Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 43 að undirbúa jarðveginn vel,“ sagði hann, „það skilar sér síðar.“ Þessi orð báru lífssýn hans vitni. Þá var ekki síður lærdómsríkt fyrir mig og aðra í fjölskyldunni að leita til hans ef eitthvað þurfti að spyrja um íslenskt mál. Hann var mjög áhugasamur um gott og rétt málfar og leiðrétti okkur óspart ef honum þótti nauðsyn bera til. í ferðalögum okkar Gunnars með þeim hjónum, Halldóru og Jóni, var hann ævinlega hrókur alls fagnaðar og kunni þá list að gera greinarmun á starfi og einkalífi. Hann var góður hlustandi og ráðhollur. Guð gefi honum góða himnaríkis- vist. Ingibjörg Elíasdóttir. Kæri Jón Dan. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki tölt yfir til þín og fengið góð ráð í garðyrkjum- álum eða uppörvun þegar ég er búin að missa stjórn á arfanum. Mig langar að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur kennt mér í lífinu. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug. lyftist sál mín upp í mót til ljóssins: Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf.ók.) Þórdís Gunnarsdóttir. Elsku Jón Dan. Guð blessi þig og megi allir englar vaka yfir þér. Gangi þér vel með nýja starfið þarna uppi og þar verður þú frískur og glaðlegur. Mér þykir leitt að ég skuli ekki geta komið í þína elsku- legu jarðarför. Mér hefur alltaf fundist þú frábær og laglegur en nú ferð þú til „Nangijala" og lifir þar góðu lífi þar eins og hér á jörðinni. Ég man uppi í sumó þar sem þú undir þér best en í „Nangijala" eignastu fínan sumarbústað en hann heitir Epladalur. Þar verður þú hressari en nokkur mannvera. Vertu sæll, afi Jón Dan, og gangi þér vel. Sunneva Einarsdóttir. Nú er Jón Dan horfinn úr hópn- um, þeim hópi sem ég var ungur dreginn inní fyrir fjórum áratugum. Þeir eru reyndar margir horfnir á undan honum þessir hógværu menn sem gerðu ekki kröfur nema til sjálfra sín og urðu þessvegna að sinna því sem hendi var næst sér til viðurværis. Þá voru menn ekki á föstum ríkislaunum við að framleiða sögur. Jón Dan hafði ungur komist í verslunarskóla og fékk starf á skrifstofu ríkisféhirðis. Sagt hefur verið að erfiðara sé að gæta fengins fjár en að afla þess. Svo vel gætti Jón Dan fjárhirslunnar að honum var falin forstaða embættisins. Þrátt fyrir annir og ábyrgð hélt hann áfram ritstörfum. Eftir hann standa allmargar skáldsögur, eftir- minnilegastar eru mér Atburðirnir á Stapa og Arið eftir spönsku veik- ina þar sem drjúg heimildakönnun liggur að baki. En bestar þykja mér smásögurnar. Mikill verður orðinn vegur smásagnagerðar hér ef Blautu engjarnar í Brokey, Kaupverð gæfunnar eða Jörð í fest- um finnast ekki lengur í úrvali ís- lenskra smásagna. Auk þess gaf Jón Dan út eina ljóðabók, Berfætt orð, árið 1967. Jón Dan tjáði mér eitt sinn, þá kominn á eftirlaun, að nú gæti hann ekkert skrifað framar einsog hann þó hafði vonað og raunar hlakkað til loksins laus við allar skyldur. Emb- ættið hafði tekið sinn ríflega toll og það var sorglegt. Hér er engin út- tekt gerð á störfum nafna míns, en honum þökkuð við leiðarlok ánægjuleg kynni og ljúft viðmót. Ekki aðeins var íþrótt hans vammi firrt, heldur einnig hann sjálfur. Jón frá Pálmholti. AÐALSTEINN THEODÓR GÍSLASON Aðalsteinn Theodór Gíslason var fæddur í Reykja- vík 22. júní 1918. Hann lést á Hrafnistu 28. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðlaug Magn- úsdóttir frá Hólm- fastskoti í Innri- Njarðvík, f. 17. apríl 1892, d. 12.7. 1970, og Gísli Gíslason frá Valdastöðum í Kjós, f. 5. febrúar 1892, d. 17.12. 1973. Böm þeirra hjóna voru Sigríður, Gunnar (látinn), Aðal- steinn Theodór og Petra. Arið 1960 kvæntist Aðalsteinn Margréti Konráðsdóttur, verka- konu og húsmóður, f. 5. febrúar 1908, d. 6. apríl 1995. Dætur Mar- grétar og fósturdætur Aðalsteins eru Guðrún Árna- dóttir, húsmóðir, f. 7. febrúar 1932, og Sigríður Árnadóttir, sjúkraliði, f. 4. sept- ember 1933. Dætur Guðrúnar eru Mar- grét, f. 1955, og Hjördís, f. 1966. Börn Sigríðar eru Ágústa Dúa, f. 1956, Ólafur Ingi, f. 1957, og Eiríkur, f. 1959. Aðalsteinn vann mestan sinn starfs- aldur á sjó eða í 43 ár, á bátum, togur- um og á millilandaskipum, en vann síðustu starfsár sín sem verkstjóri í landi hjá Skipaútgerð ríkisins. Útfór Aðalsteins fer fram frá Áskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vinur minn og fósturafi mannsins míns, Ólafs Inga Jónssonar, er lát- inn. Þegar ég fyrst kynntist Aðal- steini árið 1990 fannst mér strax eins og við værum einhvers konar and- legir félagar sem hefðu nú hist eftir langar fjarvistir. Handtak hans var þétt og traust þegar hann tók í hönd mína með sinni stóru sjómannshendi og hann horfði í augun á mér um leið og sagði: „Vertu velkomin, vina mín.“ Og þannig leið mér ætíð á heimili hans og Margrétar: ég var ætíð raun- veiulega velkomin. Smám saman kynntist ég þessum stói'vaxna og glæsilega manni nánar. Við töluðum um ættir, sveitalíf, sjómannslíf, ís- lenska menningu og síðast en ekki síst yfirskilvitlega hluti því eins og al- kunna er þá eru sjómenn oft trúaðra fólk en aðrir. Ótal sögur sagði hann mér um það hvernig vakað hefði ver- ið yfir honum öll þau ár sem hann var á sjó og hversu lánsamur hann alltaf hefði verið, ekki síst fyrir það að eiga sína góðu og fallegu eiginkonu Mar- gréti. Aðalsteinn var vel hagmæltur og sendi gjarnan barnabörnum sínum Ijóðabréf með góðum heilræðum. Hann hélt einnig einstakar dagbæk- ur í ljóðformi sem unun var að lesa, ekki bara fyrir sérstakan stíl, heldur einnig fyrir þá sérkennilegustu rit- hönd sem ég hef séð. Hver bókstafur minnti nánast á japanskt myndletur, háður sínum eigin lögmálum og sjálf- stæður, þannig að það tók mig all- nokkurn tíma að ráða í þessar rúnir sem síðan birtust mér sem opinberun í fegurð sinni í fullu samræmi við innihald Ijóðanna og sjálfa persónu Aðalsteins. Hann var traustur, glæsi- legur og greindur maður. Yfirborðs- mennska og gaspur voru honum lítt að skapi og hann þagði frekar en að segja eitthvað sem ekki hafði neina merkingu. Og þannig var það að við gátum líka þagað saman, til dæmis þegar hann kom í sínar reglubundnu morgunheimsóknir til mín meðan yngri bömin mín voru enn mjög ung. Samræðumar hófust þá yfirleitt ekki fyrr en kaffið var tilbúið. Þá sagði hann mér sögurnar sínar, langar og myndrænar svo unun var á að hlýða. Hann hafði þann fágæta eiginleika, sem er að glatast í hraða nútímans, að kunna að segja sögur og sömuleið- is að kunna að hlusta, hvort sem það var á mínar sögur eða einhvers konar vandamál sem knúðu dyra. Ég og maðurinn minn kveðjum kæran vin og afa með þakklæti fyrir að hafa gefið okkur af viskubrunni sínum og sýnt okkur svolítið af því hvað felst í því að vera manneskja. Gróa Finnsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingai' um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tældfæri Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. B!ómabú3ín Cia^Sskom v/ T-ossvogskirkjwgarS S(mh 554 0500 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma HULDA GUÐBJÖRG HELGADÓTTIR, Brunnum 9, Patreksfirði, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 6. mars. Björn Jónatan Björnsson, Helgi G. Björnsson, Hjördís Karlsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Erling R. Ormsson, Eggert Björnsson, Ragnheiður Gísladóttir, Gunnar Óli Björnsson, Jóna Júlía Böðvarsdóttir, Anna Björnsdóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, ömmubörn og langömmubörn. Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn, ÓMAR ELVARSSON frá Suðureyri, til heimiiis í Þverbrekku 4, Kópavogi, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu- daginn 6. mars. Útförin verður auglýst síðar. Elvar Jón Friðbertsson, Steíndóra Andreasen, Haukur Elvarsson, Hallgerður Jóna Elvarsdóttir, Berint Andreasen, Halgerð Andreasen og aðrir ástvinir hins látna. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGVELDUR MARKÚSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Klapparstíg 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 5. mars. Stefán T. Hjaltalín, Sigurbjörg M. Stefánsdóttir, Guðmundur M. Sigurðsson, Ingibjörg Stefánsdóttir Hjaltalín, Jóhannes Sv. Halldórsson, Sigurður J. Stefánsson, barnabörn og langömmubörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐRIK HAFSTEINN SIGURÐSSON, Lambastekk 6, Reykjavík, verður jarðsunginn í kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 9. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á M.S. félagið. Guðríður L. Guðmundsdóttir. Ómar Friðriksson, Ámundi Friðriksson, Guðmundur H. Friðriksson, Auður Friðriksdóttir, Sigurður Friðriksson, Lilja Guðrún Friðriksdóttir, Sigurrós Friðriksdóttir, Edda Axelsdóttir, Anna Breiðfjörð, Margrét Sigurðardóttir, Jón Einarsson, Vilborg Kr. Gísladóttir, Steindór R. Ágústsson, barnabörn og bamabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HANSÍNA KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Sunnuhvoli, Hvammstanga, andaðist á Sjúkrahúsi Hvammstanga sunnu- daginn 5. mars. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju föstu- daginn 10. mars kl. 14.00. Hrólfur Egilsson, Guðrún Hauksdóttir, Hrefna Hrólfsdóttir, Viðar Örn Hauksson, Arnar Hrólfsson, Jóhanna M. E. Matthíasdóttir, Sigursteinn Hrólfsson og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.