Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ • • 011 met slegin í undankeppni OZ.COM SKAK icc - chessclub.com UNDANKEPPNIFYRIR HEIMSMÓTIÐ 4. mars 2000 GRÍÐARLEGUR áhugi var meðal skákmanna um allan heim á undankeppni 0Z.C0M fyrir Heimsmótið sem haldið verður hér á landi 1.-2. apríl. Alls tóku 310 skákmenn með alþjóðleg skákstig þátt í mótinu, þar af 64 stórmeistarar. Mótið var haldið á ICC skákþjóninum sem er lík- lega vinsælasti „samkomustað- ur“ skákmanna um þessar mundir. Auk þess sem þarna er stöðug taflmennska í gangi þá hafa skákmenn getað fylgst með öllum helstu stórviðburðum skákheimsins á undanförnum árum í beinni útsendingu. Und- ankeppni OZ.COM sló hins veg- ar öll fyrri met, en fjöldi þeirra sem var tengdur ICC samtímis fór upp í 2.615 meðan mótið stóð yfir. Þá hafa aldrei jafnmargir alþjóðlegir titilhafar verið tengdir ICC samtímis, en þeir voru 168. Einnig má fullyrða að þetta sé stærsta skákmótið sem haldið hefur verið á ICC. Tefldar voru níu umferðir á mótinu með fimm mínútna um- hugsunartíma, auk þess sem fimm sekúndur bættust við eftir . hvern leik. Eins og við mátti búast var mótið mjög spenn- andi, en hægt var að fylgjast með skákunum leik fyrir leik á Netinu. Breski stórmeistarinn Nigel Short var einn efstur fyrir síðustu umferð með 714 vinning. í síðustu umferð mætti hann pólska stórmeistaranum Aleks- ander Wojtkiewicz, sem tefldi undir nafninu „happensreels“ á mótinu. Wojtkiewicz sigraði og þar með varð Short að sjá á bak efsta sætinu. Wojtkiewicz varð þar með efstur á mótinu ásamt landa sínum, stórmeistaranum Robert Kempinski. Þeir hlutu báðir átta vinninga og urðu hálf- um vinningi á undan næstu * keppendum. Wojtkiewicz og Kempinski háðu einvígi um sigurinn á mót- inu og þar sigraði Wojtkiewicz eftir spennandi keppni með þremur vinningum gegn einum. Fyrir sigurinn fær Wojtkiewicz ferð til Islands og þátttökurétt á Heimsmótinu ásamt Kasparov, Anand og fleirum. Þar sem keppendur tefldu ekki undir eigin nafni á mótinu er í sumum tilfellum erfitt að átta sig á hverjir hinir raun- verulegu keppendur voru. Þó virðist sumum íslendingunum hafa gengið ágætlega á þessu sterka móti. Þannig lenti alþjóð- legi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson í 13.-27. sæti, sem er frábær árangur. Hann hlaut 6V4 vinning. Helgi Ólafsson, stórmeistari, virðist hafa náð næstbestum árangri íslensku keppendanna, en hann hlaut 6 vinninga og lenti í 28.-50. sæti. Strákarnir í taflfélaginu standa fyrir sínu Klúbbakeppni Hellis fór fram í fjórða sinn um síðustu helgi. Klúbburinn Strákarnir í taflfé- laginu sigraði að þessu sinni. AUs hlaut sveitin 28‘/2 vinning í 36 skákum. Sveitin hafði forystu á mótinu allan tímann. I öðru sæti varð A-sveit Heiðrúnar með 2714 vinning. Þessar sveitir höfðu töluverða yfirburði. I 3.-4. urðu A-sveitir BDTR og Díónýs- us og þurfti þá að grípa til stiga- útreiknings þar sem BDTR sigraði með 114 stigi.Urslitin urðu sem hér segir: 1. Strákarnir í taflfélaginu 2814/36 v. 2. Heiðrún A-sveit 2714 v. 3. BDTR A-sveit 23 v. 4. Díónýsus A-sveit 23 v. 5. Félag íslenskra fræða 21 v. 6. Heiðrún B-sveit 1914 v. 7. Díónýsus C-sveit 18 v. 8. Peðaklúbburinn 1614 v. 9. Verða að fara 16 v. 10. BDTR 15 v. 11. KR-klúbburinn 15 v. 12. Grand Mix 13 v. 13. Álfarnir 12 v. 14. Sundler 4 v. Efstu sveitirnar voru þannig skipaðar: Strákarnir í taflfélaginu: 1. Sævar Bjarnason 514 v. 2. Benedikt Jónasson 7 v. 3. Þorsteinn Þorsteinsson 7*4 v. 4. Ögmundur Kristinsson 814 v. Heiðrún A-sveit: 1. Jón Viktor Gunnarsson 7 v. 2. Bragi Þorfinnsson 6 v. 3. Arnar E. Gunnarsson 614 v. 4. Bergsteinn Einarsson 8 v. BDTR A-sveit: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 9 v. 2. Halldór Grétar Einarsson 2 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon 7 v. 4. Gunnar Bjömsson 5 v. Bestum árangri á einstökum borðum náðu eftirtaldir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 9 v. 2. Sigurbjörn J. Björnsson 9 v. 3. Þorsteinn Þorsteinsson 714 v. 4. Ögmundur Kristinsson 814 v. Skákstjóri var Þorfinnur Björnsson. Skákmót á næstunni 9.3. TG. Skákþing Garðabæjar Daði Örn Jónsson Peysurnarfást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60. Sími 551 2854 Enn um gagna- grunninn ÉG get bara ekki orða bundist lengur svo blöskrar mér allt þetta uppistand vegna hins umtalaða gagnagrunnsmáls. Ég held að fólk ætti að staldra að- eins við í allri peninga- hyggjunni. Af hverju er mörgum svona illa við að eitthvert fyrirtæki beri sig og skili jafnvel hagnaði? Þau mættu reyndar vera fleiri fyrirtækin sem það gera. En hagnaðurinn yrði ekki aðeins peningar í þetta sinn, hann yrði kannski ómetanlegur, ef tækist að bjarga mannslífum og heilsu fólks um ókomin ár og aldir með þessum rann- sóknum og þessari tækni. Og nú tala ég af eigin reynslu. Ég sit hér hálflömuð eftir heilablóðfall sem ég fékk fyrir þremur árum. Og manninn minn missti ég VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags eftir svipað áfall fyrir nokkrum árum og ég veit því hvers virði líf og heilsa er. Það sem fyrst og síðast kemur upp í hugann við þessar aðstæður er: Hvað um börnin okkar, í hve mik- illi hættu eru þau og afkom- endur okkar ef þetta gengi þeim í arf og eru ekki mörg tilfellin af svipuðum toga í okkar velferðarþjóðfélagi? Hversu dýrmætt væri þá ekki að leitað yrði að örsök- unum og máski fundið ráð til að fyrirbyggja slíkt. Ég held a margt fólk geri sér ekld grein íyrir hvílíkan fjársjóð það á meðan heils- an er í lagi og hvers það færi á mis ef hún brygðist. Við vitum líka öll að þær rannsóknir sem að gangi mættu koma kosta ógrynni fjár og ómældan tíma, en þá ekki síst samhug og samhjálp sem mér finnst að allir ættu að láta góðfús- lega í té en ekki reyna að spilla fyrir með öllum ráð- mn. Og ekkert finnst mér ég hafa heyrt lágkúrulegra nú nýlega, en að það ætti að fara að heimta greiðslu fyr- ir sýni til rannsókna á heil- brigðissviði. Góðir lesendur, ég vona sannarlega að þið lendið ekki í því að missa heilsuna, en hugsið ykkur tvisvar um áður en þið takið ákvörðun um að skerast úr leik, því að; þótt gaman væri að eiga auð/ útlitið og frægðina/ yrðum við af öllu snauð/ ef við misstum heilsuna. Anna Árnadóttir, Blönduósi. Tapað/fundid Giftingahringur týndist GIFTINGAHRINGUR týndist föstudaginn 25. febrúar síðasliðinn. Inni í hringnum stendur Helga mín. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 562-3275 eða 696-6202. GSM-sími týndist ÉG týndi GSM-símanum mínum fostudagskvöldið 4. mars sl. annað hvort á Sól- on Islandus eða Dubliner’s. Síminn er af Nokia 5110 gerð og með grænni nokia framhlið og svörtum tökk- um. Ef einhver hefur fund- ið hann vinsamlegast hringið í síma 867 2880. Fundarlaun. Svört silkislæða týndist GRÍÐARSTÓR svört silki- slæða með ljósbrúnu og gráu munstri, gegnsæ að hlutatil, týndist í Karla- kórshúsinu Ýmir laugar- daginn 26. febrúar síðast- liðinn. Slæðan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Finnandi vinsamlegast hringi í Rannveigu í síma 560-6983 eða 899-4673. Fundarlaun. Nokia 5110 týndist NOKIA 5110 GSM-sími týndist við Lækjartorg að- faranótt laugardagsins 4. Mars síðastliðinn. Upplýs- ingar gefur Svava í síma 699-8958 eða 568-8958. Morgunblaðið/Ásdís Víkverji skrifar... HÁSKÓLI íslands hélt í síðustu viku málþing í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtökin um betri byggð um skipulag bæja. Áður en málþingið hófst var sagt frá því í fréttabréfi Háskólans. Með umfjöll- uninni fylgdi mynd af vinningstillögu frá árinu 1951 sem hét „Fegrun Tjarnarinnar". Tillagan gerði ráð fyrir að öll gömlu húsin við við Tjarn- ar- og Suðurgötu yrðu rifin og í stað þeirra yrðu byggðar átta hæða blokkir með flötu þaki. Blokkirnar minntu um margt á hús sem reist voru í Stalingrad eftir seinna stríð. Víkverji getur ekki annað en fagnað því að þessi tillaga varð aldrei að veruleika. Húsin eru alls ekki falleg og tillagan „Fegrun Tjarnarinnar" er sannarlega öfugmæli. Tillagan minnti hins vegar óþægi- lega á tillögu samtakanna Betri byggð sem kynnt var fyrir skömmu en hún gerði ráð fyrir að byggðar yrðu margar átta hæða blokkir í Vatnsmýrinni í stað flugvallarins sem þar er. Víkverji hefur litla trú á að almennt fylgi sé við svona bygg- ingar. Tillagan virðist byggjast á þeirri hugmynd að fólk eigi að búa þétt líkt og í stórborgum erlendis. Væntanlega er einnig gert ráð fyrir að stór hluti af fólkinu í þessu fjöl- menna hverfi eigi ekki bíla heldur noti almenningssamgöngur. Að mati Víkverja hefur almenningur hafnað þessari stefnu á síðustu árum og augljóst merki um það er stóraukin bílaeign landsmanna. xxx YÍKVERJI skoðaði fyrir skömmu nýtt húsnæði Karla- kórs Reykjavíkur í Skógarhlíð. Þar er sannarlega um glæsilegt tónleika- hús að ræða sem ber vitni um metn- að og dugnað þeirra sem að húsinu standa. Vonandi tekst Karlakórnum að nýta húsið sem best. Einhvern veginn getur Víkverji ekki varist þeirri hugsun að ekki sé jafnnauð- synlegt og áður að ríkisvaldið reisi tónlistarhús fyrir milljarða eftir að tónlistarhús Karlakórs Reykjavíkur og tónlistarhúsið í Kópavogi eru ris- in. xxx AÐ er umhugsunarvert að mað- ur sem ber ábyrgð á aftökum 120 manna skuli hugsanlega verða kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta er George Bush yngri, sem á fimm árum sem ríkisstjóri í Texas hefur staðfest dauðadóm yfir um 120 dæmdum glæpamönnum. Hvergi eru aftökur í Bandaríkjunum eins tíðar og í Texas. Margir hinna dæmdu morðingja eru varðir af reynslulitlum eða lélegum lögfræð- ingum og ekki er víst að þeir séu allir sekir um það sem þeir eru ásakaðir um. Víkverji hefur oft velt fyrir sér þeirri siðferðilegu spumingu hvort réttlætanlegt sé að taka morðingja af lífi. í öllum Evrópulöndum, utan Tyrklandi, hefur þessari spurningu verið svarað neitandi, en í mörgum fylkjum Bandaríkjanna hefur henni hins vegar verið svarað játandi. Víkveiji hefur litla samúð með málstað morðingja, en hann getur hins vegar alls ekki komið því heim og saman að trúa á og fylgja boðskap Jesú Krists og vera fylgjandi dauða- refsingum. Kristur boðaði fyrirgefn- ingu og kærleik, en hafnaði alfarið boðskap Gamla testamentisins: „Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ Það er því niðurstaða Víkverja að hafna alfarið dauðarefsingum. Það er hins vegar umhugsunarvert að George Bush yngri á ekki í neinum erfiðleikum með þetta tvennt. Hann lýsir sjálfum sér sem einlægum trúmanni sem trúir á boðskap Krists, en jafnframt er hann einn öt- ulasti stuðningsmaður dauðarefs- inga í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.