Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 29. PEBRÚAR 2000 43
Mannrækt
í skólum
4. MARS næstkomandi munu
Smáraskóli, ráðgjafafyrirtækið Agn
og áhugamannafélagið Mannrækt
standa fyrir ráðstefnu undir yfir-
skriftinni „Á skólinn að gera nem-
endur bæði góða og fróða?“.
Tilgangur ráðstefnunnar er ann-
ars vegar að skoða gildi siðfræði-
kennslu á grunnskólastigi frá sem
flestum sjónarhornum og hins vegar
að vekja athygli á kennslulíkani og
aðferðafræði City Montessori-
skólans á Indlandi, sem einkennist
af djarflegri námski-á í siðfræði.
Stofnendur skólans telja siðfræðik-
ennsluna fremur en annað vera und-
irstöðu afburða námsárangurs sem
nemendur skólans geta státað af.
í haust sóttu sex íslendingar
kennaraþjálfunarnámskeið í sið-
fræðikennslu þar sem hugmynda-
fræði CMS var m.a. kynnt. Einn
kennaranna á námskeiðinu var
Dwight Allen prófessor við Old
Dominion-háskólann í Norfolk í
Virginíu. Dwight verður einn af fyr-
irlesurum ráðstefnunnar 4. mars, en
hann hefur starfað að umbóta og
þróunarstarfi í menntamálum.
Dwight hefur ekki einskorðað sig
við Bandaríkin því hann hefur unnið
á vegum UNESCO í Afríku í lönd-
um eins og Botswana, Malwi, Nami-
biu, Uganda og Lesoto og frá 1998
hefur hann starfað og haft umsjón
með verkefnum í Kína á vegum Þró-
unarstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna. Þau verkefni hafa einkum
beinst að menntunarmálum stúlkna,
kennaraþjálfun og stjórnsýslu.
Tveir þátttakendanna á nám-
skeiðinu, þeir Jón Baldvin Hannes-
son og Rúnar Sigþórsson, hafa
skrifað tvær greinar sem birtust í
Morgunblaðinu, 15. og 19. febrúar
síðastliðinn.
Drög að dagskrá ráðstefnunnar
er eftirfarandi:
Kl. 9:00 Skráning og kaffisopi.
Kl. 9:30 Opnunarávarp: Valgerð-
ur Snæland Jónsdóttir skólastjóri.
Kl. 9:35 Dr. Krisiján Kristjáns-
son, Háskólanum á Akureyri: Hvað
er siðvit og hvernig verður það eflt?
Kl. 10:00 Dr. Dwight Allen, próf.
við Old Dominion University í Nor-
folk, Virginia, BNA: Finding the
balance in education: Making kids
smart and good.
Kl. 10:50 Kynning á bókum og
öðru efni sem sýnt er á staðnum;
Böðvar Jónsson, formaður Mann-
ræktar.
Kl. 11:15 Jón Baldvin Hannesson:
Siðfræðikennsla sem eykur náms-
árangur.
Ki. 11:40 Atriði frá nemendum
Smáraskóla.
Kl. 11:50 Rúnar Sigþórsson:
Uppeldisáætlun skóla.
KI. 13:00 Jónfna Bjartmarz: Upp-
eldishlutverk foreldra og skóla.
Kl. 13:25 Karl Frímannsson,
skólastjóri Hrafnagilsskóla: Frá-
sögn úr skólastarfi.
Kl. 13:50 Atriði frá nemendum
Smáraskóla.
Kl. 14:00 Kennarar úr Smára-
skóla: Frásögn úr skólastarfi.
Kl. 14:45 Andri Snær Magnason:
Sagan af bláa hnettinum.
Kl. 15:10 Nemandi: Hvernig get-
ur skólinn búið okkur undir lífið?
Kl. 15:25 Atriði frá nemendum
Smáraskóla.
Kl. 15:35 Pallborðsumræður.
skólar/ námskeið
tungumál
■ Enskunám í Englandi
Bjóðum enskunám við einn virtasta mála-
skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði
og húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og
eldri og viðskiptaensku.
Unglingaskóli í júlí og ágúst.
Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir,
sími 862 6825 eftir kl. 18.00.
Ráðstefna samtaka tungumálakennara
Fjöltyngi er fjölkynngi *
STÍL, samtök tungumálakennara á
Islandi, stendur í sumar fyrir ráð-
stefnu í Reykjavík. Ráðstefnan er
haldin dagana 21.-25. júní en hún er
á vegum norrænu-baltnesku deildar
alþjóðasambands tungumálakenn-
ara. Slíkar ráðstefnur eru haldnar á
fjögurra ára fresti og var síðasta
ráðstefna haldin í Helsinki í Finn-
landi árið 1996. Einkunnarorð ráð-
stefnunnar í ár eru: Fjöltyngi er
fjölkynngi. Jórunn Tómasdóttir for-
maður STIL segir orðin valin með
hliðsjón af auknu mikilvægi góðrar
tungumálakunnáttu i sameinaðri
Evrópu og markmiðum Evrópur-
áðsins um að allir Evrópubúar skuli
kunna a.m.k. þrjú evrópsk tungu-
mál. Framkvæmdaraðili ráðstefn-
unnar er ráðstefnudeild Ferðaskrif-
stofu Islands en öll fagleg
framkvæmd er í höndum stjórnar
STÍL.
Dagskrá ráðstefnunnar er orðin
nokkuð fastmótuð, að sögn Jórunn-
ar. „Ráðstefnumorgnamir verða lík-
ast til nýttir til almennra fyrirlestra
en síðdegis verða að störfum marg-
víslegar og mismunandi málstofur.
Allt fer þetta þó að sjálfsögðu eftir
fjölda þátttakenda á ráðstefnunni,“
segir hún, en reiknað er með 250
þátttakendum á ráðstefnuna.
Gert er ráð fyrir að
ráðstefnan verði
haldin í Háskólabíói
og byggingum Há-
skóla Islands. Fyrir-
lesarar era jafnt inn-
lendir sem erlendir.
Innlendu fyrirlesar-
arnir eru: Auður
Hauksdóttir, lektor í
dönsku við HI, Haf-
dís Ingvarsdóttir,
lektor í kennslufræði
tungumála við HÍ,
Pétur Rasmussen,
aðstoðarskólameist-
ari og dönskukennari
við MS, Ida Semey,
spænskukennari við
MH, Margrét Jóns-
dóttir, lektor í spænsku við HÍ,
Ingibjörg Hafstað, forstöðumaður
nýbúafræðslu og Eyjólfur Már Sig-
urðsson, deildarstjóri Tungumála-
miðstöðvar HÍ.
„Erlendis frá fáum við David
Marsh sem er Breti en starfar að
rannsóknum um tungumálanám og
við kennslu í Finnlandi, Bo Lundahl
sem kennir ensku og kennslufræði
tungumála við Kennaraháskólann í
Malmö í Svíþjóð,“ segir Jórunn.
Einnig koma Hege Hæstnes kenn-
ari í ensku og
kennslufræði tungu-
mála við Kennarahá-
skólann í Bergen,
Angéline Martel
sem hefur sérhæft
sig í kennslu frönsku
sem annars tungu-
máls og starfar við
Télé-université í
Québec í Kanada,
Vee Harris sem
kennir kennslufæði
tungumála við
Goldsmiths College í
Lundúnaháskóla og
Roland Fischer lekt-
or í aðferðafræði og
kennslufræði menn-
ingarmiðlunar og
fagtungumála við háskólann í Vín-
arborg. „Fleiri fyrirlesarar kunna
að bætast í hópinn. STÍL auglýsti
eftir fyrirlesurum á ráðstefnuna hér
innanlands en engar umsóknir bár-
ust,“ segir Jórunn Tómasdóttir.
STÍL hefur komið sér upp vefsíðu
vegna ráðstefnunnar. Þar er að
finna allar nánari upplýsingar um
ráðstefnuna, fyrirlesara og efnið
sem þeir ætla að fjalla um. Netfan-
gið er: http://rvik.ismennt.is/~stil.
Ráðstefnugjald er krónur 15.000
ef fólk innritar sig fyrir 15. mars en
19.500 krónur ef skráning fer fram
eftir þann tíma. Kennarar eru
hvattir til að sækja um styrki í þá
sjóði sem þeir eru aðilar að. STIL
hefur fengið styrk til ráðstefnu-
haldsins úr endurmenntunarsjóði
framhaldsskólakennara. STÍL hef-
ur einnig sótt um styrk í
endurmenntunarsjóð grunnskóla-
kennara. Skráning fer fram hjá
Bryndísi Jóhannsdóttur hjá ráð-
stefnudeild Ferðaskrifstofu Is-
lands. Netfangið er: bryndis@ice-
landtravel.is. „Við bendum kenn-
urum eindregið á að leita styrkja til
þátttöku í ráðstefnunni," segir Jór-
unn, „ráðstefnan á ekki að skila
STÍL arði en hún á ekki heldur að
skilja samtökin eftir í skuldafeni.
Ailir kennarar sem sækja ráðstefn-
una fá eitt launastig.“
Hugað hefur verið að dægrastytt-
ingu fyrir ráðstefnugesti og nefna
má að lokahófið verður haldið í Perl-
unni að kvöldi laugardags 24. júní.
Ráðstefnan hefst að morgni 22.
júní og mun menntamálaráðherra
Björn Bjamason opna ráðstefnuna.
Eymundsson og Mál og menning
verða með námsgagnakynningu í
tungumálum einhvern ráðstefnu-
daganna.
Jórunn Tómasdóttir
Grand Vhara hefur margt fram yfir
aðra jeppa í sínum ver&flokki
Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú Grand Vitara er grii
sest inn í Grand Vitara eru vel bólstruð eykur styrk hans ve
sætin og hve góðan bakstuðning þau að hækka hann ef |
veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi hann jafn auðveldu
bilsins en háa og lága drifið gerir hann gengni og venjuleg
að ekta hálendisbíl. svipuðu verði!
Grond VHara - Þægilegi jeppinn
TEGUND: VERÐ:
GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR.
GR. VITARA 2,0 L 2.199.000 KR.
GR.VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR.
Sjálfskipting 150.000 KR.
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Simi 568 51 00.
www. suzukibilar. is
FULL
/a L/j L lnh i<
4
K
íl
nudd
*
■ www.nudd.is
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyrí: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson,
Grænukinn 20, sími S55 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. isafjörður: BHagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavik: BG bllakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðuriands, Hrfsmýrí 5, simi 482 37 00.