Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 45
Safnaðarstarf
Kristniboðs-
samkomur í
Akraneskirkju
DAGANA 8.-10. mars verða haldnar
almennar samkomur í Akranes-
kh’kju. Þar verður starf Kristniboðs-
sambandsins kynnt í máli og mynd-
um og flutt prédikun. Þeir sem sjá
um dagskrárefni eru Friðrik Hilm-
arsson, Kjartan Jónsson og Skúli
Svavarsson.
Um þessar mundir eru fimm
kristniboðar að verki í Eþíópíu og
Kenýa á vegum
Sambands íslenskra kristniboðsfé-
laga. Þeir eru mjög önnum kafnir við
fræðslu- og útbreiðslustarf en taka
einnig þátt í hjálparstarfi í Suður-
Eþíópíu. Þar hefur alvarleg hungurs-
neyð ríkt að undanförnu m.a. í
Konsóhéraði þar sem íslendingar
reistu kristniboðsstöð fyrir 45 árum.
Kristniboðssambandið styður
einnig gerð kristilegs útvarpsefnis
sem sent er á öldum ljósvakans inn í
Kína, bæði handa bömum og full-
orðnum. Þrátt fyrir ýmsar hömlur á
kirkjulegu starfi í Kína hefur kristn-
um mönnum fjölgað mjög í landinu á
undanförnum áratugum. Fólk hlust-
ar mikið á kristilegar dagskrár á kín-
versku frá útvarpsstöðvum erlendis.
Samkomurnar í Akraneskirkju
hefjast hvert kvöld kl. 20.30 og eru
allirvelkomnir.
Biskup Islands pré-
dikar í föstumessu
AD VENJU verða föstumessur
hvern miðvikudag kl. 20 í Hall-
grímskirkju. Fyrsta föstumessan
verður að þessu sinni í kvöld og mun
biskup íslands, herra Karl Sigur-
björnsson, prédika. Sungnir verða
passíusálmar og Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur kórvei’k undir
stjóm Harðar Áskelssonar kantors.
Heimsókn í
Krossinum
MIKIL aufúsugestur er að sækja
Krossinn heim frá 10.-13. mars nk.
Um er að ræða trúboðann Curtis
Silcox, sem er mörgum hér á landi að
góðu kunnur fyrir frábæra andagift.
Hann mun blessa þá sem vilja hlýða á
samkomum í Krossinum í Hlíðar-
smára í Kópavogi á föstudags- og
laugardagskvöld kl. 20.30 og sunnu-
dagkl. 16.30.
Áskirkja. Föstumessa kl. 20.30.
Passíusálmar Hallgríms Pétursson-
ar sungnir. Píslarsaga guðspjallanna
lesin og sóknarprestur flytur hug-
leiðingu. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr-
aðra í dag kl. 13.30.
Dómkirkjan. Samvera fyrir mæð-
ur með ung börn kl. 10.30-12 í safn-
aðarheimilinu. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín. Samverustund
eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur,
samverustund, kaffiveitingar. TTT-
starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.
Hallgrímskirkja. Opið hús íyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12.
Föstumessa kl. 20.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 13-17. Spil, lestur,
handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15.
Djákni flytur hugvekju. Söngstund
undir stjórn Jóns Stefánssonar org-
anista. Fræðsluerindi og íhugun,
bænagjörð og lestur passíusálma kl.
18. Sr. Kristján Valur Ingólfsson
fjallar um öskudaginn og merkingu
hans, um iðrun og fyrirgefningu og
um skriftir og aflausn. Allir eru vel-
komnir.
Laugarncskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45. I tilefni af öskudegi bjóða
Foreldrafélag Laugarnesskóla,
Þróttheimar, Blómaval og Laugar-
neskirkja til gleðskapar eftir skóla-
tíma. Nánar auglýst í skólanum.
Fermingartími kl. 19.15. Unglinga-
kvöld kl. 20 í samvinnu við Laugar-
neskirkju, Þróttheima og Blómaval.
Neskirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12. Þorgerður L. Diðriksdóttir,
hjálparmóðir frá fél. Barnamál: Agi
ungra barna. Föstuguðsþjónusta kl.
20. Prestur sr. Gylfi Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12
áraböm kl. 17-18.15.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl.13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðarins.
Hvers væntum við? Lífið og eilífðin.
Biblíulestur í Árbæjarkirkju á mið-
vikudagskvöldum í mars frá kl.
20.30- 22 (1.3-22.3.) Fyrirlestrar
verða haldnir um grundvallartexta
úr Nýja testamentinu sem fjalla um
hina síðustu tíma, endurkomu Krists,
upprisuna, Dóminn og eilíft líf. Þetta
er efni sem snertir alla menn. Rétt er
að geta þess að Nýja testamentið vill
hugga með boðskap sínum en ekki
hræða. Allir velkomnir. Á eftir fyrir-
lestri verða umræður yfir kaffibolla.
Fyrirlesari er dr. Siguijón Árni
Eyjólfsson héraðsprestur.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu á eftir. Kirkjuprakkarar,
starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT
starf 10-12 ára kl. 17.15.
Digraneskirkja. Unglingastarf á
vegum KFUM & K og Digranes-
kirkju kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudögum kl.
10.30. Félagsvist fyrir eldri borgara í
safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju
í dag kl. 14-16. Verðlaun verða veitt,
fróðleikur og skemmtilegheit í kaffi-
hléinu. Umsjón hefur Lilja G. Hall-
grímsdóttir, djákni. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir-
bænir. Léttur hádegisverður.
KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl.
17.30- 18.30. Æskulýðsstarf íyrir
unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9
ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í
safnaðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára (TTT) kl.
17.45-18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk-
um, allir velkomnir. Léttur kvöld-
verður að stund lokinni. Tekið á móti
fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma
567 0110.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffi.
Vídalínskirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Hugleiðing, altaris-
ganga, fyrirbænir, léttur málsverður
á eftii’ í Ljósbroti, Strandbergi, kl.13.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð
kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og
brauð á vægu verði. Fjölskyldustund
í Kirkjulundi kl. 14-16. Helgistund,
fræðsla og samfélag fyrir aðstand-
endur barna undir grunnskólaaldri.
Umsjón Brynja Eiríksdóttir. Alfa-
námskeið kl. 19 í Kirkjulundi. Sjá
nánar vefrit Keflavíkurkirkju: kefla-
vikurkirkja.is
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 11 helgistund á Hraunbúðum.
Allir velkomnir. Kl. 20 opið hús ung-
linga í KFUM & K húsinu.
Akraneskirkja. Unglingakórinn.
Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vina-
minni kl. 17.30.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
Skálholtsdómkirkja. Oskudags-
messa í kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
21. Sóknarprestur.
Ffladelfía. Súpa ogbrauð kl. 18.30.
Kennsla kl. 19.30. Krakkaklúbbur,
unglingafræðsla. Kennsla fyrir
enskumælandi og biblíulestur. Állir
hjartanlega velkomnir.
Boðunarkirkjan. I kvöld verður 8.
hluti námskeiðs um Opinberunarbók
Jóhannesar á sjónvarpsstöðinni Om-
ega og í beinni útsendingu á FM 107.
Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðar-
son. Efni: Dómstólar himinsins. Á
morgun verður dr. Steinþór með
hugleiðingu á FM 107 kl. 15.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR,
sem lést þriðjudaginn 29. febrúar, verður
jarðsungin frá Áskirkju fimmtudaginn 9. mars
kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hallgrímur Jóhannsson.
t
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Firði,
Múlasveit,
Hraunteigi 23,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstu-
daginn 10. mars kl. 13.30.
Björgvin Kjartansson,
Skúli Magnússon,
Bergljót Aðalsteinsdóttir,
Steinunn Aðalsteinsdóttir,
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir,
Hulda Aðalsteinsdóttir, Ólafur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
TRYGGVA HARALDSSONAR,
Borgarholtsbraut 33,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar, Kópavogi, fyrir frá-
bæra umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svava Hjaltadóttir.
t
Við þökkum af einlægni öllum þeim, er sýndu
okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar,
FINNS MAGNÚSSONAR
frá Skriðu,
Skarðshlíð 15G,
Akureyri.
Sérstakar þakkir viljum við færa Þórarni
Sveinssyni, lækni, ásamt öllum þeim, sem
önnuðust hann í veikindum hans.
Friðbjörg H. Finnsdóttir, Jóhannes Jóhannesson,
Sigríður V. Finnsdóttir, Grímur Sigurðsson,
Sverrir Haraldsson, Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar,
GUÐRÚN B. NIELSEN,
andaðist á Vífilsstöðum þann 29. febrúar.
Útförin fer fram frá Frlkirkjunni fimmtudaginn
9. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Vagnsdóttir,
Guðlaug Nielsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma.
VILBORG VALGEIRSDÓTTIR,
Hagatúni 5,
Hornafirði,
lést á Landspítalanum að morgni föstudagsins
3. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn
11. mars kl.14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð
á Höfn.
Þóra Sveinbjörnsdóttir, John Thompsson,
Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Steinþór Hafsteinsson,
Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Stefán Ólafsson,
Bryndís Sveinbjörnsdóttir, Grímur Eiríksson,
Maren Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sveinsson,
Haukur Sveinbjörnsson, Ásdís Ólafsdóttir,
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Snorri Aðalsteinsson,
Ólafur G. Sveinbjörnsson, Þóra Jónasardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæra,
HLYNS ÞÓRS SIGURJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir fær Kristín Guðmundsdóttir,
sem okkur ókunn tók að sér að styrkja og
leiðbeina vinum hans og síðar systkinum
fyrstu vikuna eftir lát hans, allt þar til hann
komst heim. Hún er einstök.
Einnig fá Konráð Lúðvíksson, Erna Björnsdóttir
þakkir fyrir ómetanlega aðstoð.
Hafdís Perla Hafsteinsdóttir,
Guðfinna Arngrímsdóttir, Sigurjón Þórðarson,
Arnar Þór Sigurjónsson, Bryndís B. Guðmundsdóttir,
Adda Þ. Sigurjónsdóttir, Sævar Guðmundsson,
Ása Hrund Sigurjónsdóttir, Viktor B. Kjartansson
og börn þeirra.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN DAN JÓNSSON
rithöfundur
og fyrrverandi ríkisféhirðir,
lést á heimili sínu sunnudaginn 27. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum auðsýndan hlýhug (okkar garð.
Sérstakar þakkirtil starfsfólks skurðdeildar 12-G, Landsþítala og líknar-
deildar Landspítala svo og til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins.
Halldóra Elfasdóttir,
Valgerður Dan Jónsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson,
Þuríður Dan Jónsdóttir, Guðmundur Rúnar Brynjarsson,
Þórir Dan Jónsson, Auður Ingóifsdóttir,
Margrét Dan Jónsdóttir, Jón Hróbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.