Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reuters Kristsmynd Mark Wallinger víkur af stalli Trafalgartorgs í Lundúnum. í hcnnar stað kemur höggmynd eftir Bill Woodrow. Koma konur í hornið á Trafalgartorgi? London. Morgunblaðið. NÚ hefur Kristsmynd Mark Wall- inger vikið af fjórða stalli Traf- algartorgs í Lundúnum og í henn- ar stað kemur höggmynd eftir Bill Woodrow; Hvað sem sögunni líður, mannshöfuð og bók vafin í rótum nakins trés. Þetta verk skal standa fram í september, þegar verk eftir Rachel Whiteread leysir það af hólmi. Meðan þessu fer fram geisar hörð samkeppni um tillögur að varanlegu verki á þessum fjórða stalli, en í hinum hornunum eru styttur af Georg IV og stríðshetj- unum Henry Havelock og Charles Napier og Nelsonsúlan gnæfír yf- ir. Almenningi gefst kostur á að scgja til um, hver eigi að koma í fjórða hornið, og hafa fjölmargar tillögur komið fram um bæði menn og dýr. Sumir vilja, að áfram verði sá háttur hafður á að setja þarna upp samtímaverk. En mestan byr virðist nú hafa hug- mynd, sem Betty Boothroyd, þing- forseti, fer fyrir um að setja þar verk til heiðurs þeim konum, sem þjónuðu Bretlandi í heimsstyrjöld- inni síðari. Án þeirra hefði Bret- land aldrei staðið uppi sem einn af sigurvegurum stríðsins, segir David Robertsson, formaður nefndar sem undirbýr minnis- merkið um stríðskonurnar, en nefndin hefur þegar fengið menn til liðs við sig um gerð minnis- merkisins. Nefnd sú, sem á að vinna úr til- lögunum, er undir forsæti John Mortimer og á hún að skila tillögu til Chris Smith, menningarmála- ráðherra, undir lok marzmánaðar. Upphaflega átti stytta af Vil- hjálmi IV að koma á fjórða stöp- ulinn, sem var reistur 1841. En konungur lét ekki nægt fé í erfða- skrá til styttugerðar og þegnar hans daufheyrðust við bónum um að bæta þar úr. Tillögur hafa verið gerðar um breytingar á Trafalgartorgi í þá átt að loka fyrir bflaumferð norð- an þess; fyrir framan The Nation- al Gallery. Torgið mun þá taka beint við af tröppum listasafnsins. Alþjóða baráttudagur kvenna Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga minnir á opinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17.00 undir yfirskriftinni: Gegn ofbeldi — gegn stríði Besti bar- inn í byggð- arlaginu? LEIKLIST L e i k f é I a g D a I v f k ii r BARPAR Höfundur: Jim Cartwright. Leik- stjóri: Guðrún Alfreðsdóttir. Leik- arar: Arnheiður Hallgrímsdóttir, Björn Már Björnsson, Eyrún Rafns- dóttir, Friðrik Gígja, Guðbjörg Lára Ingimarsdóttir, Kristinn Sig- urjónsson, Lárus Sveinsson, Olga Guðlaug Albertsdóttir, Sigurbjörn Hjörleifsson, Sólveig Rögnvalds- dóttir og Sæunn Guðmundsdóttir. Hönnun leikmyndar: Guðrún Al- freðsdóttir. Búningar: Leikhópur- inn. Lýsing: Pétur Skarphéðinsson. Hljóð: Steinþór Traustason. Laug- ardagur 4. mars. BARPAR eftir Jim Cartwright var sett upp og sýnt við miklar vin- sældir bæði á Akureyri og í Reykja- vík á síðasta áratug. Það sem hefur meðal annars vakið áhuga bæði leik- ara og áhorfenda á verkinu er að það er skrifað fyrir tvo leikara - karl og konu - en hvort þeirra fær sex ólík hlutverk að túlka og felst að sjálf- sögðu í því allnokkur ögrun fyrir hvem leikara. En það er ekki markmið áhugaleikfélaga að setja upp sýningu, þar sem örfáir leikarar fá að sýna sem fjölbreyttastan leik, heldur hitt, að skapa sem flestum sem lifandi áhuga hafa á því að taka þátt í leiklistarstarfi tækifæri til að láta þann áhuga blómstra í skemmti- legu hópstarfí. Leikfélag Dalvíkm- fer því einu rökréttu leiðina að þessu verki - út frá áðurnefndum forsend- um - og í stað tveggja leikara fá ell- efu ólíkir leikarar að spreyta sig á hlutverkum verksins. Leikritið lýsir einni kvöldstund í lífi hjóna sem reka krá sér til lífs- viðurværis. Samskipti þeirra em köld og hryssingsleg á yfirborðinu en undir niðri búa bældar tilfinnmg- ar og sorgir sem áhorfendur fá að kynnast áður en yfir lýkur. Þá bregð- ur höfundur upp í þessu verki nokkr- um myndum af kráargestum, sem era af misjöfnu sauðahúsi, svona eins og gengur og gerist. Þarna eru á ferðinni bæði einstaklingar og pör og er aðdáunarvert hversu djúpa mynd Cartwright nær að gefa af þessum persónum á þeim stutta tíma sem hverri þeirra er gefinn í leikritinu. Guðrún Alfreðsdóttir leikstjóri hefur raunsæið að leiðarljósi, bæði hvað varðar leikstíl og leikmyndina sem hún sjálf hannar. Leikurinn er að mestu leyti hófstilltur og jafn og stóð leikhópurinn sig piýðilega sem heild. Einna mest mæðir á þeim Sæunni Guðmundsdóttur og Friðriki Gígju sem leika kráareigendurna eða barparið sem titillinn vísar til. Sam- leikur þeirra var fínn, þau hreyttu ónotum hvort í annað af öryggi, um leið og þau brostu til viðskiptavina sinna og skenktu í glösin. Vandasam- asti þáttur leikritsins er án efa síð- asti þátturinn og þar náðu þau Sæunn og Friðrik virkilegum hæð- um í leik sínum, túlkun þeirra varð aldrei vandræðaleg, heldur þvert á móti trúverðug og áhrifarík. Sigurbjörn Hjörleifsson sýndi listilega takta í gamanleik í báðum þeim hlutverkum sem hann lék. Hann lék „Gamla“ af yfirveguðu ör- yggi og í hlutverki Hr. Igers var hann einnig sprenghlægilegur. Satt að segja var það lygilegt, hversu góð- um tökum margir í leikhópnum náðu á gamanleik, því það er mjög auðvelt að klúðra því að vera fyndinn á sviði! Ræða frú Igers um hinu stóra og sterku karlmenn sem hún þráði var listilega flutt af Arnheiði Hallgríms- dóttur; Olga Guðlaug Albertsdóttir átti frábæra takta sem „hin konan“, allir vita hversu auðvelt er að ofleika drakkna manneskju en hvergi bar á ofleik hjá Olgu Guðlaugu, túlkun hennar var alveg réttum megin við strikið. Guðbjörg Lára Ingimars- dóttir og Lárus Sveinsson dróu upp hrollvekjandi mynd af hinum kúgaða og kúgaranum; Eyrún Rafnsdóttir, Sólveig Rögnvaldsdóttir og Kristinn Sigurjónsson áttu öll ágæta takta í sínum kómísku hlutverkum. Þá er ónefndur yngsti leikarinn, Björn Már Björnsson, sem lék svo vel að maður næstum táraðist með honum. Leikfélag Dalvíkur getur verið stolt af þessari uppfærslu á Barpari, greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í sýninguna, bæði í leikt- úlkun og ekki síður í umgjörðina. Leikmyndin er fagmannlega smíðuð og máluð og gæti sómt sér sem inn- viðir hvaða krár sem er og búning- arnir eru mjög líflegir á köflum. Vinnu við leikskrá hefði mátt vanda aðeins betur, þar koma fram stað- reyndavillur um fyrri sýningar á verkum Cartwrights á íslandi, auk þess sem höfundar þeirrar þýðingar sem leikhópurinn notar er hvergi getið. En sýningin stendur fyrir sínu og ég hvet alla - innan sveitar og ut- an - sem vettlingi geta valdið að skella sér í leikhúsið á Dalvík, eða á maður að segja: skella sér á barinn í Dalvík. Soffía Auður Birgisdóttir Þrek er gull LEIKLIST Leikíélag Mennta- s k «I a n s a ð L a u g a r - vatn i ÞREKOGTÁR Eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Ingunn Jensdóttir. Hljómsveitarstjóri: Malcolm Hol- loway. AÐ sumu leyti finnst mér þrek og tár vera besta leikrit Olafs Hauks til þessa. Það er eins og all- ir vöðvarnir sem hann hnyklar svo ótæpilega í sumum fyrri verkum sínum séu komnir á sinn stað, und- ir yfirborðið, og gegni þar því hlutverki að hreyfa beinagrindina án þess að vera sjálfir til sýnis. Þetta heppnast að mínu viti aðdá- anlega vel. Eitruð snjallyrðin sem einkenna stíl Ólafs eru enn til staðar, en tempraðri en oft áður. Verkið dansar þokkafullan línu- dans milli hláturs og harma, drama og gamans. Tónlistin breið- ir síðan rósrauða rómantíska for- tíðarþrárslæðu yfir allt saman. Þrek og tár hefur bæði nokkuð augljósa kosti og galla sem við- fangsefni menntaskólaleikfélags. Persónufjöldinn og tiltölulega jafnt vægi hlutverka er tvímæla- laust kostur, en sú staðreynd að verkið fjallar um þrjár kynslóðir gerir menntskælingum vissulega erfitt fyrir, enda lítið um eilífðar- stúdenta nútildags. Þá geta þær afdráttarlausu kröfur sem verkið gerir til tónlistarhæfileika þorra leikenda verið þungar í skauti. Sýning Leikfélags Menntaskól- ans að Laugarvatni nær þegar best lætur að skila áhrifamætti verksins að fullu. Þetta á sérstak- lega við um blíðari og rómantísk- ari hluta verksins. Bæði gaman- sömu og dramatísku atriðin liðu nokkuð fyrir þann stíl sem leik- stjóri sýningarinnar hefur valið að leggja til grundvallar. Klisju- kenndur leikur verður aðeins til þess að draga máttinn úr gríninu sem stendur fyrir sínu þótt leikið sé af einlægni og alvöru. Framan af var þetta óþarflega áberandi en eftir því sem undiraldan verður þyngri varð sýningin betri og að lokum býsna áhrifamikil. Leikarahópurinn er stór en nokkra langar mig að nefna sér- staklega. Jóhann Arnason er í hlutverki hins breyska en lífsvitra kaupmanns og nær ágætlega að virka sannfærandi sem ættfaðir jafnaldra sinna. Jóhanna F. Sæ- mundsdóttir var einkar áhrifamikil í hlutverki jesúbarnsins Mínu og Brynja Hjörleifsdóttir gerði vel sem ógæfusama eiginkonan sem finnur hamingjuna að lokum. Þá var Jón Ólafur Ármannsson af- bragðsgóður sem Davíð, drengur- inn á leið út í lífið. Fjölmargir aðr- ir taka þátt í sýningunni og eiga Nýjar plötur • KRÍTARHRINGURINN hefur að geyma tónlist Péturs Grétarssonar, sem hann samdi í tengslum við upp- færslu á leikriti Bertolts Brechts, Krítarhringnum í Kákasus, og frumsýnt var í nóvember sl. en er nú um það bil að hverfa af fjölum Þjóð- leikhússins. Á plötunni eru níu söng- lög auk prógramtónlistar, en söng- texta Brechts þýddu Þrándur Thoroddsen og Þorsteinn Þorsteins- son. Söngvarar á plötunni eru úr leikhóp sýningarinnar, þau Arnar Jónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann Sig- góða spretti. Þó verð ég að nefna að á köflum var illmögulegt að skilja hvað sumir leikenda voru að segja. Ég hef lesið Þrek og tár, séð það þrisvar sinnum á sviði og tvisvar í sjónvarpi og þekki text- ann því allvel en samt skildi ég stundum alls ekki hvað verið var að segja. Hér hefði leikstjóri átt að hafa fastara taumhald. Tónlistin er einn helsti lykill verksins og tókst á köflum ágæt- lega að skila henni. Hljómsveitin var vel spilandi og hafði hinn rétta tímabilstón. Af söngvurum mæddi mest á Kristínu Th. Þórarinsdótt- ur sem hefur hlýja og fallega söngrödd sem hæfir vel þessari tónlist. Kristín stóð sig með prýði, sem og aðrir söngmenn. Þrek og tár er falleg og áhrifa- mikil mannlífsmynd, með ljósi og skuggum í bland. Sýning Laug- vetninga náði á köflum að vera þannig samstiga verkinu að heild- arútkoman verður að teljast fjöður í hatt félagsins og ánægjuleg leik- húsminning fyrir áhorfendur. Þorgeir Tryggvason urðarson og Ragnheiður Steindórs- dóttir. Hljóðfæraleikur er í höndum Matthíasar M.D. Hemstock trommu- og slagverksleikara, Hilm- ars Jenssonar gítarleikara og Eyj- ólfs B. Alfreðssonar víóluleikara. Auk þeirra leikur Pétur Grétarsson sjálfur á slagverk og harmonikku. Pétur Grétarsson nam tónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík og í Berklee College of Music í Boston. Hann hefur leikið með Sinfón- íuhljómsveit Islands og haldið bæði einleikstónleika og tónleika með eig- in tónsmíðum. Að auki kemur tón- listin út á nótum og verður fáanleg hjá Islenskri tónverkamiðstöð. Út- gefandi er höfundur. Dreifing: Japis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.