Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 47

Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 47 UMRÆÐAN Starfsmenntamál sett á oddinn í ÞEIM kjaravið- ræðum sem nú eiga sér stað á milli samtaka verkafólks og samtaka atvinnurekenda hefur krafan um aukna menntun til handa verkafólki verið sett á oddinn. Samtök verka- fólks hafa sett fram metnaðarfullar hug- myndir hvernig megi auka framboð og bæta aðgengi verkafólks að fræðslu sem atvinnulíf- ið þarf á að halda hverju sinni. Forsenda þess að hægt sé að byggja upp lærdóms- samfélag þar sem allir hafí sömu réttindi er aukið fjármagn til mennt- unar verkafólks. í núverandi kjarasamningum hafa samninganefndir Verkamannasam- bands Islands/Landssambands iðn- verkafólks og Flóabandalagsins (Efl- ing/HlííTVSFK) sett fram kröfur um greiðslu starfsmenntagjalds og um stofnun fræðslusjóða sem hafi það hlutverk að efla og þróa starfsmennt- un fyrir þá hópa launafólks sem þurfa á henni að halda. í aukinni alþjóðlegri samkeppni og í heimi síbreytilegrai- tækni er mikil- vægt að byggja upp lærdómsþjóðfé- lag, þar sem litið er á menntun og fræðslu launafólks sem ferli sem var- ir alla starfsævina. A nýrri öld mun fjárfesting í þekkingu hafa jafn mikil áhrif á afkomu og samkeppnishæfni fyrirtækja og fjárfesting þeirra í tækjum og nýrri tækni. Mannauður er mesta auðlind íyrir- tækja og þjóða. Þau íyrirtæki og þjóðir sem munu standa sig best í harðri samkeppni framtíðarinnar eru þeir sem hafa yfir að ráða hæfasta og best mennt- aða vinnuaflinu á öllum stigum framleiðslu og þjónustu. Störf munu hverfa og ný verða til I dag er einnig mikið rætt um upplýsinga- samfélagið og þær öru breytingar sem eru að verða á eðli vinnunnar vegna tækniframfara. Menn gera ráð fyrir að mörg störf sem eru unnin í dag verði ekki til eft- ir 10-15 ár. Þau störf sem munu Kjarasamningar Aukin hagsæld, atvinna og bætt lífsgæði hér á landi 1 framtíðinni, segir Kristján Braga- son, munu byggjast á því að við virkjum mannauðinn. hverfa eru einkum lægra launuð störf, þar sem lítillar menntunar og hæfni er krafist. Nýju störfin munu hinsvegar krefjast mikillar þekking- ar og skila aukinni framleiðni. Þessi þróun getur leitt til misræmis, vegna þess að verkafólk sem tapar störfum vegna tækniframfara hefur ekki þá menntun sem nýju störfin krefjast. Þessi þróun getur leitt til þess að gjá- in sem er á milli þeirra sem valda tækninni og hinna sem ekki valda henni getur orðið hyldjúp. Á þessari staðreynd hafa stéttar- félög verkafólks áttað sig. Hinsvegar virðast fulltrúar fyrirtækja eingöngu hafa áhuga á þessari staðreynd á tyllidögum eða í umræðunni um fræðslu fyrir þá sem hafa mesta þekkingu fyrir. Þannig virðist skiln- ingurinn á mikilvægi þekkingar vera einskorðaður við langskólagengna einstaklinga. Menntun er ekki bara fyrir lang-skólagengna I rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar bæði hér á landi og í öðrum löndum kemur skýrt fram að þeir einstaklingar sem mesta mennt- un hafa eru duglegastir við að sækja sí- og endurmenntun. Undantekning er einna helst á Norðurlöndunum þar sem hefur verið unnið markvisst starf af hálfú launafólks, fyrirtækja og ríkisvalds við að gefa fólki með litla menntun annað tækifæri. Á Is- landi hafa einstaklingar með litla menntun hinsvegar síður tekið þátt í þessari þekkingaruppbyggingu. Sama virðist því miður vera uppi á teningnum þegar litið er á bömin okkar. Rannsóknir sýna að böm þeirra sem litla menntun hafa sækj- ast síður eftir menntun en böm menntafólks. Slíkt hæfir ekki vel- ferðarþjóðfélagi. Krislján Bragason í hagsmunabaráttu sinni síðustu árin hafa fulltrúar verkafólks ítrekað reynt að auka skilning allra aðila á mikilvægi þess að menntun launa- fólks sé ekki einkamál þeirra sem hafa menntun. Á síðari ámm hefur þessi skilningur sem betur fer farið vaxandi, en orðum verða líka að fylgja athafnir. Forsenda bættra b'fskjara Aukin hagsæld, atvinna og bætt lífsgæði hér á landi í framtíðinni munu byggjast á því að við virkjum mannauðinn. Ekki bara hluta þjóðfé- lagsins, heldur alla þegna þessarar þjóðar. Það verður að nýta betur þann auð sem býr í fólkinu sjálfu. Það má ekki lengur líðast að stórir hópaa ungs fólks þurfi að leita út á vinnu- markaðinn án þess að hafa átt kost á að mennta sig. Ekki má heldur leng- ur líðast að verkafólk hafi ekki sömu möguleika og aðrir til að sækja sér frekari hæfni og menntun eftir að út í atvinnulífið er komið. Krafa verka- fólks er skýr: AUKIN MENNTUN. Höfundur er vinnumurkaðsfræðmg- ur Verkamannasambands íslands. PÓST- OG FJARSKIPTAKIOFNUN FRESTUR FRAMLENGDUR Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að framlengja frest til að leggja inn umsóknir um rekstrarleyfi fyrir starfrækslu Tetra far- stöðvanets og þjónustu sbr. tilkynningu frá 3. febrúar 2000. Frestur til að leggja inn umsóknir er nú til 13. mars 2000. Kópavogi 25. febrúar 2000 Póst- og fjarskiptastofnun. Skráðu þig á www.netsimi.is ÓPÍBARI SÍMTÖL TIL ÚTLAIHDA land Verð á mín. Bandaríkin 18,60 kr. Bretland 17,29 kr. Danmörk 17,66 kr. Japan 21,61 kr. Mexíkó 33,77 kr. Frakkland 19,28 kr. Ástralía 21,98 kr. Eistland 30,80 kr. Kína 44,20 kr. Pólland 27,38 kr. Ath. Við þetta verð bætast innanlandsgjöld. Nánari upplýsingar um verðskrá er að finna á www.netsimi.is. ÍÚM Yúmé) Hríngdu í síma 5751100 og skráðu símann þinn. Opið allan sólarhringinn! Eftir það velur þú 100 í stað 00 í hvert skipti sem þú hríngir til útlanda og sparar stórfé. 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.