Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 54

Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 54
f 54 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LEIFUR * KRISTJÁNSSON + Leifur Kristjáns- son fæddist í Bárðarbúð á Helln- um 13. júlí 1923. Hann Iést á Sjúkra- húsi Suðurnesja hinn 21. febrúar síðastlið- inn. Forcldrar hans voru Kristjana Þor- varðardöttir og Kristján Brandsson bóndi. Systkini Leifs eru Sigurbjörg, bú- sett í Bandarikjun- um, Kristinn, kennari á Hellissandi, búsett- ur í Reykjavík, Kri- stín, d. 1988, var búsett á Hellnum. Hinn 5. mars 1949 kvæntist Leifur Sigurveigu Magnúsdóttur, f. 22. janúar 1928, frá Sjónarhóli í Vatnsleysustrandarhreppi og lifir hún mann sinn. Foreldrar hennar voru Erlendsína Helgadóttir og Þau eru mörg sporin frá því að vera lítáll drengur við klettótta strönd vestur á Hellnum, þar til að ævikvöldi kemur í baráttu við sjúkdóm, þar sem síðasta orustan er fyrirfram töpuð. Það var einmitt á miðju sumri 1923 sem hann pabbi fæddist inn í þá árs- tíð sem var honum kærust, enda síð- ustu árin beið hann alltaf eftir að vor- ið kæmi á ný. Hann ólst upp í Bárðarbúð ásamt þremur systkinum sínum, foreldrum og ömmu, undir snævikrýndri hettu jökulsins sem manni fannst alltaf vera hluti af hon- um sjálfum. Æskuárin voru eins og tíðkaðist til sveita á þessum árum, snemma farið að vinna og strita fyrir lífsbrauðinu. Honum leiddust fremur hin hefðbundnu sveitastörf þótt þau • 4 þyrfti auðvitað að vinna, en þegar ró- ið var til fiskjar var gleði veiðimanns- ins algjör. A ferðalögum fjölskyld- unnar seinna meir var farið á hvem þann bryggjusporð sem hægt var að finna. Sem ungur maður fór hann suður til að róa, bæði á bátum úr Reykjavík og síðar hér úr Vogunum, enda stundaði hann sjómennsku í nokkuð mörg ár og þá lengst af á Mb. Ágústi Guðmundssyni. Pabbi var ein- staklega handlaginn maður og vand- virkur, þó hlutimir gerðust kannski ekki alltaf hratt, báru þeir vitni um hagleik hans og kunnáttu. Arið 1949 giftust foreldrar mínir og hófu búskap hér í Vogum en árið 1957 Magnús Jónsson bóndi. Börn Leifs og Sigurveigar eru: 1) Kristjana Björk, f. 3. september 1949, maki Indriði Jóhannsson, þeirra börn eru Hrönn og ívar Örn, Sóley og Brynjar. 2) Kristján Hafsteinn, f. 20. des- ember 1954, maki María Hlíðberg Ósk- arsdóttir, þeirra börn eru Aðalheiður Ósk og Leifur. Leifur starfaði í mörg ár sem sjómaður en síðustu 30 árin starfaði hann f Skipasmið- astöð Njarðvíkur við iðn sína, plötusmíði. Útför Leifs fer fram frá Garða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fluttum við í nýtt hús sem pabbi hafði byggt og var kallað Helgafell, þá vor- um við orðin fjögur í fjölskyldunni. Honum var einstaklega hugað um fjölskyldu sína, enda vorum við alltaf í fyrirrúmi. Þessi meðalmaður á hæð, með sínai’ hægu hreyfingar sem manni fannst oft h'ða áfram, því störf hans fóru aldrei fram með bægsla- gangi og hávaða, sinnti þörfum þess- arar Utlu fjölskyldu af einstakri natni. I uppeldi okkar Kiddýar var alveg skýr lína um hvað mátti og hvað mátti ekki. Þessar reglur voru aldrei gefnar út á heimilinu en maður fann hvar mörkin lágu, bæði í heiðarleika og siðferði. Ef manni varð á að fara yfir mörkin komu aldrei til hávaði eða skammir, heldur fékk maður örfá hnitmiðuð orð töluð lágum rómi, og stundum í lfidngaformi, sem fengu mann til að hugsa um afglöpin og hverslags kálfur maður hefði verið. Eg held að hjónaband foreldra minna hafi verið ákafega farsælt, hún dýrk- aði hann og hann unni henni, enda gerði hann allt til að heimilið mætti vera sem fegurst og til vitnis um það er garðurinn sem átti hug hans allan, þess vegna beið hann alltaf vorsins til að sjá og finna ilm gróandans. I nokk- ur ár stundaði hann vinnu við múr- verk og oft síðar sem aukavinnu. Ári 1963 hóf hann störf hjá Skipasmíða- stöð Njarðvíkur, fyrstu árin þar vann hann við smíðar og annað sem til féll. * t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN INGÓLFSSON, Dverghamrí 13, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Halldóra Hallbergsdóttir, Þuríður Jónsdóttir, Jóel Þór Andersen, Bergþóra Jónsdóttir, Óskar Óskarsson, Hallbjörg Jónsdóttir, Róbert Gíslason, Berglind Jónsdóttir, Steinar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. 4 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI GUNNAR SIGURJÓNSSON húsasmíðameistari, Sogavegi 192, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 27. febrúar. <r Hólmfríður Sigtryggsdóttir, Haukur Arnar Árnason, Sveinbjörg Harðardóttir, Lína Rut Wilberg, Gunnar Már Másson, Guðmundur Annas Árnason, Rósa Árnadóttir, Jakob Ingi Jakobsson, Díana Árnadóttir og barnabörn. Síðar tók hann sveinspróf í plötusmíði og vann við iðn sína þar tij hann hætti störfum 69 ára gamall. Ég held það hafi verið honum ákveðin lífsfylling að vinna í slippnum vegna nálægðar við báta og sjó. Þegar hann vaknaði til vinnu á morgnana, læddist hann sem köttur um húsið og vildi helst borða morgun- matinn i rökkrinu og njóta morgun- stundarinnar í ró og þegar maður kom fram skömmu síðar, var hann farinn en ilmur pípureyksins var í eldhúsinu og í minningunni er þetta hluti af nálægð hans. Þegar árin liðu og við Kiddý gift- umst mökum okkar og eignuðumst böm, hófst nýtt tímabil í lífinu. Hann unni barnabörnunum fjórum mjög innilega, en þótt hann væri ekki orðmargur, fundu þau hlýjuna sem frá honum kom. Einnig þótti honum ákaflega vænt um tengdabömin tvö og eins og hann sagði við mig í haust: „Ég vona að þið verðið jafnheppin með tengdaböm og ég hef verið.“ Fyrir sjö árum fór að bera á þeim sjúkdómi sem dró hann til dauða, þau voru oft erfið honum, en lífsviljinn var mikill og hann barðist eins og hetja, uns yfir lauk. Kæri pabbi, ég þakka þér fyrir að hafa leitt mig fyrstu sporin og fengið að ganga fram veginn með þér þessi ár. Þau verða mér ógleymanleg og í hjarta mínu geymi ég minninguna um þig, hjartahlýju og hógværð. Þinn sonur, Kristján. Það kembir af jöklinum snjóhvít- um skýjabólstrum sem svífa suður yf- ir flóann. Það blæs hraustlega niður Víkumar, það gefur á bátinn og sæ- rokið svalt bítur í andhtið. Þessi tvö náttúraöfl, vindur og sær, hjálpast líka að við að hreinsa burt af skjá minninganna sem hrannast upp og leiða mann langt inn í liðin ár. Undir hörpuslætti vindanna barst mér and- látsfregn bróður míns og við þær kringumstæður leitaði minningin fyrst út á fiskimiðin vestur undir Jökh. Þar áttum við svo margar sam- verustundir á okkar unglingsáram. Raunar sveiflast hugurinn víða sem ber mann vítt um lendur minning- anna. Við ólumst upp á sjávarbakkanum þar sem við fengum að kynnast marg- breytileika hafsins og störfin mótuð- ust af þeirri nærveru bæði í leik og starfi. Hann erfði í ríkum mæh áhuga foður okkar á störfum sjómannsins og varð sjórinn því starfsvettvangur hans, fyrst fyrir vestan og síðar eftir að hann flutti burtu, þá stundaði hann sjóinn á vertíðarbátum sem gerðu út frá Vogum en þangað flutti hann al- farinn kringum árið 1950. Honum var fleira gefið af náðar- gáfum fóður okkar. Allt handverk var honum hugleikið og var þá sama hvort hann fékkst við tré- eða járn- smíði, allt lék í höndunum á honum. Eftir að hann fluttist í Vogana reisti hann fjölskyldu sinni íbúðarhúsið að Tjamargötu 14. Hann teiknaði húsið og byggði það án þess að fá þar til nokkum fagmann nema við raflögn- ina. Hús þetta bæði ytra sem innra ber Ijósan vott um snilldarhandbragð hans og vandvirkni. Árið 1962 söðlar hann um, hættir á sjónum og fer að vinna í Skipasmíða- stöð Njarðvfloir. Hann aflar sér rétt- inda og tekur sveinspróf í plötusmíði og vann við þau störf í hartnær 30 ár eða þar til hann greindist með þann sjúkdóm sem hann barðist hetjulega við í sjö ár. Hann undi þama hag sín- um vel og var virtur af sínum sam- starfsmönnum enda sýndi hann þar sem annars staðar hvem mann hann hafði að geyma. Hann flíkaði lítt skoðunum sínum en var fastur fyrir og lét engan hrekja sig af sinni mörk- uðu braut. Þrátt fyrir að við hefðum ólíkar skoðanir á ýmsum málum var sam- komulag okkar eins og best varð á kosið og það var gott að vinna með honum og ef við unnum tveir saman þurftum við ekki alltaf að tjá okkur með orðum, það var eins og við skild- um hvor annan án þess að hafa um starfið mörg orð. Ég fann það stund- um að hann gat verið hemill á fram- hlaup mín og axarsköft. Ég vann und- ir hans stjóm eitt sumar í vikurnámunum við Snæfellsjökul og sá ég þá best hvað hann hafði góða stjómunarhæfileika. Þetta sumar var byggt starfsmannahús við námumar og sá hann um að teikna það og byggja að beiðni yfirverkstjórans. Tengsl hans við sínar æskustöðvar rofnuðu aldrei og fór hann ár hvert ásamt fjölskyldu sinni vestur undir Jökulinn og naut þeirra ferða. Síð- ustu ferð sína fór hann á síðastliðnu sumri. Sú ferð veitti honum mikla gleði. Hann komst m.a. að rótum Jök- ulsins þar sem hann hafði unnið fyrir meira en hálfri öld. Verkamannabú- staðurinn sem hann byggði stóð enn uppi og þrátt fyrfr niðumíðslu hans vöknuðu með honum ljúfar minning- ar frá þessum áram. Einn daginn fór ég með hann í ökuferð á ýmsa gamal- kunna staði í þessum unaðsreit minn- inganna. Þá sagði hann setningu sem ég bjóst ekki við að heyra frá honum. „Ég held að ég sé nú farinn að trúa því að það séu einhveijir sterkir straumar héma á þessum slóðurn." Heimili hans og fjölskylda vora honum allt. Hann var sívakandi yfir því sem bætti og fegraði heimilið. Fallegi garðurinn við íbúðarhúsið, skógi vaxinn, var hans unaðsreitur, þar átti hann margar stundir við að hlynna að trjánum sem hann hafði séð þroskast og stækka og fengu þau hjón viðurkenningu fyrir frábært starf og fagran garð. Þessi síðustu erfiðu ár undi hann löngum í garðin- um sínum og naut nálægðarinnar við þessa vini sína. Leifur var góður heimilisfaðir og lifði í gæfuríku hjónabandi. Þau hjón eignuðust tvö böm sem nutu ástúðar foreldranna og fóra með gott vega- nesti út í lífið. Bamabörnin urðu svo sólargeislar sem yljuðu og bára með sér birtu og gleði inn í líf þeirra. Nú hefur verið höggvið skarð í þennan hamingjusama fjölskyldugarð. En Guði sé lof að eftir stendur röð endur- minninganna umvafin þeim kærleika sem fjölskyldan öll hafði ræktað með sér á liðnum áram. Ég, ásamt systur okkar sem býr í fjarlægri heimsálfu, sendum eigin- konu, bömum og bamabömum inni- legar samúðarkveðjur um leið og við minnumst bemskuáranna er við systkinin fjögur vorum að vaxa úr grasi í Bárðarbúð við dimmblátt hafið undir Jöklinum okkar tignarlega. Þá var sól í hádegisstað. Kristinn Kristjánsson. Vetur konungur rfidr og afi hefur kvatt. Vorið nálgast þó óðfluga. Afi beið alltaf spenntur eftir vorinu. Við munum að um jólin var hann strax farinn að fylgjast með sólinni yfir bfl- skúr nágrannans en þannig fylgdist afi með hvemig daginn tók að lengja. Afi var náttúrabam enda alinn upp undir Jökli og sterk er minningin um afa léttklæddan bæði á hlýjum sem köldum degi en hann var vanur að fylgja okkur úr hlaði og veifa bless úr garðinum sínum. Garðurinn var afa hugleikinn og trén vora eitt af hans áhugamálum. Afi átti það til að gefa trjánum nafn og aðalstoltið var tréð Amma í miðju garðsins. Tréð var PasftU’ 'iisdlás b-ét «i Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Æ Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com upphaflega í garði langömmu okkar, Erlendsínu, en var síðan flutt í garð- inn til afa og ömmu og gaf afi því nafnið Amma. Á sumrin nutum við þess að vera úti í garði og oftar en ekki var kaffið og meðlætið flutt út á veröndina. Þegar við voram yngri var það Valavíkin, bátur sem afi reri áður fyrr, sem hafði mikið aðdráttarafl. Afi vildi ekki selja Valavfldna sína eftir að hann hætti á sjó og hafði hana því hjá sér í garðinum. Vora ófáar stundir sem fóra í klifur og ímyndaðar sjó- ferðir. Báðir afar okkar hafa nú kvatt með stuttu millibili. Þefr voru miklir áhugamenn um trjárækt og kenndu okkar að bera virðingu íyrir gróðrin- um. Nú vitum við að þeir era saman að hlúa að trjánum. Það var alltaf gott að koma úr skarkalanum í höfuðborginni í friðinn í Helgafelli til afa og ömmu. Amma oftar en ekki raulandi íslenska lag- stúfa og stríðsnisglampi í augum afa þegar hann var að gantast við hana. Afi var góður sögumaður og einnig góður hlustandi. Hann barðist hetju- lega við sjúkdóm sinn og það eitt hve lengi honum tókst að spoma við hon- um sýnir hve sterkbyggður hann var. Við fjölskyldan eram að flytja í nýtt hús bráðlega og eitt er víst að aðal- stoltið í garðinum okkar verður tré að nafni Afi. Við biðjum Guð að blessa minningu afa og styrkja ömmu og okkur öll í sorginni. Hrönn og Ivar Om. Góði vinurinn er loksins laus við þjáningamar. Svo Ijúfur, svo hæglátur, svo lág- vær, svo fastur fyrir, svo natinn og svo vandvirkur. Þessi orð lýsa honum Leifi mínum, honum Leifi okkar og mági hennar mömmu. Ég er ekkert viss um að honum lfld að fá hrósyrði í „blaði allra landsmanna“ því hann bar sjálfan sig aldrei á torg. Vonandi íyr- irgefur hann mér þörfina á að votta honum virðingu mína á þennan hátt. Fjölskylduböndin voru alla tíð sterk. Hvað var meira róandi á há- vaðasömu heimili en að sjá Leifs bíl mjakast í hlað, heyra hnúa banka lágt á hurð, svo opnað hljóðlaust og lokað á sömu nótum. Það var heilsað með hæglæti, sest í eldhúsið, spjallað um dægurmál og kímt af og til, kaffið drakkið og kleinunum hrósað. Það var rætt um lands- og heims- málin, framfarir og hegðun mann- skepnunnar. Stundum var kafað djúpt í víðasta skilningi en aðeins ef aðstæður vora sérlega hagstæðar til þess að opna sálarkytrana örh'tið án þess að fá viðmælandann alveg inn á gafl. Þannig naut hann sín best í tveggja manna tali yfir kaffibolla, þar kom hugsanadýptin best í ljós. Sjórinn, bátamir, trén á Helga- fellslóðinni, þrestirnir þar og köttur- inn í grasinu. Allt fékk sinn skerf af athygli. Hlý orð féllu og hógværar at- hugasemdir sagðar með vel ígrund- uðum orðum - ævinlega. Hann „átti“ líka jökul, Snæfellsjök- ul, var fæddur og uppalinn undir Jökh. Hvað er meira virði fyrir sálina en að eiga sinn jökul handan Flóans og njóta hans af eigin bæjarhlaði kvölds og morgna í góðu skyggni og öllum htbrigðum? Aðeins ein tilvitnun í skáldskap kemur til greina (og er nauðsynleg) sem kveðjuorð til vinarins. Lokaorðin úr Heimsljósi eftir Laxness: „Það var kyrt veður með túngh í hásuðri og kaldri bláleitri birtu. Hann stefndi beint til fjals. Neðra vora lángir brattar, efra tóku við afhðandi mosaflesjur, síðan urðir, loks óslitin fönn. Mynd túnglsins dofnaði þegar birti. Yfir hafinu var svartur veðra- mökkur í aðsigi. Hann heldur áfram inná jökulinn, á vit aftureldíngarinn- ar, búngu af búngu, í djúpum nýfolln- um snjó, án þess að gefa þeim óveðr- um gaum, sem kunna að elta hann. Bara hafði hann staðið í fjöranni við Ljósuvík og horft á landölduna sogast að og frá, en nú stefndi hann burt frá sjónum. Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leið- ir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein.“ Bið góðan guð að geyma og hugga fjölskylduna. Sesselja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.