Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÞREIFANLEGUR ÁRANGUR STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Össur hf. hefur keypt bandarískt fyrirtæki, Flex-Foot Inc., fyrir 5,3 millj- arða króna. Saman verða þessi tvö fyrirtæki, hið banda- ríska og hið íslenzka, annar stærsti framleiðandi stoð- tækjalausna á heimsmarkaði. Össur hf. kaupir hið bandaríska fyrirtæki til þess að geta boðið heildarlausn á sviði stoðtækja, en það er talið mikil- vægt fyrir fyrirtæki sem þessi að hafa slíkar heildarlausnir og hafa einnig svigrúm til stækkunar. Bandaríska fyrir- tækið hefur sérhæft sig á sviði smíði gerviökkla og eru langfremstir í því. Ennfremur á fyrirtækið í þróunarverk- efni við MIT-háskólann í Bandaríkjunum um gerð gervi- hnjáliða, sem styðjast við gervigrind og er þess að vænta að sú vinna skili sér í markaðssetningu nýrrar vöru síðar á þessu ári. Hins vegar hefur Össur verið mjög framarlega í smíði á hulsum. Össur hf. hefur undanfarið komið sér upp sölukerfi í Evrópu, en Flex-Foot Inc. færir þeim gott dreif- ingar- og sölukerfi vestanhafs. Flex-Foot Inc. var stofnað árið 1982. Stoðtækjafyrirtækið Össur hf. er einmitt eitt bezta dæmið um hvað hugvit er verðmætt. Það er hátæknifyrir- tæki þar sem verðmætasköpun byggist að miklu leyti á starfsfólki og þekkingu þess. í fyrirtækinu starfa margir sérmenntaðir starfsmenn sem hafa viðað að sér reynslu og þekkingu, en hún er ein meginforsenda fyrir áframhald- andi vexti og viðgengi fyrirtækisins. Starfsmenn Össurar hf. eru nú um 130 talsins. Fyrirhugað er að fyrirtækin tvö verði áfram rekin sem sjálfstæðar einingar. Þessi fjárfesting Össurar hf. er mesta fjárfesting íslenzkra aðila í erlendri atvinnustarfsemi til þessa og væntanlega mun þessi fjárfesting stuðla að því að fyrirtækið verði í framtíðinni einnig skráð á bandarískum verðbréfamarkaði. Þetta fyrirtæki hefur um margt skapað sér sérstöðu í ís- lenzku viðskiptalífi. Starfsemi þess er á afar sérhæfðu sviði. Forystumenn þess hafa ekki barið bumbur í fjölmiðl- um eins og því miður er tízka nú til dags. Þeir hafa skilað þeim mun meiri áþreifanlegum árangri. Nú hafa þeir hasl- að sér völl á erlendum markaði með meiri fjárfestingu en íslenzk fyrirtæki hafa verið þekkt fyrir. Ekki er ofmælt að Össur sé með merkari fyrirtækjum sem vaxið hafa upp á íslandi á síðari helmingi aldarinnar. RÚSSLAND OG NATO UMMÆLI Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, í samtali við BBC síðastliðinn sunnudag, þess efnis að hann úti- lokaði ekki aðild Rússa að Atlantshafsbandalaginu í framtíð- inni hafa að vonum vakið töluverða athygli. Pútín ítrekaði í gær fyrri ummæli sín á kosningafundi og sagðist telja þau hafa verið fyllilega eðlileg. Hann hefur þó tekið fram að með þessu sé ekki verið að segja að Rússar stefni á aðild, heldur einungis að þeir vilji efla samstarf sitt við NATO og ef það samstarf verði í framtíðinni samstarf jafningja sé rússnesk aðild ekki óhugsandi. Viðbrögðin við þessari yfírlýsingu Pútíns hafa verið misjöfn. í ríkjum í austurhluta Evrópu, s.s. Póllandi, hefur þeim verið vísað á bug sem eins konar draumórum Rússa. I Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum hafa viðbrögðin verið varkárari. Fæstir taka þau bókstaflega og líta fremur á þau sem yfír- lýsingu af hálfu Pútíns um að hann vilji bæta samskiptin við Atlantshafsbandalagið. Samskipti Rússa og NATO hafa smám saman verið að fær- ast í eðlilegt horf, eftir að Rússar slitu formlegu samstarfí við bandalagið í kjölfar loftárásanna á Júgóslavíu í fyrra. I nýlegri heimsókn George Robertsons, framkvæmdastjóra NATO, til Moskvu, var ákveðið að taka upp þráðinn að nýju. Hingað til hefur það þótt líklegt til vinsælda í rússneskum stjórnmálum að ráðast með hörku á NATO og fordæma flest það sem bandalagið stendur fyrir. Það er því óneitanlega at- hyglisvert að Pútín skuli um þremur vikum fyrir forsetakosn- ingar sjá ástæðu til að ganga þetta langt í að ítreka mikilvægi samvinnu og góðra samskipta við ríki NATO og bandalagið sjálft. Eðlileg samskipti við Rússland hljóta að vera eitthvert mik- ilvægasta verkefni NATO og helsta tryggingin fyrir því að við- halda öryggi í álfunni. Þótt vart sé tímabært að ræða aðild Rússa að bandalaginu er nauðsynlegt að treysta þau tengsl sem fyrir eru, draga úr gagnkvæmri tortryggni og leysa þau deilumál sem uppi eru. Takist það má vel hugsa sér að Rússar og NATO geti í framtíðinni í sameiningu tekist á við vandamál er kunna að varða öryggishagsmuni beggja aðila. Skiptar skoð- anir um kosti einkafram- kvæmdar Hafnarfjörður hyggst fela einkaaðilum bygg- ingu og rekstur grunnskóla og leikskóla en Kópavogur hefur ákveðið að fara ekki leið einkaframkvæmdar. Guðjón Guðmundsson reifar sjónarmið varðandi þessa nýju aðferð við að fjármagna samfélagsleg verkefni. ISTEFNUYFIRLÝSINGU rík- isstjórnarinnar frá því í maí 1999 segir að stefna skuli að meiri hagkvæmni við opinberar framkvæmdir og að nýta kosti einka: framkvæmdar í auknum mæli. I skýrslu nefndar á vegum fjármálaráð- herra, sem kom út sumarið 1998, var lagt til að ríkisstjórnin legði áherslu á að færa ýmis verkefni ríkisins til einkaaðila með einkaframkvæmd á næstu ánim og segja má að fyrsta skrefið hafi verið stigið í nóvember 1998 þegar samningar um einkafram- kvæmd vegna Iðnskólans í Hafnarfirði voru gerðir og var þetta fyrsta útboð opinberra aðila hér á landi þar sem einkaframkvæmd var beitt. Hvalfjarð- argöng voru hins vegar fyrsta verk- efnið á sviði einkaframkvæmdar hér á landi. Mismunandi sjónarmið eru þó uppi um ágæti einkaframkvæmdar. Kópavogsbær afréð til að mynda að fara ekki þá leið við byggingu og rekst- ur leikskóla í bænum heldur standa sjálfur að framkvæmdinni. Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjómar, segir að ástæðan hafi einfaldlega verið sú að það hafi verið ódýrara fyrir bæjarfé- lagið að framkvæma sjálft. ,Að mínu mati eru menn í dag að skuldsetja sig með öðrum hætti en þeir hafa gert, það er að segja bæði með því að taka lán á bæjarsjóð og með kaupleigufyr- irkomulagi af þessu tagi. Við skoðuð- um þetta mjög vel hér í Kópavogi fyrir þremur árum í tengslum við byggingu leikskóla. Eftir að hafa skoðað þetta ákváðum við að fara ekki þessa leið því hún hefði orðið dýrari fyrir okkur. Því réð meðal annars fjármagnskostnað- urinn,“ segir Gunnar. Tvöfalt kerfi Hann segir að ávöxtunarkrafa af fjármagni til einkaframkvæmdar sé á bilinu 7-8% en þegar sveitarfélög byggi íyrir lánsfé sé ávöxtunarkrafan 5% eða þaðan af minna og það muni miklu um þetta á 25 ára greiðslutíma. Gunnar segir að í Danmörku hafi verið settar þær reglur að draga verði úr öðrum framkvæmdum sem fjár- magnaðar eru með lánsfé ef farið er út í einkaframkvæmd. „Menn eru í raun komnir í tvöfalt kerfi, þ.e.a.s. fram- kvæmdir sveitarfélagsins sjálfs, sem eru fjármagnaðar með sjálfsaflafé og lánsfé, og hins vegar framkvæmdir á vegum annarra aðila þar sem sveitar- félag eða ríki greiðir gjald fyrir afnota- rétt af mannvirkinu í formi leigu eða til eignar á löngum tíma.“ Gunnar kveðst telja einkafram- kvæmd varhugaverða leið sé hún valin í of miklum mæli. Þetta sé í reynd önn- ur leið til skuldsetningar. Hann bendir á að í Kópavogi hafi verið lögð öll áhersla á að hafa reksturinn í lagi til að bærinn hefði eigið fé til að framkvæma fyrir. Ekki virðist liggja ljóst fyrir hvort hægt sé að nýta sér einkafram- kvæmd án þess að það komi fram í skuldastöðu bæjarfélaga. „Vitaskuld er þetta skuldbinding viðkomandi sveitarfélags. Það þarf að sjálfsögðu að borga fyrir einkaframkvæmdina og það kemur fram í gjaldfærslu. Því verður minna eftir til rekstursins og ef hann er ekki í lagi fyrir getur komið upp sú staða að sveitarfélagið getur ekkert framkvæmt sjálft og neyðist til þess að fara út í einkaframkvæmdir. Þetta getur því orðið vítahringur og menn þurfa að vara sig á þessu. Það þarf að skoða málið ofan í kjölinn eins og Danirnir gerðu,“ sagði Gunnar. Hafnfirðingar riðu einmitt á vaðið með framkvæmd á vegum hins opin- bera sem alfarið var unnin undir merkjum einkaframkvæmdar þegar samningur um einkaframkvæmd vegna Iðnskólans í Hafnarfirði var undirritaður í nóvember 1998. Hafnar- fjarðarbær hefur jafnframt valið þá leið að bjóða út byggingu grunnskól- ans og leikskólans í Aslandi auk leik- skóla í Háholti sem einkaframkvæmd og er nú verið að ganga til samninga á grundvelli tilboða þar sem fram- Morgunblaðið/Sverrir Frá vígslu nýs húsnæðis Iðnskólans í Hafnarfirði. Einkaframkvæmd um rekstur skólans er talinn geta sparað 200-300 milljónir kr. í ríkisútgjöldum á gildistíma samningsins. kvæmdakostnaður er áætlaður á þriðja mOljarð króna. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa haldið því fram að skuldastaða bæjarins sé í reynd mun hæiri en op- inberar tölur gefa tilefni til að ætla þar sem kostnaður við fyrirhugaðar einka- framkvæmdir komi hvergi fram í fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár. Afgreiðsla fjárhags- áætlunar kærð í framhaldi af afgreiðslu fjárhags- áætlunar Hafnarfjarðarbæjar fyi-ir ár- ið 2000 kærðu bæjarfulltrúar Samfylk- ingarinnar afgreiðsluna til félagsmála- ráðherra. Þeir efast um réttmæti þess að hvergi skuli hafa verið getið um kostnað vegna fyrirhugaðra einka- framkvæmda_ við grunnskólann og leikskólann í Áslandi í fjárhagsáætlun- inni. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að í fram- lagðri fjárhagsáætlun komi fram að framkvæmdir verði 24,42% af skatt- tekjum bæjarins en í reynd verði það hlutfall mun hærra. í kærunni til fé- lagsmálaráðherra segir að fjárfesting á þessu ári verði 40% af skatttekjum séu fyrirhugaðar fjárfestingar í formi einkaframkvæmdar metnar inn í fjár- hagsáætlunina. Samkvæmt sveitar- stjórnarlögum skuli fara fram sérstök úttekt óháðs aðila á fjármálum sveitar- félags sé framkvæmdakostnaður um- fram 25% af skatttekjum. Tryggvi segir að að sínu mati sé það lykilatriði í þessu máli hvort einka- framkvæmd leiði til ódýrari niður- stöðu fyrir hinn almenna skattgreið- anda. Hann telur svo ekki alltaf vera. Hagstæðari lánakjör hins opinbera Ti-yggvi segir ljóst að sveitarfélög búi við hagstæðari lánakjör úti á markaðnum en einkaaðilar. Hin stæiri sveitarfélög hafi greitt 4,7-4,8% í vexti af þeim lánum sem hafa verið tekin á síðasta ári og lán verktaka beri að meðaltali um 1% hærri vexti. Þetta vegi mjög þungt í samningi sem taki til 25 ára. Þennan mun á vaxtakjörum þurfi einkaaðili að geta unnið upp með einhverju móti. Þennan viðbótarkostn- að þurfi ríki eða sveitarfélög ekki að glíma við. Tryggvi telur að tvennt geti einkum ráðið því að menn velji leið einkaframkvæmdar. Annars vegar sú von að fá hlutina gerða fyrir minna fé eða betur eða hvortveggja. „Hins veg- ar getur það verið markmiðssetning hjá sveitarfélagi að þurfa ekki að sýna skuldastöðuna í efnahagsreikningi og færa kostnað af einkaframkvæmd fremur undir rekstur. Það er freist- andi fyrir opinbera aðila, sem hafa slæma skuldastöðu, að fara þessa leið,“ segir Tryggvi. Það ríkir óvissa um hvernig eigi að fara með kostnað vegna einkafram- kvæmdar í bókhaldi sveitarfélaga og er málið til umfjöllunar hjá bókhalds- nefnd Sambands íslenskra sveitai-fé- laga. Ti-yggvi segir að samkvæmt lög- um og reglum um bókhald virðist einsýnt að það eigi að færa kostnað við einkaframkvæmd inn í efnahagsreikn- ing sem skuldir eða ígildi skulda. Til að fá endanlegan úrskurð hafi bæjai’full- trúai’ Samfylkingarinnar sent erindi til félagsmálaráðuneytis. Tryggvi hefur jafnframt bent á að miklu skipti í sambandi við fyrirhug- aða einkaframkvæmd við grunn- og leikskólann í Áslandi hvort fram- kvæmdaraðili fái virðisaukaskatt af byggingarkostnaði endurgi-eiddan í lok tímabils eða ekki. Ti-yggvi segir að um þetta atriði málsins leiki vafi sem nauðsynlegt sé að eyða. Talsvert miklu muni fyrir bæjarfélagið og ríkið hvort virðisaukaskatturinn fáist endur- greiddur eða ekki. Það verði að vega inn í heildarkostnaðinn við einkafram- kvæmd leigukostnað sveitarfélagsins af þjónustunni og hugsanlegt tap ríkis- sjóðs í virðisaukaskatti. „Það er alveg ljóst að menn geta ekki látið samninga af þessu tagi fljóta í lausu lofti. Það er í raun hvergi skilgreint hvernig eigi að fara með þá.“ Tillögnr bókhaldsnefndar Tryggvi hefur farið þess á leit við stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga að hún standi fyrir ráðstefnu um einkaframkvæmdir á vegum sveitarfé- laganna. Fjallað verði sérstaklega um hvernig sveitarfélög eigi að setja fram í áætlunum áfonn um einkafram- kvæmdir, sem geti falið í sér milljarða kr. fjárhagslegar skuldbindingar til lengri tíma, hvernig eigi að færa slíkar skuldbindingar fram í reikningum sveitarsjóða, hvernig einkafram- kvæmdir falla undir almenn lög um framkvæmdir á vegum sveitarfélaga og hver eðlilegur vinnuferill sé í því sambandi. Ennfremur hver sé skatta- leg meðferð einkaframkvæmdar, ann- ars vegar gagnvart sveitarfélögum og hins vegar ríki. Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitar- félaga, segir að erindi Tryggva hafi verið tekið fyrir á síðasta stjómar- fundi og ákveðið að efna til umfjöllun- ar á næstunni um kosti og galla einka- framkvæmdar. Jafnframt yrði tekið fyrir hvernig færa eigi einkafram- kvæmd í bókhald sveitai’félaga. „Bók- haldsnefnd Sambands íslenskra sveit- arfélaga er að skila tillögum um þetta. Aðalatriðið er að það komi glöggt fram í bókhaldi sveitarfélaga hverjai’ skuld- bindingar þess eru bæði í nútíð og til lengri framtíðar. Reikningar sveitar- félaga eiga því að vera vel samanburð- arhæfir hvað þetta varðar. Á næstu vikum verður efnt til ráðstefnu þar sem fjallað verður um þessi mál,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að einkafram- kvæmd eigi ekki að verða til þess að sveitarfélög fari að framkvæma langt umfram það sem nauðsynlegt er. ,Af 188 skólum á landinu er búið að einsetja 160 skóla á íslandi. Einka- framkvæmdimar beinast einkum að skólum, leikskólum og íþróttamann- virkjum en ekki einhverjum gæluverk- efnum. Ég tel að þegar gert er sam- komulag við einkaaðila geti það haft marga kosti í för með sér og tryggt betur en ella að eignum sé haldið við.“ 17% sparnaður vegna einka- framkvæmdar í Bretlandi SIGFÚS Júnsson, framkvæmdastjóri Nýsis hf. ráðgjafarþjónustu, segir út- tekt ráðgjafarfyrirtækisins Arthur Anderson fyrir breska fjármálaráðu- neytið á 250 opinberum verkefnum í fyrra hafa leitt í ljós að sparnaður við það að bjóða verkefnin út í einka- framvæmd hafl verið 17% miðað við kostnaðinn ef hið opinbera hefði sjálft staðið að framkvæmdunum. Nýsir er aðili að einkaframkvæmdarsamning- um vegna Iðnskólans í Hafnarfirði, leikskóla í Grindavik, leikskóla í Há- holti í Hafnarfirði, og hefúr Iagt inn tilboð vegna fleiri slfkra verkefna. Sigfús segir að ekki só þörf á að hið opinbera sinni sjálft allri þeirri þjón- ustu og uppbyggingu sem það ákveð- ur að almenningur njóti. Hann segir að í einkaframkvæmd felist það að hið opinbera geri samning við einka- aðila um að veita tiltekna þjónustu og er venjulega um að ræða umtalsverð- ar fjárfestingar, langan samnings- tíma og heildarlausn á verkefni. Einkaframkvæmd sé frábrugðin einkavæðingu að því Ieyti að opinber- ir aðilar hafa áfram afskipti af við- komandi verkefni með skilgreiningu á þjónustu, en einkavæðing gengur út á að færa verkefnið alfarið frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigfús segir að hér sé vissulega um að ræða skuldbindingu yfir samnings- tímann en kosturinn sé sá að eftir hann er kaupandi þjónustunnar laus. „Menn eru í auknum mæli að komast að því að það er kvöð að sitja uppi með gamlar byggingar sem þjóna ekki hlutverki sínu, eins og t.d. skóla- byggingar, að samningstfmanum loknum, vegna breyttra aðstæðna.“ Mest hagkvæmni í að draga úr framúrkeyrslu hins opinbera Sigfús segir að það sé rangt að einkaframkvæmd verði óhjákvæmi- lega dýrari en ef sveitarfélag stendur sjálft að verkefninu. Hann segir að þvert á móti hafi t.a.m. breska út- tektin, sem m.a. er greint frá á heima- síðu breska fjármálaráðuneytisins, leitt í Ijós að spamaður af einka- framkvæmd væri að meðaltali 17% vegna 250 verkefna þar í landi. I Bretlandi reyndist kostnaður að með- altali 10% yfir kostnaðaráætlun þeg- ar hið opinbera annaðist fram- kvæmdir, en einkaaðilar buðu að meðaltali 7% undir kostnaðaráætlun. Töluverð reynsla er komin af einka- framkvæmd í Bretlandi, þar sem fyrstu verkefnin af því tagi hófust ár- ið 1992. Samkvæmt úttektinni liggur hagkvæmni einkaframkvæmdar að stærstum hluta í því að áhættan er flutt frá hinu opinbera til einkaaðila og skýrast 60% spamaðarins af þessu. Einkaaðilinn bjóði fast verð og verði að standa við það, en algengt sé að opinberar framkvæmdir fari langt yfir kostnaðaráætlanir og nefnir Sig- fús sem dæmi byggingarkostnað vegna flugstöðvarinnar í Keflavík og endurbótanna í Þjóðleikhúsinu og Þjóðminjasafninu. Aðrir þættir í hag- kvæmni einkaframkvæmdar eru m.a. áhrif langs samningstíma á gerð mannvirkjanna, fyrirfram skilgreind- ar þjónustukröfur og samkeppni meðal bjóðenda. Sigfús segir að bilið á milli láns- kjara hins opinbcra og þeirra kjara sem verkefni í einkaframkvæmd njóta minnki stöðugt cftir því sem einkaframkvæmdin festir sig betur í sessi. Hann segir að fjármagnskostn- aður sé að meðaltali innan við þriðj- ung af heildarkostnaði verkefna og stofnkostnaður um 35%. Vaxtamunur einkaframkvæmdar og hins opinbera í Bretlandi séu 1-3 prósentustig og þennan mismun og gott betur vinni einkaaðilarnir upp með lægri bygg- ingarkostnaði og lægri rekstrar- kostnaði. Þau rök að hið opinbera njóti hagstæðari lánskjara en einka- aðilar dugi því skammt, þar sem fjár- magnskostnaðurinn er ekki nema þriðjungur af heildarkost naðinum. Sigfús segir að hér á landi fái einka- aðilar í mesta lagi 0,5-1% lakari kjör en hið opinbera og munurinn fari lækkandi. Þá megi ekki gleyma því að einkaaðili stýri lánsfénu betur og hafi til þess tæki og heimildir. Hið opin- bera geti ekki stýrt lánsfénu á sama hátt. Sigfús kveðst saminála því að ganga verði hægj. um gleðinnar dyr. Upp úr standi þó að einkafram- kvæmd sé í mörgum tilvikum hag- kvæmari leið og það eigi ekkert síður við um gatnagerð og hafnarfram- kvæmdir en uppbyggingu skóla- mannvirkja. Viðbrögð við ummælum Þorgeirs Eyjólfssonar um að trýggja þurfi 240 þús. tonna álver Stærð álvers trygg- ing fyrir hagkvæmni Tölvumynd af álveri því sem fyrirhugað er að byggja í Reyðarfirði. Yfirlýsing Þorgeirs Eyjólfssonar, stjórnar- formanns Þróunarfélags- ins, um lágmarksstærð álvers á Reyðarfírði hef- ur vakið talsverða at- hygli. Forstjóri Lands- virkjunar segir stærð fyrirhugaðs álvers alfarið mál fjárfesta, fram- kvæmdastjóri Hæfis segir ljóst að hagkvæmni álvers aukist í takt við stærð þess og formaður Framsóknarflokksins segir það koma sér á óvart eigi einhver skammtímahugsun að ráða ríkjum. GEIR A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis ehf. og formaður stjórnar Reyðaráls, segir að legið hafi ljóst fyrir frá undirritun Hall- ormsstaðarsamkomulagsins í fyrra að stefnt sé að byggingu áfangasldpts ál- vers á Reyðarfirði og að fyrsti áfang- inn verði 120 þúsund tonn. Engum vafa sé hins vegar undirorpið að stefnt sé að mun stærra álveri, allt að 480 þúsund tonnum, og ljóst sé að hagkvæmni fyrirhugaðs álvers aukist í takt við stærð þess. Þorgeir Eyjólfsson, stjórnarfor- maður Þróunarfélags Islands, en fé- lagið á hlut í Hæfi ehf. sem undirbúið hefur fjármögnun álversins, sagði á aðalfundi félagsins á mánudag að frá upphafi yrði að tryggja möguleika á uppbyggingu að minnsta kosti 240 þúsund tonna álvers við Reyðarfjörð, ætti grundvöllur þess að vera eins traustur og kostur er frá því rekstur hefst. Bætti hann við að 120 þúsund tonna álver, eins og það sem nú væri miðað við, væri of lítið til að standast hagkvæmnis- og arðsemiskröfur og lágmarksstærð væri 200 þúsund tonn. Þorgeir, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzlun- armanna, sem hefur sýnt því áhuga að fjárfesta í álverinu, benti á að langt væri í lok samninga gagnvart Norsk Hydro og Landsvirkjun og fyrr yrði ekki hægt að leggja þennan fjárfest- ingarkost fram til kynningar þannig að hægt væri að greina hugsanlegum fjárfestum og lánveitendum frá arð- semisútreikningum. Jafnframt yrði að liggja fyrir starfsleyfi fyrir verksmiðjunni. „Ég fæ ekki séð að neitt hafi breyst að því er varðar mat á stærðarhag- kvæmni í áliðnaði. Þessi atvinnugrein er fjárfrek og samkeppni afar hörð. Þegar illa árar í áliðnaði eru það hag- kvæmustu álverksmiðjurnar sem lifa af, hinum er lokað. Álver á Austur- landi á að geta orðið mikilvæg stoð í atvinnulífi landsbyggðarinnar og af þeirri ástæðu tel ég að ekki megi taka neina áhættu varðandi samkeppnis- hæfni slíks fyrirtækis,“ sagði hann á fundinum. Áfram miðað við áfangastækkun Sagði Þorgeir það skoðun sína að erfitt kynni að reynast að safna sam- an framtaksfé til byggingar á 120 þúsund tona álveri án þess að fyrir lægi annars vegar starfsleyfi stækk- aðs álvers og hins vegar samningur af einhverjum toga við stjórnvöld og Landsvirkjun um afhendingu frekari orku til stækkaðs álvers séð frá sjón- arhóli væntanlegra fjárfesta. „Vinna okkar að undanförnu hefur verið tvenns konar, annars vegar að kanna arðsemi fyrsta áfanga álvers upp á 120 þúsund tonn og hvort hann geti staðið einn og sér. Hins vegar að velta upp möguleikum á stækkun verksmiðjunnar. Gert var ráð fyrir slíkri stækkun í umhverfismati því sem umhverfisráðherra felldi nýlega úr gildi og án þess að það hafi verið ákveðið sérstaklega geri ég ráð fyrir því að áfram verði miðað við áfanga- stækkun álvers í nýju umhverfismati sem lagt verður fram innan tíðar,“ segir Geir A. Gunnlaugsson. Aðspurður um þau orð Þorgeirs, að erfitt kunni að reynast að safna fram- taksfé til byggingar 120 þúsund tonna álvers, segir Geir að erfitt sé að leggja mat á slíkt, eins og sakir standi nú. Enn sé hagkvæmni slíks fyrsta áf- anga ekki ljós og um leið sé ekki Ijóst hvernig stækkun yrði háttað og hvaða skilyrðum hún yrði háð. Allir viti þó að markmiðið sé að byggja verulega stórt álver, því það sé mat manna að stærðin sé í raun ákveðin trygging fyrir hagkvæmni. En hvers vegna þá að stefna að fyrsta áfanga upp á 120 þúsund tonn? Hvers vegna ekki t.d. 200 þúsund tonna álver, eins og Þorgeir Éyjólfs- son telur að sé í raun lágmarksstærð? Geir segir að byrjunaráfanginn komi einvörðungu til vegna þeirrar stað- reyndar að lengi hafi legið fyrir að ekki sé unnt að útvega orku fyrir stærra álver innan viðunandi tíma. „Vilji menn stærra álver þarf að kanna aðra orkumöguleika og þeir liggja ekki fyrir nú um stundir. Því er ljóst að miklu lengri tíma tæki að vinna að og miða við nýtingu þeirra. Vissulega er mjög æskilegt að fyrir liggi sem allra mestar upplýsingar um þá staði sem gefa möguleika á hagkvæmri orku hér á landi. Kára- hnjúkar falla t.d. undir það, en þetta er mjög langur ferill og í engu sam- ræmi við Fljótsdalsvirkjun. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að hún myndi hefja framleiðslu árið 2003, en því gæti nú seinkað eitthvað. Allir aðrir möguleikar yrðu tilbúnir mun seinna, svo munað getur nokkrum árum, og því er í raun ekki unnt að miða við þá eins og sakir standa." Venjan að líta á arðsemi til lengri tíma Geir leggur áherslu á að nú þegar liggi fyrir að orka frá fyrirhugaðri Fljótsdalsvirkjun dugi ekki ein og sér til að anna fyrsta áfanga álvers í Reyðarfirði, annaðhvort þurfi að stækka Fljótsdalsvirkjun eitthvað eða virkja annars staðar, t.d. í Bjarn- arflagi eða við Kröflu. „Við þurfum meiri orku,“ segir Geir. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og fyrsti þingmaður Austur- lands, segir að í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar komi fram að stefnt sé að því að álverið verði 480 þúsund tonn. „Það er ekki hægt að ganga frá endanlegum samningsskuldbinding- um um það fyrr en farið hafa fram nauðsynlegar rannsóknir og um- hverfismat. Það er venjan hjá fjár- festum að líta á arðsemi til lengri tíma og það kemur mér á óvart ef einhver skammtímahugsun á að ráða ríkjum. Nú, ef Lífeyrissjóður verslunar- manna eða Þróunarfélagið treysta sér ekki til þess að vera með verður að kanna hvort einhverjir aðrir eru til- búnir til þess. En ég er sannfærður um að þetta er fjárfesting sem mun skila góðri arðsemi til lengri tíma litið og að mínu mati er það aðalatriðið." Halldór, sem staddur er í Rúss- landi ásamt aðilum úr viðskiptalífinu, segist hafa séð það á ferðalagi sínu um Rússland þessa dagana að þeir sem hafa fjárfest þar hafi haft eitt- hvert tap af því fyrst til að byrja með. „En þeir hafa hugsað sínar fjárfest- ingar til lengri tíma og ekki látið skammtímasjónarmið ráða. Ég tel að hið sama sé upp á teningnum í þessu tilviki. Hvort hægt verður að tryggja það að fyrsti áfangi verði 200-25Ö þúsund tonn finnst mér heldur ólík- legt og sé það ekki fyrir mér nema framkvæmdum seinki. Það liggur fyr- ir að Bjarnarflag er líka nauðsynlegt til að tryggja 120 þúsund tonna fram- leiðslu. Þar að auki liggur fyrir að hægt er að stækka Kröfluvirkjun um 30 megavött, en það dugar ekki í það sem Þorgeir talaði um í ræðu sinni á aðalfundi Þróunarfélags Islands,“ sagði Halldór. Landsvirkjun miðar við Hall- ormsstaðarsamkomulagið Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrst og fremst sé stærð fyrirhugaðs álvers á Reyðarfirði mál fjárfesta, ekkf Landsvirkjunar. „Þeir hljóta að velta því fyrir sér hversu stórt álverið þurfi að vera og hve mikla tryggingu þeir þurfi fyrir stækkun," segir hann. Friðrik segir Landsvirkjun hafa tekið þátt í þessu samstarfi á grund- velli yfirlýsingarinnar frá Hall- ormsstað í júní í fyrra og af hendi fyr- irtækisins standi til að halda því áfram þar til um annað verði samið. „í Hallormsstaðarsamkomulaginu er miðað við álver sem í upphafi er 120 þúsund tonn og jafnframt kveðið á um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því pg kanni hvort unnt sé að útvega raf- magn úr Kárahnjúkum í framtíðinni svo unnt sé að stækka álverið. Það liggur hins vegar ljóst fyrir, og hefur alltaf gert, að slík vú-kjun þyi’fti að fara í gegnum lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum þegar og ef af fram- kvæmdum við hana verður,“ segir Friðrik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.