Morgunblaðið - 09.03.2000, Side 8

Morgunblaðið - 09.03.2000, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háhyrningurinn Keikó. Fær meira frelsi meö opnun kvíarinnar. wa Þar með virðist nú góðærið hans Davíðs hafa náð að skila sér til allra nema öryrkjanna. Glæsilega hönnu5 hljómtækjastæða. Framúrstefnuleg og kraftmikil me5 2 xlOO W útgangsmagnara, Power Bass hátalara - funky blá baklýsing, einingar sem auðvelt er að taka f sundur, gegnsaett lok fyrir CD-spilara og allt það sei þú vilt hafa í alvöru hljómtækjastæðu, og meiratil__ ■ 1 jfllp É XqHHRÉ' u JB ■} ,1 1 L3 Rabb í Rannsóknastofu kvennafræða Sjónarspil og sjónræn menning Úlfhildur Dagsdóttir ► Úlfhildur Dagsdóttir fæddist í Rannsóknastofa kvennafræðum stendur fyrir rabbfundi í dag í hádeg- inu í stofu 201 í Odda. Þar rabbar Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur um efni sem hún nefnir Sjá:öld augna. Sjónarspil og sjónræn menning. Hvað skyldi það fyrirbæri fela í sér? „Þarna koma þrjú at- riði saman og mynda sjónræna menningu. Þessi þrjú atriði eru í fyrsta lagi: Nútímasam- félag sem ímyndarsamfé- lag - staða og mikilvægi ímynda í upplýsingasam- félaginu. I öðru lagi: Staða augans, augnaráðs- ins og sjónarinnar í vest- rænni menningu. í þriðja lagi: Myndlestur - tákn- mál ímynda." - Er hið sjónræna mikilvæg- ara í dag en t.d. fyrir hundrað árum? „Já, hiklaust tel ég svo vera vegna þess að nútíminn og sér- staklega hinn póstmódemíski samtími, eins og hann er kallað- ur, hefur einkennst í æ ríkari mæli af sjónrænum upplýsing- um og sjónrænu efni eða áreiti, þar sem fjölmiðla- og tækni- samfélagið sendir frá sér upp- lýsingar í æ ríkari mæli í sjón- rænu formi.“ - Gerir þetta meiri eða minni kröfur til fólks? „Þetta gerir meiri kröfur til fólks en kannski fyrst og fremst ólíkar kröfur. Annars vegar má segja að það sé verið að breyta skynjun okkar, breyta því hvernig við nemum upplýsingar úr umhverfinu, að því leyti að nú er ekki nægilegt að vera læs á bókmál heldur þarf fólk að vera læst á myndmál. Hefðbundið gildismat setur orðið ofar mynd- inni og gefur sér að orðið sé flókið fyrirbæri en myndin sé augljós. Þetta er ekki svona ein- falt. Það er ekkert einfalt við myndir, í þeim eru flókin skila- boð sem þarf að lesa í rétt eins og í rituðu máli. Sem dæmi má nefna að í mynd fara saman litir, form og ýmis tákn sem saman mynda ákveðin skilaboð sem geta verið misvísandi. Við erum vön því að stopp-merki í umferð- inni sé augljóst merki um hættu en það er sett saman úr ýmsum táknum sem eru menningarlega skilgreind." - Hvernig getur fólk brugðist við öllum þessum flóknu skila- boðum? „Fjallað hefur verið um við- brögð við ímyndum á tvennan hátt. Aðaláherslan hefur hvílt á því að verjast ímyndum. Þá er ímyndin séð sem hættuleg að því leyti sem hún er augljós. Viðhorf okkar til ímynda er þannig að það er ekkert bil á milli okkar og þeirra. ímyndin er augljós og þess vegna höfðar hún beint til okkar. Þetta hefur verið hin ráðandi hugmynd um ímynd- ir. En með aukinni umfjöllun um sjónræna menningu hefur áherslan á margræðni mynda verið að aukast. Bent er á að myndin er texti sem talar fínu máli og þá þarf að lesa í hana til að fá þær upplýsingar sem hún hefur upp á að bjóða. Það er Reykjavík 3. september 1968. Hún lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum við Sund 1988 og BA-prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Is- lands 1991. Hún hefur starfað við kennslu og kvikmynda- og bók- menntagagnrýni hjá fjölmiðlum. Einnig hefur hún unnið við rit- störf og er nú stundakennari við Háskóla íslands. nokkuð sem við erum alltaf að gera dags daglega ómeðvitað. Svarið er því í raun: Eftir því sem við horfum á eða skynjum meira af sjónrænu efni eykst hæfileiki okkar til að lesa í það. Sérstaklega ef við erum svolítið meðvituð um það að myndin sé texti. Upplýsingaflæði fjölmiðla- samfélagsins byggir á því að ímyndir eru stöðugt að vísa hver til annarrar." - Skoðar þú þetta efni á gagn- rýninn hátt? „Það sem ég er fyrst og fremst gagnrýnin á í minni um- fjöllun í rabbinu í dag er þetta viðhorf til ímynda sem einfaldra og augljósra. Vegna þess að ég álít það viðhorf í raun og veru hættulegt og hættulegra en þá fordæmingu á ímyndum sem í því viðhorfi felst. Ef við höfnum ímyndum sem augljósum og ein- földum eigum við annars vegar á hættu að gefa okkur þeim á vald og hins vegar að missa af fjölda skilaboða sem upplýsingasamfé- lagið sendir okkur.“ - Nú tala margir um agaleysi og virðingarleysi hjá börnum - getur það tengst þessum skila- boðum öllum sem okkur eru send í auknum mæli í sjónrænu formi? „Ég myndi frekar tengja þetta við ákveðið misgengi í mati á hinu sjónræna efni og lesmáli að því leyti að hið sjónræna efni er oft látið óútskýrt og fer því ekki í gegnum samskonar túlkunar- ferli og hið talaða eða ritað orð gerir hjá for- eldrum og öðrum í umhverfinu. I algjörum skorti á umfjöllun um sjónræna menningu endur- speglast þetta gildismat sem setur orð ofar mynd, síðan skap- ar þetta stundum vandamál varðandi áhrif myndneyslu. Þarna er sem sé um að ræða óheft upplýsingaflæði." í ríkjandi gild- ismati er orð- ið sett ofar myndinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.