Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 * MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN GISSURARDÓTTIR, til heimilis að Nausthlein 9, Garðabæ, áður Hvammi í Landsveit, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 5. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Guðmundsson, Marinella R. Haraldsdóttir, Þórir Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær tengdamóðir, amma og langamma, ERLA J. EINARSDÓTTIR, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 7. mars. Birna Jónsdóttir, Jón Sigfússon, Jón Björn, Sandra Dís og Pétur Hrannar. -% + Móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR Ijósmóðir frá Núpi í Dýrafirði, síðast til heimilis að Hlíf, ísafirði, andaðist á sjúkrahúsinu á Isafirði laugardaginn 4. mars. Útför hennar fer fram frá Núpskirkju laugar- daginn 11. mars kl. 14.00. Margrét Rakel Hauksdóttir, Sigurlaugur Baldursson, Torfi G. Sigurðsson, Ólafía Guðný Sverrisdóttir og barnabörn. + Ástkær sambýlismaður minn og bróðir okkar, SIGURBJÖRN GUÐBRANDSSON frá Spágilsstöðum, andaðist á Hrafnistu mánudaginn 6. mars. Salbjörg Halldórsdóttir, Guðríður Guðbrandsdóttir, Guðrún Guðbrandsdóttir. Hólmfríður Sigtryggsdóttir, Haukur Arnar Árnason, Sveinbjörg Harðardóttir, Lína Rut Wilberg, Gunnar Már Másson, Guðmundur Annas Árnason, Rósa Árnadóttir, Jakob Ingi Jakobsson, Díana Árnadóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI GUNNAR SIGURJÓNSSON húsasmíðameistari, Sogavegi 192, Reykjavík, sem andaðist á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 27. febrúar, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 10. mars kl. 13.30. + Bróðir minn, SIGURÐUR ÞORLEIFSSON, áður til heimilis á Oddabraut 1, Þorlákshöfn, lést á Kumbaravogi aðfaranótt laugardagsins 4. mars. Útförin verður gerð frá Þorlákskirkju, Þorláks- höfn, laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Kolbeinn Þorleifsson. 9 HJALTI ÓLAFSSON + Hjalti Ólafsson fæddist á Skála á Berufjarðarströnd 9. aprfl 1916. Foreldrar hans voru Ólafur Björnsson bóndi og Stefanía Antoníus- dóttir kona hans. Hjalti var yngstur níu systkina, sem öll eru látin nema Ólaf- ur Tryggvi, f. 25. jan. 1908. Hjalti kvæntist 14. júní 1940 Kristborgu, dóttur Sigurðar, bónda á Berunesi. Börn þeirra eru: 1) Aldís, f. 13. jan. 1942, gift Eysteini Péturs- syni, börn þeirra Elsa Þórey, f. 24. mars 1972, gift Þráni Friðriks- syni, dóttir þeirra er Kristborg Sóley, f. 20. júní 1996, og Svavar Pét- ur, f. 26. aprfl 1977. 2) Sigurður Jóhann, f. 10. mars 1945. 3) Ólafur Stefán, f. 6. jan. 1950, börn hans og Sólrúnar Sverris- dóttur eru Hjalti Þór, f. 26. jan. 1973, og Heiðar Hannes, f. 31. júlí 1976. Hjalti og Krist- borg bjuggu á Beru- nesi til ársins 1994, er þau fluttust á Hrafnistu í Reykja- vík. Kristborg andaðist 25. jan. 1998. Hjalti verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hann var ekki að gera mikið um- stang hann tengdafaðir minn, þegar hann fór úr þessum heimi á miðviku- daginn var. Náði sér í heitan drykk og mola, settist með blaðið í annarri hendi og molann í hinni og var allur. Þannig hefur hann örugglega viljað hafa það. Honum var ekki um að láta hafa mikið fyrir sér. Það fann maður best þá sjaldan maður bauðst til að gera honum smágreiða, ná í hann í heimsókn eða skreppa í smá- bíltúr: „Er það ekki alltof mikil fyr- irhöfn?" Og aldrei gleymdi hann að þakka fyrir sig. Hann var ferðbúinn. Hafði gert skyldu sína við Guð og menn og vel það og annast konu sína í veikindum hennar í áratug. Eftir að hún dó var honum ekkert að vanbúnaði. Bæði hann og við sem eftir lifum megum vissulega þakka íyrir að ævilokin skyldu vera laus við þján- ingu. Og litið til aldurs mátti svo sem við öllu búast. Samt er það býsna sárt þegar klippt er svona skyndilega á þráðinn, þegar allt leikur í lyndi. Það er hálfpartinn eins og komið sé aftan að manni. Það var eftir að kveðja. Og það var alltaf eftir að glöggva sig betur á löngu liðnum tíma, fara ofan í atriði sem tæpt hafði verið á eða voru laus í minni, jafnvel festa eitthvað á blað. Það var einhvern veginn alltaf nóg- ur tími til stefnu. En nú er hann lið- inn og kemur ekki aftur. Með Hjalta er genginn síðasti náni aðstandandinn, sem lifði þann tíma þegar Island reis úr ösku- stónni. Ungur upplifði hann krepp- una miklu, síðan komu ár bjartsýni og uppgangs, ár tækjavæðingar í landbúnaði sem á öðrum sviðum, frá þúfnabana til skurðgrafa og valtara, frá bakkaljáum til sláttuþyrla. Hjalti var ekki maður margra orða og hann bar ekki tilfmningar sínar á torg. En það var notalegt að vera í návist hans og því notalegra sem maður kynntist honum betur. Og skoðanir hafði hann á mönnum og málefnum, bæði í fortíð og nútíð. Hann hafði ríka réttlætiskennd og mótaði sér ungur stjórnmálastefnu í samræmi við hana, vildi landi og þjóð allt hið besta og studdi upp- byggingu í sveitum landsins. Bygg- ing félagsheimilisins, Hamraborgar, var honum mikið hjartans mál og var hann vakinn og sofinn yfir henni í mörg ár. Hann var um tíma oddviti í hreppsnefnd og settur hreppstjóri var hann stuttan tíma í forföllum, en var að öðru leyti ekki áberandi í pólitísku starfi og sóttist ekki eftir vegtyllum eða ábyrgðarstöðum. Hann var á hinn bóginn óþreytandi að liðsinna þeim sem þurftu flutning innan sveitar og í næstu sveitir, eftir að jeppi kom á heimilið eftir miðjan 5. áratuginn. Þær verða seint taldar allar ferðirnar sem hann fór með lækninn, sem kom á bát yfir fjörð- inn, og þurfti að komast í sjúkravitj- un, jafnvel innst í Breiðdal, en þang- að var býsna langur vegur í þann tíma. Það kom svo aftur frekar í hlut bróður hans, Antoníusar, að flytja fólk yfir fjörðinn. JÓHANNES BENEDIKTSSON + Jóhannes Bene- diktsson fæddist á Saurum í Dalasýslu 6. mars 1950. Hann lést 18. september 1999 og fór útför hans fram frá Dala- búð 1. október. Með fáum orðum langar mig að minnast vinar okkar sem hefði orðið fimmtugur mánu- daginn 6. mars. Hann lét mig lofa að skrifa um sig minningargrein ef hann færi á undan mér. Jói Ben. eins og hann var kallað- ur var vinnuveitandi minn frá 1991 og það fyrsta sem ég gerði hjá honum var að steypa gangstéttir í Búðardal. Þegar Tak flutti í Borgarnes fylgdi ég með. í vinnunni var oft- ast glatt á hjalla og oftast var það hann Jói Ben. sem var að gera grín með pípuna sína og svo nikótín- tyggjóið. Hann kom mér oft til að roðna og hafði gaman af því. Hann var fimm barna faðir og hafði gam- an af börnum, hann var blíðlegur að sjá með sitt skegg og hann sagðist ætla að raka sig þegar hann yrði fimmtugur. Hann var mér alveg eins og faðir og gjafmild- ur með eindæmum. Sem dæmi um það buðum við honum í mat í sumar og hann kom til okkar með gjafir, vín og fleira. Ég gleymi því seint þegar við fór- um til Englands á saga class, því hann sagði að þetta myndi aldrei gerast aftur, til að skoða malara. Við fórum að versla og ákváðum að kaupa okkur skjalatösku og afgreiðslukonan spurði á hvernig ferðalagi við vær- um, í viðskipta- eða skemmtiferð. Jói Ben. skildi litla ensku en sagði þó að þetta væri viðskiptaferð. Daman fór að sjiyrja um hvernig veður væri á Islandi. Jói skildi ekkert en hummaði bara og sagði „good boy“ og benti á mig. Það var sama á hverju gekk í vinnunni, alltaf var hann kátur, ef það gekk illa sagði hann að vanda- málin væru til að sigrast á þeim. Einu sinni fórum við í sund á Á seinni árum var sjaldan talað um stjórnmál, tímarnir breyttir. En raun var Hjalta að þróun byggða- mája. Á góðum stundum komu hinsveg- ar sögubrot, stundum svolítið sár, en oft ljúf, og stundum skondin. Þær voru notalegar stundirnar í sveitinni á sumrin. Börnin minnast þeirra einnig með söknuði, heyannanna og annarra verka og ekki síst hvíldarstundanna, þegar sest var niður úti á túni í góðu veðri og bent á fegurð náttúrunnar, fjallaheitin og önnur örnefni. Nöfn jurta og fugla síuðust inn í barnssál- ina, og þegar komið var í framhalds- skóla vakti það undrun að þetta var ekki hluti af almennri þekkingu jafnaldranna. Þegar litið er til baka fær maður það á tilfinninguna, að Hjalti hafi í raun verið hafsjór af fróðleik og að það hafi aðeins verið bárufaldarnir sem maður fékk að sjá. Og sjálfur var maður óduglegur að kafa. Hjalti var í Laugaskóla einn vet- ur, 1934-35, og í Hólaskóla veturinn eftir að búa sig undir lífsstarfið. Stundum fannst mér á honum að hann hefði getað hugsað sér meiri skólagöngu meðan hann var ungur, en í þá daga þurfti meira en orðin til þess. Og „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“. I sveitinni átti hann heima. Hann vildi verða bóndi og hefði áreiðanlega ekki unað sér betur í öðru starfi. Hann átti gott safn bóka og var vel lesinn. Á veturna las hann gjarn- an upphátt fyrir konu sína meðan hún prjónaði hinar fallegustu og hlýjustu peysur sem ég hef séð. Síðustu árin varð honum sérstak- lega kær ljóðabókin hans Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar, Að lokum, sem gefin var út að skáldinu látnu. Hann kunni utan að nokkur af þeim gull- fallegu ljóðum sem þar er að finna. Sérstaklega held ég að honum hafi verið hugleikið síðasta ljóðið, Maður kveður að haustlagi. Það hefst svona: Hræddist ég, fákur, bleika brá, er beizlislaus forðum gekkstu hjá. Hljóður spurði ég hófspor þín. Hvenær skyldi hann vitja mín? Og síðasta erindið: Loks þegar hlíð fær hrím á kinn, hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Nú hefur Hjalti gert þessi orð skáldsins að sínum. Það verður að bíða að við setjumst niður til að rifja upp gamla tímann. En þá skiptir hann kannske ekki lengur máli. Eysteinn Pétursson. Akranesi og við strákarnir gerðum grín að því hvernig Jói burstaði tennurnar og hlógum ofboðslega þegar hann hélt tönnunum undir krananum. Þegar við komum út í heita pott- inn innan um fullt af fólki sagði Jói við mig: „Dóri, hvenær eigum við að koma heim og elskast?" Hann var að hefna sín á mér og ég varð eins og kjáni. Svona var glettnin á báða bóga. Hann var bæði vinur og vinnuveitandi. Við töluðum oft saman og gátum sagt allt hvor við annan og stundum sagði fólk sem ekki þekkti okkur: „Heyra hvernig strákurinn talar við þig,“ og höfð- um við báðir gaman af. Jói var alltaf til taks ef maður þurfti á hjálp að halda, það var nóg að hringja eða koma við á skrif- stojunni. Ég vona að þú hafir það gott fyr- ir handan því það áttu svo innilega skilið. Skarð sem svo mætur mað- ur skilur eftir sig verður seint fyiit. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfVegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason.) Þínir vinir Halldór Jónas Gunnlaugsson og Agnes Ósk Óskarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.