Morgunblaðið - 08.03.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
JÓN DAN
JÓNSSON
+ Jón Dan Jónsson
rithöfundur og
fyrrverandi ríkis-
féhirðir fæddist á
Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd 10.
mars 1915. Hann lést
á heimili sínu í
Reykjavík 27. febr-
úar síöastliðinn. For-
eldrar hans voru
Margrét Pétursdótt-
ir frá Nýjabæ í Vog-
um, f. 24.7.1878, d.
**■ 19.11.1918 í spönsku
veikinni, og Jón Ein-
arsson útvegsbóndi á
Efri-Brunnastöðum, f. 8.1.1875, d.
30.1.1920. Fóstra Jóns eftir lát
Margrétar var Valgerður Péturs-
dóttir, f. 15.1.1865, d. 28.7.1940.
Bræður Jóns eru Einar Haukur, f.
28.11.1906, Erlingur, f. 3.4.1908,
Matthías, f. 3.3.1911, Guðmundur
Björgvin, f. 1.10.1913, og Pétur
Guðlaugur, f. 9.10.1912, sá eini
bræðranna sem lifir Jón. Uppeldis-
bróðir bræðranna var Stefán Elís-
son, f. 21.7.1900, hann er látinn.
Jón Dan kvæntist 18.12.1943
Halldóru Elíasdóttur húsfreyju í
Reykjavík, f. 16.7.1925. Foreldrar
hennar voru Elías Eyjólfsson kenn-
ari í Reykjavík, f.
25.11.1887, d.
1.9.1975, og Þuríður
Pálsdóttir húsfreyja,
f. 6.1.1894, d.
3.11.1994. Börn Jóns
og Halldóru eru: 1)
Valgerður Dan, f.
1.12.1944, gift Þor-
steini Gunnarssyni,
þeirra börn eru: a) Jón
Gunnar kvæntur Mar-
gréti Gunnarsdóttur
og eiga þau tvö börn,
Þorstein Gunnar og
Valgerði, b) Bjarni
Þór og c) Elín Jóna. 2)
Þurfður Dan, f. 25.9.1947, gift Guð-
mundi Rúnari Bryiyarssyni, þeirra
börn eru: a) Katrín, gift Halldóri
Jörgen Jörgenssyni og eiga þau
dótturina Dorotheu, b) Dóra, gift
Ragnari Jónssyni og eiga þau son-
inn Davíð Fannar, c) Brynjar, hann
á dótturina Kolbrúnu Emmu með
Gerði Ósk Jóhannsdóttur. 3) Þórir
Dan, f. 22.10.1951, kvæntur Auði
Ingólfsdóttur, þeirra börn eru: a)
Asdís Dan, gift Ben Frank Boyce
og eiga þau tvö börn, William Dan
og Fjólu Dan, b) Margrét Dan og c)
Ingólfur Dan. 4) Margrét Dan, f.
24. 8.1962, gift Jóni Hróbjartssyni,
þeirra börn eru: a) Halla Kristín, b)
Jón Dan og c) Arnar Freyr.
Jón útskrifaðist úr Verzlunar-
skóla íslands 1933. Að loknu skóla-
námi vann hann í átta ár við af-
greiðslustörf í Sælgætis- og
efnaverksmiðjunni Freyju, þá
verksmiðjustjóri í Vífilfelli hf. í
fimm ár uns hann árið 1945 fór að
vinna á skrifstofu ríkisféhirðis og
tók við því embætti 1.1.1959. Hann
lét af starfí ríkisféhirðis í árslok
1977 en starfaði sem framkvæmda-
stjóri Söfnunarsjóðs lífeyrisrétt-
inda til ársins 1984, hóf störf hjá
sjóðnum 1974, sem þá nefndist Bið-
reikningur lífeyrissjóðsiðgjalda.
Jón gaf út sína fyrstu bók árið
1956, smásagnasafnið Þytur um
nótt og tveimur árum síðar skáld-
söguna Sjávarföll. Árið 1960 komu
út skáldsögurnar Nótt í Blæng og
Bréf að austan undir samheitinu
Tvær bandingjasögur, og sex árum
síðar fyrsta ljóðabók hans Berfætt
orð. Þekktastur er Jón fyrir skáld-
sögur sínar, en auk frumraunanna
eru þessar helstar: Atburðirnir á
Stapa (1973), Síðasta kvöld í hafi
(1977), Stjörnuglópar (1980), Viðj-
ar (1982), Bréf til afa (1985), 1919 -
Árið eftir spönsku veikina (1987)
og smásagnasafnið Sögur af son-
um (1989). Einnig skrifaði Jón
nokkrar barnabækur og samdi
leikrit, þ. á m. Brönugrasið rauða
sem sýnt var hjá Leikfélagi Akur-
eyrar (1969).
Utfór Jóns fór fram í kyrrþey.
Hratt flýgur stund. Við andlát
Jóns Dan lít ég til baka um fjóra ára-
tugi. Ég hafði þá um nokkurra mán-
aða skeið verið starfsmaður hjá ríkis-
endurskoðun og nú var ég sendur
þeim reyndu til aðstoðar við að telja
hjá ríkisféhirði. Ásta Magnúsdóttir
var að láta af störfum og Jón Dan
Jónsson að taka við. Maðurinn varð
strax minnisstæður. Mér, sem þá var
rétt skriðinn upp úr unglingsárun-
^Tfíii, þótti hann alltof unglegur til að
fá svo virðulegan titil sem ríkis-
féhirðir. Svo kvikur var hann í hreyf-
ingum að hann minnti á fimleika-
mann. Og hann hafði skrifað bækur.
Ég hafði meira að segja nýlesið Sjáv-
arföll. Síst af öllu kom mér til hugar,
að ég ætti eftir að eiga nána sam-
vinnu við þennan mann í tæpa tvo
áratugi.
Jón Dan hóf störf hjá ríkisfjár-
hirslunni 1945. Hann var því enginn
nýgræðingur, þegar hann tók við
embætti ríkisféhirðis. Hann var
margreyndur að kunnáttu og ná-
kvæmni. Eðli máls samkvæmt eru
störf í ríkisfjárhirslunni felld í fastar
skorður. Þau eru þó ekki óbreytan-
■ “^eg og það kom í hlut Jóns Dan að
leiða embættið í gegnum breytingar,
sem til firna hefðu talist við upphaf
ferils hans sem féhirðis. Þá var sá
mátinn í Reykjavík, að á greiðslu-
degi launa sóttu flestir ríkisstarfs-
menn laun sín til ríkisféhirðis þar
sem þau voru af nákvæmni talin í
hendur hverjum og einum. Varð þá
oftar en ekki þröng í Arnarhvoli
jafnvel svo að raðir náðu út úr húsi.
Svo furðulegt, sem það kann að virð-
ast, voru þessi mannamót hjá ríkis-
féhirði slík hefð, að löngu eftir að
r
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSTRÆTI 4B • 1 Ol RLYKJAVÍK
Ditvíð Ingcv Ólii/ur
Útfartmtj. Útfimtrstj. Útfimtrstj.
1 -ÍK KISTUVl N N USTO FA
EYVÍNDAR ARNASONAR
farið var að afhenda vélprentaðar
ávísanir, kom fjöldi fólks í afgreiðslu
ríkisféhirðis til þess eins að fram-
selja ávísunina og fá peninga talda
sér í hendur. En tíminn vinnur jafn-
vel á hefðum. Þegar þess var völ að
leggja laun inn á bankareikning
fækkaði ferðum í Amarhvol.
Ætla mætti að í fjárhirslu ríkisins
væri aðeins það, sem ríkisins væri
eða a.m.k. á þess ábyrgð. En engin
regla er án undantekningar. Einu
sinni á ári hverju kom kona utan úr
bæ á skrifstofu ríkisféhirðis. Hann
opnaði hirslur sinar og tók út
léreftspoka, eða öllu heldur lak,
leysti hnúta og fram voru dregnir
nokkrir munir, handrit og teikning-
ar, sem konan skoðaði og taldi, setti
þá svo aftur í lakið og batt á hnút.
Þessi kona hafði margt reynt í lífinu.
Hér var það dýrmætasta í laki og
ríkisféhirði einum treyst til gæslu.
Jón Dan var ekki maður íburðar.
Hann var ekki kröfuharður sjálfs
sín vegna en vann embætti sínu af
metnaði. Ég hef ástæðu til að ætla,
að þær breytingar, sem hann vann
að á rekstri embættisins, hafi ekki
allar verið honum kærar sem ein-
staklingi. Fólk var honum áhuga-
verðara en vélar. Það, að vera í pers-
ónulegu sambandi við fleiri
starfsmenn ríkisins en nokkur ann-
ar, var honum meira að skapi en
þurrar skrár yfir innlögn á banka-
reikninga.
Jón Dan lét af störfum í lok árs
1977 eftir 32 ára veru í ríkisfjárhirsl-
unni. Það vai- engin skyndiákvörðun.
Hann átti gnótt áhugamála, ritstörf
sem biðu, sumarbústað og gróðurvin
og fjölskyldu sem fór stækkandi. Auk
þess hafði honum verið falið smá
aukastarf árið 1974 þegar Biðreikn-
ingur lífeyrissjóðsiðgjalda var stofn-
aður. Biðreikningurinn - nú Söfnun-
arsjóður lífeyrisréttinda - var
lífeyrissjóður þeirra, sem ekki áttu
aðild að öðrum sjóði. En það, sem
hófst smátt, óx og dafnaði og að eind-
regnum óskum stjómar sjóðsins,
féllst Jón Dan á að verða fram-
kvæmdastjóri hans í hlutastarfi, þeg-
ar hann væri laus úr fjárhirslunni. Því
starfi sinnti hann fram á árið 1984. Öll
voru þau verk unnin af dugnaði og ná-
kvæmni er seint verður fullþökkuð.
Þeir, sem fengu Jón til þessara starfa,
sitja reyndar uppi með samviskubit,
yfir þeim erli og áhyggjum, sem á
hann voru lagðar, eftir að hann gaf
upp lífsstarf sitt í þeim tilgangi ein-
um að sinna skriftum og sköpun,
sem hugur hans stóð til alla ævi.
Vel látinn sóma- og dugnaðarmað-
ur er genginn. Blessuð sé minning
hans.
Eiginkonu, börnum og venslafólki
eru færðar samúðarkveðjur. Veitist
þeim styrkur á sorgarstundu.
Höskuldur Jónsson.
Jón Dan lést á heimili sínu 27.
febrúar 2000 eftir stutta legu á
sjúkrahúsi, tæplega 85 ára að aldri.
Hann var fæddur 10. mars 1915 á
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd,
sonur Jóns Einarssonar útvegs-
bónda þar og konu hans Margrétar
Pétursdóttur. Barn að aldri missti
hann foreldra sína í spönsku veikinni
og ólst upp hjá fóstru sinni Valgerði
Pétursdóttur. Uppvaxtarárum sín-
um hefur hann lýst á eftirminnilegan
hátt í sögunni 1919 - Árið eftir
spönsku veikina, ævisögu í skáld-
söguformi, sem út kom 1987 og
margir telja prýðilegustu bók hans.
Skáldskap Jóns kynntist ég fyrst
1956 þegar hann las upp smásögu á
sal Menntaskólans í Reykjavík
ásamt fáeinum skáldbræðrum.
Hann hafði þá nýlega gefið út fyrstu
bók sína, smásagnasafnið Þytur um
nótt, en áður vakið athygli fyrir
hæfíleika sína á þessu sviði þegar
hann vann tvívegis til fyrstu verð-
launa í smásagnasamkeppni sem
efnt var til á vegum Samvinnunnar
og Helgafells. Sagan sem Jón las
upp fjallaði um ungan dreng sem
veittist erfitt að ná fótfestu í heimi
hinna fullorðnu. Hún var skrifuð af
næmum skilningi á sálarlífi drengs-
ins og snart þá sem á hlýddu, enda
fór mér sem mörgum öðrum á þeim
árum sem í hönd gengu, að ég beið
hverrar nýrrar bókar Jóns með eft-
irvæntingu. Þegar við Valgerður
dóttir hans felldum síðan hugi sam-
an og giftum okkur 1967 kynntist ég
manninum á bak við verkin. Er
skemmst frá því að segja að þeir eru
fáir, ef nokkrir, samferðamennirnir
sem jafnað verður til Jóns að dreng-
skap og heilindum.
A unglingsárum stóð hugur Jóns
til þess að fara í menntaskóla en at-
vikin höguðu því svo til að hann inn-
ritaðist í Verslunarskólann og lauk
þaðan prófi 1933. Að loknu námi
vann hann fyrst við afgreiðslustörf í
sælgætisgerðinni Freyju og síðan
sem verksmiðjustjóri í Vífilfelli, eða
allt þar til er hann hóf störf í ríkis-
fjárhirzlunni 1945, þar sem hann
starfaði óslitið til ársloka 1977, fyrst
sem ritari og síðan sem ríkisféhirðir
frá 1959. Það er almæli að Jón hafi
verið einstakur embættismaður og
vel látinn af samstarfsmönnum sín-
um háum og lágum, í senn ósérhlíf-
inn og kröfuharður. Hann kunni þá
list öðrum fremur að hafa með hönd-
um mannaforráð og laðaði jafnan
fram hið besta í fari undirmanna
sinna með kurteisi og festu.
Jón lét sjálfur svo um mælt að
hann hafi aldrei verið eindreginn í
því að gefa upp borgaralega stétt og
helga sig einvörðungu skáldskap og
ritstörfum. Abyrgðartilfinning var
honum í brjóst borin og þörfin á því
að vera bjargálna öllum draumum
um líf í listum yfirsterkari. Það er
deginum ljósara að til þess að geta
sinnt list sinni í þeim mæli sem raun-
in varð á, eftir að borgaralegum tíma
hans lauk í fjárhirzlunni, hefur Jón
oft þurft að beita sig hörðu og aga
sinn innri mann. En hann hafði þeg-
ið í vöggugjöf þolinmæði og einurð
og ásamt konu sinni, Halldóru Elías-
dóttur, sem reyndist honum traust
stoð, reisti hann sér umgjörð lífs og
starfs. Hann lifði að eigin sögn í
tveimur heimum, hinum borgaral-
ega heimi fram til klukkan fimm á
daginn, þegar Arnarhvoli var lokað,
að hann skipti um ham og tók til við
ritstörfin heima fyrir, þar sem hann
gat gengið að því vísu að njóta næðis
og búið í þeim heimi sem stóð hjarta
hans næst. Hann lét hvorki embætt-
iserilinn raska ró heimilisins né enn
heldur blandaði hann sér í umræður
um skáldskap á vinnustað.
Á það hefur verið bent að Jón hafi
í sagnagerð sinni beint sjónum að
hinum innri öflum og umhverfi frem-
ur en samfélaginu, manninum and-
spænis eigin tilfinningum og ástríð-
um og tengslum hans við átthagana.
Hann var svo heppinn að finna sér
snemma skoðanabróður í heimspek-
ingnum Spinoza en úr verkum hans
valdi hann fyrstu bók sinni svohljóð-
andi einkunnarorð: „Ánauð kalla ég
vanmátt mannsins til að stjórna til-
finningum sínum eða halda þeim í
skefjum. Því sá, sem er á valdi til-
finninga sinna, er ekki sjálfum sér
ráðandi..." Þessi lífsskoðun gengur
eins og rauður þráður gegnum verk
Jóns - einkum framan af - skýrust
dæmi um það eru skáldsögurnar
Sjávarföll og Tvær bandingjasögur.
En hennar gætir líka í einu sérstæð-
asta verki Jóns, skáldsögunni At-
burðunum á Stapa, þar sem þjóðsög-
ur og veruleiki mætast og mannleg
náttúra etur kappi við sækýr og
drauga suður með sjó. Af öðrum
yrkisefnum Jóni hugleiknum er ekki
úr vegi að nefna náttúruna og við-
horf mannskepnunnar til hennar,
lands og gróðurs, en þar voru sjón-
armið hans meira í ætt við fræðsl-
ustefnu 18. aldar en rómantíkina.
Hann gerðist snemma mikill áhuga-
maður um skógrækt og jafnsnemma
og þau Halldóra höfðu komið sér
upp sumarbústað norðan Rauða-
vatns tóku þau að rækta af kappi
skóg á landskika þeim sem bústað-
num fylgdi. Eftir því sem skógurinn
óx varð þarna reitur hvíldar og un-
aðar þar sem dvalist var langdvölum
á sumrin og aldrei þreyttist Jón á
því að uppfræða fjölskylduna, börn
sín og síðar barnabörn, hvernig haga
bæri samneytinu við móður jörð.
Jón var glaðsinna að eðlisfari og
vinmargur á árum áður, jafnt meðal
skáldbræðra sem annarra, en eftir
að föst skipan borgaralegra skyldu-
starfa reisti skorður við samkomum
og vinamótum þrengdist hópurinn,
samfara því að með aldrinum gerðist
Jón dulur um eigin hagi. Góðan vin
átti hann frá fornu fari sem var Ólaf-
ur Jóhann Sigurðsson rithöfundur.
Þeir áttu það sammerkt að unna átt-
högum sínum, Grafningi og Vatns-
leysuströnd, og gróðri jarðar, grös-
um og blómum, og það mun hafa
verið bjargföst trá beggja að engum
væri hollt að rjúfa svo tengslin við
uppruna sinn að allar brýr væru
brotnar. Það er í ljósi þessa sem mig
langar að hafa yfir kvæði sem Ólafur
Jóhann orti á sjötugsafmæli Jóns og
birtist í Ijóðabókinni Að lokum undir
heitinu Á afmæli vinar:
Verði mér hugsað
að veðrahami lægðum
í undarlegri kyrrð
um óbuganleikans blóm:
Ljósbera á mel,
lilju á strönd,
bláhvíta í fjörumöl,
eðaburnirótásyllu:
þáveitégekkifyrrtil,
vinurminngóður,
en éghugsatilþín
og heimti seigluna aftur.
Beri migíeftirleit
að upprunans lindum
og reyni þar að lesa
af lifandi vatninu
lögmál þolgæðis
og lögmál drengskapar:
hvaðniðarþáíhlustum
nemanafnþessvinar,
sem lögmál þau bæði
borið hefur ófólskvuð
dýpra ílestum mönnum
í dulu brjósti.
Og hvenær fáum við þakkað
semþessahöfumnotið?
Þegar Jón Dan dó hafði hann
spornað við ásókn dauðans í tæpa
tvo mánuði. Það var um rismál
sunnudaginn 27. febrúar að hann
sofnaði til drottins síns, þess hins
sama sem hann hafði heitið liðveislu
sinni til deyjanda dags.
Þorsteinn Gunnarsson.
Við skulum líta upp til Guðs
og virða fyrir okkur dásemdir hans.
Kurteislega skulum við berja að dyrum
og halda á húfunni í hendinni.
Við skulum þurrka vel af okkur
til þess að spora ekki hvítskúrað gólfið.
Hljóðlega skulum við ganga inn
til þess að vekja ekki Guð -
hann gæti hafa lagt sig í rökkrinu.
Við skulum læðast inn að kommóðu
þar sem englaspilið ymur
og tveir gylltir englar snúast hring eftir
hring;
ó, hvílík dásemd.
Og ef við snertum ekki á nokkrum hlut
fáum við að koma aftur þegar við erum
orðnir gamlir.
(Jón Dan.)
Gæfa mín var sú að báðir afar
mínir voru rithöfundar.
Frá því ég komst til vits og ára
hafa bækur þeirra veitt mér mikið
yndi. Nú eru þeir báðir farnir og
missir minn er mikill.
Afi Jón Dan, eins og við barna-
börnin kölluðum hann, var mjög
fróður maður og yndislegt skáld.
Alltaf var gott að setjast við hlið
hans og umræðumar ætíð áhuga-
verðar.
Ég er búin að vera búsett erlendis
í ellefu ár og því erfitt að hitta ekki
fjölskyldu og ástvini eins oft og mað-
ur óskar. Þegar ég kom til Islands
um síðustu jól gat ég ekki vitað að
þær stundir sem ég átti þá með afa
yrðu þær síðustu.
Ég færði afa pennasett í von um
að það yrði mikið notað við skriftir
til þess að gleðja mig og aðra.
Þær skriftir verða því miður ekki
fleiri í þessum heimi.
Það er erfitt fyrir okkur sem eftir
stöndum, en ég veit, elsku afi, að þú
ert kominn á góðan stað og þér líður
vel.
Elsku amma, pabbi, Magga, Þuiý
og Vallý, megi góður guð styrkja
ykkur.
Ásdís Dan.
Ég átti því láni að fagna að ganga
lífsgönguna í tæp sextíu ár í nánum
tengslum við mág minn Jón Dan.
Hann hafði mikil áhrif á mig
bæði innan fjölskyldunnar og sem
yfirmaður á vinnustað. Ég vann eitt
sumar undir hans stjórn í verksm-
iðjunni Vífilfelli hf. þar sem hann
var verksmiðjustjóri og síðar um
tíma í ríkisfjárhirslunni. Stjórn
hans á vinnustað var til fyrirmynd-
ar. Hann gerði miklar kröfur til
starfsfólksins en ekki síður til
sjálfs sín.
Hann var einlægur áhugamaður
um garðrækt og nutum við góðs af
því í fjölskyldu minni. Áttum við
hvort sinn sumarbústaðinn á sam-
liggjandi lóðum í nágrenni Reykja-
víkur. Börnin mín sem ólust upp í
návist hans, lærðu af honum að um-
gangast náttúru landsins og stunda
garðrækt. Þeim fannst gott að koma
við hjá „afa Jóni Dan“ eftir erfiða
fjallgöngu, fjallið var reyndar ekki
annað en hæðardrag ofan við brekk-
una, og fá hjá honum rófu eða næpu
og um leið örlítinn fyrirlestur um
vistvæna ræktun. En það voru ekki
bara jrörnin mín sem lærðu af hon-
um. Ég minnist þess að hafa eitt sinn
talið mig vera búna að undirbúa hol-
ur fyrir trjáplöntur sem hann hafði
gefið mér þegar hann kom í hægðum
sínum til að líta eftir hvort allt væri í
lagi. Ég fékk þá hollu lexíu, að holan
ætti að vera dýpri, áburðurinn ívið
betur útilátinn og plantan sjálf
mátulega djúpt sett niður. „Það þarf