Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 48
iS ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Helffi Hálfdanarson
JOB
í síðustu Lesbók Morgunblaðsins
kemur fram sá misskilningur, að
texta þann, sem Sveinn Einarsson
hefur góðu heilli falið Amari Jóns-
syni að flytja á leiksýningunni
„Job“, hafi ég gert „með hliðsjón af
nýrri bibh'uþýðingu“. Þetta hefði
jafnvel ég aldrei leyft mér að gera.
Hið rétta er, að bandaríski rit-
höfundurinn Stephen Mitchell
samdi upp úr Jobsbók nýtt verk á
ljóðtexta, sem nýlega kom út á
bók. Þetta verk Mitchells fékk
Sveinn Einarsson mér í hendur og
bað mig að þýða. Og svo fór að ég
reyndi það. Ég leitaðist við að fara
sem næst bragformi höfundar án
þess að víkja frá merkingunni í
orðum hans. En enga „hliðsjón“
hafði ég af hinum fagra Jobsbók-
artexta bibh'unnar, enda ber þar
talsvert á milh og stfll Mitchells er
af öðrum toga. Þetta þykir mér
nauðsynlegt að leiðrétta.
Eigi að síður stendur það
óhaggað sem segir í boðsbréfi frá
Neskirkju, að „leikverkið byggist
á hinni sígildu perlu heimsbók-
menntanna, Jobsbók Gamla testa-
mentisins".
Kári í jötunmóð
KÁRI Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar, hefur látið
þung orð falla um bók mína um hann
og fyrirtækið. í bókinni er saga ÍE
rakin og ítrekað að Kári eigi mestan
heiður. En enginn má vera yfir gagn-
rýni hafinn. Oflof er háð.
Kári Stefánsson hefur fundið að
því að bókin hafi verið skrifuð á
„nokkrum vikum“. Það er eðli bóka
um mál í brennidepli að þær eru unn-
ar á stuttum tíma. Samt skrifar eng-
inn bók á nokkrum vikum. Þetta eru
dæmigerðar ýkjur hjá Kára. Ég er
auk þess algerlega ósammála þeirri
skoðun, sem kom fram í Kastljósi
rfldssjónvarps í síðustu viku, að í
bókinni sé Kára lýst á svipaðan hátt
og gert var í harðorðri grein í þýska
Flóabandalagið
Sameiginlegur félagsfundur
um kjara- og samningamál
verður haldinn fimmtudaginn 2. mars íTónlistarhúsinu Ými
- húsi Karlakórs Reykjavíkur við Skógarhlíð 20 Reykjavík
Fundurinn hefst kl. 20.00
Fundarefni:
Staðan í viðræðum um nýjan kjarasamning
Félagar!
Fjölmennum og sýnum samstöðu um kjaramálin
Efling-stéttarfélag
Verkalýðsfélagið Hlíf
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
vikuritinu Spiegel.
Þvert á móti er hvorki
reynt að draga mann-
inn í svaðið né hefja
hann til skýjanna, og
oft eru það vinir Kára
eða hann sjálfur sem
segja frá. I þeim fjöl-
mörgu viðtölum, sem
Kári Stefánsson hefur
veitt á liðnum árum,
gantast hann með að
hann sé „frekur og full-
ur af vindi“, og þar
fram eftir götunum. I
bókinni kalla skólafé-
lagar Kára hann vel
gefinn og sérlega góðan
sögumann, „hæfilega
lyginn". Hann sé „nærri því að vera
tvær manneskjur, annars vegar ljúf-
ur og skemmtilegur en hins vegar
öllu hrjúfari, svo jaðrar stundum við
dramb“.
Kára er sagt þetta hér til fróð-
leiks, því þrátt fyrir gífuryrði um
bókina í Kastljósi kvaðst hann ekki
hafa lesið hana. Ónefndum sam-
starfsmönnum hans hefði hins vegar
talist til að á fyrstu hundrað blaðsíð-
unum væri að meðaltali ein villa á
hverri síðu! Þessi illmæli eiga sér
ekki stoð, og það er með endemum
að efnilegur og vinsæll vísindamað-
ur, sem kveðst í einu orði vilja halda í
heiðri siðareglur og nákvæmni fræð-
anna, skuli í því næsta vera með
sleggjudóma í skjóli einhverra
huldumanna, af þvflíkri heift sem
raun ber vitni.
Eru bókarkaflar af námi og fyrri
störfum Kára Stefánssonar óþörf
hnýsni í einkalíf hans? Sjálfur hefði
ég tæplega komist á snoðir um flest
sem bókin fjallar um, hefði Kári ekki
fyrst sagt frá sjálfur, með sínu nefi.
Éigin frásagnir fólks eru ekki endi-
lega besti vitnisburðurinn. Hér má
benda á þær umræður sem urðu um
kafia í ævisögu Steingríms Her-
mannssonar. Bókin um Kára og IE
var ekki skrifuð að undirlagi hans og
fyrirtækisins, og er frekar trúverð-
ugri vegna þess. Einnig eru sagðar
fréttir hvem einasta dag án þess að
fyrst sé leitað samþykkis þess sem
fjallað er um, enda væri slíkt út í
hött. Loks eru skoðanaskipti Kára
Stefánssonar og Þorgeirs Örlygs-
sonar árið 1997 fróðleg í þessu sam-
bandi. Þorgeir var þá formaður Tölv-
unefndar og velti fyrir sér hvað gera
ætti þegar friðhelgi einkalífs og tján-
ingarfrelsið rækjust á. Hann spurði
hvort friðhelgin ætti ekki að vera
sterkari, en það gagnrýndi Kári: „Er
formaður Tölvunefndar að boða þá
skoðun að nú megi ekki fjalla um ein-
staklinga í fjölmiðlum án þeirra leyf-
is og blessunar nefndarinnar?"
Þrátt fyrir allt hefur Kári Stef-
ánsson haldið því fram að hann hafi
ekkert á móti því að rætt sé um
deilumál tengd IE. Alveg í upphafi,
löngu áður en hann gat reynt að
halda því fram að bókin væri skrifuð
á nokkrum vikum með villu á hverri
síðu, var þó ljóst að hann var ein-
dregið á móti skrifunum. Hann
bannaði starfsmönnum
sínum að ræða við mig
og hafði samband við
ýmsa aðra með sama í
huga. Mergur málsins
er einfaldlega sá að
Kári Stefánsson á af-
skaplega erfitt með að
taka gagnrýni. Og
kannski kann hann því
best að einungis ein-
dregnir fylgjendur
sem fátt draga í efa,
eða hatrammir and-
stæðingar sem reynst
hefur auðvelt að saka
Guðni Th. um öfund og
Jóhannesson þröngsýni, fjalli um
hann og hans fyrir-
tæki.
I bók minni er stuðst við heimildir.
Þegar hún birtist fetti Kári fingur út
í að „oft“ væri vitnað £ ónafngreinda
heimildarmenn, væntanlega að sögn
ónafngreindu heimildarmannanna
hans sjálfs. Á íslandi og víðar eru
•. W' *■
yi
Gerið verð og gæðasamanburð:
I
Land: Landsnet* Net-síminn** Landsíminn Landsíminn helf&rt.
Svíþjóó 16.20 17,23 30 27
Þ’ýsk.aland .. 16.72 1 9,28 30 27
Holland ..... 16,61 19,28 36 33
Frakkiand .. 1 6,84 19,28 36 33
Japan 18,89 21,61 66 60
Italía 20,36 20,46 42 38
Skráðu þig á netinu eða í 562 5050
og byrjaðu ifíM að spara!
Að lokinni skráningu getur þú hringt
úr hvaða síma sem er!
S i
e-írf- [ 10-8'O; |st ffofata&áf 1995.
“ 0-f 00/ í -ti-ftíí
kt.. Ibr, 137.*-
*■ Vft’M £& pr. mmfcfyrk famrtáœ&iirsfatötiL
I >6 k$ á t íi 0,78 fer. á
Vftf 6 pif. fliöfiRiártui.
Fyrst ■ QMFiaw w og
síðan erlenda símanúmerið!
Landsnet
http://www.landsnet.is
Halnarstrnti 15 Reykjavfk Sími 562 5050 Fax 562 5066
Ævisöguritun
Mergur málsins er ein-
faldlega sá, segir Guðni
Th. Jdhannesson, að
Kári Stefánsson á af-
skaplega erfítt með að
taka gagnrýni.
bækur skrifaðar og fréttir fluttar
þar sem nafnlausum heimildum er
treyst..Ég notaði tilvísanir í bókinni,
alls rúmlega sex hundruð. Af þeim
voru sex nafnlausar. Loks veit Kári
Stefánsson jafnvel og ég, og líklega
meirihluti Islendinga, að fleira er
sagt um hann en er að finna í þessari
bók. „Ég hef heyrt alveg hinar ótrú-
legustu kjaftasögur um mig um allan
bæ,“ sagði hann í einu viðtalinu.
Þessar sögur er ekki að finna í bók-
inni.
Ekki er rúm hér til að rekja frá-
sögn bókarinnar af gerð gagna-
grunnsfrumvarpsins og samningum
við svissneska lyfjafyrirtækið Hoff-
mann-La Roche. Þar segir þó meðal
annars frá því að allnokkru áður en
þing og þjóð frétti af frumvarpinu
virtust ráðamenn Roche vissir um að
þeir myndu njóta góðs af gagna-
grunni, enda gaf að minnsta kosti
einn ráðherra þeim það sterklega til
kynna. Að mati lesaranna á Lyng-
hálsi er þetta örugglega villa því
Kári hefur alltaf fullyrt að engin
tengsl hafi verið milli grunnsins og
Roche.
Þá virðast sumir halda að í bókinni
sé fullyrt að Kári hafi skrifað gagna-
grunnsfrumvarpið frá upphafi til
enda. Það er ekki rétt. Upphafið var
hjá deCODE, endirinn í heilbrigðis-
ráðuneytinu. Engu að síður dró það
dilk á eftir sér að í byrjun fékk Kári
einn að móta þann lagaramma sem
síðan var unnið eftir. Ég er þess
fullviss að hefðu stjórnvöld reynt að
taka ráðin af Kára Stefánssyni þegar
gagnagrunnsfrumvarpið var í
vinnslu og sannfært hann um að leita
yrði einhvers konar samþykkis fólks
fyrir því að gögn rynnu í grunninn,
hefði mun minni styrr staðið um
hann og ÍE nyti nú góðs af því, eink-
um erlendis.
í bókinni er bent á að Kári hafi
stundum þótt ýkjukenndur í fregn-
um af velgengni fyrirtækisins. Mót-
raka hans er einnig getið. Dæmi
hver fyrir sig, en hér í lokin verður
aðeins minnt á síðustu yfirlýsingu
Kára Stefánssonar um áfangasigra
íslenskrar erfðagreiningar. Um
miðjan október í fyrra fullyrti hann
að IE hefði staðsett meingen nokk-
urra algengra sjúkdóma og yrði það
líklega tilkynnt formlega innan mán-
aðar. Allir góðviljaðir menn vona að
þær væntingar, sem eru bundnar við
rannsóknir fyrirtækisins, rætist að
fullu. En við verðum að geta trúað og
treyst forstjóra þess.
Höfundur er sagnfræðingur.