Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 37 UMRÆÐAN Lífrænar vörur eru vaxtarsproti í íslensk- um landbúnaði í NÁGRANNALÖNDUM okkar í Evrópu, sérstaklega þó Norðvest- ur-Evrópu, hafa lífrænar landbún- aðarvörur unnið æ stærri hlutdeild á matvörumarkaðnum. Þar má nefna frændur okkar Dani, en helmingur Kaupmannahafnarbúa reynir að kaupa sem flestar matvörur líf- rænar. Erlendis er litið á lífrænar landbúnaðar- vörur sem helsta vaxt- arsprota í landbúnaði og þær eru seldar á hærra verði þar. Þetta á þó ekki aðeins við um evrópska neytend- ur. Lífrænar vörur eru einnig í mikilli sókn í Ameríku, sérstaklega í henni norðanverðri. Þá má einnig nefna Japan, Nýja Sjáland og Ástralíu, auk þess sem mörg ríki þriðja heimsins sjá sér vaxandi hag í því að efla lífræna ræktun. Hormónar og fúkkalyf Það eru ekki síst framleiðsluað- ferðir eins og sú að blanda hormón- um og fúkkalyfjum í fóður búfjár sem gengið hafa fram af mörgum neytendum. Hormónar eru meðal annars notaðir til að hraða vexti dýranna og auka afurðir þeirra. Hormónar eru þannig notaðir til að auka magn mjólkur sem fæst úr spenum kúnna. Fúkkalyfjum er dælt í fóður til að fyrirbyggja sjúk- dóma. Svipaða sögu er að segja um matjurtirnar. Ávextir, korn og grænmeti er að stórum hluta rækt- að með miklu magni illgresis- og skordýraeiturs. Síðan komu erfða- breytt matvæli til sögunnar og ekki varð það til að auka matarlyst margra neytenda. Og eitt hneykslið hefur tekið við af öðru innan mat- vælaframleiðslunnar í heiminum. Þótt íslenskur landbúnaður noti ekki hormóna, láti ekki fúkkalyf út í fóðrið og noti minna af eiturefnum en tíðkast í grannlöndunum fer því fjarri að hann sé lífrænn, þótt stundum sé reynt að halda öðru fram. Hinsv egar á íslenskur land- búnaður mikla möguleika til þess að verða lífrænn ef vilji er fyrir hendi. Is- lenskir neytendur vilja og þurfa að eiga kost á því að kaupa innlendar lífrænar afurðir. Enn er þó mjög takmarkað framboð á slíkum vör- um hér á landi. Hvað veldur því að við erum svo langt á eftir nær öllum öðrum Evrópu- þjóðum á þessu sviði? Tregða í kerfinu Upphaf lífrænnar framleiðslu hér á landi má rekja til stofnunar Sólheima í Grímsnesi um 1930 og Heilsuhæl- is Náttúrulækningafélags Islands í Hveragerði nokkru síðar. I upphafi síðasta áratugar fór fyrst að kom- Landbúnaðarafurðir íslenskir bændur sem vilja breyta yfir í lífræn- an búskap eiga, að mati Jóhannesar Gunnars- sonar, að fá stuðning til þess frá stjórnvöldum. ast einhver skriður á slíka fram- leiðslu. Með stofnun Lífræns sam- félags í Mýrdal og VOR - félags bænda í lífrænni - ræktun jókst um- ræða og áhugi á þessum málum og í kjölfarið var Vottunarstofan Tún sett á fót til að gefa út staðla og votta framleiðsluna. Þessir aðilar hafa átt erfitt uppdráttar vegna tregðu landbúnaðarkerfisins sem trúir bara á heimatilbúna vottun þess að hér sé allt í stakasta lagi, hér sé allt „vistvænt“ eins og það er orðað. Vistvæna ævintýrið hefur hvorki skilað bændum né neytend- um ávinningum þótt verulegir fjár- munir, á annað hundrað milljónir króna, hafi verið settir í átaksverk- efnið Áform sem sett var á fót fyrir fimm árum. Ómarkviss vinnubrögð á þessu sviði hafa dregið úr mörg- um bændum að hefja lífræna rækt- un og þannig tafið fyrir raunveru- legum umbótum í íslenskum landbúnaði. Bændur þurfa stuðning Það er ljóst að lífræna framleiðsl- an getur orðið vaxtarsprotinn í ís- lenskum landbúnaði eins og í nágrannalöndum okkar, enda hefur hópur bænda víða um land sýnt í verki fram á möguleika lífrænnar ræktunar. Lífrænar íslenskar af- urðir eiga fullt erindi í verslanir í nágrannalöndum okkar. Það er hins vegar erfitt fyrir bændur að breyta úr hefðbundnum landbúnaði og yfir í lífræna framleiðslu. Stjórn- völd í mörgum nágrannalöndum okkar hafa stutt bændur þar til þeir hafa náð að hafa afurðirnar lífræn- ar. íslenskir bændur sem vilja breyta yfir í lífrænan búskap eiga að fá stuðning til þess frá stjórn- völdum. Mjög hefur skort á að svo sé. Jafnframt þarf að tryggja með vottun hjá framleiðendum og selj- endum lífrænna afurða að neytend- ur geti treyst því að varan sé í raun sú sem hún er sögð vera. Það ger- um við með því að tryggja að Vott- unarstofan Tún geti starfað áfram. I lokin vil ég hvetja Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra til að leggjast á árar með okkur sem höfum þó verið að reyna að tryggja að forsendur séu fyrir framleiðslu lífrænna vara hér á landi. Þar er mikið verk óunnið og óneitanlega myndi virkur stuðningur Guðna við lífræna framleiðslu létta róðurinn. Höfundur er formaður Neytendasam takanna. Jóhannes Gunnarsson Iþröttahátíð - leikdagur aldraðra í DAG er haldin íþróttahátíð aldr- aðra í íþróttahúsinu Austurbergi í Reykjavík. Fyrir henni stendur Fé- lag áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA). Fyrsta hátíðin var haldin árið 1988 en síðustu fjögur ár hefur hún farið fram í íþróttahús- inu Austurbergi á öskudaginn. Hefur þetta framtak félags- ins vakið mikla athygli og verið þátttakendum til sóma. Með þessari íþróttahátíð er eldra fólki gefið tækifæri til að koma saman og sýna afrakstur vetrar- starfsins, jafnframt því að taka þátt í skemmti- legri samveru, dansi og söng. Þátttakendur koma frá félagsmið- stöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Hrafnista í Hafnarfirði er eina öldr- unarheimilið með þátttakendur. Búist er við því að þátttakendur verði í allt 400-500 talsins. Þegar að starfslokum kemur myndast tómarúm hjá mörgum. Margir finna sér ekki áhugamál til að sinna í tómstundum sínum. Heilsurækt er tilvalið tómstunda- gaman. Auk þess er hún heilsubæt- andi eins og allir vita. Á efri árum er hægt að ná miklum framförum í líkamlegri færni ef markviss þjálfun er stunduð. Þetta hafa margar rann- sóknir sýnt. Mikilvægt er að eldra fólk geri sér ljóst að það er aldrei er of seint að byrja á líkamsrækt. En því fyrr þeim mun betra. Þetta má sann- reyna á sýningu FÁIA í Austurbergi. Vil ég hvetja alla sem áhuga hafa á líkamsrækt og einkum og sérílagi eldri borgara, að leggja leið sína þang- að. Sjón er sögu ríkari. Hátíðin hefst kl. 14. Dugnaður FÁÍA hefur starfað í 15 ár undir tryggri for- ystu Guðrúnar Nielsen íþróttakennara og nokkurra eldri íþróttafrömuða. Allt starf félagsins í þessi ár hefur verið unnið af hug- sjón og brennandi áhuga forystu- manna þess. Með dugnaði sínum hefur félagið vakið athygli á nauð- syn þess að eldra fólk stundi líka- msrækt. Á því sviði hefur það verið brautryðjandi. Það hefur m.a. hald- ið mörg námskeið í íþróttum og líka- msækt og sérstök námskeið fyrir íþróttakennara og leiðbeinendur. Aldraðir Með þessari íþróttahá- tíð er eldra fólki gefið tækifæri til þess, segir Lovísa Einarsdóttir, að koma saman og sýna af- rakstur vetrarstarfsins. Vinnuhópur á vegum ISI um íþróttir aldraðra lagði fram tillögur árið 1998 um ýmsa þætti sem þyrfti að efla í líkamsrækt aldraðra. Of langt yrði að telja þá alla upp hér, en eitt vil ég þó minna á: það er mik- ilvægi samstarfs milli íþróttasam- takanna íþróttir fyrir alla, FÁÍA, Landssambands eldri borgara, Kennaraháskólans og fleiri aðila. Verkefnin eru mörg, m.a. útgáfa á kennsluefni fyrir kennara og leið- beinendur. Víða um land er verið að sinna líkamsrækt aldraðra en kennsluefni vantai-. Myndbönd með ýmsu efni gætu orðið að góðu liði. Starf FÁÍ A ætti að vera hvatning til meiri átaka í íþróttum aldraðra. Höfundur er íþrótlakcnnari, starfar á Ifrafnistu í Hafnarfirði og er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Lovísa Einarsdóttir V illukenningar EINHVER ærlegasti prestur þjóðkirkjunnar skrifar greinina „Umönnun geðsjúkra“ í Morgun- blaðið 16. febrúar. Þar spyr hann hvort eitthvað sé það að finna í kenningum geðlæknisins Viktors Frankls sem þurfi að taka afstöðu til við umönnun geðsjúkra. Frankl var fangi í fangabúðum nasista og missti þar næstum alla fjölskyldu sína. Hann lýsir fangavist sinni og er sú frásögn vissulega áhrifamikil. Sú reynsla er grunn- urinn að meðferðar- kenningum hans. Frægustu bók Frankls, Leitin að til- gangi lífsins, hefur mjög verið hampað hér á landi. En boðskapur hennar er varhugaverður. Frankl verður tíðrætt um það sem hann kallar „tilvistartómið“, sem hann telur vera leiðindi sem hrjái fólk svo það leiti sér lækninga í stórum stíl við hugsýki. Það skorti tilgang í lífinu. Þetta sé mein aldarinnar. En það er rangt. „Tilgangsleysið" í skiln- ingi Frankls kemur sálarlegri van- líðan margra einstaklinga lítið við. Þeir eiga oft við mjög flókin pers- ónuleg vandamál að stríða sem stundum eiga rætur að rekja til sálrænna áfalla eða jafnvel meið- inga. Og ýmsir geðsjúkdómar eiga sér sennilega líkamlegar orsakir. Það er lítilsvirðandi að draga sárs- auka þessa fólks niður á lágkúru- legt plan lífsleiða. Frankl telur unnt að finna til- gang í lífinu á þrennan hátt. Méð því að skapa eitthvað; vinna eitt- hvert verk. Með því að upplifa eitt- hvað; njóta fegurðar, elska annað fólk. En margt af því fólki sem leitar sér lækninga við „hugsýki“ er skapandi og kann vel að njóta hins „góða, fagra og sanna“. Eitt- hvað allt annað en „tilgangsleysi" amar að því. Þriðja leiðin að til- gangi sé sá að takast á við þján- ingu í vonlausum aðstæðum með því að umskapa hana. Þetta virkar nú eins og orðafroða til að losa sig út úr vandræðum. Hugrekki og reisn í slíkum aðstæðum kemur til- gangi lífsins reyndar lítið við. Þá þykist Frankl reyna að hjálpa hverjum einstaklingi að finna sinn eigin persónulega tilgang. En í rauninni ætlast hann til að sjúkl- ingarnir geri trúarjátningu hans um „æðri tilgang“ að sinni. Hann kemur upp um sig um það þegar hann neitar að viðurkenna að líf kolruglaðs geðsjúklings sé til- gangslaust, „æðri tilgangur" hljóti að liggja þar að baki. Einmitt hér ratar Frankl í ógöngur. Slíkur maður getur ekki sjálfur fundið lífi sínu sinn eigin tilgang. Hann hefur misst hæfileikann til þess. Kenning Frankls um persónulegan tilgang er blátt áfram ekki nothæf í þessu tilfelli en samt beitir hann henni. Hann ákvarðar sjálfur einhvers konar „æðri“ tilgang fyrir annan mann. Þetta dæmi verður að nægja um ýmsar mótsagnir og veilur í kenningum Frankls. Það er trúin á guð sem er grunntónninn í þeim. Og hún er einmitt veikleiki hans sem læknis. Þrátt fyrir lífs- reynslu sína vill Frankl ekki horf- ast í augu við nakta þjáningu án gloríu og guðs en hún er einmitt hlutskipti æði margi-a. Hvernig er ekki með Engla alheimsins! Þegar mest á reynir verður Frankl guð- hræddur og klökkur. Hann hefur því sem læknir lítið að bjóða þeim sem ekki trúa. Hafnar þeim í raun- inni. Hann er líka mjög hrokafull- ur. Fyrirlitning hans á sálgrein- ingu er augljós og hann lítur niður á lífsreynslu sem honum finnst ekki jafnast á við sína eigin. Hann miðar fremur við eigið egó en sjúklinga sína. Mörg meðferðardæmi Frankls eru ótrúlega einfeldningsleg. Hann ráðleggur manni er syrgði látna eiginkonu sína að hugsa um það díf' hann hefði dáið og hún því orðið að bera sorgina. Tók þá karl víst dill- andi gleði sína. Konu, sem naut sín ekki í kynlífi af því að hún var misnotuð kynferðislega sem barn, er sagt að hugsa ekki um kynfullnæg- inguna heldur ein- beita sér bara að sín- um góða eiginmanni. Svona grunnhyggni er lítilsvirðing við konur í þessum sporum,^,. Þess má geta a o Frankl hefur engan áhuga á einhleypu fólki. Hann virðist líta á það sem annars flokks. Þá rekur hann vímuefnaneyslu til tilgangsleysis. Sú kenning er ónothæf á nútíma meðferðastofnunum. Og heilræði Frankls til atvinnuleys- ingja eru nánast siðlaus. Kenningar Frankls eru himna- sending fyrir þá sem vilja ýta frá sér dýpri þjáningu og allri sjálf- skoðun. Enga neikvæðni og aum- ingjaskap takk! Hvernig var ekki með bændahöfðingjann sem skrif-^ Geðsýki Mörg meðferðardæmi Frankls, segir Sigurður Þór Guðjónsson, ______eru ótrúlega____ einfeldningsleg. aði í Morgunblaðið að bók Frankfcr væri gott meðal við „barlómi og bölmóði". En fólk sem á við and- legar kreppur að etja, hvað þá geð- sjúkt fólk, er ekki með neinn bar- lóm og bölmóð og leggur oft hart að sér til bata ef aðstæður bjóðast. Það á ekki skilið niðrandi siðferðis- dóma. Já, hvað ef sorgarmaðurinn og kynlífskonan hefðu bara haldið áfram að þjást og ekki séð neinn tilgang í því? Þá hefðu þau um- svifalaust verið sökuð um „nei- kvæða afstöðu“ til lífsins. Reyndar er nú sívaxandi tilhneiging til að setja samasemmerki milli andlegr- ar vanlíðunar og hæfileika ein- staklingsins til að njóta fegurðap og siðferðisverðmæta. Bók Frankls “ er vatn á myllu slíkrar hugsunar. Kenningar hans um tilgangsleysið bjóða beinlínis upp á þá skoðun að einstaklingi líði bara illa af því að hann kunni ekki að njóta hins „góða, fagra og sanna“, sé „nei- kvæður“. Sá sem líði vel kunni hins vegar að njóta hins „góða, fagra og sanna“, sé ,jákvæður“. Gott ef ekki moldríkur í þokkabót! Þetta er snjallt ráð til að afneita öllum dýpri sársauka og hafna þeim sem finna enn þá til. Andleg þjáning sé nokkurn veginn það sama og léleg- ur karakter, lífsleiði, skortur á til- gangi, skortur á trú. Fólki er á við „hugsýki" að etja er þá í raun neit-, að um mannkosti og andlcgaií' þroska. Hægt væri að nefna mörg dæmi um svona manngildismat nú á dögum. Og þessi viðhorf hæfa j vestrænu neyslusamfélagi ákaflega vel en um það samfélag skrifar Vil- hjálmur Árnason heimspekingur í Lesbók Morgunblaðsins 18. októ- ber 1998: „Meginlífsreglan þar virðist vera að fullnægja sem fiest- um löngunum og forðast það eins og heitan eldinn að takast á við \ sársauka og þjáningu". Og einmitt þetta veldur gríðarlegum vinsæld- um kenninga Frankls. Þrátt fyri^r lífsreynslu höfundar eru þær ótrú- lega yfirborðslegar og smá- borgaralegar. Ekki er hægt að mæla með þeim hvað varðar um- | önnun geðsjúklinga eða annarra sem glíma við alvöru sálarkreppur. ____________________________________ ) Höfundur er ritböfundur. Sigurður Þór Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.