Morgunblaðið - 09.03.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Valgerður Sverrisdóttir spurð um launakjör stjórnenda FBA
Hefði ekki sjálf skrifað
upp á svo há laun
Morgunblaðið/Ásdís
Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, svaraði fyrir-
spurn Jóhönnu Sigurðardóttur um kjör stjórnenda FBA á Alþingi í gær.
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, sagði á Al-
þingi í gær að ekki væri að undra að
há laun stjómenda Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins á síðasta ári
hefðu valdið undrun og reiði í þjóðfé-
laginu. Ef málið hefði komið til henn-
ar kasta þá hefði hún ekki sjálf getað
skrifað upp á svo há laun. Ríkis-
stjórnin hefði hins vegar ekki komið
að ákvörðunum þar að lútandi.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingar, hafði borið fram
fyrirspurn til ráðherra um kjör
stjómenda FBA, sem hún sagði svo
há að mönnum ofbyði. Vildi hún m.a.
vita hvaða ákvarðanir hefðu verið
teknar um laun og kjör stjómenda
FBA á meðan bankinn var í meiri-
hlutaeign ríkisins og hvort ráðherra
eða fulltrúar hans í stjórn bankans
hefðu átt einhvern þátt í ákvörðunum
um afkomutengdan kaupauka til
starfsmanna. Þá spurði Jóhanna
hvaða ákvarðanir hefðu verið teknar
um arðgreiðslur meðan bankinn var í
meirihlutaeign ríkisins og loks hver
skoðun ráðherra væri á launakjörum
stjórnenda bankans og fyrirkomulagi
á afkomu tengd-
um kaupauka.
Valgerður
Sverrisdóttir,
iðnaðar- og við-
skiptaráðherra,
sagði m.a. í svari
sínu að það hefði
frá upphafi verið
einn af lykilþátt-
unum í stefnu-
mótun FBA að
tekið yrði upp ár-
angurstengt launakerfi. Samið hefði
verið við starfsfólk og stjómendur
FBA á grundvelli slíks kerfis
snemma árs 1999. Þegar kerfið hefði
verið tekið í notkun hefðu flestir
starfsmannanna samið um nokkra
lækkun grunnlauna um leið og þeir
sömdu um að laun sín yrðu tengd
bætingu á rekstrarárangri bankans.
„Utreiknaður bónus ársins 1999
nam alls 191,3 milljónum króna og
voru 22,6 milljónir króna greiddar út
1. september sl. 76,6 milljónir vom
greiddar út hinn 1. mars sl. og nemur
heildarútgreiddur bónus fyrir árið
því 99,2 m.kr., eða 52% af heildará-
unnum bónus. 92,1 m.kr., eða 48% af
áunnum bónus geymast og verða
greiddai' út síðar allt eftir því hvort
árangur þessa árs batnar frá síðasta
ári eða ekki. Þannig er kerfið hannað
til að ýta undir varanlega árangurs-
myndun en ekki skammtímabata."
Ennfremur sagði Valgerður að
laun stjómar FBA hefði numið 4
m.kr. á árinu 1998 og laun fjögurra
manna framkvæmdastjómar 37 m.
kr. í fyrra hefðu laun stjómar numið
4,5 m. kr. og laun framkvæmda-
stjómar50,5m. kr.
Ráðherra átti ekki beinan þátt
„Ráðherra hefur ekki átt beinan
þátt í ákvörðun um afkomutengdan
kaupauka starfsmanna FBA. Það var
stjóm bankans sem tók endanlega
ákvörðun um að taka upp afkasta-
hvetjandi launakerfi," sagði Valgerð-
ur. Hún rifjaði upp að þetta hefði ver-
ið ákveðið á fundi stjórnarinnar 22.
desember 1998 en á þeim tíma hefði
stjóm bankans verið skipuð fulltrá-
um kjömum á aðalfundi þann 24.
mars 1998 er iðnaðarráðherra og
sjávarátvegsráðherra fóm í samein-
ingu með hlut rík-
issjóðs í FBA.
Kom hins vegar
fram í máli ráð-
herrans að ekki
hefði verið
greiddur út arður
af starfsemi bank-
ans fyrir 1997 en
að ákveðið á aðal-
fundi í mars 1998
að greiða 8% arð
til hluthafa vegna
rekstrarársins 1998. „Þannig greiddi
FBA 544 m.kr. í arð til hluthafa sinna,
þar af vom 277 m.kr. greiddar til rík-
issjóðs sem þá var stærsti hluthafinn
með 51% eignarhlut."
Fjömgar umræður spunnust um
þetta mál eftir ræðu ráðherra. Pétur
H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði skipstjóra á aflahæstu
frystiskipum fiskveiðiflotans suma
hafa hærri laun en hér væra til um-
ræðu. „Stjórnendur og aðrir starfs-
menn FBA hafa náð fram hagnaði
fyrir fyrirtækið sem nemur að verð-
mæti eins til tveggja frystitogara á
einu ári,“ sagði Pétur. „Með góðri
stjórnun, dugnaði og snilli hefur þessi
árangur náðst umfram væntingar.
Eðlilegt er að stjómendur og starfs-
menn njóti þessa árangurs en ekki
bara hluthafar.“ Hann bætti við að
það gagnaðist hvorki öryrkjum né
lágtekjufólki að FBA væri illa rekinn.
Þvert á móti gagnaðist það hinum
lægst launuðu því starfsmenn FBA
skiluðu miklum tekjum til ríkissjóðs í
formi skatta.
Kristján Pálsson sagði flokksbróð-
ir sinn, Pétur H. Blöndal, seilast ansi
langt þegar hann jafnaði launum
skipstjóra við laun stjómenda FBA.
Sjómenn hættu lífi sínu og limum við
að ná fiski úr sjó en stjómendur FBA
sýsluðu hins vegar með peninga sem í
raun væra ekld þeirra aflafé. Þeir
hefðu þvert á móti fengið til sín t.d.
Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð, sjóði
sem væri búið að tryggja í öllum
helstu atvinnugreinum þjóðarinnar.
Kristján L. Möller, þingmaður Sam-
fylkingar, sagði það afar ósmekklegt
hjá Pétri - sem hann kallaði talsmann
Sjálfstæðisflokksins í þessu máli - að
réttlæta há laun stjómenda FBA á
þeirri forsendu að þau kæmu hinum
lægst launuðu til góða.
Guðjón Guðmundsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér þá
hljóðs til að mótmæla því að Pétur H.
Blöndal hefði talað sem talsmaður
Sjálfstæðisflokksins í þessu máli.
Hann hefði hins vegar málfrelsi eins
og aðrir þingmenn flokksins.
Blaut tuska framan í launafólk
Jóhanna Sigurðardóttir sagði í
seinni ræðu sinni að það lægi nú fyrh-,
eftir svör viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, að íúlltráar ríkisins í stjóm
FBA hefðu tekið ákvarðanirnar um
ofurkjör til stjómenda bankans.
„Þessi ákvörðun ríkisvaldsins er til
skammar," sagði Jóhanna, „og sem
blaut tuska framan í launafólk sem
stendur núna í harðri kjarabaráttu“.
Valgerður Sverrisdóttir ítrekaði í
lokaorðum sínum að ríkisstjórnin
hefði ekki komið að ákvörðun um
launakjör og árangurstengdar
greiðslur. Svaraði hún einnig spum-
ingu Jóhönnu um sitt álit á launakjör-
um í FBA. Kvaðst hún fylgjandi ár-
angurstengdu launakerfi enda væru
slík kerfi til þess fallin að tengja bet-
ur saman hagsmuni hluthafa og
starfsmanna og væra m.a. þekkt í at-
vinnulífi hér á landi. „Það er ekki að
undra að há laun stjórnenda FBA
hafi valdið undran og reiði hjá mörg-
um almennum launþegum sem nú
standa í erfiðri kjarabaráttu,“ sagði
Valgerður. „Ég hefði sjálf ekki getað
skrifað upp á svo há laun, hefði málið
komið til minna kasta.“
ALÞINGI
23 komu á slysadeild um síðustu áramot
vegna áverka af völdum skotelda
Þrír lagðir inn
á sjúkrahús
TUTTUGU og þrír komu á slysá-
og bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur um áramótin síðustu
vegna áverka af völdum skotelda
og þurfti að leggja þrjá þeirra inn á
sjúkrahús, að því er fram kemur í
skriflegu svari Ingibjargar Pálma-
dóttur, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra, við fyrirspum Astu
Möller, þingmanns Sjálfstæðis-
flokksins. Vora andlitsáverkar al-
gengastir (13) og/eða augnáverkar
(6) eða í 83% tilvika, en í 4% tilvika
urðu hendur og fingur fyrir barð-
inu á skoteldum. Nær alltaf var um
einhvem brana að ræða.
Alls komu 147 í bráðamóttökuna
frá kl. 12 á gamlársdag 1999 til kl.
12 á nýársdag en þar af vora 102
(69%) með áverka. Reyndust 23
þeirra (23%) hafa slasast af ein-
hvers konar sprengjum, blysum,
tertum eða flugeldum. Karlmenn
vora í meirihluta slasaðra (18 af 23)
og voru flestir í aldurshópunum 3-
10 ára (9) og 37-47 ára (10). Enginn
hinna slösuðu hafði notað hh'fðar-
gleraugu en einn hlífðarhanska.
Það er álit yfirlæknis slysa- og
bráðamótttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur að slys hafi verið
heldur fleiri um síðustu áramót en
árin á undan en nákvæmar upp-
lýsingar liggja ekki fyrir. Upplýs-
ingar frá augnlækningadeild
Landspítalans leiða í ljós að þang-
að komu sex manns um áramótin
með augnáverka eftir sprengjur og
skotelda, þar af þríi- sem komu
ekki frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Enginn þeirra notaði öryggis-
gleraugu en tveir hafa hugsanlega
hlotið varanlegan augnskaða.
,Ástæða virðist því vera til að hafa
uppi sérstakar varáðarráðstafanir
um næstu áramót til að spoma við
slysum af völdum skotelda," segir í
svari heilbrigðisráðherra. Óvíst sé
hins vegar hvort bann við notkun
þeirra bæri árangur. Um 60% al-
varlegra slysa í Danmörku hafi
verið af völdum ólöglegra skotelda.
Þyngri viðurlög
vegna brota er
tengjast barnaklámi
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra mælti í vikunni fyrir
frumvarpi til laga um breytingu á
almennum hegningarlögum sem
felur m.a. í sér þyngingu refsingar
við brotum er tengjast framleiðslu
eða innflutningi á barnaklámi.
„Af augljósum ástæðum þykir
rétt að leggja þyngri refsingar við
brotum þegar klámefni tengist
bömum,“ sagði Sólveig m.a. í fram-
söguræðu sinni. „Með því er leitast
við að veita börnum frekari vernd
gegpi þeirri misnotkun sem felst í
framleiðslu og dreifingu barna-
kláms, auk þess sem lögð er sérstök
áhersla á alvarleika þessara brota.“
Vakti Sólveig sérstaka athygli á
nauðsyn þess að fylgjast með þróun
erlendrar löggjafar i þessu efni.
Einnig væri samvinna við erlend
lögregluyfirvöld mikilvæg, einkum
þegar um dreifingu barnakláms
milli Ianda á Netinu væri að ræða.
Þá er í frumvarpinu lagt til að al-
mennt sektarhámark almennra
hegningarlaga verði afnumið en
það hefur verið íjórar m. kr. frá
1985. Ennfremur að hcimilt verði
við ákvörðun refsingar að taka tillit
til þess hvort sakborningur hefur
upplýst um aðild annarra að broti.
Frumvarpinu vel tekið
Frumvarp dómsmálaráðherra
hlaut góðar undirtektir og fagnaði
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður
Samfylkingar, t.d. afnámi sektar-
hámarks og sagði tímabært að
treysta dómstólum til að ákveða
hver sekt skyldi vera. Ennfremur
fagnaði hún sérstaklega þeim
ákvæðum er lúta að barnaklámi en
Bryndís mælti einmitt að lokinni
umræðu um frumvarp ráðherra
sjálf fyrir frumvarpi sem kveður á
um að bætt verði málsgrein við 210.
gr. hegningarlaga þar sem lögð
verði sérstök refsing við því að búa
til, flytja inn eða dreifa barnaklámi.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs, tók mjög í sama
streng og kynnti frumvarp, sem
dreift var í gær, um hetrar refsing-
ar við brotum tengdum barnaklámi.
Samræmd
slysa-
skráning
um næstu
áramót
STEFNT er að því að sam-
ræmd slysaskráning hefjist
um næstu áramót, þar sem
allir aðilar sem nú skrá slys
taki upp samræmt skráning-
arkerfi. Landlæknir verður
ábyrgðarmaður Slysaskrár
Islands og umsjónarmaður
hennar, en skráin verður afar
umfangsmikil þar sem gert er
ráð fyrir um 100 þúsund
skráningum á ári.
Þetta kom fram í svari
Ingibjargar Pálmadóttur,
heilbrigðis- og tryggingamál-
aráðherra, við fyrirspurn
Astu Möller, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, á Al-
þingi í gær. Ingibjörg sagði
að hér væri um samvinnu-
verkefni margra aðila að
ræða, en sérstaklega bæri þó
að þakka frumkvæði slysa-
deildar Sjúkrahúss Reykja-
víkur og yfirlæknis hennar í
málinu.
„Stefnt er að sameiginlegu
skráningarkerfi allra þeirra
sem skrá slys, þar með talið
sjúkrahúsa, heilsugæslust-
öðva og annarra," sagði Ingi-
björg. „Markmiðið er að skrá
öll slys, meiðsl sem verða á
fólki, umferðaróhöpp verði
skráð, staður, tími, kring-
umstæður og eðli slyss eða
atviks." Itrekaði hún í seinni
ræðu sinni að hér væri verið
að tala um skráningu allra
slysa, bæði á sjó og landi.
„Samræmd slysaskráning
verður mjög gott og virkt
tæki til að reyna að greina or-
sakir slysa og beita markvis-
sum forvörnum og jafnvel af-
mörkuðum aðgerðum," sagði
heilbrigðisráðherra og bætti
við að þessi skráningargrunn-
ur yrði einstæður í veröldinni.
Ingibjörg upplýsti að Tölvun-
efnd hefði nú til afgreiðslu
umsókn um starfsleyfi Slysa-
skrár íslands og að taka
þyrfti til við að hanna nauð-
synlegan hugbúnað, fengi hún
jákvæða afgreiðslu hjá nefnd-
inni. Sagði Ingibjörg að það
verkefni yrði að sjálfsögðu
boðið út. Kom einnig fram í
máli ráðherrans að mikil sam-
staða væri um þetta mál í öll-
um heilbrigðisstéttum.
Aiþingi
FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl.
10.30. Eftirfarandi mál verða þar á
dagskrá:
1. Lyíjalög og almannatrygging-
ar (Lyíjamálastofnun o.fl.), 1.
umræða.
2. Félagsleg aðstoð, 1. umræða.
3. Almannatryggingar, 1. um-
ræða.
4. Markaðssetning vistvænna og
lífrænna afurða, 1. umræða.
5. Veitinga- og gististaðir (nekt-
ardansstaðir o.fl.), 1. umræða.
6. Stofnun hlutafélags um rekst-
ur Póst- og símamálastofnunar
(fyrirsvar eignarhluta ríkis-
ins), l.umræða.
7. Félagsþjónusta sveitarfélaga
(heildarlög), 1. umræða.
8. Réttindagæsla fatlaðra, 1. um-
ræða.
9. Málefni innflytjenda, fyrri um-
ræða.
10. Verðbréfaviðskipti og verð-
bréfasjóðir, 1. umræða.
11. Húsgöngu og fjarsölusamn-
ingar (heildarlög), 1. um-
ræða.
12. Vátryggingasamningar
(slysa- og sjúkratryggingar),
1. umræða.