Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000 27 Morgunblaðið/Jim Smart Valgerður Andrésdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir æfa sónöturnar sem fluttar verða á tónleikunum í kvöld. Þrjár sónötur í Salnum SIGURLAUG Eðvaldsdóttir fíðlu- leikari og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari flytja þrjár sónötur á tónleikum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20.30. Sónöturnar eru eftir Jón Nor- dal, Prokoffieff og Brahms. Eftir Jón Nordal verður flutt Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Prokofiev. Eftir hlé verður flutt Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Johannes Brahms. Sigurlaug Eðvaldsdóttir hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Is- lands frá árinu 1994, auk þess er hún meðlimur í ýmsum tónlistar- hópum eins og Kammersveit Reykjavíkur, Caput og Cammera- rctica. Einnig spilar hún reglulega á vegum Kammermúsíkklúbbsins og í íslensku óperunni. Hún er kennari við Tónlistarskóla Sel- tjarnarness. Valgerður Andrésdóttir hefur haldið fjölmarga tónleika innan- lands og erlendis, unnið með söngvurum og í kammermúsík. Hún starfar nú við tónlistarskól- ann í Hafnarfirði. Óshlíðin á alþjóðlegri sýningu í Póllandi EVA Maren Gunnarsdóttir, 15 ára nemandi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, fékk á dögunum sér- staka viðurkenningu fyrir verk sem hún sendi inn á alþjóðlega myndiistarsýningu ungs fólks sem haldin var í Torun í Póllandi á síðastliðnu sumri. Að sögn Þóru Sigurðardóttur, skólastjóra Myndlistaskólans í Reykjavík, bárust alls 26.554 verk frá 62 þjóðlöndum í sam- keppni sem haldin var til að velja verk á sýninguna og úr þeim voru valin 663 verk, þar af níu af þeim 23 sem nemendur Mynd- listaskólans sendu. Verkin voru unnin með ýmiskonar tækni; grafík, klippimyndir og málverk. „Alltaf grænt, alltaf blátt“ Meginviðfangsefni keppninnar að þessu sinni var náttúran, um- hverfið, umhverfisvernd og mikil- vægi þess að lifa í sátt við náttúr- una, en yfirskrift sýningarinnar var „Alltaf grænt, alltaf blátt“. Eftirfarandi eru nokkrar þeirra spurninga sem spurt var í verk- efnislýsingu: „Hversu mikilvæg og ómissandi er náttúran okkur? Hvernig eigum við að gæta henn- ar? Af hverju þykir fólki vænt um dýr og gróður? Af hverju vilja vísindamenn draga athygli fólks- ins í heiminum að mikilvægum umhverfismálum?" Bætti við tré og vatni Eva Maren var að vonum án- ægð með viðurkenninguna, sem var vegleg ljósmyndabók um náttúru Póllands. Auk þess var mynd hennar, sem er dúkrista, litprentuð í sýningarskrá ásamt þrettán öðrum víðsvegar að úr heiminum. Hún er búin að vera í ungl- ingadeild Myndlistaskólans í eina önn og er ekki frá því að viður- kenningin hvetji hana til að halda áfram á myndlistarbrautinni, þó að ekkert sé fastákveðið í þeim efnum. Segja má að myndin sé byggð á minningu frá æskustöðvunum, en Eva Maren átti eitt sinn heima í Bolungarvík. Fjallið á myndinni er sem sé Óshlíðin eins og hún blasti við út um gluggann. „Og svo datt mér í hug að bæta við tré og vatni,“ segir hún og bendir á myndina. ult. Íl Dúkrista Evu Marenar af Óshlíðinni var birt í sýningarskrá ásamt þrettán öðrum verkum ungra listamanna víðsvegar að úr heiminum. Eva Maren hampar bókinni sem hún fékk í viðurkenningarskyni fyrir þátttöku í alþjóðlegri myndlistarsýningu ungs fólks í Póllandi. SPORTMARKAÐUR Opnuðum í morgun í Borgartúni 22 sportmarkað með öll helstu merkin ADIDAS-PUMA-NIKE-CHAMPION 50-80% afsláttur Opið mán.-föstud. kl. 9-18 og laugard. kl. 10-16, sfmi 551 2442
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.