Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 64
Drögum næst
10. mars
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlcgast til vinnings
Heimavörn
SECURITAS
Sími: 580 7000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Golli
Auðólfsstaðir
í Langadal
Þrjú hross
fdrust í
snjóflóði
Blönduósi. Morgunblaðið.
ÞRJU hross drápust í snjóflóði í
norðanverðu Auðólfsstaðaskarði
sem er rétt ofan við samnefndan bæ
í Langadal í Austur-Húnavatns-
sýslu.
Atburðurinn átti sér stað um
mánaðamótin og hrossin sem fórust
voru í sextán hesta stóði, að sögn
eiganda þeirra, Jóhanns Þ. Bjarna-
sonar, bónda á Auðólfsstöðum.
Fleiri hross
lentu í snjóflóðinu
Jóhann telur fullvíst að íleiri
hross hafi lent í flóðinu af ummerkj-
um að dæma, en komist lifandi frá
því. Hann áttaði sig ekki á atburðin-
um fyrr en rétt fyrir helgina þegar
hann fór að huga að hrossunum eftir
að hríðinni slotaði. Á þeim stað sem
hrossin fórust hafði ekki verið neinn
snjór fyrir hríðina sem gerði um
mánaðamótin, að sögn Jóhanns, og
leiðin heim þar sem hrossunum var
gefið hafði teppst í hríðarveðrinu.
A vetrarbeit
ÞETTA er einhver kaldasti vetur
í manna minnum en sauðfé Mýra-
manna kippir sér ekki upp við
það. Og eins og sjá má á myndinni
gengur féð sums staðar úti. Þess-
um kindum er gefið hey úr rúllum
og greinilegt er að þeim líkaði
nokkuð vel að vera úti í blíðunni.
Ullin veitir einnig gott skjól gegn
kuldanum. Ekki spillti útsýnið en
það er Hafnarfjallið sem gnæfir
yfir landnám Skallagríms Kveld-
úlfssonar og sonar hans, Egils á
Borg.
ÚA hefur leigt Svalbak til Litháen
••
Ollum skipverj-
um var sagt upp
ÖLLUM skipverjum á Svalbak
EA, frystitogara Útgerðarfélags
Akureyringa hf., rúmlega 30
manns, hefur verið sagt upp störf-
um. ÚA hefur leigt skipið í 2-3 ár
af fyrirtæki í Litháen sem hyggst
nota það til rækjuveiða á Flæm-
ingjagrunni.
Að sögn Sæmundar Friðriks-
sonar, útgerðarstjóra ÚA, verður
hluti áhafnarinnar áfram íslensk-
ur, þar af yfirmenn í brú og vél, og
stendur um þriðjungi þeirra skip-
verja sem sagt var upp til boða að
starfa áfram um borð. Sæmundur
sagði að unnið væri að því að skrá
Svalbak undir litháískan fána og
er stefnt að því að skipið haldi til
veiða frá Akureyii um aðra helgi.
Svalbakur hefur áður verið
leigður frá ÚA en þá til skemmri
tíma. Sæmundur sagði að þetta
mál hefði komið upp með leiðin-
lega skömmum fyrirvara, en
þetta væri niðurstaðan. Hann
sagði að félagið gæti ekki lofað
þeim skipverjum sem ekki yrðu
áfram um borð skipsrúmi á öðrum
skipum félagsins, nema þá í af-
leysingum og ef eitthvað losnaði.
Sæmundur sagði að kvótastaða
ÚA væri nokkuð knöpp miðað við
skipastól félagsins, þ.e. að menn
hefðu ekki séð fram á að geta
keyrt þetta öfluga skip áfram af
nægilegum krafti hér heima.
Áformað væri að láta önnur skip í
eigu ÚA veiða kvóta Svalbaks.
Viðræðum SA og Flóabandalags fram haldið í dag
Treysta á að skatta-
lögum verði breytt
ARI Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir að ein-
lægur vilji sé til að ljúka erfiðu verk-
efni í viðræðum samtakanna og Flóa-
bandalagsins, sem verður fram haldið
í dag. Ari býst enn við að línur skýrist
í þessari viku. Halldór Björnsson, for-
maður Eflingar, gekk ásamt Grétari
Þorsteinssyni, forseta ASÍ, á fund
forsætisráðhen-a í gær og sagði í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
að eftir fundinn héldi hann að óhætt
væri að fullyrða að ríkisstjómin
myndi koma inn í samningamálin að
einhverju leyti. Auk forsætisráðherra
sátu fjánnálaráðherra og félagsmála-
ráðherra fundinn. Samningafundi í
húsakynnum rQdssáttasemjara var
frestað í gærkvöldi til klukkan 14 í
dag og að honum loknum sagði Hall-
dór að menn hefðu skipst á skoðunum
um launamálin án niðurstöðu en hald-
ið verði áfram í dag. Um hvort þokast
hefði í áttina sagði Halldór að ekki
hefðu orðið stórar breytingar. „Þetta
var „krítískt" í dag en ég held að það
hafi sloppið fyrir hom eða ég vona
það.“
Ari Edwald sagði að nú snemst við-
ræður um erfiðasta hluta deilunnar,
launaþáttinn, sem verið hefui- til um-
ræðu frá því á sunnudag. „Menn em
að skiptast á hugmyndum um launa-
breytingar og velta fyrir sér ýmsum
möguleikum. Þetta er snúið mál.“
Einlægur áhugi á að
ljúka verkefninu
Um áhrif af fundi forystumanna
launþega með ráðhen-um í gær á við-
ræðumar sagði Ari að þau samskipti
væm á hendi viðsemjenda sinna en
málið horfði þannig við sér að þeir
hefðu fengið irmsýn í það hvað kynni að
vera á döfinni. „Mér sýnist þessi fúnd-
ur viðsemjenda okkar við ráðherra hafi
að minnsta kosti ekki dregið úr líkun-
um á samningum," sagði Ari.
Hann sagði að allar viðræður at-
vinnurekenda og Flóabandalagsins
mótuðust mjög af því að samningsað-
ilar hefðu „mjög einlægan áhuga á að
Ijúka þessu erfiða verkefni. Það er sá
andi sem hefur svifið yfir vötnum en
því er ekki að leyna að mörg úrlausn-
arefnin hafa verið erfið viðfangs.“
„Eg býst við að þetta skýrist end-
anlega í vikunni, en með því er ég ekki
að setja nein tímamörk," sagði Ari.
Halldór Bjömsson sagði að stefnt
hefði verið að sérstökum fundi í dag
um sérkjarasamning vegna blaðburð-
arfólkSj en sá fundur hefði farið fyrir
h'tið. „Eg vona að það mál verði leyst
með sameiginlegri yfirlýsingu um að
blaðburðarfólk muni njóta réttinda og
gengið verði í að gera samninga fyrir
það, sem hefði átt að vera búið að gera
fyrir löngu.“
Bóndi í Tálknafírði fann fallbyssukúlu í fjörunni
Gekk með kúluna til bæja
Sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæslunnar
eyddu í vikunni fallbyssu-
kúlu, sem fannst í fjörunni
fyrir neðan Höfða í Tálkna-
firði.
Hannes Kristjánsson
bóndi átti leið um fjöruna
þegar hann fann kúluna.
Tók hann kúluna með sér
og bar um 4 km leið eftir
fjörunni að Hjallatúni inn-
ar í firðinum og gerði síðan
aðvart um fundinn.
Að sögn Gylfa Geirsson-
ar hjá Landhelgisgæslunni
er nokkuð algengt að fall-
byssukúlur finnist. Kúlan
sem fannst í Tálknafirði
var 80 millimetrar í þver-
mál, virk og stórhættuleg.
„Það má ekki hreyfa svona
fallbyssukúlur þótt þær
séu illa farnar og líti út
fyrir að vera eitthvert
drasl,“ sagði hann. „Ör-
yggið getur verið óvirkt og
sprengiefnið gamalt og um
leið mjög viðkvæmt. Hér
gildir reglan: því eldra og
ljótara, þeim mun hættu-
legra,“ sagði Gylfi.