Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 21
Átök fólksins
og flokks-
vélanna
Kjósendur í London standa nú í sérstökum
sporum. Sérframboð Ken Livingstone
til borgarstjóraembættisins leysir svo
margt úr læðingi, að aldrei fyrr hafa
Bretar horft upp á aðra eins kosninga-
baráttu. Það er sagt, að nú takist fólkið og
flokkarnir á. Freysteinn Jóhannsson er í
London og rekur gang mála.
Reuters
Ken Livingstone veifar til stuðningsmanna og fréttamanna sem safnast höfðu saman undir Erosar-styttunni á
Piccadilly-torgi í miðborg Lundúna í gær.
ÞAÐ er ekki ónýtt veganesti, sem
Ken Livingstone leggur upp með;
fyrsta skoðanakönnun, sem gerð var
eftir að hann tilkynnti um sérfram-
boð sitt, birtist í þriðjudagsblaði The
Guardian og þar er hann með 68% at-
kvæða. Sá, sem næstur honum kem-
ur, er frambjóðandi Verkamanna-
flokksins, Frank Dobson, með 13%.
Það munar um minna!
Reyndar má segja að Livingstone
sé búinn að vera borgarstjóri að nafn-
inu til í tvö ár. Allar götur síðan rflds-
stjórn Verkamannaflokksins ákvað
að setja borgarstjóraembættið aftur
á laggimar, hafa Lundúnabúar fylkt
sér um hann í skoðanakönnunum. Og
barátta hans við forystu Verka-
mannaflokksins um að fá að keppa að
framboði og atburðarásin eftir fram-
bjóðandakosningarnar hefur verið
eitt aðalmálið á brezkum stjórnmála-
vettvangi. Og sú kosningabarátta,
sem nú er að fara í gang, mun án efa
varpa skugga á flest annað og eftir-
mál kosninganna kann líka að bera
hátt á brezkum stjórnmálahimni.
Allt lagt undir
Allt frá því að Ken Livingstone
leiddi borgarráðið, sem Margaret
Thatcher leysti upp á sínum tíma,
hefur hann átt sér þann draum að
halda aftur um stjómvölinn í London.
Pólitískt hefur hann verið eins konar
útlagi í eigin flokki sakh- vinstri-
mennsku og andstöðu við valdhafana.
Rauði-Ken var hann kallaður. Og
honum hefur verið gefið að sök að
kunna ekki annað en skara eld að eig-
in köku. En hvernig sem valdhafar
flokksins hafa sniðgengið hanh og út-
húðað honum, hefur hann alltaf átt
greiða leið að hjörtum kjósendanna.
Og nú hefur Ken Livingstone lagt allt
undir þá leið. Hann hefur gengið á
bak orða sinna og sagt skilið við flokk
sinn til þess, eins og hann segir, að
berjast fyrir rétti Lundúnabúa til að
ráða sér sjálfir borgarstjóra.
Það heftir oft verið ömurlegt, en þó
hálft í hvom spaugilegt, að fylgjast
með raunum flokksforystunnar í við-
ureign hennar við Ken Livingstone.
Framan af sátu menn á alls kyns
fundum og reyndu að finna leiðir til
þess að halda honum frá keppninni
um að verða borgarstjóraefni flokks-
ins. Livingstone sagði eitthvert sinn
sjálfur að flokkurinn væri að reyna að
smíða reglur, sem segðu eitthvað á þá
leið, að frambjóðandi flokksins mætti
ekki vera svona og alls ekki hinsegin.
I lokin hafi gáfnaljósið í hópnum
smíðað hina fullkomnu reglu; fram-
bjóðandi Verkamannaflokksins má
ekki vera Ken Livingstone!
Þama rataðist Livingstone reynd-
ar satt á munn, því þótt reglan sú hafi
ekki verið fest á blað, þá varð hún sú
óskrifaða forskrift sem valdhafar
Verkamannaflokksins hafa farið eft-
ir. Fyrst var Glenda Jackson send
fram á völlinn í trausti þess að leik-
konuvinsældir hennar myndu höggva
skarð í fylkingar Livingstone. En þar
sá ekki högg á vatni. Flokksforystan
gaf þá Glendu upp á bátinn, en hún
lét sér ekki segjast og hélt baráttunni
áfram allt til enda. Kom þá til kasta
Frank Dobson heilbrigðismálaráð-
herra. Og hann hafði það! Reyndar
með hjálp kosningakerfis, sem færði
honum 51,53% út á 24.000 atkvæði
meðan Livingstone fékk 48,47% út á
74.000 atkvæði!
Það voru þessi úrslit, sem Living-
stone sagði setja slíkan blett á fram-
boð Dobson, að hann ætti að víkja
fyrir sér sem frambjóðandi flokksins.
Þegar það ekki gekk eftir, ákvað Liv-
ingstone að láta kylfu ráða kasti og
fara í sérframboð.
En forysta Verkamannaflokksins
telur sig vita að nú hafi hún allt að
vinna og engu að tapa. Forskot Liv-
ingstone gerir það að verkum að
hann verður ekki tekinn neinum
vettlingatökum í kosningabaráttunni.
Honum verður núið því um nasir að
hann sé lyginn og ómerkilegur
stjómmálamaður og skelfingin í and-
liti Tony Blair, þegar hann sagðist
einlæglega trúa því, að Livingstone
yrði martröð fyrir London og íbúa
hennar mun kristallast í aðförinni
gegn honum. Reyndar hefur Frank
Dobson sagt að hann sé sinn eigin
herra í þessari kosningabaráttu og
reynir að skera á hveija þá taug, sem
hann sér liggja milli framboðs síns og
flokksforystunnar. En þótt flokksfor-
ystan geti litið af honum mun hún
ekki geta séð Livingstone í friði. Þau
átök munu skyggja á allt annað í
kosningabaráttunni. Og kannski
Dobson ætti ekki að sveifla hnífnum
of ótt. Aðstaða hans er ömurleg. En
það gæti verið líflína hans að leggja
áherzlu á að hann muni sem borgar-
stjóri geta átt farsælt samstarf við
forsætisráðherrann og flokk hans.
Það kynni að vinna með honum þegar
til kastanna kemur og kjósendur
standa frammi fyrir alvöru kjörklef-
ans.
Réttlætið fyrirgefur
Framboð Ken Livingstone er
merkilegt fyrir fleiri sakir en þær að
vera framkallað fyrir lýðræðið. Regl-
an er sú að kjósendur hafni stjórn-
málamanni, sem verður uppvís að
ósannindum. Eg hef ekki tölu á
hversu oft Livingstone útOokaði þann
möguleika að hann myndi bjóða sig
fram, ef svo færi að hann yrði ekki
valinn frambjóðandi Verkamanna-
flokksins. En atburðarásin og úrslitin
hjá Verkamannaflokknum hafa geng-
ið fram af fólki. í skoðanakönnun The
Guardian kemur fram að 90% kjós-
enda telja að brotið hafi verið á Liv-
ingstone og tæp 60% telja brottrekst-
ur hans úr Verkamannaflokknum
óréttlátan. Þá telja 78% óréttlátt að
þeir flokksmenn, sem styðja Living-
stone opinberlega, skuli líka reknir
úr flokknum. Réttlætiskennd fólks
segir þeim að fyrirgefa Livingstone.
Ætli þessar kosningar hafi ekki verið
þær síðustu, sem Verkamannaflokk-
urinn lætur fara fram eftir sínum úr-
eltu reglum? Að ganga af þeim dauð-
um er sigur út af fyrir sig.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig
Livingstone gengur að halda friðinn
við kjamafylgi Verkamannaflokksins
í London þegar á kosningabaráttuna
líður og flokkurinn hamast gegn hon-
um. Hann hefur sagt að ætlan sín sé
ekki að stofna nýjan stjómmálaflokk
og reyndar hefur hann sagt að það sé
sinn draumur að fá að ganga aftur í
flokkinn. Hann hefur hvatt stuðn-
ingsmenn sína í flokknum til þess að
vera þar um kyrrt. Hann hefur sagt
að hann muni setja frambjóðanda
flokksins, Frank Dobson, í annað
sæti þegar til kosninganna kemur til
þess að íhaldsflokkurinn hagnist
ekki á framboði hans, og hefur hvatt
stuðningsmenn sína til þess að gera
slíkt hið sama. Allt er þetta líklegt til
þess að ganga í augun á flokksfólkinu
og gera því fært að kjósa hann. Skoð-
anakönnun The Guardian sýnir að
75% fylgjenda Verkamannaflokksins
í London ætla á þessari stundu að
kjósa Livingstone.
Kosningavélar flokkanna munu
mala þindarlaust með frambjóðend-
um þeirra, en slíka maskínu hefur
Ken Livingstone enga. Þetta verður
barátta hins venjulega Lundúnabúa
gegn flokksvélunum, segir hann. Sem
stendur leikur sviðsljósið um sér-
framboð hans, en spumingin er
hversu lengi það verður og hvað tek-
ur við. Egóið er sezt, sagði Dobson,
þegar Livingstone hafði tilkynnt um
sérframboð sitt, og púaði í skeggið
um leið. Hann telur auðveldara að
koma höggi á Livingstone þegar
hann er lentur.
Livingstone viðurkennir að kosn-
ingasjóðurinn sé harla rýr og hann
kallar eftir hæfilegum framlögum al-
mennings. Hann segist þurfa 450
milljónir punda. Hér stend ég og get
ekki annað, segir hann og Lundúna-
búar hafa þegar tekið fram budduna
fyrir frelsishetju sína. En 450 millj-
ónir punda em mikið fé. Eitt verka-
lýðsfélag brá við hart í gær og lýsti
vilja til þess að styrkja kosningabar-
áttu hans. Þetta vom starfsmenn
neðanjarðarlestanna, enda má segja
að framtíð þeirra sé eitt helzta kosn-
ingamálið, þar sem Verkamanna-
flokkurinn vill einkavæða, en Living-
stone þvertekur fyrir slíkt og vill
lestarnar áfram í opinberri eigu. Tak-
ist Livingstone að fá nægt fé til þess
að halda sér gangandi, þótt ekki hafi
hann úr jafn miklu að spila og flokk-
arnir, þá er hann á grænni grein.
Ráðning fyrir ráðrfld
Það hefur verið mikil þrautaganga
hjá forystu Verkamannaflokksins
samfara stefnu hans um valddreif-
ingu. Endalaus afskipti hennar af
mönnum og málefnum, þrátt fyrir allt
sjálfstjórnarhjalið, hafa stimplað
Tony Blair sem purkunarlausan
valdasjúkling og sú mynd fælir fólk
frá flokknum í stómm stíl. Þar til Ken
Livingstone tilkynnti sérframboð sitt
í London var atburðarásin kringum
formannsskipti flokksins í Wales það
sem mest stakk í augun. Staða for-
mannsins losnaði og heimamenn
höfðu á að skipa manni, sem þeir
vildu fá til formennsku. En Millbank
(höfuðstöðvar Verkamannaflokksins)
var á öðm máli. Flokksforystan í
London sendi sinn mann á vettvang,
þröngvaði honum upp í formannssæt-
ið, missti meirihlutafylgið í Wales og
missti svo formanninn fyrir borð,
þannig að nú er sá tekinn við, sem
íbúar Wales alltaf vildu fá. Hliðstæð-
an við atburðarásina í London liggur
í augum uppi.
Þessi afskiptasemi flokksforyst-
unnar út og suður er talin ein orsök
þess, að þrátt fyrir stöðugar vinsæld-
ir nTdsstjórnarinnar hefur sveitai'-
stjórnarfylgi Verkamannaflokksins
hmnið af honum síðustu mánuðina. I
fyrsta skipti síðan 1992 hafa íhalds-
menn nú vinninginn með 36% at-
kvæða í kosningum síðustu sex mán-
aða á móti 35% Verkamannaflokks-
ins. Og menn vita sem er, að lætin í
London munu, ef eitthvað er, auka
þennan mun. I skoðanakönnun The
Guardian sögðust 66% í og með vilja
veita Tony Blair ráðningu fyrir ráð-
ríki hans með því að kjósa Living-
stone.
Það á eftir að koma í Ijós hversu
djúpum sámm kosningabaráttan í
London veldur. Bræður munu berj-
ast og þótt menn tali um að málefnin
eigi að ráða bendir allt til þess að
þetta verði fyrst og fremst persónu-
leg barátta. Og hún mun kljúfa
Verkamannaflokkinn niður í rót,
hvað sem hver segir. Það tekur tím-
ann sinn að sleikja sárin eftir svoleið-
is stríð. Tíminn er hins vegar af
skornum skammti, því að loknum
sveitarstjómarkosningunum 4. maí
verður ár í næstu alþingiskosningar.
Það mun ráða miklu um framtíð Tony
Blair á forsætisráðherrastóli hvort
flokkur hans verður þá gróinn sára
sinna eða ekki.
Zt-f
\
Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn
miðvikudaginn 22. mars 2000 á Hótel Loftleiðum,
þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
skv. 12. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögurog reikningar
félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18,
4. hæð, frá og með 20. mars, fram að
hádegifundardags.
Stjórn Olíufélagsins hf.
Esso
Olíufélagiðhf
www.esso.is