Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 29.02.2000, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Sala á Hitaveitu Þorlákshafnar - snjall leikur til framtíðar SALA á Hitaveitu Þorlákshafnar til Orku- veitu Reykjavíkur hef- ur vakið talsverða at- hygli. Ekki ráku fjárhagsvandræði sveit- arstjórn Ölfuss til söl- unnar. Hitaveitan er nánast skuldlaust fyrir- tæki og staða sveitar- "^fejóðs Ölfuss er með miklum ágætum, þrátt fyrir ýmsar fram- kvæmdir á vegum sveit- arfélagsins og gott þjónustustig. Það sem ræður þessari ákvörðun Jón Ilólm er framtíðarsýn annars Stefánsson vegar á byggðaþróun innan sveitarfélagsins með tilliti til nálægðar höfuðborgarsvæðisins og hins vegar á þróun orkuvinnslu frá háhitasvæðum innan sveitarfélagsins og orkusölu í nýju og breyttu orku- söluumhverfi. Ölfuss er í næsta nágrenni höfuð- borgarsvæðisins, og sú staðreynd hlýtur að ráða miklu um framtíðar- ^yggðaþróun. Höfuðborgarsvæðið, stærð þess og kraftur, er oft tH umræðu á neik- væðan hátt - sem hættulegt fyrirbæri í ís- lensku samfélagi. Vissulega er þörf á öfl- ugu mótvægi við höfuð- borgarsvæðið á lands- byggðinni. Það er beinlínis þjóðamauð- syn, að haldið verði uppi öflugri og markvissri byggðastefnu. Hins vegar er það skammsýni af þeim, sem búa næst höfuð- borgarsvæðinu, að berj- ast á móti eðlilegri þró- un þess af einhverri misskilinni fortíðarhyggju. Það er í mesta lagi hægt að hægja á þróuninni með slíkum vinnubrögðum, og þá um leið hugsanlega að valda sér skaða. Næsta nágrenni höfuðborgarsvæðis- ins skapar ótvírætt margvíslega möguleika, sem nýta verður til fram- sækinnar byggðaþróunar. í þessum anda er viijayfirlýsing um samstarf Ölfuss og Rey kj avíku r borgai' í nokkr- Hitaveitusala Möguleikar þess, að gera Olfusið að mjög eftirsóknarverðum stað til búsetu og atvinnu- rekstrar, segir Jón Hólm Stefánsson, eru miklir og spennandi. um málaflokkum, sem undirrituð var á síðasta ári. Fulltrúar þessara sveit- arfélaga í hverjum málaflokki ræðast við í fullum trúnaði og af áhuga, enda hefur hvor nokkuð tO hins að sækja. Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt talsvert stór lönd í Ölfusi, eink- anlega á háhitasvæðum í fjalllendi, en einnig á láglendi. Tilgangur þessara landakaupa er fyrst og fremst að tryggja eignarhald á háhitasvæðum vegna nýtingar á jarðgufu til raforku- framleiðslu. Orkuveita Reykjavíkur er mjög öflugt fyrirtæki, sem hefur alla burði til að takast á við stór verk- efni í hitaveitumálum og raforku- framleiðslu. Þá staðreynd verður fólk að hafa í huga, einkanlega sveitar- stjómarfólk, að forsenda stórra virkj- unaráforma er sterkur bakhjarl, hvort sem sá bakhjarl er Orkuveita Reykjavíkur eða einhver annar. Það er eðlilegt, að sveitarstjómarfólk og aðrir, sem láta sig orkumál varða, ræði samstarf sveitarfélaga í orku- málum, en fjárhagsleg geta sveitarfé- laga er almennt með þeim hætti, að þau hafa ekki bolmagn til að ráðast í stórar og dýrar virkjunarfram- kvæmdir. Væntanleg samkeppni á orkumarkaði og krafa notenda um lágt orkuverð takmarkar einnig af- komu skuldsettra orkufyrirtækja. Þess vegna er, eins og áður sagði, nauðsynlegt að hafa sterkan bakhjarl í þessum málaflokki, sem samstarfs- aðila eða sameignaraðila, með það megin markmið í huga, að tryggja nægjanlegt orkuframboð á sem hag- stæðustuverði. Fyrir liggur, að Orkuveita Reykja- víkur hyggur á raforkuframleiðslu á háhitasvæðum í Ölfusi innan fárra missera. Aukaafurð frá slíkri raforku- framleiðslu er heitt vatn, sem ódýrast er að losna við inn á hitaveitukerfi tO atvinnurekstrar eða húshitunar. Af þessum ástæðum kaupir Orkuveitan Hitaveitu Þorlákshafnar. Þessu munu fylgja aukin umsvif, til að skapa aukinn markað fyrir heitavatnssölu. Vega þar þyngst fyrirtæki, sem nota mikla gufu eða heitt vatn til fram- leiðslu sinnar. Reykjavíkurborg hefur þegar stuðlað að ýmsu í þeim efnum, enda er landrými nægjanlegt í Ölfusi. Góð hafnaraðstaða er einnig forsenda stærri umsvifa en nú eru, og er verið að hanna verulega stækkun hafnar- innar. Samvinna Reykjavíkurborgar og Ölfuss um starfsemi stórrai- haf- skipahafnar í Þorlákshöfn er raun- hæfur og áhugaverður kostur. Það var samhljóða og rökrétt mat sveitar- stjómar Ölfuss að selja Hitaveitu Þorlákshafnar, með þær staðreyndir á borðinu, að salan skapaði aukin um- svif í atvinnuuppbyggingu og búsetu, tryggingu fyrir nægu framboði af heitu vatni á sama gjaldi og á höfúð- borgarsvæðinu og fyrirheit um aukna samvinnu í raforkumálum með það að markmiði, að raforkuverð verði hið sama í Ölfusi og á höfuðborgarsvæð- inu. Um söluverð á Hitaveitu Þor- lákshafnar má eflaust deila, en mjög ítarlegt mat fór fram á verðmæti hita- veitunnar af hálfu sveitarstjórnarinn- ar, og er óhætt að fullyrða, að sölu- verðið er hagstætt. Rétt er að taka fram, að rangt er, sem fram hefur komið í fjölmiðlum, að seld hafi verið hitaveituréttindi 12 jarða í Ölfusi. Einungis voru seld einkaréttindi til virlqana á heitu vatni á landi, sem er í eigu sveitarfélagsins, en ekki einka- aðila. Að lokum má geta þess, að um- rædd sala gerir fjárhagslega stöðu sveitarsjóðs Ölfuss afar sterka. Möguleikar þess, að gera Ölfusið að mjög eftirsóknarverðum stað til bú- setu og atvinnurekstrar, eru miklir og spennandi. Höfundur er bæjarstjórnarmaður sjálfstæðismanna í Ölfusi. Stj órnar skrárbrot fj ármálaráðher ra MEÐ dómi frá 5. febrúar 1998 komst Hæstiréttur Islands að þeírri niðurstöðu að ákvörðun fjármálaráð- herra um að synja föður sem var ríkisstarfsmað- ur um greiðslu launa í fæðingarorlofi væri brot á jafnræðisreglu stjómarskráiTnnar. Síð- an eru liðin tvö ár. Enn heldur þó fjármálaráð- herra uppteknum hætti að synja feðrum í þjón- ustu ríkisins um þennan rétt. Syrvjunina byggir ráðherrann á því að gildissvið reglugerðar nr. 410/1989 um fæðingarorlof ríkis- starfsmanna takmarkist við konur. En það var einmitt sú mismunun sem Hæstiréttur taldi í dómi sínum frá 1998 að færi í bága við jafnræðisreglu stjómarskrárinnar og 3. og 4. gr. laga nr. 28/1991 um jafna stöðu karla og kvenna. Með hverri nýrri ákvörðun um synjun launagreiðslna til feðra í fæðingarorlofi í þjónustu ríkisins ger- ist ráðherrann því sekur um stjómar- skrárbrot. Og ekki bara brot á jafn- ræðisreglunni heldur er framferði ráðherrans líka í andstöðu við gmnd- vallarreglu stjómskipunar Islands um þrígreiningu ríkisvaldsins. Þrígreining ríkisvaldsins Eins og áður segir byggist stjóm- skipun Islands á kenningunni um þrígreiningu ríksvaldsins og skipt- ingu þess í löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald. Kenningin á rætur sínar að rekja til Montesqu- ieu, en hann taldi sérstaka hættu á því að réttindi borgaranna væm fyrir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson borð borin ef allt ríkis- vald væri á einni hendi. Með skiptingu ríkis- valdsins milli þriggja sjálfstæðra valdhafa er því reynt að koma í veg fyrir að nokkur þeirra verði svo sterkur að hann geti svipt borgar- ana grundvallarréttind- um að eigin geðþótta. Með því að láta eins og dómur Hæstaréttar frá 5. febrúar 1998, um fæð- ingarorlof feðra í þjón- ustu ríkisins, hafi aldrei fallið vegur fjármála- ráðherra því harkalega að þessari gmndvallar- reglu íslenskrar stjómskipunar. Jafnræðisregla stjórnarskrár I stjórnarskránni er líka að finna sérstakan mannréttindakafla, en þar segir að reglur um grundvallarrétt- indi borgaranna verði ekki frá þeim tekin nema að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum. Jafnræðisregl- an er ein af þessum reglum, en skv. henni eiga allir að vera jafnir fyrir lögum og þar segir m.a. að karlar og konur skuli njóta jafns réttar í hví- vetna. Það var með vísan til þessarar reglu sem Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð nr. 410/1989, sem veitti konum einum rétt til greiðslu launa í fæðingarorlofi, væri andstæð jafnræðisreglu stjóm- arskrárinnar. Eftir að sá dómur féll hafa a.m.k. tvær synjanir fjármála- ráðherra á greiðslum launa til feðra í fæðingarorlofi verið kærðar til áfrýj- unamefndar jafnréttismála og í bæði skiptin hefur hún komist að þeirri nið- urstöðu að um brot á jafnræðisreglu Hæstaréttardómur Eigi að síður þrjóskast fjármálaráðherra við, segir Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, og brýtur vitandi vits gegn grund- vallarmannréttindum. Námsaðstoð í stærðfræði, eðlis- og efnafræði fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Athugið að smá aðstoð getur skipt sköpum í námi. Vanir kennarar. www.tolst.com Tölvu- og stæröfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593. stjómarskrárinnar væri að ræða og vísað til dóms Hæstaréttar frá 1998 málinu til stuðnings. Fæðingarorlof feðra Það er viðurkennd staðreynd að fjarvistir kvenna frá vinnu vegna meðgöngu, bamsburðar og umönn- unar bams eftir fæðingu stuðla að því að viðhalda lakari stöðu kvenna en karla á vinnumarkaði. Fæðingarorlof feðra þjónar þannig meðal annars þeim tilgangi að jafna fjarvistir mæðra og feðra frá vinnu vegna bamsfæðinga. Af því leiðir að fæðing- arorlof feðra er mikilvægt jafnréttis- mál og er báðum kynjum sem og sam- félaginu öllu til hagsbóta. Það er því þýðingarmikið spor til að auka jafn- rétti kynjanna að feður taki í ríkari mæli fæðingarorlof en verið hefur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ríkis- stjómin fylgi á undan með góðu for- dæmi í þessum efnum. Eigi að síður þijóskast fjármálaráðherra við og brýtur vitandi vits gegn grundvallar- mannréttindum borgaranna og stjómskipun íslands með ákvörðun- um sínum. Mannréttindi fótum troðin Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, virðist bera álíka mikla virðingu fyrir gmndvallarmannréttindum og stjómskipan lýðræðisríkis og ráða- menn í gömlu Sovétríkjunum gerðu á sínum tíma og það er dapurlegt til þess að vita að hér uppi á Islandi árið 2000 skuli jafn réttur karla og kvenna til fæðingarorlofs vera fótum troðin af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. Höfundur er laganemi og varaþing- maður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.