Morgunblaðið - 29.02.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.02.2000, Qupperneq 48
iS ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Helffi Hálfdanarson JOB í síðustu Lesbók Morgunblaðsins kemur fram sá misskilningur, að texta þann, sem Sveinn Einarsson hefur góðu heilli falið Amari Jóns- syni að flytja á leiksýningunni „Job“, hafi ég gert „með hliðsjón af nýrri bibh'uþýðingu“. Þetta hefði jafnvel ég aldrei leyft mér að gera. Hið rétta er, að bandaríski rit- höfundurinn Stephen Mitchell samdi upp úr Jobsbók nýtt verk á ljóðtexta, sem nýlega kom út á bók. Þetta verk Mitchells fékk Sveinn Einarsson mér í hendur og bað mig að þýða. Og svo fór að ég reyndi það. Ég leitaðist við að fara sem næst bragformi höfundar án þess að víkja frá merkingunni í orðum hans. En enga „hliðsjón“ hafði ég af hinum fagra Jobsbók- artexta bibh'unnar, enda ber þar talsvert á milh og stfll Mitchells er af öðrum toga. Þetta þykir mér nauðsynlegt að leiðrétta. Eigi að síður stendur það óhaggað sem segir í boðsbréfi frá Neskirkju, að „leikverkið byggist á hinni sígildu perlu heimsbók- menntanna, Jobsbók Gamla testa- mentisins". Kári í jötunmóð KÁRI Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur látið þung orð falla um bók mína um hann og fyrirtækið. í bókinni er saga ÍE rakin og ítrekað að Kári eigi mestan heiður. En enginn má vera yfir gagn- rýni hafinn. Oflof er háð. Kári Stefánsson hefur fundið að því að bókin hafi verið skrifuð á „nokkrum vikum“. Það er eðli bóka um mál í brennidepli að þær eru unn- ar á stuttum tíma. Samt skrifar eng- inn bók á nokkrum vikum. Þetta eru dæmigerðar ýkjur hjá Kára. Ég er auk þess algerlega ósammála þeirri skoðun, sem kom fram í Kastljósi rfldssjónvarps í síðustu viku, að í bókinni sé Kára lýst á svipaðan hátt og gert var í harðorðri grein í þýska Flóabandalagið Sameiginlegur félagsfundur um kjara- og samningamál verður haldinn fimmtudaginn 2. mars íTónlistarhúsinu Ými - húsi Karlakórs Reykjavíkur við Skógarhlíð 20 Reykjavík Fundurinn hefst kl. 20.00 Fundarefni: Staðan í viðræðum um nýjan kjarasamning Félagar! Fjölmennum og sýnum samstöðu um kjaramálin Efling-stéttarfélag Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis vikuritinu Spiegel. Þvert á móti er hvorki reynt að draga mann- inn í svaðið né hefja hann til skýjanna, og oft eru það vinir Kára eða hann sjálfur sem segja frá. I þeim fjöl- mörgu viðtölum, sem Kári Stefánsson hefur veitt á liðnum árum, gantast hann með að hann sé „frekur og full- ur af vindi“, og þar fram eftir götunum. I bókinni kalla skólafé- lagar Kára hann vel gefinn og sérlega góðan sögumann, „hæfilega lyginn". Hann sé „nærri því að vera tvær manneskjur, annars vegar ljúf- ur og skemmtilegur en hins vegar öllu hrjúfari, svo jaðrar stundum við dramb“. Kára er sagt þetta hér til fróð- leiks, því þrátt fyrir gífuryrði um bókina í Kastljósi kvaðst hann ekki hafa lesið hana. Ónefndum sam- starfsmönnum hans hefði hins vegar talist til að á fyrstu hundrað blaðsíð- unum væri að meðaltali ein villa á hverri síðu! Þessi illmæli eiga sér ekki stoð, og það er með endemum að efnilegur og vinsæll vísindamað- ur, sem kveðst í einu orði vilja halda í heiðri siðareglur og nákvæmni fræð- anna, skuli í því næsta vera með sleggjudóma í skjóli einhverra huldumanna, af þvflíkri heift sem raun ber vitni. Eru bókarkaflar af námi og fyrri störfum Kára Stefánssonar óþörf hnýsni í einkalíf hans? Sjálfur hefði ég tæplega komist á snoðir um flest sem bókin fjallar um, hefði Kári ekki fyrst sagt frá sjálfur, með sínu nefi. Éigin frásagnir fólks eru ekki endi- lega besti vitnisburðurinn. Hér má benda á þær umræður sem urðu um kafia í ævisögu Steingríms Her- mannssonar. Bókin um Kára og IE var ekki skrifuð að undirlagi hans og fyrirtækisins, og er frekar trúverð- ugri vegna þess. Einnig eru sagðar fréttir hvem einasta dag án þess að fyrst sé leitað samþykkis þess sem fjallað er um, enda væri slíkt út í hött. Loks eru skoðanaskipti Kára Stefánssonar og Þorgeirs Örlygs- sonar árið 1997 fróðleg í þessu sam- bandi. Þorgeir var þá formaður Tölv- unefndar og velti fyrir sér hvað gera ætti þegar friðhelgi einkalífs og tján- ingarfrelsið rækjust á. Hann spurði hvort friðhelgin ætti ekki að vera sterkari, en það gagnrýndi Kári: „Er formaður Tölvunefndar að boða þá skoðun að nú megi ekki fjalla um ein- staklinga í fjölmiðlum án þeirra leyf- is og blessunar nefndarinnar?" Þrátt fyrir allt hefur Kári Stef- ánsson haldið því fram að hann hafi ekkert á móti því að rætt sé um deilumál tengd IE. Alveg í upphafi, löngu áður en hann gat reynt að halda því fram að bókin væri skrifuð á nokkrum vikum með villu á hverri síðu, var þó ljóst að hann var ein- dregið á móti skrifunum. Hann bannaði starfsmönnum sínum að ræða við mig og hafði samband við ýmsa aðra með sama í huga. Mergur málsins er einfaldlega sá að Kári Stefánsson á af- skaplega erfitt með að taka gagnrýni. Og kannski kann hann því best að einungis ein- dregnir fylgjendur sem fátt draga í efa, eða hatrammir and- stæðingar sem reynst hefur auðvelt að saka Guðni Th. um öfund og Jóhannesson þröngsýni, fjalli um hann og hans fyrir- tæki. I bók minni er stuðst við heimildir. Þegar hún birtist fetti Kári fingur út í að „oft“ væri vitnað £ ónafngreinda heimildarmenn, væntanlega að sögn ónafngreindu heimildarmannanna hans sjálfs. Á íslandi og víðar eru •. W' *■ yi Gerið verð og gæðasamanburð: I Land: Landsnet* Net-síminn** Landsíminn Landsíminn helf&rt. Svíþjóó 16.20 17,23 30 27 Þ’ýsk.aland .. 16.72 1 9,28 30 27 Holland ..... 16,61 19,28 36 33 Frakkiand .. 1 6,84 19,28 36 33 Japan 18,89 21,61 66 60 Italía 20,36 20,46 42 38 Skráðu þig á netinu eða í 562 5050 og byrjaðu ifíM að spara! Að lokinni skráningu getur þú hringt úr hvaða síma sem er! S i e-írf- [ 10-8'O; |st ffofata&áf 1995. “ 0-f 00/ í -ti-ftíí kt.. Ibr, 137.*- *■ Vft’M £& pr. mmfcfyrk famrtáœ&iirsfatötiL I >6 k$ á t íi 0,78 fer. á Vftf 6 pif. fliöfiRiártui. Fyrst ■ QMFiaw w og síðan erlenda símanúmerið! Landsnet http://www.landsnet.is Halnarstrnti 15 Reykjavfk Sími 562 5050 Fax 562 5066 Ævisöguritun Mergur málsins er ein- faldlega sá, segir Guðni Th. Jdhannesson, að Kári Stefánsson á af- skaplega erfítt með að taka gagnrýni. bækur skrifaðar og fréttir fluttar þar sem nafnlausum heimildum er treyst..Ég notaði tilvísanir í bókinni, alls rúmlega sex hundruð. Af þeim voru sex nafnlausar. Loks veit Kári Stefánsson jafnvel og ég, og líklega meirihluti Islendinga, að fleira er sagt um hann en er að finna í þessari bók. „Ég hef heyrt alveg hinar ótrú- legustu kjaftasögur um mig um allan bæ,“ sagði hann í einu viðtalinu. Þessar sögur er ekki að finna í bók- inni. Ekki er rúm hér til að rekja frá- sögn bókarinnar af gerð gagna- grunnsfrumvarpsins og samningum við svissneska lyfjafyrirtækið Hoff- mann-La Roche. Þar segir þó meðal annars frá því að allnokkru áður en þing og þjóð frétti af frumvarpinu virtust ráðamenn Roche vissir um að þeir myndu njóta góðs af gagna- grunni, enda gaf að minnsta kosti einn ráðherra þeim það sterklega til kynna. Að mati lesaranna á Lyng- hálsi er þetta örugglega villa því Kári hefur alltaf fullyrt að engin tengsl hafi verið milli grunnsins og Roche. Þá virðast sumir halda að í bókinni sé fullyrt að Kári hafi skrifað gagna- grunnsfrumvarpið frá upphafi til enda. Það er ekki rétt. Upphafið var hjá deCODE, endirinn í heilbrigðis- ráðuneytinu. Engu að síður dró það dilk á eftir sér að í byrjun fékk Kári einn að móta þann lagaramma sem síðan var unnið eftir. Ég er þess fullviss að hefðu stjórnvöld reynt að taka ráðin af Kára Stefánssyni þegar gagnagrunnsfrumvarpið var í vinnslu og sannfært hann um að leita yrði einhvers konar samþykkis fólks fyrir því að gögn rynnu í grunninn, hefði mun minni styrr staðið um hann og ÍE nyti nú góðs af því, eink- um erlendis. í bókinni er bent á að Kári hafi stundum þótt ýkjukenndur í fregn- um af velgengni fyrirtækisins. Mót- raka hans er einnig getið. Dæmi hver fyrir sig, en hér í lokin verður aðeins minnt á síðustu yfirlýsingu Kára Stefánssonar um áfangasigra íslenskrar erfðagreiningar. Um miðjan október í fyrra fullyrti hann að IE hefði staðsett meingen nokk- urra algengra sjúkdóma og yrði það líklega tilkynnt formlega innan mán- aðar. Allir góðviljaðir menn vona að þær væntingar, sem eru bundnar við rannsóknir fyrirtækisins, rætist að fullu. En við verðum að geta trúað og treyst forstjóra þess. Höfundur er sagnfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.