Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 55 FÓLK í FRÉTTUM Félagar Chris Barber, Van Morrison og Lonnie Donegan á tónleikunum í Belfast árið 1998. Tónlist sem varð nánast til fyrir slysni Fyrir þá sem hafa gaman af að hlusta á fagmenn flytja sígilda alþýðusöngva með sveiflandi trukki og dýfu er tónleikaplata Van Morrison, Chris Barber og Lonnie Degan, „The Skiffle Sessions“ kjörgrip- ur, segir Jónatan Garðarsson m.a. í um- fjöllun sinni um plötuna. VAN Morrison hefur um langt árabil átt dyggan hóp aðdáenda hér á landi sem bíða eftir hverri nýrri plötu frá honum með óþreyju. Morrison hefur þróað sitt eigið af- brigði af vitrænu poppi sem sækir áhrif sín að mestu í rytmablús, soul og djasstónlist, enda liggja rætur þessa rauðhærða írska tónlistar- manns á þeim slóðum. Hann hefur dálítið stigið í vænginn við trúar- tónlist, þjóðlagamúsík og aðrar stfl- tegundir á siðustu árum, en ég átti alls ekki von á því að hann ætti eftir að dufla við skiffle-tónlistina. Það gerir hann samt sem áður í sam- starfi við skiffle-kónginn Lonnie Donegan og félaga hans Chris Bar- ber á plötunni „The Skiffle Sess- ions“ sem tekin var upp á tónleikum sem þessir höfðingjar héldu í Belfast í nóvember 1998. Lfklega hefur þetta samstarf ver- ið eins konar tilviljun því Van Morri- son sér ástæðu til að skýra frá því hvemig það kom til í plötubækling- num. Þar segir hann m.a. frá því hvemig hann fékk áhuga á gítarleik og söng þegar hann kynntist tónlist blúsaranna Leadbelly, Sonny Terry og Brownie McGee í gegnum plötu- safn föður sfns f æsku. Skiffle- tónlistin kom fram á sjónarsviðið þegar Morrison var 10 ára fyrir eins konar tilviljun þegar Leadbelly- blúslagið „Rock Island Line“ kom út í einfaldri gítar-, kontrabassa- og þvottabrettaútfærslu Lonnies Don- egans, Chris Barbers og Beryls Brydens árið 1955. Morrison segist hafa orðið fyrir beinum áhrifum frá þessum bresku tónlistarmönnum og fyrsta hljómsveit hans, The Sputn- iks, hafi verið skiffle-hljómsveit. Svo tók annars konar tónlistariðkun við og Morrison átti alls ekki von á því að tæpun 40 árum síðar ætti hann eftir að halda tónleika með þessum gömlu heijum sfnum. Breska skiffle-tónlistin varð nán- ast til fyrir slysni þegar Lonnie Don- egan, sem var gítarleikai í Chris Barber Jazz Band, álpaðist til að syngja „Rock Island Line“ inn á plötu í hálfgerðu gríni árið 1955. Þeir höfðu starfrækt hefðbundna trad cijiisssveit um tfma, en það fjar- aði hratt undan slíkum sveitum þeg- ar ameríska rokkið fór á fulla ferð um miðjan sjötta áratuginn. Félag- amir ýttu skiffle-æðinu úr vör án þess að átta sig á hvað var að gerast og næstu fimm til sex árin var sannkallað blómaskeið skiffle- tónlistarinnar. Þetta var einföld tónlist sem allir gátu leikið. Það nægði að kunnaþijú gítargrip, geta sungið, eiga þvottabretti og kunna að búa til strengjabassa úr þvotta- bala. Skiffle-hljómsveitir spmttu _ upp úti um allar Bretlandseyjar. Á sama tfma og rokkið olli ólgu meðal fullorðna fólksins vom það kirkjunnar menn og æskulýðsfröm- uðir sem hvöttu unga fólkið til að stofna skiffle-sveitir. Þetta var sak- laus skemmtun sem allir gátu leyft sér að stunda án mikils tilkostnaðar. Þótt hljómsveitimar væm fjölmarg- ar komu örfáar skiffle-plötur út. Skiffle var í rauninni ekki ýkja skap- andi stefna því mest vom þetta bandarísk alþýðulög, gospel- og blússöngvar með breskum hreim. Þegar Bretar tóku að rétta við efna- hagslega eftir stríðið fjölgaði þeim sem höfðu efni á rafmagnsgítumm, bandarískar rokk-, rytmablús- og soul-plötur bámst örar til Bretlands og ungum tónlistarmönnum þótti miklu meira varið í að leika þessa eldheitu tónlist en saklausa skiffle- slagara. Skiffle náði því ekki að breiðast frekar út þótt áhrifanna gæti enn í dag. Það má segja að Lonnie Donegan og sporgöngumenn hans hafi átt beinan þátt í að breska bítbylgjan varð að vemleika. Þegar síðasta skiffle-lagið, „Pick A Bail of Cotton", kom út sumarið 1962 vom stóratburðir að gerast í Liverpool. Af þessu tilefni sagði Lonnie Doneg- an í blaðaviðtali: „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að það eru engar skiffle-sveitir lengur til hér í Englandi. Fyrir nokkrum árnrn vom mörg hundruð skiffle-hljómsveitir í öllum bæjum. Þetta er allt Shadows að kenna. Það er svo auðvelt að spila á rafmagnsgítara nú til dags - fyrir tveimur árum vom þeir varla til. Nú eiga allir þessa gítara. Ég var í Liverpool fyrir tveimur mánuðum og þar vom frábærar hljómsveitir Big 3, Howie Casey og the Beatles, sem em frábærir. Ég man eftir þess- um sömu tónlist armönnum fyrir þremur áram þegar þeir vom í skif- fle-hljómsveitum.“ Þetta vom eðlileg viðbrögð manna sem vom í vamar- stöðu. Það vom unglingar sem vora að sigra tónlistarheiminn, ungt fólk sem var 10-15 ámm yngra en Doneg- an og Barber og hvemig áttu þeir að geta skilið þessar liröðu breytingar? Chris Barber fæddist í Hertfor- shire 1930 þegar swingið var mesta byltingin og þess vegna gerðist hann básúnuleikari og bassaleikari. Hann stofnaði djasshljómsveit með Lonnie Donnegan og seinna kallaðist hún Chris Barber Blues and Jazz band. Anthony „Lonnie" Donegan fæddist 1931 í Glasgow og djassinn var að sjálfsögðu hans tónlist þótt hann sé jafnan kallaður skiffle-kóngurinn. Þegar skiffle-bylgjan leið undir lok og breskt bítlaæði rann á heiminn vom það meira og minna hyómsveit- ir sem byggðust á skiffle-hefðinni sem vom þar á ferðinni. Það er ætíð tímanna tákn þegar nýjar tónlistar- stefnur koma fram að afneita upp- mna sínum og þykjast hafa sprottið alskapaðar fram úr höfði Seifs eins og Aþena gerði forðum daga. Laun heimsins em vanþakklæti og Doneg- an fann sterkt fyrir þessu. Vinsældir hans hurfu á augabragði og síðan hefur hann að mestu lifað á fomri frægð eins og Barber. „The Skiffle Sessions" beinir sviðsljósinu aftur að þessum gömlu hetjum sem staðið hafa í skugganum af sér yngri mönnum um langt ára- bil. Hér er vel að verki staðið, stemmningin þrælgóð og lögin hafa yfir sér töluverðan blúskeim með léttu djassívafi á köflum. Þetta er alls ekki hreinræktuð skiffle-plata að örðu leyti en því að lagavalið er algerlega sprottið úr þeim ranni. Það er ekki gott að gera upp á milli einstakra laga en þó finnast mér Leadbelly-lögin „Good Moming Blues“ og „Good Night Irene“ njóta sín sérlega vel. Einnig er gaman að heyra „Goin’ Home“ eftir Antonin Dvorak og „Good Morning Blues“ þar sem gamla píanókempan dr. John fer á kostum. Önnur athyglis- verð lög eru „Don’t You Rock Me Daddio", „Alabamy Bound“, „The Ballad of Jesse Jarnes" og „I Wanna Go Home“. Donegan leikur listavel á gítar og b;uijó, Barber er traustur bassaleikari og tekur ágætis bás- únusóló við og við. Munnhörpuleik- arinn Nick Payne setur sterkan svip á flest; lögin og ekki má gleyma glæsilegri blús gítai-sóló Van Morri- sons í laginu „Outskirts of Town“, það er eins og einn af gömlu mönn- unum frá Delta-svæðinu sé að spila. Það em að mestu Donegan og Morrison sem skipta með sér söngn- um og Barber sér um röddum ásamt Nick Payne. Fyrir þá sem hafa gam- an af að hlusta á fagmeim flylja gamla sigilda alþýðusöngva með sveiflandi trukki og dýfu, þá er þetta kjörgripur. FYRIR BYRJENDUR "^jlg Nýtt námskeið að hefjast Kennari: Helga Mogensen Sími 551 5103 HALLÓiHALLÓ! Vegna frábærrar upphafshelgi getum við bætt við okkur starfsfólki í flestar stöður. Barþjónar, uppvask, þjónar, salsa-dj:ar, ^ fatahengi, miðasala, í sal, glasatínsla o.fl. Ef þú ert lífsglöð/glaður, opinn, hress og vilt vinna með frábæru fólki á frábærum stað, með skólanum eða í fullu starfi, þá vantar okkur þig í vinnu sem allra fyrst á matsölu/skemmtistaðinn KLAUSTRIÐ SoulSalsaCafé Klapparstíg 26 Við tökum á móti þér í dag, miðvikudag, frá kl. 18—20 Sjáumst — Kiddi B. & Jón Páll. L I I ....... - Morgunflug til Barcelona alla miðvikudaga í sumar kr. 24.655* 20.000*,. sSSPr,I1ím«*- 5-000 kr. á mann. s/á verðskrá Barcelona er ein eftirsóttasta borg Evrópu í dag, og það undrar eng- an sem hefur kynnst þessari heillandi borg. Ekki aðeins hef- ur hún að geyma glæsilega bygg- ingarlistasögu og heillandi borgar- hluta eins og Barrio Gotico eða Port Olimpico, ólympíuhöfn- ina, heldur hafa á síðustu árum sprottið upp ný hverfi og bygg- ingar sem gera borgina að þeirri framsæknustu í byggingarlist í Evrópu í dag. Heimsferðir fljúga vikulega til Barcelona í sumar, alia miðvikudaga í dagflugi, og bjóða úrval góðra hótela í hjarta borgarinnar og við ströndina í strandbænum Sitges. Verð kr. 24.655 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára. Verð kr. 29.990 Flugsæti l'yrir fullorðinn með sköttum, ef bókað fyrir 15. mars. Gildir f valdar brottfarir. Þjónusta Heimsferða * íslensk fararstjóm * Úrval kynnisferða * Viðtalstímar á gististíiðum Heimsferða * Akstur til og frá flugvelli * Vikulegt leiguflug * Þrif daglega á gististöðum Heimsferða Verð kr. 44.990 Flug og hótel í viku, með flugvallarsköttum. m.v. 2 f herbergi með morgunmat, Paralell, 21. júní, ef bókað fyrir 15. mars. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.