Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Verðstríð 1 breska netheiminum Engiim síma- kostnaður fyrir notkun Netsins London. Morgunblaðið Morgunblaðið/Golli NETFYRIRTÆKI í Bretlandi hafa lýst yfir stríði sín á milli í samkeppninni um notendur. Stríð- ið hófst á mánudag síðastliðinn þegar bandaríska fyrirtækið Alta- Vista tilkynnti að innan þriggja mánaða hygðist það bjóða notend- um sínum ókeypis innhringiþjón- ustu með því að notendur hringi í gjaldfrjáls númer og greiði því ekkert fyrir símkostnað meðan á nettengingu stendur. I kjölfarið fylgdi yfirlýsing bandaríska samskiptaíyrirtækisins NTL á þriðjudag, sem segist ætla að gera enn betur en AltaVista og bjóða upp á ókeypis innhringiþjón- ustu frá og með 17. apríl nk. Þýðingarmikið skref BT Breska símafyrirtækið British Telecommunications, BT, sem hef- ur svipaða stöðu á breska fjar- skiptamarkaðnum og Landssíminn á hinum íslenska, tók í gær þýðing- armikið skref í átt til þess að draga úr símkostnaði netfyrirtækjanna og tilkynnti um breytta gjaldskrá en talið er að þetta skref hafi verið stigið vegna yfirlýsingar NTL sem býr yfir afar öflugu eigin sam- skiptanetkerfi um Bretland og þarf því ekki að reiða sig á þjón- ustu BT. í tilboði NTL felst hins vegar að notandinn verður að skuldbinda sig til að nota símaþjónustu NTL fyrir andvirði a.m.k. 1200 kr. á mánuði, sem þýðir að hann verður að nýta sér símaþjónustu NTL í stað BT. Tony Blair lofar verðstríðið Með þessari lækkun hefur BT látið undan langvarandi þrýstingi um breytingu á gjaldskrá vegna netsímtala, sem náði hámarki í ræðu Tony Blairs forsætisráð- herra á ráðstefnu á þriðjudag, þar sem hann lofaði framtak AltaVista og NTL og sagði að lægri gjöld fyrir netþjónustu væru grundvöll- ur fyrir því að hin nýja tækni nýtt- ist ekki einungis fáum útvöldum. Blair lýsti jafnframt yfir fram- tíðarsýn sinni þar sem allir Bretar væru komnir með nettengingu inn- an fimm ára og líkti þróuninni í netheiminum við „nýja iðnbylt- ingu“. Nú um stundir eni einungis einn af hverjum fimm Bretum með nettengingu í samanburði við ann- an hvern Bandaríkjamann. Benda má á að í Bandaríkjunum eru inn- anbæjarsímtöl án endurgjalds, og þurfa netnotendur því ekki að greiða símareikninga fyrir notkun Neteins. í stað þess að innheimta fyrir nettengingu samkvæmt innanbæj- artaxta, Ifkt og tíðkast m.a. einnig á íslandi, hefur BT ákveðið að hin nýja gjaldskrá verði án tímamæl- ingar símtala. Greitt verður fast gjald á mán- uði, frá um 700 íslenskum krónum fyrir nettengingu á kvöldin og um helgar og upp í um 2400 kr. á mán- uði iyrir ótakmarkaða notkun. Nú sem stendur þarf neytandinn að greiða 1200 kr. á mánuði fyrir símtöl utan háannatíma en 5 kr. á mínútuna á daginn. Líklegt þykir að BT muni lækka verð enn meira, eftir því sem samkeppnin fer vax- andi, en forstjóri BT, Sir Peter Bonfield sagði eitt sinn að hann myndi bjóða upp á ókeypis netsím töl um leið og bensínstöðvar færu að bjóða upp á ókeypis bensín. Hin nýja gjaldskrá BT miðast við heildsöluverð til netfyrirtækj- anna, sem verðleggja síðan sjálf þjónustu sína til neytenda og er misjafnt eftir netfyrirtækjum hvað neytendur muni þurfa að greiða. Notendur AltaVista munu tengjast Netinu með því að hringja í gjald- frjáls númer, en AltaVista greiðir þá kostnaðinn. Talsmenn AltaVista segjast hins vegar ætla að ná inn auknum kostnaði vegna þessa með auglýsingum, styrktaraðilum og netverslunum. Símreikningar helstu hömlur Netsins Sérfræðingar í málefnum Nets- ins hafa bent á að helstu hömlur á þróun Netsins væri sú staðreynd að notendur þurfi að greiða fyrir notkun samkvæmt tímamælingu en með því að afnema símreikn- inga vegna nettengingar þurfi not- endur ekki lengur að hafa áhyggj- ur af himinháum símreikningum. Það muni leiða tO þess að notk- un Netsins aukist tO mikilla muna, jafnvel geti notendur verið með Netið opið allan sólarhringinn og þannig muni samskipti manna á mdli geta farið fram í auknum mæli á Netinu. AltaVista, sem hrinti holskefl- unni af stað og er í eigu bandaríska fjármálarisans CMGI og Compac, segist neyðast til að takmarka not- endur við hálfa milljón fyrstu sex mánuðina til þess að geta uppfyllt væntanlegar kröfur þeirra. Not- endur þurfa að reiða fram um 3.500-6.000 kr. eingreiðslu í upp- hafi en síðan um 1.000-2.000 kr. í ársgjald. Netnotendur í Bretlandi greiða að meðaltali um 18.000 kr. á ári í símreikninga sem eingöngu eru tO- komnir vegna Netsins. Fyrii- það fá þeir aðgang í um átta og hálfa klukkustund á mánuði. Talsmenn AltaVista segja að með hinni nýju þjónustu muni þeir spara breskum netnotendum allt að 70 milljarða króna á ári. Morgunblaðið/Kristinn Nýir eigendur Feimu SYSTURNAR Elísabet Hrönn og Hildigunnur Erna Gísladætur tóku við rekstri Hárstofunnar Feimu á Miklubraut 68 þann 1. mars sl. Á stofunni verður boðið upp á persónulega ráðgjöf fyrir bæði dömur og herra. Eigendurn- ir ætla að leggja metnað sinn í að bjóða ávallt upp á nýjustu línurn- Green House listinn GreenHouse vor- og sumar- listinn er kom- inn út. Hingað til hefur listinn einungis verið með kvenfatn- að en nú hefur breyting orðið þar á og í list- anum er nú að finna herrafatnað. Fatnaður er aðallega seldur heima hjá sölukonum eða á heimakynn- ingu en einnig er hægt að panta í gegnum síma. Vörulistinn er ókeypis og er fyrirtækið til húsa að Rauðagerði 26. ar í hártísku, liti og aðrar hárvör- ur. Boðið verður upp á hvers kyns hátíðargreiðslur, fyrir fermingar, brúðkaup og fleira. Elísabet Hrönn er hársnyrtisveinn og Hildigunnur Erna hársnyrti- meistari. Hárstofan er opin alla virka daga og á laugardögum. NÝTT Lyktar- eyðandi úðaefni Á MARKAÐINN er komið efni er nefnist Febreze. Um er að ræða lyktareyðandi úðaefni fyrir tau. Efnið á að fjarlægja óþægilega lykt frá t.a.m. reykingum, gæludýrum og matreiðslu sem gjarnan festist á taui. Febreze er til í 500 ml úðabrúsum og í 100 ml úðabrúsa Sölu- og dreifingar- aðili er Islensk-ameríska ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.