Morgunblaðið - 08.03.2000, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
Dýraglens
PAD TÆKIMI6 PRJA
ÖA6A Aö KLIFRA NIÖUR ‘
r AF PESSARIBRÚN 06
UPP HINU ME&IN...
É& STEKK BARA!
< <0 7 ÉG HELD MÉR VEITTI EKKIAFHREVFINGUNNI! j
|j /I p A li Æ\ ? /// /( i Imi O o o c$L
p*1//// J) JMi
muTTTmrZu.1
Grettir
Hundalíf
.EG SA&ÖI, HLYTUR
A£> VERA LJÚFT
Ljóska
HELDURfiU At) EG VERÖIHAR 09 MYNDAR
L^GUR EÐA 5TUTTUR 09 DIGUR PEGAR
EG STÆKKA, HERRA BLÓMSTURBERG
NUJA, ELMAR! LITTU A ÆTTINGJA PINA,
PABBA PINN 09 MÖMMU, FRÆNDUR ÞÍNA
OG FRÆNKUR PAD GÆTIGEFID PER
EINHVERJA
HUGMYND
Smáfólk
Fyrirgefðu að ég skyldi missa Ég fékk vonar-
af þessum bolta, stjóri, ég var glampa f augun.
að vonast til að grfpa hann.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Eruekki #
allir vakandi?
Frá Hlyni Frey Vigfússyni:
ÁSTÆÐAN fyrir þessu litla bréfi er
sú að umræða um nýbúa og innflytj-
endur á íslandi er orðin vandræða-
lega einhliða af hálfu fjölmiðla og
þingmanna. Fjölmiðlar, þingmenn,
fréttastofur og fleiri eru algerlega
lokaðir fyrir hvers kyns gagnrýni á
innflytjendamál og hefur þetta verið
mjög áberandi á síðustu mánuðum.
Islendingar eru skammaðir opinber-
lega af mannréttindafrömuðum og
öðru „friðhelgu" fólki fyrir að sýna
ekki nógu mikinn skilning á vanda-
málum innflytjenda. Er hægt að ætl-
ast til þess að þjóðin sætti sig við það
að stjórnvöld flytji fólk linnulaust
inn í landið án þess að spyrja kóng
né prest? Og gera heldur engar at-
huganir á þeim vandamálum sem
þetta gæti haft í för með sér og eng-
inn veit hvenær á að stoppa. Þessi
mál verður að gagnrýna eins og önn-
ur mál og skoða, öðruvísi verður
aldrei hægt að stýra þessu þannig að
ekki hljótist skaði af. Nú síðast bar
til tíðinda að ýmsir þingmenn Sam-
fylkingarinnar lögðu fram þings-
ályktun þess efnis að innflytjendur
fengju sama rétt og íslendingar í öll-
um efnum hér á landi og meðal ann-
ars er það harðlega gagnrýnt í þess-
ari ályktun að ráðningum útlendinga
í störf hérlendis sé þannig háttað að
ef útlendingur sækir um starf hér,
þá er starfið auglýst og séð hvort að
Islendingur sæki um. Þetta finnst
mér alveg sjálfsagður hlutur og get
ekki séð fyrir hverja umræddir þing-
menn eru á þingi fyrir íslendinga
eða aðrar þjóðir, ber þingmönnum
ekki siðferðileg og lagaleg skylda til
að bera hag íslensku þjóðarinnar
fyrir brjósti þegar þeir taka ákvarð-
anir er snerta framtíð hennar?
Hvað er að brjótast um í höfði
fólks sem ákveður að gerast kross-
farar minnihlutahópa og gera það að
markmiði sínu að hleypa sömu flóð-
bylgjunni af innflytjendum inn til
okkar og gekk yfir Evrópu fyrir
nokkrum árum? Þessi mikli innflutn-
ingur á fólki inn í önnur Evrópulönd
hefur valdið miklum skaða og vand-
ræðum í þeim löndum sem hafa orðið
hvað verst út í þessum efnum, s.s.
Danmörk, þar sem dæmi má nefna
vopnaleit í skólum sem má rekja
beint til innflytjendavandamálsins.
Finnst mér það undarleg pólitík að
virða að vettugi reynslu á Norður-
löndum í þessum efnum sem gæti
nýst okkur íslendingum til að grípa í
taumana nógu snemma og afstýra
ýmsum vandamálum og árekstrum í
framtíðinni. íslendingar hafa ekki
sýnt þessum málum nægan áhuga,
sem stafar kannski einna helst af því
að enginn vill taka afstöðu nema að
sá hinn sami hafi stuðning fjölmiðla
og félagasamtaka sem eru í flestum
tilvikum ekki hlutlaus, sem er til
skammar fyrir íslenska fjölmiðla, því
að ef fjölmiðlar eru ekki hlutlausir,
hver er það þá? Þessi þjóð veður
áfram inn í nýja öld eins og hvalur
með beyglaðan bakugga, stefnulaus
og of upptekin af eigin sjálfi að hún
væri til í að fóma framtíð komandi
kynslóða fyrir eigið stundargaman.
Fólk verður að fara átta sig á því
hverju er verið að lauma inn til
þeirra og taka afstöðu til innflytj-
endamála eins og annarra mála áður
en það er orðið of seint.
HLYNUR FREYR
VIGFÚSSON,
Teigaseli 4, Reykjavík.
200 myndir á
mánuði og þar af
50 frumsýningar
Frá Björgvini Halldórssyni:
GÆSAHÚÐ fram undir morgun,
nýbreytni hjá sjónvarpinu, var fyrir-
sögnin á frétt sem birtist í Morgun-
blaðinu laugardaginn 4. mars sl. und-
ir dálkinum „Fólk í fréttum". Um var
að ræða frétt frá sjónvarpi allra
landsmanna um þá „nýbreytni" hjá
sjónvarpinu að brydda uppá „þema-
kvöldum“ og sýna heilar „fimm“
kvikmyndir í einni bunu. Fjallað var
um þetta átak eins og himinn og jörð
séu að farast og slegið upp á hálfa
síðu. Ég fagna þeirri „nýbreytni“
sjónvarpsins að fara loksins að skila
til „áskrifenda" sinna langri dagskrá
afkvikmyndum.
Mig langar að nota tækifærið og
vekja athygli lesenda á því að eina
kvikmyndarás landsins, Bíórásin,
hefúr verið með þemakvöld í allan
vetur.
Ekki bara einu sinni í viku, heldur
fimm sinnum. Spennan er á mánu-
dagskvöldum, gömlu klassísku
myndirnar eru á miðvikudagskvöld-
um, rómantíkin á fimmtudagskvöld-
um og grínmyndimar ráða ríkjum á
föstudagskvöldum. Bíórásin bætir
heldur við og er alltaf með þemamán-
uði, sbr. marsmánuður er helgaður
vfsindaskáldsögumyndunum og í
apríl verða hryllingsmyndimar við
völd. Bíórásin sýnir allt að 200 mynd-
ir í hverjum mánuði og þar af eru allt
að 50 frumsýningar. Stór hluti af
frumsýningunum á Bíórásinni eru
frumsýningar í íslensku sjónvarpi.
Þess má geta að Bíórásin sendfr út
allan sólarhringinn. Eins og sjá má
að ofangreindu þá er úr miklu að
velja á Bíórásinni og erum við mjög
ánægð með viðbrögð okkar „áskrif-
enda“. Við vonum að sjónvarpið haldi
áfram að brydda uppá meiri „ný-
breytni" og veita okkur á Bíórásinni
samkeppni, því að við, blessaðir
áskrifendumir, eigum það skilið, eins
og segir í viðtali í DV 6. mars sl. við
Bjarna Guðmundsson framkvæmda-
stjóra sjónvarpsins. „Það má líta
þetta sem vetrargjöf ríkissjón-
varpsins til dyggra áhorfenda, sem
vissulega eiga skilið spennandi og
skemmtilega nótt í skammdeginu."
Þeir eru flottir á því hjá sjónvarpinu.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON,
dagskrárstjóri Bíórásar.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.