Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
f-
FRÉTTIR
Málefni Þjóðminjasafnsins rædd utan dagskrár á Alþingi
Ráðherra boðar heildar-
löggjöf um safnamál
Morgunblaðið/Ásdís
Björn Bjarnason menntamálaráðherra svaraði spurningum
um Þjóðminjasafnið á Alþingi í gær.
VIÐ UMRÆÐUR sem fram fóru á
Alþingi í gær um málefni Þjóðminja-
safnsins kom fram gagnrýni á seina-
gang í byggingai’íramkvæmdum og
var menntamálaráðherra jafnframt
spurður að því hver væri ábyrgð hans
og ríkisstjórnarinnar á því ástandi
sem nú væri komið upp í tengslum við
fjárhagsvanda safnsins. I svari
Bjöms Bjamasonar menntamálaráð-
herra kom m.a. fram að stefnt væri að
því að ljúka viðgerðum við Þjóðminja-
safnið árið 2002 og hann kynnti einnig
til sögunnar fem lög sem ætlað er að
mæta óskum um sérstök safnalög.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstrihreyfíng-
arinnar - græns
framboðs, var máls-
hefjandi umræð-
unnar og gagnrýndi
hún metnaðarleysi
og stöðnun í málefn-
um Þjóðminjasafns-
ins. Vísaði hún í því
sambandi til þess að
langt væri síðan um-
ræður um endur-
bætur á húsakosti þess komu upp og
að ellefu ár væm liðin síðan Alþingi
hefði samþykkt ný þjóðminjalög.
„Miklu fé og mikilli íyrirhöfn hefur
verið varið í undirbúning viðgerða á
safnhúsinu við Suðurgötu, en afar lít-
ið virðist þokast áfram í viðgerðinni
og hvað varðar vöxt og viðgang stofn-
unarinnar er ástandið daprara en
safnið og þjóðin eiga skilið," sagði
Kolbrún. Benti hún á að sýningar
safnsins hefðu nú verið lokaðar í hálft
annað ár og fréttir hefðu borist um að
enn myndi dragast á langinn að þær
opnuðu aftur.
Kolbrún gerði fjármál Þjóðminja-
safns að sérstöku umtalsefni og sagði
að það virtist liggja fyrir að bygging-
arnefnd Þjóðminjasafns hefði ekki
staðið við fyrirheit sín um fjármögn-
un flutninga safnsins, sem leitt hefði
til þess að fjárhagur safnsins versn-
aði, sem aftur hefði leitt til þess að
þjóðminjavörður rak fjármálastjóra
safnsins úr starfi.
„Þessi atburðarás vekur upp þær
spumingar hvort formaður Þjóð-
minjaráðs og þjóðminjavörður era að
skjóta sér undan ábyrgð með vinnu-
brögðum sínum,“ sagði Kolbrún og
bætti við að ekki væri úr vegi að
spyrja hver ábyrgð rOdsstjómarinn-
ar og menntamálaráðherra væri á
þessu ástandi.
Gert ráð fyrir að viðgerðum
ljúki 2002
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra rakti í svari sínu hvernig hefði á
sínum tíma verið ákveðið að hefja
endurbætur á núverandi húsakynn-
um Þjóðminjasafnsins, frekar en að
byggja nýtt húsnæði eða færa safnið
annað. Unnið hefði verið samkvæmt
áætlun sem gerð var 1997 og um þess-
ar mundir stæðu við-
gerðir á húsinu
sjálfu yfir.
Bjöm sagði að
gert væri ráð fyrir
að þessum viðgerð-
um lyki 2002 og að
unnt yrði að flytja
inn í húsið um ára-
mótin 2002-2003.
Alltaf hefði hins veg-
ar verið Ijóst að ef
nýta ætti húsið við Suðurgötu áfram
þyrfti að loka safninu um lengri eða
skemmri tíma á meðan verið væri að
breyta húsakynnum þess. Kvaðst
Björn geta fullyrt að húsið myndi nýt-
ast miklu betur og að allar aðstæður
yrðu mun betri en áður hefði verið.
Húsið yrði fært í nútímahorf og búið
yrði mjög glæsilega um muni safns-
ins, auk þess sem aðstaða gesta safns-
ins yrði með besta móti.
Bjöm sagði, varðandi uppgjörsmál
milli byggingamefndar og annarrar
fjármálastarfsemi safnsins, að þau
mál væra í skoðun, m.a. undir forystu
Ríkisendurskoðunar. „Og ég geri ráð
fyrir því að alþingismenn eins og aðr-
ir fái upplýsingar um þær athuganir
og þær niðurstöður þegar þær liggja
fyrir,“ sagði ráðherra.
Fjárhagsvandi safnsins ekki inn
á borð fjárlaganefndar Alþingis
Jón Kristjánsson, þingmaður
Framsóknarflokks og formaður fjár-
laganefndar Alþingis, upplýsti m.a.
við umræðuna í gær að flutningar
Þjóðminjasafnsins hefðu ekki komið
inn á borð fjárlaganefndar við gerð
fjárlaga fyrir jól. Spurði Gísli S. Ein-
arsson, þingmaður Samfylkingar,
sem einnig situr í fjárlaganefnd, í
þessu sambandi, hvort menntamála-
ráðherra hefði verið ljóst fyrir jól hví-
líkur halli væri á rekstri safnsins
vegna byggingarframkvæmdanna.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, velti hins vegar fyrir sér
hvað liði starfi nefndar sem skipuð
var í upphafi árs 1999 og vinna átti að
stefnumótun fyrir safnið. Spurði hann
hvort verið væri að þrengja að Þjóð-
minjasafninu nú til að ráðherra gæti
bútað það niður og einkavætt það.
I seinni ræðu sinni sagði mennta-
málaráðherra að honum hefði að
sjálfsögðu verið kunnugt um fjár-
hagsvanda Þjóðminjasafnsins, því
annars hefði ráðuneytið ekki ritað
bréf í júlí á síðasta ári sem sent var
þjóðminjaverði, þar sem gerðar vora
athugasemdir við slæma fjárhags-
stöðu safnsins. Þjóðminjaráð hefði
síðan ritað menntamálaráðherra bréf
4. febrúar síðastliðinn þar sem sagði
að þær áætlanir sem menn hefðu gert
eftir að bréf hans barst í júlí hefðu
ekki gengið eftir. Af þeim sökum
hefði ráðherra verið beðinn að hefja
sérstaka athugun á fjármálum safns-
ins.
Fannst ráðherranum undarlegt að
þingmenn skyldu ekki átta sig betur á
gangi mála en svo að vera að spyrjast
fyrir um það hvort ráðuneyti hefði
verið ljós sá fjárhagsvandi sem að
Þjóðminjasafninu steðjaði. „Það var
meðal annars ástæðan fyrir því að ég
sagði mig frá málinu," sagði Bjöm,
„vegna þess að það harðorða bréf sem
ráðuneytið sendi hefur verið túlkað
sem svo að það hafi verið sérstök
áminning til fjármálastjórans."
Upplýsti Björn því næst að á næstu
dögum yrðu kynnt drög að femum
lögum sem lytu að varðveislu menn-
ingararfsins, þjóðminjavörslunni,
starfsemi Þjóðminjasafnsins og söfn-
um almennt. Sagði hann þessum lög-
um ætlað að mæta óskum um sérstök
safnalög. Björn sagði að síðustu að
ekkert óeðlilegt væri við það að ijár-
laganefnd Alþingis hefði ekki fjallað
um byggingarframkvæmdir Þjóð-
minjasafnsins. Þær væra fjármagn-
aðar úr endurbótasjóði menningar-
stofnana, en fjárlaganefndin fjallaði
hins vegar um rekstrarkostnað safns-
ins og þarna þyrfti að draga skýr
mörk á milli.
l i ' H1 (f ÍjMSm
ALÞINGI
Formaður Öryrkja-
bandalagsins
Gáttuð á
ummælum
forsætis-
ráðherra |
„VIÐ erum gáttuð á ummælum for-
sætisráðherra," sagði Garðar Sverr-
isson, formaður Öryrkjabandalags-
ins, en Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hélt því fram í umræðum á
Alþingi um fjárreiður stjórnmála-
flokka að Öryrkjabandalagið hefði
eytt milljónum úr sjóðum öryrkja í L
auglýsingar fyrir síðustu alþingis-
kosningar í þágu Samfylkingarinnar. fe
Garðar sagði að síðastliðinn vetur fl
hefði verið farin sú leið að í stað þess
að nota eigin orð hafi verið vitnað í
ummæli annarra um kjör öryrkja.
Meðal annars hafi verið vitnað í um-
mæli Mæðrastyrksnefndar, Rauða
krossins, Hjálparstofnunar kfrkj-
unnar, forseta ISI, landlæknis, bisk-
ups og ritstjóra Morgunblaðsins.
„Undir sjónarmið þeirra tók fólk úr L
öllum stjórnmálaflokkum og þar á J;
meðal flokki forsætisráðherra,11 Ij
sagði Garðar. „Hann á mörg flokks- p
systkin innan okkar raða og þess
vegna kom okkur á óvart hvernig
hann tók þetta til sín. Enn frekar
undramst við hvemig hann spyrðir
þetta saman við einn tiltekinn flokk
eins og nú. Okkur finnst þetta ekki
við hæfi eða sæma forsætisráðherra
að tala svona. Hann verður að gera
sér grein fyrir að hann er forsætis- ,
ráðherra öryrkja eins og annarra og J:
verður að haga ummælum sínum k
samkvæmt því.“
Gjaldkeri Alþýðuflokksins
ekki sagt af sér
Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins og þingmaður Sam-
fylldngarinnar, sagði það ekki rétt
sem komið hefði fram hjá forsætis-
ráðherra í umræðunni, að Alþýðu-
flokkurinn hafi birt einhverjar tölur
úr bókhaldi sínu og að sex mánuðum |
síðar hafi gjaldkeri flokksins sagt af I
sér, þar sem hann hafi ekki fengið að j
sjá reikninga flokksins. „Þessar ein-
hverju tölur sem vora birtar vora
ársreikningur, uppáskrifaður af
löggiltum endurskoðanda, og ég
kannast ekki við að nokkur gjaldkeri
Alþýðuflokksins hafi nokkurn tíma
sagt af sér,“ sagði Sighvatur. „Þetta
era því hrein ósannindi."
Athug’asemd gerð við svar
viðskiptaráðherra
Forsætisráðherra um meint
verðsamráð á matvörumarkaði
Þarf engrar
rannsóknar við
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði í óundirbúnum fyrirspurna-
tíma á Alþingi á mánudag að engar
rannsóknir þyrfti til að sjá að aukið
samráð og minni samkeppni væri á
matvöramarkaði. Lýsti hann þeirri
skoðun sinni að samkeppnislög
þyrftu að vera þannig úr garði gerð
að hægt væri að grípa inn í þegar fá-
keppni væri orðin staðreynd.
Jón Bjamason, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar, hafði gert að
umtalsefni aukna verðbólgu. Sagði
hann það vekja ugg að þessi verð-
bólga stafaði hugsanlega af verðsam-
ráði eða fákeppni í matvöraverslun á
Islandi. Rifjaði Jón upp að smásölu-
verð á innfluttum matar- og drykkj-
arvörum hækkað um 7,8% á sl. ári en
á sama tíma hefði meðalverð á inn-
fluttum matar- og drykkjarvöram
lækkað til dreifingaraðila um 2% á
tímabilinu janúar-nóvember miðað
við sama tímabil árið áður.
Spurði Jón m.a. hvort forsætisráð-
herra hygðist beita sér fyrir því að
fram færi rannsókn á því hvort stór-
markaðsrisar hérlendis hefðu mis-
beitt markaðsaðstöðu sinni.
Forsætisráðherra svaraði því til
að sem betur fer væru merki um að
vissir þættir verðbólgunnar færa
hjaðnandi. Utanaðkomandi aðstæð-
ur, svo sem hækkandi heimsmark-
aðsverð á olíu, hefði t.d. spilað inn í
og gert mönnum erfitt fyrir.
„Ég vakti athygli á því á haustdög-
um,“ sagði Davíð, „að það færi ekki á
milli mála að það væri aukið samráð
og minni samkeppni á matvöramark-
aði. Þessu var nú heldur fálega tekið
og illa tekið af hálfu þeirra aðila sem
í hlut áttu. Þær tölur sem við horfum
á era hins vegar þess eðlis að það
þarf engrar rannsóknarvið."
Sagði Davíð að þegar það gerðist á
sama tíma að verð á matvörum er-
lendis færi lækkandi og gengi ís-
lensku krónunnar hækkaði, þá ætti
það tvennt að leiða til lækkunar er-
lends vöraverðs hér á landi. Eitthvað
óeðlilegt hlyti einfaldlega að vera að
gerast þegar matvöruverð hækkaði í
staðinn um 4-6%.
VIÐ upphaf þingfundar í gær
kvaddi Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður Samfylkingar, sér
hljóðs til að gera athugasemd við
skriflegt svar viðskiptaráðherra við
fyrirspurn Jóhönnu um lánveiting-
ar til sjávarútvegsfyrirtækja, en
svarið var lagt fram á Alþingi í
gær.
Sagði Jóhanna að svarið væri
ákaflega ófullkomið og gæfi litla
sem enga mynd af því sem um væri
spurt. Ráðherrann sagði ekki unnt
að veita upplýsingar sem væru til
þess fallnar að rýra samkeppnis-
stöðu lánastofnana á fjármálamark-
aði eða ganga gegn þagnarskyldu-
ákvæði laga um viðskiptabanka og
sparisjóði, og ákvæðum reglna
Verðbréfaþings íslands um upplýs-
ingagjöf.
„Eg vísa þessum rökstuðningi á
bug, enda var hér einungis spurt
um heildarlánveitingar, eina upp-
hæð hjá öllum lánastofnunum, en
ekki sundurliðað eftir lánastofnun-
um eða einstaklingum," sagði Jó-
hanna. Sagði hún það alltof algengt
að þingmenn fengju ófullkomnar
eða villandi upplýsingar frá ráð-
herrum og framkvæmdavaldinu og
á því yrði að taka því það gengi
ekki lengur að þinginu væri gert
ókleift að sinna eftirlitsskyldu
sinni. Fór Jóhanna síðan fram á að
upplýsingaskylda ráðherra yrði
tekin til sérstakrar umfjöllunar í
forsætisnefnd þingsins.
Nokkrir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar tóku undir orð Jóhönnu
og það gerði einnig Kristján Páls-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
en hann sagði að eðlilegt væri að
fyrirliggjandi væru upplýsingar um
það hvernig sameign þjóðarinnar
hefði verið veðsett skv. lögum um
samningsveð.
Valgerður Sverrisdóttir, við-
skipta- og iðnaðarráðherra, benti
hins vegar á að Jóhanna hefði m.a.
óskað eftir upplýsingum sem ekki
lægju fyrir og flokkuðust þar að
auki undir einkamál en ekki opin-
ber mál. Ráðherra yrði vitaskuld að
fara að þeim lögum sem kvæðu á
um að hlutafélögum væri ekki skylt
að veita upplýsingar í líkingu við
þær sem Jóhanna hefði farið fram
á. Sagði Valgerður einnig í svari til
Kristjáns Pálssonar að við lögfest-
ingu laga um samningsveð hefði
verið kveðið á um að óheimilt væri
að veðsetja kvóta, eins og þingmað-
urinn hlyti að muna.
í svari viðskiptaráðherra kemur
annars fram að útlán innlánsstofn- |
ana og fjárfestingarlánasjóða til í
fyrirtækja í sjávarútvegi námu |
122.699 milljónum króna í fyrra, *
111.898 millj. kr. árið 1998, 94.134
millj. kr. árið 1997, 84.014 millj. kr.
árið 1996, 71.930 millj. kr. árið 1995
og 69.584 millj. kr. árið 1994.
Einnig kemur fram að á árunum
1995-1999 tók Byggðastofnun veð í
um það bil 350 bátum og skipum en
þar af voru um 250 smábátar. Áætl-
að er að fjárhæð lána á tímabilinu k
hafi numið samtals um 3.600 millj.
kr. á verðlagi í ársbyrjun 2000, þar I
af um 700 millj. kr. vegna smábáta. "
Heildarfjárhæð lána til sjávarút-
vegs hjá Búnaðarbankanum hefur
hins vegar aukist úr 4.425 millj. kr.
í árslok 1995 í 11.393 millj. kr. í
árslok 1998, og í svari Landsbank-
ans kemur fram að í árslok 1995
vora 23.632 millj. kr. í útlánum til
sjávarútvegs en í árslok 1999
38.280 millj. kr. Hjá íslandsbanka i
vora heildarútlán til sjávarútvegs
8.888 millj. kr. í árslok 1995 en |
24.469 millj. kr. í árslok 1999.