Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ t Endurskipulagning á tækni- og umhverfíssviði Akureyrarbæjar Ahaldahús umhverfisdeildar o g gatnagerðar á Rangárvelli ENDURSKIPULAGNING tækni- og umhverf- issviðs Akureyrarbæjar hefur verið til umfjöll- unar á heimasíðu bæjarins. Þar spyr Baldur Gunnlaugsson hver sé áætlaður fjárhagslegur sparnaður af flutningi umhverfisdeildar upp á Rangárvelli og hvort menn haldi að samskipti milli manna muni batna við að auka fjarlægðina frá yfirstjórn, sem á að vera í ráðhúsinu, til millistjórnenda á Rangárvöllum. I svari Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjar- stjóra á sama vettvangi kemur fram að þegar hafist var handa við endurskipulagningu tækni- og umhverfissviðs hafi legið fyrir hugmyndir um að flytja áhaldahús gatnagerðarinnar á Ran- gárvelli. Þær hugmyndir urðu til við undirbún- ing ákvörðunar um flutning Rafveitunnar á Rangárvelli. Það hafi legið fyrir lengi að endur- nýja þyrfti aðstöðu gatnagerðarinnar, sem sé allsendis ófullnægjandi. Einnig hafi verið óskað eftir endurbótum á aðstöðu umhverfisdeildar. Kristján Þór bendir jafnframt á að í greinar- gerð Reksturs og ráðgjafar Norðurlandi, um endurskipulagningu tækni- og umhverfissviðs, sem bæjarráð hefur ákveðið að vinna eftir, er lagt til að samreka áhaldahús umhverfisdeildar og gatnagerðar í svokallaðri Framkvæmdamið- stöð á Rangárvöllum. Tillögurnar fela ennfrem- ur í sér að öll verkefni vegna framkvæmda bæj- arins heyri undir framkvæmdanefnd. Jafnframt er lagt til að verkefni tækni- og umhverfissviðs skiptist í höfuðatriðum á tvær deildir, fram- kvæmdadeild og umhverfisdeild, í stað átta deilda nú. Við þessa breytingu mun því stór hluti af verkefnum núverandi umhverfisdeildar flytjast til framkvæmdadeildar. Umtalsvert hagræði Kristján Þór sagði að þar sem fjárhagslegur sparnaður hefði ekki verið reiknaður nema laus- lega yrði hann því ekki gefinn upp. Hins vegar sé ljóst að umtalsvert hagræði muni verða af þessu fyrirkomulagi, miðað við að byggja upp þessi tvö áhaldahús í sitthvoru lagi. Hann nefnir eitt mötuneyti í stað tveggja, sameiginlega véla- og áhaldageymslu, sameiginlega starfsmanna- aðstöðu og frekari samnýtingu verkfæra og véla en verið hefur. Auk þess sé margsannað að aukinn samgang- ur og samvera starfsmanna muni leiða til auk- innar samvinnu, sem muni leiða til samruna allr- ar starfseminnar á næstu árum. Þannig munu menn tala um Framkvæmdamiðstöð Akureyrar í stað umhverfisdeildar og gatnagerðar þegar fram líða stundir, þar sem garðyrkjumenn og starfsmenn gatnagerðar munu vinna saman að fegrun, nýframkvæmdum og umhirðu bæjarins. Yfirstjórn á einum stað Varðandi samskipti yfirstjórnar og milli- stjórnar segir Kristján Þór að í núverandi skipulagi sé of mikil fjarlægð milli stjórnenda umhverfissviðs og annarra stjórnenda á um- hverfis- og tæknisviði. Það muni breytast við flutning yfirstjórnar umhverfisdeildar í ráðhús- ið. Hann bendir á að alltaf verði ákveðin fjar- lægð milli yfirstjórnar og millistjórnenda/fram- kvæmdaaðila að því leyti að ekki er hægt að vera á tveimur stöðum í einu. Talið sé mikilvægt að yfirstjórn tækni- og umhverfissviðs sé stað- sett á einum stað, í ráðhúsinu. Þar með sé þó ekki sagt að samskipti við millistjórnendur verði verri við það. Dýr snjómokstur SNJÓMOKSTUR hefur verið sveit- arfélögum landsins dýr siðustu vik- umar og hafa menn séð á eftir stór- um fúlgum fjár í þann lið í rekstrinum. Vegagerðin hefur líka þurft að greiða umtalsverðar upp- hæðir í snjómokstur og hreinsun þjóðvega og ekki bætir úr skák þegar tjón verður ofan í kaupið. Eins og sjá má á myndinni hefur þessi bíll oltið þegar verið var að hreinsa vegi út með firði, skammt frá bænum Hlöðum, nálægt Skipa- lóni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Framkvæmdanefnd Akureyrar Brunamál í grunn- skólum í skoðun Akureyrarbær Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, óskar hér með eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Langholti. Tilboðið nær til gerðar 160 lengdarmetra af götu ásamt tilheyrandi fráveitulögnum. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt úr götu 1500 m3 Lagnaskurður45 m Lengd fráveitulagna 45 m Fylling 4300 m3 Skiladagur verksins er 5. maí 2000 Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 7. mars 2000 á kr. 2.000. Opnun tilboða fer fram á sama stað miðvikudaginn 22. mars 2000 kl. 11.00. Bæiarverkfræðinaurinn á Akurevri NAYÐSYNLEGAR aðgerðir til brunavarna í grunnskólum Akureyr- ar voru til umfjöllunar á fundi fram- kvæmdanefndar nýlega. Þar var lagt fram mat á kostnaði við framkvæmd- ir í brunamálum sem ráðast þarf í hið fyrsta í þremur skólum, Brekku- skóla, Síðuskóla og Glerárskóla og er sá kostnaður 12,5 milljónir króna. Framkvæmdanefnd samþykkti að þessar framkvæmdir yrðu boðnar út og þeim yrði lokið sem fyrst. Jafn- íramt ítrekar nefndin að fram- kvæmdimar verði unnar í nánu sam- ráði við eldvamaeftirlitið. Kennarar og annað starfsfólk í Brekkuskóla hefur lýst yfir mikilli óánægju með ástand brunamála og loftræstingu í skólanum og telja að lítið hafi gerst í þeim málum á und- anförnum árum. Við umfjöllun máls- ins í framkvæmdanefnd var lagt fram bréf frá Foreldrafélagi Brekkuskóla þar sem þrýst er á um úrbætur í eldvarna- og loftræstimál- um skólans. Framkvæmdanefnd samþykkti að láta skoða hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi úrbætur í loft- ræstimálum í húsnæði Brekkuskóla. Byggðamál rædd a hádegisverðarfundi KRISTINN H. Gunnarsson nýkjör- inn stjórnarformaður Byggðastofn- unar flytur erindi á hádegisverðar- fundi á Fiðlaranum við Skipagötu 14 í dag, miðvikudaginn 8. mars, frá kl. 12-13. Kristinn mun m.a. ræða um framtíð Byggðastofnunar, hvort von sé á breytingum á starfseminni, hvort hugsanlegt sé að hún verði flutt út á land. Þá mun Kristinn ræða um hvaða hlutverki Byggða- stofnun gegni í að framfylgja stefnu stjórnvalda í byggðamálum og hverjar áherslur verða hjá stofnun- inni í lána- og styrkjamálum sem og hvernig hún hugsi sér uppbyggingu þróunarstarfs á landsbyggðinni. Loks ræðir Kristinn um hvort rann- sóknarstarf atvinnuveganna haldi áfram að byggjast upp á höfuðborg- arsvæðinu. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarð- ar, Háskólinn á Akureyri og sjónvarpsstöðin Aksjón standa fyrir fundinum, sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni í kvöld. Jafnréttisnefnd Akureyrar og Kompaníið Fundur um við- fangsefni ungs fólks JAFNRÉTTISNEFND Akureyrar og Kompaníið - upplýsinga- og þjón- ustumiðstöð ungs fólks standa íyrir opnu húsi í Kompaníinu í Hafnar- stræti 73 á morgun, miðvikudaginn 8. mars frá kl. 17 til 19, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem að þessu sinni ber upp á öskudaginn. Dagskrá- in er tileinkuð ungu fólki og fjölskyld- umþeirra. A neðri hæðinni verður fundur með kaffihúsastemmningu þar sem flutt verða erindi um mismunandi aðstæð- ur og viðfangsefni ungs fólks en á eft- ir verða fyrirspumir og rabb yfir kaffi og kleinum. Þeir sem flytja er- indi eru Dögg Matthíasdóttir, sem ræðir um laun að loknu námi, Ottó Sverrisson, ræðir um stöðu einstæðra foreldra: „Nú, ertu bara heima?“ I sambúð með barn er heiti á erindi Lovísu Skaptadóttur og Kristján Sig- uijónsson fjallar um konur og fjöl- miðla í erindi sem nefiiist: „Æ, talaðu frekar við hann Jón.“ Þá ræðir Jóna Lísa Þorsteinsdóttir um ungt fólk og trú og ber erindi hennar heitið: „Traustur vegvísir inn í framtíðina." Á efri hæðinni verður dynjandi öskudagssveifla íyrir bömin. Þar munu félagar í fjöllistahópnum Circus Atlantis bregða á leik með bömununum og trúbadorinn Siddi verður á ferðinni og skemmtir á báð- um hæðum. i : ------M-*------- Bókasafn Háskól- ans á Akureyri Fyrirlestur um upplýsinga- leiðir vísinda- manna GUÐRÚN Pálsdóttir hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins flyt- ur fyrirlestur á vegum Bókasafns Háskólans á Akureyri fimmtudag- inn 9. mars kl. 17 á Sal í húsa- kynnum Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Guðrún Pálsdóttir fjallar þar um rannsókn sem var verkefni hennar til meistaraprófs í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Is- lands vorið 1999. Þar var borið saman aðgengi vísindamanna á fimm rannsóknarstofnunum á sviði raunvísinda að heimildum sem þeir vitnuðu til í ritum sínum útgefnum árin 1994 og 1995. Skoðað var í hverju munurinn lá og líklegar skýringar. Gerð var könnun á hvernig og hvar vísindamenn sömu stofnana fundu heimildir sem þeir vitnuðu til í ritum sínum þessi sömu ár. Jafnframt voru helstu upplýs- ingaleiðir vísindamanna skoðaðar og var það gert í opnum viðtölum við 15 manns frá átta rannsóknar- stofnunum. Fyrirlesturinn er öllum opinn. ------fM-*------ Hellisbúinn í íþrótta- höllinni HELLISBÚINN verður sýndur í íþróttahöllinni á Akureyri næstkom- andi laugardag, 11. mars . Að sýn- ingunni stendur 3. bekkur Mennta- skólans á Akureyri. Forsala L aðgöngumiða er í Bókval og í af- greiðslu Menntaskólans á Akureyri. Miðaverð er 1800 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.