Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 41
UMRÆÐAN
Misnotkun á
Handbók
Kópavogs
NÚ ER verið að dreifa
í öll hús í Kópavogi,
Handbók Kópavogs,
upplýsinga- og kynning-
arriti frá Bæjarstjórn
Kópavogs. Þar er kynnt
stjómkerfi bæjarins,
hverjir skipa nefndir og
ráð og upplýsingar um
stofnanir bæjarins og
þjónustu þeirra. Bækl-
ingurinn er vel úr garði
gerður og gott að fá
svona aðgengilegt upp-
lýsingarit um bæinn
okkar.
Ávörp Sigurðar
og Gunnars
Tvö ávörp bæjarpólitíkusa eru í
þessum bæklingi, fyrst ber þar að
nefna ávarp bæjarstjórans í Kópa-
vogi, Sigurðar Geirdal, bæjarfulltrúa
Framsóknarflokksins. Hann kynnir í
sínu stutta ávarpi þær breytingar
sem eru á upplýsingamálum bæjar-
ins og er þess sér vel meðvitandi um
að hann er bæjarstjóri Kópavogsbúa
Bæjarmál
Gunnar misnotar að-
stöðu sína í þessum
ópólitíska bæklingi, seg-
ir Flosi Eiríksson, til að
koma á framfæri sér-
viskulegum skoðunum
sínum á bæjarmálum í
Kópavogi.
allra en ekki Framsóknarflokksins
eða meirihlutans. Síðan kemur á
blaðsíðu 7 í þessum ágæta bæklingi
ávarp þar sem er aftur á móti ekki að
finna neinar upplýsingar um eitt eða
neitt sem bæjarbúa varðar, heldur
er þar biit „ávarp formanns bæjar-
ráðs“, Gunnars I. Birgissonar, odd-
vita Sjálfstæðisflokksins. Þar mis-
notar Gunnar aðstöðu sína í þessum
ópólitíska bæklingi til að koma á
framfæri sérviskulegum skoðunum
sínum á bæjarmálum í Kópavogi.
Þar skrifar Gunnar eins og honum
einum er lagið - um hvernig allt var í
kalda kolum þegar hann kom hér að
bæjarmálum 1990 og allt sem síðan
hefur gerst er honum einum að
þakka.
Nú má Gunnar og þeir meirihluta-
menn mín vegna búa í þessum blekk-
ingaheimi um „afrek sín“ og verk en
það er eðlileg ki-afa að þeir fari rétt
með staðreyndir.
Nokkrar
staðreyndir
Gunnar segir að
þegar hann kom að
bæjarmálum, hafi
„flestar götur í Kópa-
vogi verið ónýtar“ og
þeir meirihlutamenn
hafi séð til þess að „á
tímabilinu hafa 17 km
af gömlum götum
verið endurbyggðar
með tilheyrandi jarð-
vegsskiptum...“ Það
er að heyra á Gunnari
að hér hafi engin gata
verið í lagi og nú sé
þessu að fullu lokið.
Athugum nú nokkrar stærðir í
gatnakerfi Kópavogs.
Samkvæmt yfirliti frá tæknideild
Kópavogs eru göturnar í austurbæn-
um 43 kílómetrar og 944 metrar að
lengd og í vesturbænum eru þær 17
kílómetrar og 711 metrar. Fyrir ut-
an þetta eru nýju hverfin; Kópavogs-
dalur, Lindir, Salir og svo Vatns-
endahverfið er gatnakerfið í
Kópavogi samtals: 89.478 kílómetr-
ar.
Ef við lítum bara á „gamla bæinn“,
austur- og vesturbæ, er gatnahverfið
þar samanlagt: 61 kílómetri og 655
metrar, af þessu segist Gunnar vera
búinn að laga um það bil 17 kíló-
metra og þetta sé nú loksins að klár-
ast.
Hver er sannleikurinn?
Annaðhvort er það ósatt að endur-
gerð gömlu gatnanna sé svo til lokið
eins og meirihlutinn vill láta í veðri
vaka - og nú ef það er satt, þá hafa
nú aldeilis ekki „flestar götur í Kópa-
vogi“ verið ónýtar eins og Gunnar
vill meina, fyrst það dugði að endur-
gera 17 kílómetra af 61 til að allt
væri í lagi. Svo það er sama hvor
skýringin er rétt, Gunnar I. Birgis-
son fer mjög frjálslega með tölur og
staðreyndir í þessu „ávarpi sínu“.
Reyndar er ýmislegt fleira í texta
Gunnars sem gera mætti athuga-
semdir við en ég læt þetta duga.
Misnotkun á
aðstöðu sinni
Auðvitað má Gunnar hafa allar
þessar órökstuddu skoðanir um bæj-
armál og kynna þær í Vogum, mál-
gagni Sjálfstæðisflokksins hér í
Kópavogi, en það að hann misnoti að-
s'töðu sína til þess að láta bæinn
prenta og dreifa ókeypis í hvert hús
á kostnað bæjarbúa röngum fullyrð-
ingum og vitlausum upplýsingum er
óþolandi.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Kópavogslistans.
Flosi
Eiríksson
Öskufjör
fyrir alla krakka
• Krakkar fá aá sjá Guffagrín
í Kringlubíó kl. 1 3:00
fyrir aáeins 1 00 kr.
• Andlitsmálun í göngugötunni
frá kl. 1 0:00 til 1 3:00.
• ...og hver veit nema hressir
og góðir krakkar fái góðgæti.
Neffoti^
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Innréttingar
Frí teiknivínna og tilboösgerð
Friform
| HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
Brúðhjón
Allur borðbflnaður - Glæsileg gjafdvara • Briíðhjónalistar
VERSLUNIN
Langavegi 52, s. 562 4244.
<
Krakkar! Skráiá ykkur í nýjan
og spennandi klúbb, Kringluvini,
á þjónustuboráinu.
KrÍt\q(*j\
t> H R 5 E M/HJflRTRÐ S L ff R
UPPLÝSINGASÍMI 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200