. Þannig hljómaði söngur kórs-
ins vandaður og stílhreinn. Það sem
enn á eftir að fægja og pússa í söng
kórsins, er hljómurinn, eða radd-
gæðin. Hljómurinn er of daufur mið-
að við hve margir syngja, og sópran-
ar hafa tilhneigingu til að renna sér
upp í tóninn í stað þess að tylla sér
ofan á hann. Þar vantar þindar-
stuðning og stundum leiðir hann til
þess að sópranarnir verða of lágir, -
sérstaklega á leiðinni niður af háu
tónunum.
Það var margt mjög fallega gert á
þessum tónleikum og hin mikla
vinna og rækt sem lögð hefur verið í
að undirbúa þá skilaði sér vel. Það
kom á óvart að í heild vora það ís-
lensku lögin sem vora hvað daufust.
Best hljómuðu útsetning Árna
Harðarsonar á þjóðlaginu Tíminn
líður, trúðu mér og Gamalt vers eftir
Hjálmar H. Ragnarsson. Stefán
Helgi Stefánsson tenór söng með
kómum í lagi Karls O. Runólfssonar,
I fjarlægð. Stefán er með fina rödd
og mikla útgeislun, en söng ekki allt-
af nógu nákvæmt, - það átti bæði við
um punkteringar á nokkram stöðum
og texta. Það er merkingarmunur á
því að segja: „sem aldrei gleymist,
meðan lífs ég er“ og „sem aldrei
gleymi, meðan lífs ér er“, - eins og
það á að vera. Þama skiptir það
sköpum að það er auðvitað Ijóð-
mælandinn sjálfur sem ætlar að
geyma til æviloka fagra minningu
um ástvin í fjarlægð. I lagi Sigurðar
Þórðarsonar, Sjá dagar koma, söng
Stefán Helgi býsna vel með kórnum
en undir lok lagsins misstu undir-
leikarinn og söngvarinn hvor af öðr-
um og niðurlag lagsins varð
ósamtaka. Lagið var endurtekið sem
aukalag í tónleikalok, og var þá mun
betra og flutt af miklum þrótti.
Norrænu lögin á tónleikunum
komu á óvart. Tvö lög eftir Tove
Knudsen vora skínandi góð og
sömuleiðis Sumarseiður eftir Geir
Tveitt. Kórinn kunni augljóslega
líka að meta þessi lög og söng þau af
innileik og einlægni.
Dagskráin eftir hlé var helguð sí-
gaunum og tónlist frá Ungveija-
landi. Þar var kórinn í miklu stuði og
söng af gleði og fjöri. Úgródans eftir
Jósef Karai var sunginn með sann-
færandi sígaunahita og rytmískri
nákvæmni. Túlkun á laginu um
Óskasteinana var mjög óvenjuleg og
framleg og lukkaðist virkilega vel.
Lagið var sungið í hröðu tempói og
nokkuð veikt. Þetta kom vel út, og
lagið fékk alveg nýtt og ferskt svip-
mót. Söngkona sem átti að syngja
með kómum á tónleikunum forfall-
aðist á síðustu stundu. Meðal þess
sem hún átti að syngja var Ástar:
draumur nr. 3 eftir Franz Liszt. I
staðinn lék hinn snjalli píanóleikari
kórsins Claudio Rizzi hina vinsælu
píanóútgáfu verksins og gerði það
mjög fallega og músíkalskt. Annað
sem hátt bar á seinni hluta tónleik-
anna var söngur Stefáns með kórn-
um í söng úr óperettunni Fuglasal-
anum eftir Zeller og lokalagið,
Sígaunamars eftir Lehár, sem var
sunginn af miklum eldmóð og fjör-
miklum þrótti. Þama voru sópran-
amir í miklu stuði og sungu klingj-
andi hreint upp úr öllu valdi með
sígaunaeld í augum og sýndu að þeir
ráða vel við það sem stundum reynd-
ist erfitt, - að halda stuðningi í hæð-
inni. Til marks um fjörið í flutningi
þessa lags, byrjaði Hekla að gjósa á
sama augnabliki, fullkomlega í takt
við hitann í söng sígaunanna.
Bergþóra Jónsdóttir