Morgunblaðið - 29.02.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.02.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 29. PEBRÚAR 2000 43 Mannrækt í skólum 4. MARS næstkomandi munu Smáraskóli, ráðgjafafyrirtækið Agn og áhugamannafélagið Mannrækt standa fyrir ráðstefnu undir yfir- skriftinni „Á skólinn að gera nem- endur bæði góða og fróða?“. Tilgangur ráðstefnunnar er ann- ars vegar að skoða gildi siðfræði- kennslu á grunnskólastigi frá sem flestum sjónarhornum og hins vegar að vekja athygli á kennslulíkani og aðferðafræði City Montessori- skólans á Indlandi, sem einkennist af djarflegri námski-á í siðfræði. Stofnendur skólans telja siðfræðik- ennsluna fremur en annað vera und- irstöðu afburða námsárangurs sem nemendur skólans geta státað af. í haust sóttu sex íslendingar kennaraþjálfunarnámskeið í sið- fræðikennslu þar sem hugmynda- fræði CMS var m.a. kynnt. Einn kennaranna á námskeiðinu var Dwight Allen prófessor við Old Dominion-háskólann í Norfolk í Virginíu. Dwight verður einn af fyr- irlesurum ráðstefnunnar 4. mars, en hann hefur starfað að umbóta og þróunarstarfi í menntamálum. Dwight hefur ekki einskorðað sig við Bandaríkin því hann hefur unnið á vegum UNESCO í Afríku í lönd- um eins og Botswana, Malwi, Nami- biu, Uganda og Lesoto og frá 1998 hefur hann starfað og haft umsjón með verkefnum í Kína á vegum Þró- unarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Þau verkefni hafa einkum beinst að menntunarmálum stúlkna, kennaraþjálfun og stjórnsýslu. Tveir þátttakendanna á nám- skeiðinu, þeir Jón Baldvin Hannes- son og Rúnar Sigþórsson, hafa skrifað tvær greinar sem birtust í Morgunblaðinu, 15. og 19. febrúar síðastliðinn. Drög að dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi: Kl. 9:00 Skráning og kaffisopi. Kl. 9:30 Opnunarávarp: Valgerð- ur Snæland Jónsdóttir skólastjóri. Kl. 9:35 Dr. Krisiján Kristjáns- son, Háskólanum á Akureyri: Hvað er siðvit og hvernig verður það eflt? Kl. 10:00 Dr. Dwight Allen, próf. við Old Dominion University í Nor- folk, Virginia, BNA: Finding the balance in education: Making kids smart and good. Kl. 10:50 Kynning á bókum og öðru efni sem sýnt er á staðnum; Böðvar Jónsson, formaður Mann- ræktar. Kl. 11:15 Jón Baldvin Hannesson: Siðfræðikennsla sem eykur náms- árangur. Ki. 11:40 Atriði frá nemendum Smáraskóla. Kl. 11:50 Rúnar Sigþórsson: Uppeldisáætlun skóla. KI. 13:00 Jónfna Bjartmarz: Upp- eldishlutverk foreldra og skóla. Kl. 13:25 Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla: Frá- sögn úr skólastarfi. Kl. 13:50 Atriði frá nemendum Smáraskóla. Kl. 14:00 Kennarar úr Smára- skóla: Frásögn úr skólastarfi. Kl. 14:45 Andri Snær Magnason: Sagan af bláa hnettinum. Kl. 15:10 Nemandi: Hvernig get- ur skólinn búið okkur undir lífið? Kl. 15:25 Atriði frá nemendum Smáraskóla. Kl. 15:35 Pallborðsumræður. skólar/ námskeið tungumál ■ Enskunám í Englandi Bjóðum enskunám við einn virtasta mála- skóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sími 862 6825 eftir kl. 18.00. Ráðstefna samtaka tungumálakennara Fjöltyngi er fjölkynngi * STÍL, samtök tungumálakennara á Islandi, stendur í sumar fyrir ráð- stefnu í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin dagana 21.-25. júní en hún er á vegum norrænu-baltnesku deildar alþjóðasambands tungumálakenn- ara. Slíkar ráðstefnur eru haldnar á fjögurra ára fresti og var síðasta ráðstefna haldin í Helsinki í Finn- landi árið 1996. Einkunnarorð ráð- stefnunnar í ár eru: Fjöltyngi er fjölkynngi. Jórunn Tómasdóttir for- maður STIL segir orðin valin með hliðsjón af auknu mikilvægi góðrar tungumálakunnáttu i sameinaðri Evrópu og markmiðum Evrópur- áðsins um að allir Evrópubúar skuli kunna a.m.k. þrjú evrópsk tungu- mál. Framkvæmdaraðili ráðstefn- unnar er ráðstefnudeild Ferðaskrif- stofu Islands en öll fagleg framkvæmd er í höndum stjórnar STÍL. Dagskrá ráðstefnunnar er orðin nokkuð fastmótuð, að sögn Jórunn- ar. „Ráðstefnumorgnamir verða lík- ast til nýttir til almennra fyrirlestra en síðdegis verða að störfum marg- víslegar og mismunandi málstofur. Allt fer þetta þó að sjálfsögðu eftir fjölda þátttakenda á ráðstefnunni,“ segir hún, en reiknað er með 250 þátttakendum á ráðstefnuna. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan verði haldin í Háskólabíói og byggingum Há- skóla Islands. Fyrir- lesarar era jafnt inn- lendir sem erlendir. Innlendu fyrirlesar- arnir eru: Auður Hauksdóttir, lektor í dönsku við HI, Haf- dís Ingvarsdóttir, lektor í kennslufræði tungumála við HÍ, Pétur Rasmussen, aðstoðarskólameist- ari og dönskukennari við MS, Ida Semey, spænskukennari við MH, Margrét Jóns- dóttir, lektor í spænsku við HÍ, Ingibjörg Hafstað, forstöðumaður nýbúafræðslu og Eyjólfur Már Sig- urðsson, deildarstjóri Tungumála- miðstöðvar HÍ. „Erlendis frá fáum við David Marsh sem er Breti en starfar að rannsóknum um tungumálanám og við kennslu í Finnlandi, Bo Lundahl sem kennir ensku og kennslufræði tungumála við Kennaraháskólann í Malmö í Svíþjóð,“ segir Jórunn. Einnig koma Hege Hæstnes kenn- ari í ensku og kennslufræði tungu- mála við Kennarahá- skólann í Bergen, Angéline Martel sem hefur sérhæft sig í kennslu frönsku sem annars tungu- máls og starfar við Télé-université í Québec í Kanada, Vee Harris sem kennir kennslufæði tungumála við Goldsmiths College í Lundúnaháskóla og Roland Fischer lekt- or í aðferðafræði og kennslufræði menn- ingarmiðlunar og fagtungumála við háskólann í Vín- arborg. „Fleiri fyrirlesarar kunna að bætast í hópinn. STÍL auglýsti eftir fyrirlesurum á ráðstefnuna hér innanlands en engar umsóknir bár- ust,“ segir Jórunn Tómasdóttir. STÍL hefur komið sér upp vefsíðu vegna ráðstefnunnar. Þar er að finna allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesara og efnið sem þeir ætla að fjalla um. Netfan- gið er: http://rvik.ismennt.is/~stil. Ráðstefnugjald er krónur 15.000 ef fólk innritar sig fyrir 15. mars en 19.500 krónur ef skráning fer fram eftir þann tíma. Kennarar eru hvattir til að sækja um styrki í þá sjóði sem þeir eru aðilar að. STIL hefur fengið styrk til ráðstefnu- haldsins úr endurmenntunarsjóði framhaldsskólakennara. STÍL hef- ur einnig sótt um styrk í endurmenntunarsjóð grunnskóla- kennara. Skráning fer fram hjá Bryndísi Jóhannsdóttur hjá ráð- stefnudeild Ferðaskrifstofu Is- lands. Netfangið er: bryndis@ice- landtravel.is. „Við bendum kenn- urum eindregið á að leita styrkja til þátttöku í ráðstefnunni," segir Jór- unn, „ráðstefnan á ekki að skila STÍL arði en hún á ekki heldur að skilja samtökin eftir í skuldafeni. Ailir kennarar sem sækja ráðstefn- una fá eitt launastig.“ Hugað hefur verið að dægrastytt- ingu fyrir ráðstefnugesti og nefna má að lokahófið verður haldið í Perl- unni að kvöldi laugardags 24. júní. Ráðstefnan hefst að morgni 22. júní og mun menntamálaráðherra Björn Bjamason opna ráðstefnuna. Eymundsson og Mál og menning verða með námsgagnakynningu í tungumálum einhvern ráðstefnu- daganna. Jórunn Tómasdóttir Grand Vhara hefur margt fram yfir aðra jeppa í sínum ver&flokki Það fyrsta sem þú tekur eftir þegar þú Grand Vitara er grii sest inn í Grand Vitara eru vel bólstruð eykur styrk hans ve sætin og hve góðan bakstuðning þau að hækka hann ef | veita. Fjórhjóladrifið stóreykur notagildi hann jafn auðveldu bilsins en háa og lága drifið gerir hann gengni og venjuleg að ekta hálendisbíl. svipuðu verði! Grond VHara - Þægilegi jeppinn TEGUND: VERÐ: GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.199.000 KR. GR.VITARA 2,5 LV6 2.449.000 KR. Sjálfskipting 150.000 KR. SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www. suzukibilar. is FULL /a L/j L lnh i< 4 K íl nudd * ■ www.nudd.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyrí: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími S55 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, sfmi 451 26 17. isafjörður: BHagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bllakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðuriands, Hrfsmýrí 5, simi 482 37 00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.