Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ný mánaðarskýrsla FBA um hlutabréfamarkaðinn Auknar verð- sveiflur jákvæðar AUKNAR verðsveiflur á hluta- bréfamarkaði eru jákvæðar á með- an veltan er lífleg, að því er fram kom í máli Almars Guðmundssonar hjá FBA á fundi í gær þar sem mánaðarskýrsla bankans fyrir mars var kynnt. FBA telur að auknar verðsveiflur séu komnar til að vera en meiri kröfur séu af þeim sökum gerðar til fjárfesta. í skýrsl- unni er jafnframt fjallað um versn- andi lausafjárstöðu hjá innláns- stofnunum, þróun langtímavaxta og ástand erlendra markaða. „íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu vikum gengið í gegnum meiri verðsveiflur á stutt- um tíma en áður voru dæmi um. Þessi þróun kemur ekki á óvart þar sem veltan hefur stóraukist og nokkur hluti hennar er spákaup- mennskudrifinn. FBA telur að við- skipti verði áfram með líflegra móti á hlutabréfamarkaði. Þá er full ástæða fyrir fjárfesta að hafa í huga að hlutabréfamarkaðurinn er sveiflukenndari en áður. Það kallar annars vegar á aukna árvekni í fjárfestingum og getur á hinn bóg- inn skapað fjárfestingartækifæri í einstökum niðursveiflum,“ segir í skýrslu FBA. FBA tekur sextán fyrirtæki á hlutabréfamarkaði til umfjöllunar í mánaðarskýrslunni en sex af þeim sextán hafa skilað hærri hagnaði en meðaltal afkomuspáa fjármála- fyrirtækja sagði til um. Frávik frá spá fjármálafyrirtækjanna um hagnað félaganna var samtals -3%. Fyrirtæki í upplýsingatækni standa upp úr Tvær atvinnugreinar standa upp úr þegar rauntölur um afkomu eru settar í samhengi við væntingar, eins og fram kemur í skýrslunni, eða upplýsingatækni og fjármála- fyrirtæki. Fyrirtæki í upplýsinga- tækni skiluðu 11% meiri hagnaði en gert hafði verið ráð fyrir og fjármálafyrirtæki um 2% meiri hagnaði. Væntingar til sjávarút- vegsfyrirtækja virðast hafa verið of miklar, að því er fram kemur í skýrslu FBA, en uppgjör fimm sjávarútvegsfyrirtækja, sem fjallað er um í skýrslunni, sýndu 6% minni hagnað en spáð hafði verið. Fyrir- tækin eru Grandi, Þorbjörn, Þor- móður rammi - Sæberg, Haraldur Böðvarsson og ÚA. FBA gerir einnig grein fyrir verðþróun hlutabréfa félaganna sextán, til 17. febrúar annars veg- ar, þegar verð á markaðnum náði sögulegu hámarki, og hins vegar verðþróunin 17. febrúar til 3. mars sem hefur einkennst af verðlækk- unum. Hlutabréf fyrirtækjanna hækkuðu um 22% frá áramótum til 17. febrúar en hafa síðan þá lækk- að um 8%, að því er fram kemur í skýrslunni. Undantekning frá lækkununum eru bréf Opinna kerfa, sem hækkuðu um 15% á seinna tímabilinu, og hlutabréf Össurar hf., sem hækkuðu um 24% á tímabilinu 17. febrúar til 3. mars. Misvægi í vexti út- og innlána eykst Misvægi í vexti heildarút- og innlána hjá innlánsstofnunum er nú svipað því sem var í upphafi síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslu FBA, og bent er á að þetta mis- vægi átti m.a. sinn þátt í að Seðla- bankinn kom á lausafjárreglum. „Útlán og markaðsverðbréfaeign innlánsstofnana jókst um 17 millj- arða króna í janúar, eða 3,7%, á meðan heildarinnlán (innlán, erlent lánsfé til endurlána og verðbréfa- útgáfa) stóðu nánast í stað,“ segir í skýrslunni. „Misvægið hefur verið fjármagnað með innlendum og er- lendum skammtímalántökum sem hefur haft neikvæð áhrif á lausa- fjárstöðu innlánsstofnana. Lausa- fjárstaðan, eins og hún birtist í framsetningu Seðlabankans í Hag- tölum mánaðarins, var neikvæð um 30 milljarða króna í lok janúar. Innlend lausafjárstaða (lausa- fjárstaða í krónum) skýrir um 70% af þessari neikvæðu stöðu og hefur hún ekki verið jafn neikvæð í 4 ár.“ Rfkishref í markflokknm Útboð miðvikudagmii 8. mars í dag kl. 14:00 fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánasýslu ríkisins. I boði verður eftirfarandi markflokknr: Núverandi Áaetlað liámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekinna tilboða RB03-1010/KO lO.okt. 2003 3,58 ór 8.989 500,- *Milljónlr króna Sölufyrirkomulag: Ríkisbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heLmilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafýrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu rikisins fyrir kl. 14:00 í dag, miðvikudaginn 8. mars 2000. Útboðssldlmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hseð • Sími: S62 4070 • Fax: S62 6068 www.lanasysla.is • utbod@lanasysla.is Lína.Net kaup- ir Irju ehf. LINA.Net hefur keypt fjarskipta- fyrirtækið Irju ehf. og eignast fyrr- verandi eigendur þess 8% hlut í Línu.Neti við kaupin. Irja hefur samning við Ríkiskaup um upp- setningu á Tetra farsímakerfí fyrir lögreglu, slökkvilið og fleiri aðila, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu, og mun Lína.Net taka við uppsetningu kerfísins. Gengið hefur verið frá pöntun á búnaði frá Motorola og má búast við að kerfið nái yfir suðvestur- hluta landsins í vor og hefur Lína,- Net í hyggju að bjóða almennan aðgang að farsímakerfinu frá og með júlí í ár. Eiríkur Bragason, framkvaimdastjóri Línu.Nets, seg- ir stefnt á að setja aukinn kraft í að koma kerfinu upp sem fyrst í maí. Aðspurður segir Eiríkur Tetra mjög öflugt farsímakerfi og muni koma í stað NMT-kerfisins. „Tal- gæði og öryggi eru mun meiri, auk þess sem mögulegt er að nota Tetra-síma eins og talstöðvar." Aðaleigandi Irju ehf. var Jón Þóroddur Jónsson og nú hefur ver- ið gengið frá ráðningu Jóns Þór- odds sem forstöðumanns farsíma- sviðs hjá Línu.Neti. Með kaupunum hyggst Lína.Net út- víkka starfsemi sína og reka far- símakerfið frá sömu sendistöðum og örbylgjukerfi fyrirtækisins. „Með kaupunum opnast fyrir Línu.Net margs konar önnur sókn- arfæri á landsvísu,“ segir í tilkynn- ingu. Lína.Net hefur starfsemi úti á landi og segir Eiríkur að kaup Línu.Nets og Irju gefi aukna möguleika á hagræðingu úti á landi þar sem mögulegt verður að setja upp Tetra-stöðvar á sama stað og örbylgjustöðvar. Stefnt er að því að koma upp öflugu kerfi á Eyjafjarð- arsvæðinu og á Suðurlandsundir- lendinu sem fyrst, að sögn Eiríks. Góð afkoma Norræna fjárfest- ingarbankans HAGNAÐUR Norræna fjárfest- ingarbankans, NIB, nam 106 millj- ónum evra á árinu 1999, eða sem svarar rúmlega 7,7 milljörðum króna. Hagnaður bankans árið 1998 nam 115 milljónum evra, eða um 8,4 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur bankans í fyrra voru 140 milljónir evra, eða rúmlega 10,2 milljarðar króna. í fréttatilkynningu frá NIB kem- ur fram að bankinn greiddi á síð- asta ári út lán til fjárfestingarverk- efna á Norðurlöndum að fjárhæð einn milljarður evra, eða um 73 milljarðar króna, en lán til verk- efna utan Norðurlanda námu 322 milljónum evra. Engin útlánatöp urðu á árinu fremur en árið áður, en þrátt fyrir það lagði bankinn 1,7 milljónir evra í afskriftarsjóð. Á ár- inu tók bankinn lán á alþjóðamark- aði að jafnvirði 2.478 milljónir evra. Lántakendur NIB á íslandi eru 42 talsins og fjölgaði þeim um sjö á árinu 1999. Þar af eru 19 fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamark- aði, 13 bankar og sjóðir, sjö fyrir- tæki í eigu hins opinbera og þrjú sveitarfélög. Útborguð voru lán til fjórtán verkefna á árinu 1999 og námu þau tæplega 78 milljónum evra, en árið 1998 námu lán til Is- lands 62,8 milljónum evra. Auk þess nema umsamin en óútborguð lán á árinu 15 milljónum evra. Út- borguð lán á árinu 1999 greinast þannig að fyrirtæki í eigu hins op- inbera fengu 23,6 milljónir evra, sveitarfélög 28,2 milljónir, bankar og sparisjóðir 14 milljónir og einkafyrirtæki 12 milljónir evra. Aðalfundur Olís 2000 Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf. vegna starfsársins 1999 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 16. mars nk. og hefst kl. 16.30. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 13. gr. samþykkta félagsins. 2. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem löglega hafa verið upp borin. Ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda, mun liggja frammi á skrifstofu félagsins í Sundagörðum 2, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Aö loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.