Morgunblaðið - 09.03.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 13
AKUREYRI
Morgunblaðið/Knstján
Þessir vel klæddu kokkar tóku sér frí frá matseldinni í gær til þess að
geta tekið þátt í hátíðarstemmningunni í miðbænum á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Börnin sungu af innlifun í verslunum, stofnunum og fyrirtækjum vítt og
breitt um bæinn og myndaðist oft biðröð, enda mörg börn á ferli.
Söngur og gleði á öskudegi
AKUREYRSK ungmenni tóku
daginn snemma í gærmorgun,
klæddu sig upp í alls kyns furðu-
búninga og héldu í bæinn fyrir
allar aldir. Þar voru t.d. draugar,
álfar, birnir og margar fleiri ver-
ur sem sungu og dönsuðu fyrir
„nammi“. Lagaúrvalið var mikið
og flestir búnir að æfa tvö til þrjú
lög til að fá smá gott í poka. Þeg-
ar líða tók á morguninn var kött-
urinn sleginn úr tunnunni og biðu
börnin í langri biðröð eftir því að
fá að taka þátt í þeirri skemmti-
legu hefð á öskudeginum á Akur-
eyri.
Kristinn H. Gunnarsson formaður stjdrnar Byggðastofnunar
Byggðakvóti Grímseyiuga
kæmi sér betur í Hrísey
KRISTINN H. Gunnarsson formað-
ur stjórnar Byggðastofnunar telur
að ekki eigi að úthluta byggðakvóta
til Grímseyjar, fremur eigi að útdeila
þeim byggðakvóta sem þangað á að
fara til Hríseyinga. Þetta sagði
Kristinn á hádegisverðarfundi á Ak-
ureyri í gær, en að honum stóðu At-
vinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Há-
skólinn á Akureyri og sjónvarps-
stöðin Aksjón.
Við umræður um byggðakvóta
sagði Kristinn að 1.500 tonn, það
magn sem Byggðastofnun hefur til
umráða væri ekki nægilega mikið.
Sagði hann að sín skoðun væri sú að
ekki ætti að úthluta byggðakvóta til
Grímseyjar, heldur ætti að nota það,
sem í hlut eyjarinnar hefði komið, í
Hrísey. Þar væru vandamálin, ekki í
Grímsey. Takmarkið með byggða-
kvóta væri að hann kæmi sem flest-
um til góða.
Taldi Kristinn að það magn sem
Byggðastofnun hefur til umráða,
1.500 tonn væri ekki nægilega mikið.
Stofnunin þyrfti að hafa yfir meira
magni að ráða til að geta brugðist við
þegar upp koma erfiðleikar í at-
vinnulífi, líkt og varð í Hrísey eftir að
pökkunarstöð Snæfells var flutt úr
eynni og til Dalvíkur. Kristinn var
spurður hvort Ólafsfjörður væri ekki
inni í myndinni varðandi byggða-
kvóta, en hann sagði vandann þar
stærri en svo að byggðakvóti myndi
leysa málin. „En við gætum gert
gagn í Hrísey,“ sagði hann.
Tregða í embættismanna-
kerfínu
Kristinn var einnig spurður hvort
hann myndi beita sér fyrir því að
Byggðastofnun yrði fundinn staður á
landsbyggðinni og sagði hann það
koma vel til greina. Það væri í raun
eðlilegra að stofnunin hefði höfuð-
stöðvar á landsbyggðinni. Engin
ákvörðun lægi enn fyrir um hvort af
slíkum flutningi yrði, en Kristinn
benti á að þróunarsvið stofnunarinn-
ar væri á Sauðárkróki og eflaust
myndi það vaxa í framtíðinni. Sagði
Kristinn iðulega vera mikla tregðu
hjá embættismannakerfinu þegar að
breytingum kæmi og væri heilmikið
viðfangsefni við það að glíma. Stjórn-
málamenn þyrftu að leggja mikla
vinnu í að fá embættismenn til að
endurskoða afstöðu sína. Stjórn-
málamenn væru reiðubúnir að beita
sér fyrir breytingum en mikil tregða
í kerfinu ylli því að hægt gengi.
V etrariþróttahátíð fþróttasambands íslands sett á Akureyri á laugardag
Vetur konungur
setti dagskrána
úr skorðum
VETRARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ
fþróttasambands íslands var sett
við hátíðlega athöfn í Skautahöll-
inni á Akureyri sl. laugardag. Sig-
urður J. Sigurðsson, forseti bæjar-
stjórnar, setti hátíðina í forföllum
Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjar-
stjóra. Vetur konungur setti tölu-
vert strik í reikninginn þessa
fyrstu helgi vetraríþróttahátíðar-
innar og féll öll dagskrá í Hlíðar-
fjalli niður um helgina vegna veð-
urs.
í Skautahöllinni fór hins vegar
vel um gesti og eftir að ávörp höfðu
verið flutt við setninguna var sýnd-
ur listdans á svellinu og verðlaun
veitt fyrir frammistöðu á íshokkí-
móti yngri flokka, þar sem um 100
þátttakendur frá Skautafélagi Ak-
ureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur
og Birninum reyndu með sér. Þá
tóku félagar í Hestamannafélaginu
Létti þátt í setningarathöfninni og
sýndu gæðinga sína á svellinu.
Auk Sigurðar J., forseta bæjar-
stjórnar, fluttu ávörp þau Björg
Blöndal, sem situr í varstjórn ÍSI,
Egill Jóhannsson, formaður Skíða-
sambands íslands, og Magnús
Finnsson, varaformaður Skauta-
sambands íslands, en kynnir var
Hermann Sigtryggsson. Eftir að
formlegri dagskrá lauk var skauta-
svellið opið fyrir almenning og var
mjög fjölmennt á svellinu á tíma-
bili.
Til stóð að halda skíðamót, bæði
í alpagreinum og göngu og snjó-
brettamót í Hlíðarfjalli um helgina
en þeim varð að fresta um viku
vegna veðurs. Þá varð heldur ekk-
ert af heimsókn Björns Bjarnason-
ar menntamálaráðherra norður en
hann ætlaði að vígja formlega nýtt
og glæsilegt bjálkahús í Strýtu í
Hlíðarfjalli á sunnudag.
Morgunblaðið/Kristján
Almenningi var boðið á skauta-
svellið að lokinni formlegri setn-
ingu Vetraríþróttahátíðarinnar
og settu margir undir sig skaut-
ana í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Kristján
Hart var barist í leikjum Skautafélags Akureyrar, Bjarnarins og
Skautafélags Reykjavíkur á unglingamótinu sem fram fór í tengslum
við Vetraríþróttahátíðina. Myndin er úr leik SA og Bjarnarins.
Morgunblaðið/Kristján
Þessar ungu skautadrottningar sýndu listdans á svellinu við setningu
Vetraríþróttaháti'ðar ÍSÍ á laugardag.
Kirkjuvika í
Akureyrarkirkju
Sænskur
kór í
heimsókn
KIRKJUVIKA stendur nú yfir
í Akureyrarkirkju en í dag,
fimmtudag, munu prestar
ásamt Ónnu Ólafsdóttur,
fræðslustjóra Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar, heimsækja
Menntaskólann á Akureyri og
Verkmenntaskólann á Akur-
eyri þar sem þau kynna og
ræða um alþjóðasamstarf
hjálparstofnana kirkna.
Kyrrðar- og fyrirbænastund
verður í hádeginu í dag og hefst
hún með orgelleik en í lokin er
boðið upp á léttan hádegisverð í
safnaðarheimili.
Opið hús verður fyrir eldri
borgara frá kl. 15 til 17 í dag.
Kammerkór Tónlistarskólans í
Pitea undir stjórn Erics West-
berg syngur og einnig Ömmu-
kórinn undir stjórn Sigríðar
Schiöth. Þóra Björg Magnús-
dóttir hjúkrunarfræðingur seg-
ir í máli og myndum frá dvöl
sinni í Afríku og einnig verður
almennur söngur og kaffiveit-
ingar.
Um kvöldið kl. 20 verða kór-
tónleikar í kirkjunni þar sem
kammerkór, orgelleikari og
slagverksleikari frá Tón-
listarháskólanum í Pitea í
Norður-Svíþjóð flytur verk eft-
ir ýmsa höfunda.
Metrar yfir
sjávarmáli
AÐALSTEINN Svanur Sig-
fússon myndlistarmaður opn-
ar sýningu á Café Karólínu á
Akureyri
annað
kvöld,
föstudags-
kvöldið, 10.
mars kl. 20.
Aðal-
steinn
Svanur Sig-
fússon er
búsettur á
Akureyri og
hefur stundað myndlist í tæpa
tvo áratugi samhliða annarri
iðju og einkum fengist við
málverk. Á síðustu misserum
hefur hann snúið sér að ljós-
myndun og tölvugrafík og á
þessari sýningu eru ljósmynd-
ir af íslensku búsetulandslagi.
Sýningin ber yfirskriftina
m.y.s. (metrar yfir sjávar-
máli) og er nítjánda einka-
sýning Aðalsteins. Hún er
haldin í tilefni af fertugs-
afmæli listamannsins, sem
ber einmitt upp á opnunar-
daginn.
Kvartett
Sunnu
Gunnlaugs
SUNNA Gunnlaugs djass-
píanísti leikur með kvartett
sínum skipuðum þeim, Tony
Malaby á saxófón, Drew
Gress á bassa og Scott
McLemore á trommur á tón-
leikum á Akureyri og Húsa-
vík.
Tónleikarnir verða í Gryfju
Verkmenntaskólans á Akur-
eyri á föstudagskvöld, 10.
mars, og hefjast þeir kl. 21. Á
laugardag leikur kvartettinn í
Borgarhólsskóla á Húsavík
kl. 17.
Á efnisskrá tónleikanna eru
lög eftir Sunnu og útsetning-
ar hennar á íslenskum lögum.