Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 1
57. TBL. 88. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Deutsche Bank og
Dresdner Bank
Stærsti
banki í
heimi?
Frankfurt. AFP.
VIÐRÆÐUR um sameiningu
þýsku bankanna Deutsche Bank og
Dresdner Bank eru komnar vel á
veg en saman yrðu þeir stærsta
bankastofnun í heimi.
Að því er fram kom í Financial
Times ætluðu bankaráðin að ræða
sameiningaráætlunina hvort í sínu
lagi í dag en samanlögð eign beggja
bankanna er nærri 90.000 milljarðar
ísl. kr. Hafa forráðamenn bankanna
staðfest þetta hjá þýska verðbréfa-
þinginu en síðustu daga hafa hluta-
bréf í bönkunum hækkað verulega.
Aukin hagræðing
og sparnaður
Einn af meginkostum sameining-
ar er sagður vera aukin hagræðing
og sparnaður og talið er, að hún
muni ýta undir sameiningu fyrir-
tækja í þýskum iðnaði, sem glímt
hefur við of mikla framleiðslugetu
og mikinn tilkostnað.
Fulltrúar fyrirtækjanna ræddust
við sl. haust um nánara samstarf en
ekkert kom út úr því þá. Ýmsir sér-
fræðingar telja, að það, sem hafi
rekið á eftir sameiningunni nú, sé sú
mikla fjárfesting, sem þörf er á
vegna stóraukinna rafrænna við-
skipta.
Forkosningar vegna forsetakjörs-
ins í Bandaríkjunum í nóvember
voru haldnar hjá bæði repúblikön-
um og demókrötum í gær í alls 16
sambandsríkjum og leit út fyrir að
A1 Gore varaforseti myndi tryggja
sér tilnefningu demókrata. Hann
sigraði í Georgíu og samkvæmt út-
gönguspám voru líkur á að Gore
yrði efstur í öllum rikjunum. Meiri
óvissa rikti um niðurstöðuna hjá
repúblikönum en Sky-sjónvarps-
stöðin sagði að George Bush ríkis-
stjóri væri samkvæmt útgöngu-
spánum efstur í Kaliforniu og Ohio.
Hann sigraði í Georgíu en helsti
keppinautur hans, John McCain
Línur að
skýrast
vestra
öldungadeildarþingmaður, hafði
betur í Vermont; aðeins var búið að
telja í þessum tveimur rikjum í
gærkvöldi. Munurinn virtist ætla að
verða lítill í New York.
Bush virtist í gær reyna að ná
sáttum við McCain er hann sagði að
keppinauturinn hefði gert sig að
betri frambjóðanda með því að
skerpa lfnurnar í baráttunni. Tals-
maður McCains sakaði hins vegar
Bush um að hafa fengið ólöglegan
fjárstyrk frá auðmanni í Texas er
hefði verið notaður til að kosta
óhróðurs-auglýsingar gegn Mc-
Cain.
Doris Haddock, níræð kona frá
New Hampshire, lauk í gær rúm-
lega fimm þúsund kílómetra göngu
um Bandaríkin til að leggja áhcrslu
á kröfur um umbætur á reglum um
fjáröfiun í kosningabaráttu. Hún
sést hér á leið framhjá minnismerk-
inu um Lincoln forseta í höfuðborg-
inni VVashington.
Meint mannréttindabrot rússneska hersins í Tsjetsjníustríðinu
Fulltrúar Evrópuráðs-
ins munu afla ffasrna
Moskvu, Strassborg, London, Prag. AP, AFP.
Reuters
Tsjetsjnesk stúlka horfir út uin tjald í Spútnik-flóttamanna-
búðunum í Ingúsetiu í gær.
RÚSSAR gerðu í gær harðar árásir með
flugvélum og stórskotaliði á uppreisnar-
menn í Tsjetsjníu, einkum í bænum Kom-
somolskoje. Einnig sögðu talsmenn rúss-
neska hersins að hópar uppreisnarmanna
væru umkringdir í bæjunum Selmetauzen,
Ulus-Kert, Vedeno og Agishti. Sergei Ja-
strzhembskí, sem er talsmaður Vladímírs
Pútíns forseta í málum Tsjetsjníu, sagði að
skæruliðar gerðu nú oft rússneskum her-
flokkum fyrirsát og hefðu liðsforingjar látið
fella tré við vegarbrúnir til að Tsjetsjenam-
ir geti ekki falist bak við þau.
Hárt hefur verið barist í Kákasushér-
aðinu síðustu daga og mannfall verið mikið.
Jastrzhembskí viðurkenndi í gær að mann-
fall Rússa 29. febrúar sl. í hörðum átökum
við Ulus-Kert hefði ekki verið 31 eins og
fyrst var sagt heldur mun meira, en ná-
kvæmar tölur væru ekki enn fyrir hendi.
Fréttastofan AVN segir að Rússar hafi
misst 86 menn í átökunum við bæinn.
Rússar hafa samþykkt að Mary Robin-
son, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í mann-
réttindamálum, fái að fara til Tsjetsjníu og kynna
sér ástandið. Ennfremur samþykkti Evrópuráðið í
gær að það myndi senda í vikunni nefnd á vett-
vang og myndi hún safna gögnum í tengslum við
deilur um aðild Rússa að ráðinu. Vilja sumir full-
trúar reka þá vegna mannréttindabrota rússneska
hersins í Tsjetsjníu. Ráðið varaði í gær Rússa við
því að ef þeir virtu ekki ákvæði þess um mannrétt-
indi mættu þeir búast við refsiaðgerðum.
Madeleine Aibright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði í gær í Prag að dyr Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, stæðu Rússum opnar en
lagði áherslu á að efla bæri samstarf Rússa
og NATO. Hún ítrekaði að Vesturlönd
hefðu miklar áhyggjur af stríðsrekstri
Moskvustjórnarinnar í Tsjetsjníu. í viðtali
sem BBC átti við Pútín forseta á sunnudag
sagðist hann ekki Kta á NATO sem and-
stæðing og útilokaði ekki að Rússar myndu
sækja um aðild að bandalaginu. Hann virt-
ist draga nokkuð i land í gær og Itar-Tass-
fréttastofan hafði eftir Pútín að hann vildi
nánari tengsl við NATO en ágreiningur um
stefnuna gagnvart Júgóslaviu merkti að
Moskvustjórnin myndi fara sér hægt hvað
snerti aðildarviðræður. Haft var eftir Pútín
að hann hefði á sunnudag m.a. haft í huga
að Sovétríkin hefðu viljað taka þátt í stofn-
un NATO 1949 en verið hafnað.
ívan Sergejev, vamarmálaráðherra
Rússlands, sagði í gær að Rússar litu ekki á
NATO sem óvin og allt væri breytingum
undirorpið þegar fjallað væri um aðgerðir
til að „styrkja stöðugleika og frið í Evrópu".
Hins vegar þyrfti NATO að verða fyrst og
fremst pólitískt bandalag og hugsanlega
verða hluti Óryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu, ÖSE.
Forsetaefni rússneska kommúnistaflokksins,
Gennadí Zjúganov, hefur fordæmt ummæli Pútíns
um NATO-aðild og sagt þau vera „einfeldningsleg
og ófyrirgefanleg“.
Þáttur BBC um
velsk stjórnmál
Ahorf-
endur
vantar
London. The Daily Telegraph.
LÍTILL áhugi virðist á heima-
stjórninni í Wales því nýleg
könnun bendir tii þess að viku-
legur þáttur breska sjónvarps-
ins BBC hafi nánast enga
áhorfendur.
Könnunin bendir til þess að
tæplega 2.500 manns hafi horft
á þáttinn vikuna sem Rhodri
Morgan varð formaður heima-
stjórnarinnar í Wales. Talan er
innan skekkjumarka þannig að
þátturinn taldist hafa „ekkert
áhorf'.
Þátturinn er sýndur frá
klukkan 11.30 til 12 á fimmtu-
dagskvöldum og yfirmenn BBC
hafa neitað að upplýsa hversu
miklu fé hafi verið eytt í hann.
Heildarútgjöld BBC vegna um-
fjöllunar um heimastjómina
nema 6,3 milljónum punda, and-
virði 730 milljóna króna, á ári.
Talsmaður sjónvarpsins
sagði að alls hefðu um 50.000
manns horft á þætti BBC um
heimastjórnina og áhorfið um-
rætt kvöld gæfi e.t.v. ekki alveg
rétta mynd af viðtökunum.
„Þetta er sjónvarpsþjónusta í
þágu almennings og okkur ber
meðal annars skylda til að
framleiða vandað efni eins og
þessa þætti.“
Heimildarmaður í starfsliði
BBC í Cardiff sagði að könnun-
in sýndi að lítill áhugi væri á
heimastjórninni. „Menn hafa
hent gaman að því að það væri
ódýrara að senda fólki þáttinn á
myndbandi fremur en sjón-
varpa honum. Þeir eru ekki
margir sem vilja horfa á þátt
um velsk stjómmál þegar þeir
koma heim af kránni."
Norska þingið
Minni líkur á
stj órnar skiptum
LJÓST varð um hádegisbilið í gær
að stjórnarandstaðan í Noregi
myndi ekki láta á það reyna í tengsl-
um við deilur um uppbyggingu
fræðslugarðs á Fornebu-flugvelli
hvort stjórn Kjell Magne Bondeviks
héldi velli, að sögn Aftenposten.
A hinn bóginn verður í dag fjallað
um annað deilumál, hvort reisa skuli
orkuver sem brenna gasi. Lögfræð-
ingar dómsmálaráðuneytisins segja
að Stórþingið verði að setja sérstök
lög ef það vilji skipta sér af ákvörð-
unum stjómarinnar, sem hefur
ákveðið að leyfa ekki byggingu slíkra
vera nema fullnægt verði ströngum
skilyrðum um varnir gegn loftmeng-
un.
MORGUNBLAÐIÐ 8. MARS 2000