Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kraftaverk, kraftaverk. Yilja breytt forðagæslukerfí FYRIKOMULAG forðagæslu og lög um búfjárhald bárust oft í tal við al- mennar umræður á Búnaðarþingi á mánudag. Karl Kristjánsson gerði forða- gæslumál að umtalsefni í ljósi nokk- urra mála sem komið hefðu til opin- beiTar umfjöllunar á þessum vetri. Hann sagði að slík mál ættu sér að- draganda og langa sögu áður en til aðgerða kæmi. Hann sagðist telja að breyta þyrfti forðagæslukerfmu. Við núverandi skipan mála hafi forða- gæslumenn úr röðum bænda eftirlit með nágrönnum sínum og eigi auk þess að annast talningu fjár, sem hafi áhrif á greiðslumark viðkom- andi bænda. Þessu nágrannaeftirliti þurfi að breyta og sagðist Karl telja héraðsdýralækna réttu aðilana til að annast eftirlitið. Hilmar Össurarson sagði brota- löm í forðagæslunni og varpaði því fram að gera ætti landbúnað leyfis- skyldan rekstur þar sem bændur, sem hefðu leyfi til að búa með skepn- ur, gætu fyrirgert þeim rétti sínum. Jóhannes Ríkarðsson ræddi um forðagæslu og sagði frá reynslu Skagfirðinga af því að samræma forðagæslu í nýsameinuðu sveitarfé- lagi þar sem Búnaðarsambandi Skagafjarðar hefði verið falin um- sjón með forðagæslu. Hann kvaðst hafa haft efasemdir í fyrstu en fyrir- komulagið hefði tekist betur en búist var við. Vel hafi gefist að nota sæð- ingamenn til forðaeftirlits, lausráðna menn sem hvort sem er séu á ferð- inni. Landgræðslufulltrúarhafi líka yfirsýn og góða menntun og valdi starfinu mjög vel. í fyrra hafi verið harður vetur og þá var tekið ákveðið á vandamálum og þeim fylgt fast eft- ir en í ákveðnum sveitarfélögum hafi verið um uppsöfnuð vandamál að ræða. Þau tókst að leysa með per- sónulegri eftirfylgni og ráðlegging- um, án stórra aðgerða, og fyrir vikið hafi engin mál þurft að ganga lengra. SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI: 553 601 I • 553 7100 Þykk og góð springdýna 140x190cm Fjölbreytt úrval áklæða með óhreininda- vörn Rannsókn á störfum sérkennara Auknar kröfur til þekkingar AMORGUN verður kynnt niðurstaða rannsóknarinnar; Greining á starfi sérkenn- ara í grunnskóla árið 2000 á fundi í stofu 301 í Kenn- araháskóla Islands. Rann- sóknin er gerð að beiðni FÍS af Rannsóknaþjón- ustu Háskóla Islands og annaðist hana Hildur Svavarsdóttir sem mun greina f rá niðurstöðun- um. Rannveig G. Lund er formaður Félags íslenskra sérkennara (FIS), hún var spurð hvers vegna þessi rannsókn hefði verið gerð? „Ástæðan er sú að ný aðalnámskrá felur ekki í sér lýsingu á því hvernig börnum og unglingum með sérþarfir er mætt í grunnskólanum, þótt mjög skýrt sé tekið fram að grunnskólar eigi að taka við öllum börnum, fötluðum sem ófötluðum - eða eins og segir í námskránni; hvernig sem á stendur um atgend þeirra til líkama og sálar. Grunn- skólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt. I nýju aðalnámskránni er ekki komið inn á markmið og leiðir í því sam- bandi.“ - Er þá nánari skilgreingar þörfíþessum efnum? „Já, við teljum að svo sé þannig að hlutverk okkar, hvemig við sérkennarar komum að velferð barna, sé skilgreindara en það er nú í námskránni. Aðalnám- ski-ánni verður ekki breytt, þess vegna erum við að láta gera þessa rannsókn til þess að sjá hver þörfin er fyrir okkar störf og til þess að vita hvaða endurmennt- unar og símenntunar er þörf gagnvart störfum sem við erum að vinna og teljum að við þurfum að vinna í framtíðinni." -Hvernig var þessi rannsókn gerð? „Það voru tekin viðtöl við tutt- ugu sérkennara í Reykjavík og á landsbyggðinni, töluvert hátt hlutfall þeirra sinnir einnig fag- stjórn.“ - Hvað kom út úr þessari rann- sókn? „Sérkennarar í úrtakinu eru vel menntaðir, 70% þeirra eiga a.m.k. tveggja ára framhaldsnám að baki. Helstu breytingar sem hafa orðið frá starfslýsingu sem til er frá 1990 er sú að sérkennar- ar vinna nú mikið með greining- arpróf og ráðgjöf við almenna kennara og foreldra og verkefni fagstjóra - stjórnun, eru komin inn núna. Ráðgjöf við aðra kenn- ara hefur sem fyrr sagði aukist og foreldrasamstarf er mun meira en það var - þetta er þó á kostnað sérkennslunnar." - Hvers vegna hefur þessi þró- un orðið? „Fólk gerir sér betur grein fyr- ir erfiðleikum barna sinna í námi og tilfinningalegum erfiðleikum þeirra, foreldrar vilja fá úrræði og eru oft ósammála ___________ takmörkuðum úrræð- um sem skólarnir geta boðið. Skertari nem- endur koma nú inn í skólann en áður, nem- endur sem gera meiri kröfur til þekkingar sérkennara." -Hvað annað er á dagskrá fundarins í stofu 301 í Kennara- háskóla Islands á morgun? „Því verður einnig velt upp hvernig framhaldsmenntun fyrír kennara sem vilja auka menntun sína á kennslu barna með sér- þarfir verði og hvers konar menntunar sé í raun þörf fyrir Rannveig G. Lund ► Rannveig G. Lund fæddist í Reykjavík 6. desember 1949. Hún lauk kennaraprófi árið 1970 frá Kennaraskóla íslands, stúd- entsprófi frá menntadeild KÍ 1971 og BA-prófi í sérkennslu- fræðum 1990. Meistaraprófi í uppeldis- sérkennslufræðum með áherslu á greiningu á Iestr- arörðugleikum og gerð greining- arprófs á dyslexíu lauk hún 1996. Rannveig hefur verið almennur kennari og sérkennari, aðstoðar- skólastjóri og nú forstöðumaður Lestrarmiðstöðvar Kennara- háskóla íslands frá stofnun henn- ar 1992. Hún er gift Halldóri Gíslasyni, eiganda Tækni hf., og eiga þau þrjú börn. verðandi sérkennara í grunnskól- um.“ - Er hlutverk sérkennara orðið stærra en það var? „Já, það er meira en það var, flóknara og verkefnum hefur fjölgað. Það er út frá þeirri meg- instefnu að grunnskólinn sinni þörfum allra barna á aðgreining- ar.“ - Hvernig verkefni eru algeng- ust sem sérkennarar sinna? „Mikið þarf að sinna börnum sem eiga almennt erfitt með nám og fylgja ekki jafnöldrum sínum á einu eða mörgum sviðum í námi. Svo fjölgar þeim nemendum sem eiga í erfiðleikum félagslega og tilfinningalega. Loks er það svo þriðji hópurinn sem eru líkam- lega fatlaðir einstaklingar og greindarskertir." - Finnst þér rétt að hafa börn sem eiga í þessum erfiðleikum í almennum bekkjum? „Mér finnst það rétt svo fremi sem mönnun og fagþekking sé til staðar í skólunum." - Er það svo? „Nei, það er ekki svo. Það er skólanna að framkvæma þessa stefnu og vilji foreldra ræður hvort börn sem eiga við þessa erf- iðleika að stríða (mjög fötluð) gangi í almenna skóla eða séu í ________ sérskólum. Það er rétt- ur foreldranna að ráða þessu.“ - Eru nægiicga margir sérkennarar í starfi til að sinna þess- um verkefnum? „Nei, þeir eru það ekki. 1 Hlutverk sér- kennara meira og flóknara Reykjavík eru rúmlega tuttugu menntaðir sérkennarar £ 32 al- mennum skólum og þeir geta að- eins sinnt broti af þeirri sér- kennslu sem þörf er fyrir. Þess vegna hefur starf þeirra m.a. þróast út í ráðgjöf við aðra kenn- ara sem sinna sérkennslu og við almenna bekkjarkennara.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.