Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 39
r MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 39 UMRÆÐAN Byggðastefna í öngstræti A VIÐSKIPTAÞINGI Verslunar- ráðs Islands fyrir skömmu lýsti Sig- urður Gísli Pálmason eftir nýjum landamerkjum í byggðamálum á Is- landi. Undir þetta tók m.a. leiðara- höfundur Viðskiptablaðsins og telja þeir að hugsanlega sé of mikium fjár- munum varið til að viðhalda ástandi sem tilheyrir fortíðinni en minna til að byggja upp til framtíðar. Þeir lýstu þeirri skoðun sinni að sú byggðastefna sem rekin hefur verið hafi runnið sitt skeið á enda. Undirritaður getur að flestu leyti tekið undir það sem þarna var sagt. I raun vii ég ganga enn lengra og kasta þessu byggðastefnuhugtaki alger- lega fyrir róða. Ég tel enga þörf á byggðastefnu. Við það að færa landa- merki byggðamála suður í Leifsstöð (og jafna um leið atkvæðisrétt allra landsmanna) munum við undirstrika það að á bak við þessi landamerki býr þrátt fyrir allt ein þjóð. Margt undarlegt hefur verið skrif- að, sagt og gert í nafni byggðastefnu. Sérstakiega hefur verið reynt að sannfæra fólk um það að hagsmunir, vilji og langanir fólks í Reykjavík og annarra landsmanna séu um flest ólík. Jafnvel í ofangreindri forystugrein kemur fram þessi skoðun, þ.e. að í Reykjavík sé fullkomið þjónustu- og þekkingarhagkerfi en annai’s staðar sé fyrst og fremst frumvinnsluhag- kerfi við lýði og að þann- ig þurfi framtíðin að vera. Að vísu hefur mestöll uppbygging á þjónustu og umsvifum ríkisins átt sér stað í Reykjavík. Þar falla til u.þ.b. 60% af útgjöldum n'kisins þrátt fyrir að fólksfjöldi sé „aðeins“ u.þ.b. 40% af hefldar: fjölda íslendinga. í Reykjavík eru einnig tæplega 65% af öllum stöðugfldum stofnana og fyrirtækja ríkisins þrátt íyrir ofangreint hlutfall af mannfjölda. Tfl annarra landshluta fer íyrst og fremst framkvæmdafé sem ekki skapar sömu veltu og umsvif í kring- um sig. Það skapar heldur ekki út- svarstekjur eða fasteignagjöld fyrir sveitarfélögin. Þetta háa hlutfall rík- isumsvifa á einum stað er einstakt í heiminum. Ríkið hefur meira að segja beitt sér fyrir stórkostlegri uppbygg- ingu á stóriðju í höfuðborginni og fengið sérstakt leyfi hjá EES til að styrkja fyiirtæki við að setja upp verksmiðjur í Hvalfirði af því að norðurströnd hans er á opinberri landsbyggðO) Þeir þjóðflutningar sem átt hafa sér stað, sérstaklega nýliðinn áratug, eru fyrst og fremst drifnir af þessum umsvifum. Þeir eru Sigurður Jónsson því ekki eitthvert nátt- úi-ulögmál og hægt er að snúa þeim jafnauð- veldlega og þeim er núnaviðhaldið. Sem betur fer hefur þessi stórkostlega upp- bygging í höfuðborg- inni skapað góðan jarð- veg og gott skjól fyrir fjölbreytta atvinnu- starfsemi einstakhnga og fyrh’tækja sem njóta beint og óbeint góðs af þesum umsvif- um. E.t.v. væru mörg þessara fyrirtækja ekki að skapa jafnmörg Alþingi árið 1000 og árið 2000 MEÐ LOGTOKU kristninnar fyrir einni þúsöld urðu þau megin- þáttaskil að hver ein- staklingur varð með skírninni helgaður Guði almáttugum sem þýddi aukna mannhelgi og aukinn persónurétt. Þetta var kenning kristinnar kirkju. Margvíslegur óvani sem kristnir menn töldu einkenna heiðin- dóm var afnuminn með lögum og innrætingu. Barnaútburður, blót og hrossaketsát og „an- imalismi" sem fylgdi blótum heiðinna manna, en á þeim samkomum fóru fram athafnir tengdar hrossum, sem kristnin for- dæmdi algjörlega sbr. Oluf Kols- rud: Norges kyrkjesoga. Oslo 1958. Fyrsta bindi. Barátta kirkjunnar fyrir nýrri meðvitund varð löng saga og stendur enn þann dag í dag. En inntakið er ennþá mannhelgin sem er staðfest með hinu eldforna ritúali, skírninni. Þar með fylgdi lögbinding persónuréttar, frelsi hvers einstaklings til að ráða eigin lífi og hugsunum án afskipta og snuðurs hins opinbera geira. Mann- helgi og persónuréttur voru þættir sem mörkuðu umræðuna í hel- lenskri heimspeki - sbr. kenningar Platóns og Aristótelesar o.fl. o.fl. En með kristninni skerpast kenn- ingarnar. Hippókratesareiðurinn er vottur um helgi einkasambands og trúnað- ar læknis og sjúklings, sem ekki má rjúfa undir nokkrum kringumstæð- um, hliðstæða við skrifta-trúnað klerka. Einkamál voru heilagur réttur. Það er ekkert undrunarefni að það skuli einkum vera læknar hér á landi sem harðast standa gegn yfir- gangi ríkisvaldsins sem birtist í lög- um um miðlægan gagnagrunn. Við- horf þeirra mótast eðlilega af hinni skilyrðislausu kröfu um trúnað við skjólstæðinga sína, kröfu um kurt- eisi og hefðbundna „mannsiði" sem siðmenntuð þjóðfélög iðka. Það sýnir glöggt vúlgarisma og einfeldningshátt núverandi ríkis- Siglaugur Brynleifsson stjórnar og meiri- hluta Alþingis að gína við þeim ágæta „Pípu- leikara frá Hamelin", sjá Grimmsævintýri og Perrault - aftur- gengnum, sem leikur yndislega í eyru ís- lenskra ráðamanna um að „ef ég fæ einkarétt á að eignast alla sjúkrasögu þjóð- arinnar, þá fáið þið milljarðafúlgur í stað- inn“. Reyndar þarf að rjúfa trúnað læknis og sjúklings en hverju skiptir það er árangurinn verður „Brave New World“. Eins og öllum má vera kunnugt er kortlagning gena mannsins vandræðamál. Það hefur verið unn- ið að þessu verkefni í áratug eða meii-a og alltaf fjölgar genunum. Því meira sem menn vita um þau því rýrari verður þekking stað- reynda. En við þetta búa vísinda- rannsóknir og þetta er öllum vís- indamönnum augljós staðreynd. Og afrek Alþingis um árið 2000 er: Að afnema helgasta persónurétt hvers einstaklings, trúnaðartraust til annars aðila, einkamál og þar með persónuréttinn. Rannsóknir á borð við gagnagrunnsrannsóknir fara fram hér á landi og um allan heim án þess að einokun upplýsinga komi til. Rétturinn til einkaeignar er lög- bundinn í íslenskri löggjöf í textum allt frá umsögn Ara fróða um Hafl- iðaskrá 1117-1118 og til núverandi stjórnarskrár. Persónuréttur og eignarréttur eru samofnir. Eignar- hald og afnotaréttur bænda á al- menningum voru nótengd. Jarðir voru misstórar og sumar jarðeignir náðu yfir víðlend svæði og ná enn þann dag í dag, víða allt til jökla, stór svæði hálendisins eru almenn- ingur sem nýttur er til beitar og ýmissa hlunninda og veiða. Þessi réttur er tryggður þegar eftir stofnun Alþingis. Eignarréttur á landi og margvís- legar nytjar lands og almenninga var eins og áður segir og er tryggð- ur í lögum. Deilur um landamerki Eignarhald Frumkvæðið að afnámi einkaeignar bænda á stórum hlutum hálendis Islands, segir Siglaugur Brynleifsson, er að finna í samþykktum Al- þingis undanfarið. og hlunnindatöku voru mjög tíðar, sjá Landsyfirréttardóma, Hæsta- réttardóma og Alþingisbækur sem er ólyginn vottur um viðhorf þjóð- arinnar til einkaeignar. Þessi réttur var og er ótvíræður, persónulegur eignarréttur og ef víðara er hugað þá er eignarrétturinn samofinn mennskri menningu og einn þeirra „strengja, sem menning þjóðarinn- ar er spunnin af‘. Frumkvæði að afnámi einkaeign- ar bænda og landeigenda á stórum hluta hálendis Islands er að finna í samþykktum Alþingis undanfarin misseri og síðasta átakið til að svipta eigendurna eignum sínum, voru þjóðlendu- og hálendislög ríkj- andi ríkisstjórnar. I stað þess að koma upp þjóðgörðum á ósnortnum víðernum hálendisins með hefð- bundnum afréttarnotum bænda, þá er tilgangurinn að nýta hálendið og vatnsföllin til virkjanaframkvæmda vegna stóriðju-hugsjónar núver- andi ríkisstjórnar og þein-a hags- munaaðila sem hafa það að atvinnu að ástunda umhverfisspellvirki á ósnortnustu víðernum Évrópu og eyðileggja endanlega þau „bláu víð- erni“ óspillt og ósnortin sem eru að- al íslenskrar náttúru. Bændur skulu samkvæmt þessum lögum sviptir eignarrétti. Það er engu lík- ara en að hagsmunaaðilarnir Landsvirkjun og ríkisstjórn feti ná- kvæmlega slóð sovétkommúnista um virkjanir og eyðingu bænda- stéttarinnar á velmektarárum Len- ins og Stalins. Höfundur er rithöfundur Byggðamál Við að færa landamerki byggðamála í Leifsstöð munum við undirstrika, segir Sigurður Jónsson, að á bak við þau býr þrátt fyrir allt ein þjóð. áhugaverð störf og jafngóðar tekjur og raun ber vitni ef ekki hefði þessa skjóls notið við. Nú höfum við rekið þessa byggð- astefnu fyrir Reykjavík í marga ára- tugi, og ég er fullkomlega sammála þeim sem segja að nú sé mál að linni. Það vfll oft gleymast í umræðunni að á hinni svokölluðu landsbyggð búa þrátt fyrir allt tugir þúsunda „venju- legra" Islendinga. Mikill meirihluti þeirra hefm- aldrei átt kvóta, aldrei stundað loðdýrarækt né laxeldi og stundar ekki landbúnað. Meirihluti þessa fólks býr í bæjum og þorpum ýmiss konar og vinnur fjölbreytta vinnu. Sumir vinna við svokallaða grunnframleiðslu en flestir vinna ým- iss konar þjónustustörf. Margir vinna jafnvel við svokallaðan þekkingariðn- að, hjá framsæknum hátæknifyrir- tækjum á alþjóðamarkaði. Þessi þög- uli meirihluti landbyggðarmanna á auðvitað flest sameiginlegt með al- mennum íbúa Reykjavíkur. Þetta fólk á svipaðar vonir og þrár, það hef- ur bara valið meiri sjó, fleiri fjöll og færra fólk í sitt nágrenni. Það sem kallað hefur verið byggða- stefna hefur oftast verið tengt stuðn- ingi við ákveðna atvinnuvegi. Oft jafnvel með dapurlegum afleiðingum fyrir viðkomandi atvinnuveg. Með nýrri lífskjarastefnu fyrir alla íslend- inga þarf smátt og smátt að hætta öll- um atvinnugreinastuðningi. Þess í stað þarf að tryggja eðlflegt jafnræði íbúa landsins. Eða hvemig dettur mönnum í hug að kalla það byggða- stefnu þó fólk geti sent börn og ungl- inga í skóla eða keyrt sæmilega vegi milli landshluta. Ný lífskjarastefna snýst því miður ekki um kvótann heldur. Hún snýst miklu frekar um menntaskólana, háskólana, sjúkra- húsin, vegina og flugvellina. Og hún snýst líka um hefðbundna starfsemi og eðlileg umsvif rfldsins. A hveijum degi dregur rfldð eitt og eitt starf til Reykjavíkur. Þrátt fyrir einkavæð- ingu og niðurskurð hjá ríkinu mun það halda úti ákveðinni starfsemi það verður að vera jafnvægi á dreif- ingu þess um landið. Núna er víða hálfgert reiðileysi og jafnvel vonleysi hjá sumu fólki víða um landið. Ég er líka hræddur um að einhveijum brygði í brún ef einn dag- inn yrði lokað á starfsemi sem tugir prósenta Reykvfldnga eru háðir, s.s. Landspítalann og Háskólann, og fólki sagt að andskotast til að finna sér vinnu við ferðaþjónustu og handverk (!) Við þurfum núna alvarlega heit- strengingu opinberra aðila um upp- byggingu þjónustukjama e.t.v. með þjónusturadíus uppá tveggja klukktf"” stunda akstur. í kringum þá, og milli þeirra, verði samgöngur stórbættar og lagt í tímabundið átak í uppbygg- ingu á atvinnu, menntun og menn- ingu. Ég trúi því að við séum flest sam- mála því að byggja landið að ákveðnu marki og nýta kosti þess við ýmiss konar atvinnustarfsemi, líka „frum“- greinar eins og fiskveiðar, landbúnað og ferðaþjónustu. Þvi er augljós arð- semi þess að byggja víðar en við Faxaflóann. Síðast en ekki síst höfum við íslendingar þörf fyrir valkosti varðandi búsetu. Þrátt fyrir að víg- lína byggðaröskunar sé að sumra áliti að flytjast suður á Miðnesheiði þá má ekki gleymast að fyrir þúsundir íá-“ lendinga er landsbyggðin þeirra Is- land og sé sá valkostur ekki fyrir hendi geta menn allt eins fært sig til annarra landa. Höfundur er skipatæknifræðingur, býr á Isafirði og vinnur þar í þekk- ingariðnaði. V onbrigði ÞAÐ hefur verið dap- urlegt að lesa tvær greinar Jóns Sigurðs- sonar, fyrrverandi for- stjóra Járnblendi- verksmiðjunnar í Hval- firði, um æskflegan hámarksafla nytja- stofna í Morgunblaðinu síðustu daga. Jón hefur þessa hrinu með því að rökstyðja með tölum að fiskveiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar sé ekki trúverðug og standist ekki dóm reynslunar. Þetta álit Fiskveiðar Pétur Bjarnason Grein Jóns Sigurðssonar verður því ekki flokkuð á annan hátt, segir Pétur Bjarnason, en að vera skólabókardæmi um lélegan málflutning rökþrota manns. og sá rökstuðningur sem Jón leggur til gi-undvallar því stenst ekki þegar tölur Jóns eru skoðaðar nánar og settar í fiskifræðilegt samhengi. Kristján Þórarinsson, stofnvist- fræðingur hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna, bendir í afar vinsamlegri, mál- efnalegri og kurteis- legri grein á þá mein- baugi, sem eru á röksemdafærslu Jóns. Kristján setur mál sitt fram á einfaldan og skiljanlegan máta og hefði Jóni verið í lófa lagið að grípa tfl mál- efnalegra andsvara, ef hann hefði haft tfl þess rök. Jón velur hins veg- ar aðra leið. Hann böl- sótast eins og götu- strákur; finnur LÍJJ allt til foráttu og telíú' hagsmunatengsl þess við ráðgjöf Hafró þess eðlis að ekki sé á starfsmenn þeiira hlustandi. Greinin verður því ekki flokkuð á annan hátt en að vera skólabókar- dæmi um lélegan málflutning rök- þrota manns. Fyrir mig eru það mikil vonbrigði, því ég hef oft verið ánægð- ur með greinar Jóns Sigurðssonar og fundist hann rökvís og snjall í grein- ingu ýmissa þjóðþrifamála. Sá hæfi- leiki virðist hins vegar kominn í hvfld. Það eru mörg álitaefni í íslenskum sjávarútvegi og ekki hægt að amast við því að skoðanir manna séu skipt- ar. Það er hins vegar grundvallar- krafa að opinber skoðanaskipti séu málefnaleg og menn eigist við mdif rökum. Aðrir dæma sig úr leik. Það á jafnt við um Jón Sigurðsson og aðra. Höfundur er sjávnrútvegsfræðingur og fommður stjórnar Fiskiféiags ís- lands. Bylting Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! V1R0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn. VIR0C byggingaplatan er platan sem verkíræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Viroc utanhússklæðnlng PP &CO Leitið upplýslnga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: SS3 86401 568 6100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.