Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Norræna farandsýningin Carnegie Art Award 1999 komin að Rjarvalsstöðum
Landamæri mál-
verksins færð út
Á Kjarvalsstöðum hefur
veríð sett upp sýningin
Carnegie Art Award
1999 en þar er að fínna
56 verk eftir 27 norræna
listamenn, þar af þrjá
Islendinga. Sýningin,
sem verður opnuð al-
menningi á morgun,
hefur veríð á ferð milli
höfuðborga Norður-
landanna frá því í októ-
ber sl. og fer héðan til
Lundúna þar sem ferða-
lagi hennar lýkur í maí.
Á SÝNINGUNNI, sem ætlað er að
færa út landamæri málverksins, er
að finna nýstárleg málverk, þrívídd-
arverk, málverk með ljósmyndaívafí,
innsetningar og gjörninga.
Norræni fjárfestingabankinn
Camegie stendur að sýningunni og
veitir þrenn verðlaun og einn styrk
til handa ungum og efnilegum lista-
manni. Þetta er í annað sinn sem
sýningin er haldin og er undirbún-
ingur að hinni þriðju nú þegar í full-
um gangi. Til verðlaunanna var
stofnað til stuðnings hæfileikaríkum
listamönnum á Norðurlöndum og til
eflingar framúrskarandi samtíma-
myndlistar, eins og það er orðað í
kynningu.
Fyrstu verðlaun hlaut að þessu
sinni Rolf Hanson frá Svíþjóð,
500.000 sænskar krónur, önnur verð-
laun, 300.000, komu í hlut fínnsku
listakonunnar Silju Rantanen og
þriðju verðlaun, 200.000 sænskar
krónur, hlaut Bandaríkjamaðurinn
Clay Ketter, sem búsettur er í Sví-
þjóð. Styrkur að upphæð 50.000
sænskar krónur kom í hlut lista-
mannsins Tal R frá Danmörku.
Hópur sérfræðinga í norrænni
samtímamálaralist tilnefndi tæplega
100 listamenn til þátttöku í einskon-
ar forkeppni og úr þeim voru á end-
Myndbreyting korts / Tveir dagar í Ascoli Piceno, 1999, olía á striga.
Eitt af verkum Silju Rantanen, sem hlaut önnur verðlaun.
Kaffihlé, 1999,
kvoðukennd und-
irmálning á fitu-
bornar gifsflísar,
hornlistar úr
stáli, tréeiningar.
Eitt verka Clay
Ketters, sem
hlaut þriðju verð-
laun.
anum valin 56 verk eftir 27 lista- tók einnig þátt í sýningunni á síðast-
menn. Þrír íslenskir listamenn eiga liðnu ári. I veglegri 200 síðna lista-
verk á sýningunni, þau Helgi Þorgils verkabók, sem gefín er út í tengslum
Friðjónsson, Guðrún Einarsdóttir við sýninguna, eru litmyndir af öllum
og Georg Guðni, en sá síðastnefndi verkunum, upplýsingar um lista-
Kringum tröppurnar V, 1998, olía á tréplötu. Eitt af þremur verkum
Rolf Hansons á sýningunni en hann hlaut fyrstu verðlaun.
Fyrir þetta verk fékk Tal R frá Danmörku sérstakan styrk fyrir „mjög
persónulega viðleitni hans til að hleypa nýju lífi í samtímamálverkið,"
eins og segir í umsögn dómnefndar.
mennina og viðtöl við verðlaunahafa
og styrkþega ársins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri opnar sýninguna í dag, en
hún verður opin almenningi frá og
með morgundeginum til 2. apríl, kl.
10-18 alla daga. Á sunnudögum er
boðið upp á leiðsögn um sýninguna.
Aðgangur er ókeypis og öllum heim-
m.
Heimsþorpið og
hraði nútímans
MYNDLIST
N u r r æ n a h ii s i ð
GISLE FR0YSLAND
MYNDBÖNDOGINN-
SETNINGAR
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 14 til 18 og stend-
ur til 12. mars.
GISLE Frpysland á að baki mikinn
sýningarferil og tók meðal annars
þátt í hinni miklu Elektra-sýningu í
Henie-Onstad-listasafninu í Ólsó ár-
ið 1996 þar sem könnuð var notkun
listamanna á nýjustu tækni. Þar
sýndi hann verkið „Joystuck“/gleði-
bremsa, sem einnig má sjá nú á sýn-
ingu hans í Norræna húsinu og er
einmitt gott dæmi um það hvemig
hann beitir tövum Qg tækni. Á vegg
er varpað gríðarstórri mynd af fólki
í verslunarmiðstöð og framan við
myndina er hlaupabraut eins og þær
sem notaðar eru á líkamsæktar-
stöðvum til að láta fólk hlaupa af sér
aukakílóin. Brautin er tengd við
tölvuna sem stjórnar myndbandinu
á veggnum og eina leiðin til að spila
myndbandið er að hlaupa á braut-
inni. Þannig verður áhorfandinn
sjálfur að geranda í verkinu sem aft-
ur á móti er fyrst og fremst ætlað að
sýna á gagnrýninn hátt hraða og
tilgangsleysi nútíma tæknisamfé-
lags: Við hlaupum sífellt hraðar en
komumst samt aldrei á áfangastað.
„Skrúfuhöfuð heitir annað verk
sem einnig er ádeila á samband
manns og véla, á öriög mannanna á
tækniöld. Þar má sjá á skermi
mannshöfuð en yfir skerminum
hangir skrúfa eins og lftil vifta og
snýst annað veifíð. Um leið og
skrúfan snýst hringsnýst líka and-
litið á skjánum. Líkt og gleðibrems-
an undirstrikar þetta verk hið und-
arlega og ógnvekjadi nána samband
manns og tækja í nútímanum og
vekur upp spurningar um það hvort
við stýrum lengur tækninni eða
tæknin okkur.
Stærsta verkið á sýningunni teng-
ist þó fyrst og fremst upplýsinga-
flæði og - ofhlæði samtímans og þar
snýr Gisle út úr hinu þekkta hugtaki
„Global Village“ eða „heimsþorpi“
sem kandíski fræðimaðurinn Mars-
hall McLuhan setti fram á sjöunda
áratugnum til að lýsa framtíðarsýn
sinni á upplýsingasamfélagið þar
sem samskipti um tölvur og síma
yrðu orðin svo auðveld að allur
heimurinn yrði sem eitt lítið þorp.
Margir hafa litið svo á að þessi
heimssýn McLuhans hafi ræst með
örri útbreiðslu tölvutækninnar en
Gisle Froysland hefur greinilega
sínar efasemdir um gagnsemi eða
jákvæðar afleiðingar hins óhefta
upplýsingaflæðis. Á stóru, hringlaga
borði hefur hann stillt upp fjölda
hnattlíkana sem lýsast upp innan
frá á víxl um leið og óþægilegur há-
vaði streymir frá hátölurum allt um
kring og ruglingslegar myndir af
fólki og bílum á ferð renna yfir
sjónvarpsskerma sem felldir eru inn
í borðröndina. Niðurstaða hins
tæknivædda heims upplýsingaaldar-
innar er þannig ekki notaleg þorps-
stemmning eins og McLuhan sá fyr-
ir sér heldur tómur hávaði og
óþolandi linnulaust áreiti.
Það skemmtilegasta við verk
Froyslands er kannski af hve mikilli
hugkvæmni hann beitir tækninni til
að gagnrýna tæknisamfélagið.
Verkin verða þannig eins konar
þversögn og einmitt þeim mun
ágengari fyrir það, en sýna líka að
hér er ekki á ferðinni einhver ólund-
arlegur íhaldsfauskur heldur maður
sem skilur og kann að beita tækn-
inni. Fyrir það verður gagnrýni
hans beittari og marktækari.
A n il (I y r i IV o r r æ n a
h á s s i n s
ELSKU HELSINKI
FJÓRIR LJÓSMYNDARAR
I ANDDYRI Norræna hússins má
skoða ljósmyndir fjögurra ungra
finnskra kvenna sem túlka sýn á líf
fólks í Helsinki. Anna Elina Varakas
fer varfærnislega í verkefnið og
sýnir af arkitektúr í jugendstíl úr
gömlu hverfi í suðurhluta borgar-
innar. Kati Rapia reynir hins vegar
að veita áhorfendum leiðsögn með
því að blanda saman myndum frá
Islandi og Helsinki og tengja saman
náttúru og borg. Nina Patilá sýnir
ljósmyndir af ungu fólki úr hvers-
dagslífinu í Helsinki, á kaffihúsum,
úti á götu og heima. Loks þrengir
Maarit Hohteri sér alveg inn í
einkalífið og myndar fólk heima,
gjarnan í rúminu. Hún tekur mynd-
ir af vinum sínum og fjölskyldu og
segir verk sín vera eins konar dag-
bók um líf ungs fólks nú við alda-
hvörf. Myndir hennar minna óneit-
anlega á ljósmyndaraðir Nan
Goldin, en einmitt þessi mikla ná-
lægð við viðfangsefnið hefur ein-
kennt verk margra ungra lista-
manna í Finnlandi upp á síðkastið.
Finnar hafa látið mjög til sín taka
á sviði ljósmyndunar undanfarin ár,
einkum yngri listamenn, og sjást
verk þeirra nú á sýningum úti um
allan heim. Þetta litla sýnishorn sem
nú má sjá í Norræna húsinu er til
marks um þá miklu grósku í finnsku
listalífi sem ungt fólk hefur staðið
fyrir og væri gaman að sjá fljótlega
stærri sýningu á ljósmyndalist þess.
Jón Proppé