Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ _____________________ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 41 UMRÆÐAN Misnotkun á Handbók Kópavogs NÚ ER verið að dreifa í öll hús í Kópavogi, Handbók Kópavogs, upplýsinga- og kynning- arriti frá Bæjarstjórn Kópavogs. Þar er kynnt stjómkerfi bæjarins, hverjir skipa nefndir og ráð og upplýsingar um stofnanir bæjarins og þjónustu þeirra. Bækl- ingurinn er vel úr garði gerður og gott að fá svona aðgengilegt upp- lýsingarit um bæinn okkar. Ávörp Sigurðar og Gunnars Tvö ávörp bæjarpólitíkusa eru í þessum bæklingi, fyrst ber þar að nefna ávarp bæjarstjórans í Kópa- vogi, Sigurðar Geirdal, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Hann kynnir í sínu stutta ávarpi þær breytingar sem eru á upplýsingamálum bæjar- ins og er þess sér vel meðvitandi um að hann er bæjarstjóri Kópavogsbúa Bæjarmál Gunnar misnotar að- stöðu sína í þessum ópólitíska bæklingi, seg- ir Flosi Eiríksson, til að koma á framfæri sér- viskulegum skoðunum sínum á bæjarmálum í Kópavogi. allra en ekki Framsóknarflokksins eða meirihlutans. Síðan kemur á blaðsíðu 7 í þessum ágæta bæklingi ávarp þar sem er aftur á móti ekki að finna neinar upplýsingar um eitt eða neitt sem bæjarbúa varðar, heldur er þar biit „ávarp formanns bæjar- ráðs“, Gunnars I. Birgissonar, odd- vita Sjálfstæðisflokksins. Þar mis- notar Gunnar aðstöðu sína í þessum ópólitíska bæklingi til að koma á framfæri sérviskulegum skoðunum sínum á bæjarmálum í Kópavogi. Þar skrifar Gunnar eins og honum einum er lagið - um hvernig allt var í kalda kolum þegar hann kom hér að bæjarmálum 1990 og allt sem síðan hefur gerst er honum einum að þakka. Nú má Gunnar og þeir meirihluta- menn mín vegna búa í þessum blekk- ingaheimi um „afrek sín“ og verk en það er eðlileg ki-afa að þeir fari rétt með staðreyndir. Nokkrar staðreyndir Gunnar segir að þegar hann kom að bæjarmálum, hafi „flestar götur í Kópa- vogi verið ónýtar“ og þeir meirihlutamenn hafi séð til þess að „á tímabilinu hafa 17 km af gömlum götum verið endurbyggðar með tilheyrandi jarð- vegsskiptum...“ Það er að heyra á Gunnari að hér hafi engin gata verið í lagi og nú sé þessu að fullu lokið. Athugum nú nokkrar stærðir í gatnakerfi Kópavogs. Samkvæmt yfirliti frá tæknideild Kópavogs eru göturnar í austurbæn- um 43 kílómetrar og 944 metrar að lengd og í vesturbænum eru þær 17 kílómetrar og 711 metrar. Fyrir ut- an þetta eru nýju hverfin; Kópavogs- dalur, Lindir, Salir og svo Vatns- endahverfið er gatnakerfið í Kópavogi samtals: 89.478 kílómetr- ar. Ef við lítum bara á „gamla bæinn“, austur- og vesturbæ, er gatnahverfið þar samanlagt: 61 kílómetri og 655 metrar, af þessu segist Gunnar vera búinn að laga um það bil 17 kíló- metra og þetta sé nú loksins að klár- ast. Hver er sannleikurinn? Annaðhvort er það ósatt að endur- gerð gömlu gatnanna sé svo til lokið eins og meirihlutinn vill láta í veðri vaka - og nú ef það er satt, þá hafa nú aldeilis ekki „flestar götur í Kópa- vogi“ verið ónýtar eins og Gunnar vill meina, fyrst það dugði að endur- gera 17 kílómetra af 61 til að allt væri í lagi. Svo það er sama hvor skýringin er rétt, Gunnar I. Birgis- son fer mjög frjálslega með tölur og staðreyndir í þessu „ávarpi sínu“. Reyndar er ýmislegt fleira í texta Gunnars sem gera mætti athuga- semdir við en ég læt þetta duga. Misnotkun á aðstöðu sinni Auðvitað má Gunnar hafa allar þessar órökstuddu skoðanir um bæj- armál og kynna þær í Vogum, mál- gagni Sjálfstæðisflokksins hér í Kópavogi, en það að hann misnoti að- s'töðu sína til þess að láta bæinn prenta og dreifa ókeypis í hvert hús á kostnað bæjarbúa röngum fullyrð- ingum og vitlausum upplýsingum er óþolandi. Höfundur er bæjarfulltrúi Kópavogslistans. Flosi Eiríksson Öskufjör fyrir alla krakka • Krakkar fá aá sjá Guffagrín í Kringlubíó kl. 1 3:00 fyrir aáeins 1 00 kr. • Andlitsmálun í göngugötunni frá kl. 1 0:00 til 1 3:00. • ...og hver veit nema hressir og góðir krakkar fái góðgæti. Neffoti^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttingar Frí teiknivínna og tilboösgerð Friform | HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 Brúðhjón Allur borðbflnaður - Glæsileg gjafdvara • Briíðhjónalistar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. < Krakkar! Skráiá ykkur í nýjan og spennandi klúbb, Kringluvini, á þjónustuboráinu. KrÍt\q(*j\ t> H R 5 E M/HJflRTRÐ S L ff R UPPLÝSINGASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.