Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skoða flutning Strætisvagna Reykjavíkur af Kirkjusandi að Eirhöfða Orkuveitan reisir höfuð- stöðvar við Réttarháls BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup á nýbyggingu við Réttarháls 4 ásamt lóð og er kaupverð lóðar og húss 394,6 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur á lóðirnar við Réttar- háls 1 og 3 og er gert ráð fyrir að lóð- irnar þrjár verði sameinaðar. Ákveð- ið hefur verið að þar rísi nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar og er ráðgert að öll starfsemin flytji þang- að vorið 2002. Að sögn Alfreðs Þor- steinssonar, formanns stjórnar veitustofnana, eru forsvarsmenn Strætisvagna Reykjavíkur og starfs- menn Borgarskipulags jafnframt að skoða hugmynd um að SVR ílytji starfsemi sína frá Kirkjusandi að Eirhöfða, þar sem Vatnsveita Reykjavíkur er til húsa. Forsenda sameiningar „Ætlunin er að byggja upp alla að- stöðu Orkuveitunnar á einum stað,“ sagði Alfreð. „Það er talin ein aðal- forsendan fyrir því að sameining veitufyrirtækjanna þriggja heppn- ist, en starfsemin er nú á þremur stöðum." í erindi Orkuveitunnar til borgar- ráðs segir að nýbyggingin við Rétt- arháls 4, sem er um 5.600 fermetrar, muni nýtast vel fyrir starfsemi veit- unnar. Að auki verða byggðir tæp- lega 1.500 fermetrar í stað 23.000 fermetra sem fyrirtækið hefur til umráða og er áætlaður kostnaður á bilinu 1,3 til 1,4 milljarðar. Alfreð benti á að sala á fasteignum Orku- veitunnar við Grensásveg, Suður- landsbraut og Eirhöfða kæmi þar á móti. Útboð á lagerhaldi Stjóm veitustofnana hefur enn- fremur samþykkt að fram fari útboð á Evrópska efnahagssvæðinu vegna vöruhótels fyrir lagerhald Orkuveit- íslensku norðurpólsfararnir leggja af stað út á ísinn Fremur hlýtt í veðri þótt frostið sé 15 stig ÓÐUM styttist nú í að Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarna- son leggi af stað áleiðis til norður- pólsins að lokinni vel heppnaðri aðlögun á Baffins-eyju. Þeir eru nú hættir æfingum og voru að pakka búnaði sínum niður á sleð- ana þegar Morgunblaðið heyrði í þeim í gærkvöldi. í dag, miðvikudag, flytja þeir sig um set og fara með flugi frá Iqualuit á Baffíns-eyju til Resol- ute-eyju, sem er á 75. breiddar- gráðu. Þeir áætla síðan að fara með flugi eldsnemma á fóstudags- morgun frá Resolute-eyju til Ward Hunt-eyju og hefja sjálfa gönguna á norðurpólinn á fóstu- daginn. „Þá byrjar fjörið," sagði Har- aldur í gær. „Þessi tími hér í Iqu- aluit hefur verið mjög dýrmætur, enda höfum við lifað okkur inn í aðstæðurnar sem bíða okkar. Við höfum dregið allan búnað á sleð- unum og vanið okkur við kuldann, sem er ekki síst mikilvægt." Mönnum hætt við kali Haraldur sagði að mönnum væri hætt við kali í Iqualuit og því þyrftu þeir að vara sig. Þeir Ing- þór hafa nú þegar kynnst því af eigin raun hversu lúmskur Frosti getur orðið. „Við uppgötvuðum það einn daginn þegar við vorum úti við æfingar að við vorum báðir Ljósmynd/Ólafur Öm Haraldsson Tveir dagar eru þangað til Haraldur og Ingþór leggja af stað út á ís- inn. Leiðin er um 800 km löng og útheimtir ýtrustu varúð vegna ís- vaka. Myndina tók faðir Haraldar á Iqualuit íyrir skömmu þar sem þeir hafa verið í aðlögun. komnir með kalblett á nefið. Þetta getur gerst án þess að mað- ur taki eftir því. Þegar við tókum tal saman uppgötvuðum við hvers kyns var og þá reyndumst við vera komnir með fyrsta stigs kal. Við vorum sem betur fer nógu snöggir að nudda kalið burt. Að öðru lcyti hefur okkur ekki orðið kalt og við vorum mjög fljótir að aðlagast kuldanum. Viðbrigðin voru engu síður mjög mikil í byrj- un en nú er svo komið að okkur þykir vera fremur hlýtt í veðri þótt frostið fari niður í 15 stig.“ Tveir leiðangrar eru nú úr leik eftir að Bettina Aller gafst upp f fyrradag. Áður hafði Breti nokk- ur, sem ætlaði einn á norðurpól- inn, hætt við ferð sína. Af öðrum leiðöngrum er það að segja að Svíarnir Göran Kropp og Ole Skinnarmo, sem frægir eru orðnir að endemum í heimalandi sínu fyrir að skjóta hvítabjörn, halda áfram ferð sinni áleiðis til pólsins þrátt fyrir ýmis áföll sem þeir hafa orðið fyrir eins og að brjóta sleða sína á fyrstu dögum ferðarinnar. Kropp kól að auki á fingri er hann skaut hvítabjörn- inn. Umræðan um hvítabjarnar- drápið í Svíþjóð er orðin svo há- vær að talað er um „hvítabjarnar- stríðið“ í sænska blaðinu Afton- bladet, sem fylgist grannt með stöðu mála. Þriggja manna sænskur leið- angur leggur af stað frá Ward Hunt-eyju sama dag og Haraldur og Ingþór og að auki lagði norsk- ur tveggja manna leiðangur af stað frá Síberfu um miðjan febr- unnar. Að sögn Alfreðs sparast þannig bygging 6-8.000 fermetra birgðageymslu og um 600-800 millj- ónir í stofnkostnað. ,Á vöruhóteli er aðstaðan leigð og einungis greitt fyr- ir það húsnæði sem er í notkun hverju sinni, en birgðastaða Orku- veitunnar á lager er mjög sveiflu- kennd eftir árstíðum," sagði hann. „Samnýting með öðrum fyrirtækjum á starfsmönnum og húsnæði mun því leiða til lægri kostnaðar. Auk þess yrði kostnaður við lagerhald skýrari en ekki falinn í fjárfestingum veit- unnar og ekki þarf að byggja nema um 2.000 fermetra geymslu." Nýr vefur um For- múlu-1 í TILEFNI þess að ný vertíð í Formúlu-1 er að hefjast hefur sérvefur mblis um íþróttina verið endurbættur ásamt því sem aukið hefur verið við upp- lýsingar á honum. Meðal nýj- unga eru kort og upplýsingar um allar keppnisbrautir þar sem er að finna lista yfir sigur- vegara o.fl. úr fyiri mótum. Þá auðveldar nýtt viðmót notend- um að kalla fram upplýsingar um einstök lið, ökuþóra eða brautir á vefnum. Vefslóðin er www.mbl.is/sport/formula. Uppsögn fj ármálastj óra Þj óðminj asafns Geir Haarde stað gengill mennta- málaráðherra Á FUNDI ríkisstjómarinnar í gær- morgun var ákveðið að Geir H. Haarde fjármálaráðherra yrði stað- gengill menntamálaráðherra þegar úrskurðað verður um uppsögn Hrafns Sigurðssonar úr starfi fjár- málastjóra Þjóðminjasafnsins. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra ákvað í liðinni viku að hann myndi víkja sæti þegar fjallað yrði um málið og um leið allir starfsmenn ráðuneytisins. Þjóðminjavörður sagði Hrafni upp störfum og hefur Hrafn lagt fram kæru vegna uppsagnarinnar. í kær- unni fór hann fram á að mennta- málaráðherra viki sæti þar sem hann hefði haft afskipti af málinu. í úrskurði Björns í liðinni viku komst hann að þeirri niðurstöðu að honum bæri að víkja sæti þar sem Hrafn hefði réttmæta ástæðu til að ætla að hann hefði þegar myndað sér skoðun á réttmæti uppsagnarinnar, þótt ráðherra hefði engin afskipti haft af henni. Sagði Björn að það væri meðal annars tilgangur hæfis- reglna að tryggja traust málsaðila og þjóðfélagsins í heild á hlutleysi úr- skurðaraðila, sem er í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins. Því myndi hann víkja sæti í þessu máli. Við það færðist málið til forsætis- ráðherra og er nú komið í hendur fjármálaráðherra. Ekki fengust upp- lýsingar um það í forsætisráðuneyt- inu í gær hvenær meðferð málsins yrði fram haldið. Ný skýrsla um fæðingarorlof Greiðslur til feðra helm- ingi hærri en til mæðra KOSTNAÐUR við fæðingarorlof karla er meira en helmingi hæn-i en við fæðingarorlof kvenna. Þetta er niðurstaða útreikninga sem ASI og Samtök atvinnulífsins unnu fyrir fjármálaráðherra. Útreikningarnir byggjast á gögnum um greiðslur í fæðingarorlofi 1997. Samkvæmt skýrslunni voru meðaltekjur mæðra í fæðingarorlofi það ár rúmar 74 þús. á mánuði, en feðra rúmar 155 þús. Rætt hefur verið um að koma á fót fæðingarorlofssjóði sem verði fjár- magnaður með tryggingagjaldi. Miðað við að greidd verði 100% af mánaðartekjum í 28 vikur og móðir nýti 26 vikur en faðir 2 vikur þyrftu inngi'eiðslur í sjóðinn að vera um 2,3 milljarðar króna á ári miðað við for- sendur frá 1997 um að fæðingaror- lofsgreiðslur verði aldrei lægri en 43.499 ki\ á mánuði og aldrei hærri en 217.000 kr. á mánuði. Sé gengið út frá greiðslum miðað við febrúarmán- uð á þessu árí yrði lágmarkið 54.000 kr. og hámarkið 270.000 kr. Sérblöð f dag SSlÉW ÍHoio,imliIníiiíi úrVERINU F ► í Verinu í dag er greint frá verðmæti útfluttra saltfiskafurða, fjallað um fjölda starfsfólks í sjáv- arútvegi, rætt við íslenska yfirmenn hjá fyrirtæki í Japan og sagt frá undanþágum til starfa á skipum. www.mbf.is Fimm nýliðar í landsliði kvenna í körfuknattleik/Cl ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Patrekur Jóhannesson semur á ný við Essen/C3 ► Teiknimyndasögur ► Leikir ► Úrslit ► Teikningar ► Brandarar ► Þrautir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.