Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 30

Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ /J Tilriejm'rigar j ril óíkarsvervla iw a RINGULREIÐ MYND EFTIR MIKE LEIG HASKOj Hsndlsusartscki Psrms m. iy'fiitspps. Tilboð kr. 3.217. Án R'fiitsppa tiiboð ki. 2.666 Hubct pnms bsðtscki mcð hitsstilli os bnmaöryssi. Tilboð kr. 8.980. isussrtscki Ncvc 238. Tilboð kr. Handlsussrtacki Ncvc 604 Kcómsð tilboó kr. 6.219. Króm-'sull tilboð kr. 6.912. Bsðtscki Ncvc 804 Krómað Tílboð kr. 8.373.- Króm'sull Tilboð kr. 10.442. Hubcr pnms sturtutscki mcð hitastiili 03 bninaör>'3si Tilboð kr. 7.094, Eidhústacki Ncvc 234. Tilboð 6.359. Eldhústacki Nevc 236. Tilboð kr. 4.543. Eldhústseki Parma Tiiboð kr. 2.799. .ii Fjöldi annarra íK tækja á tilboöi m VATNSVIRKINN ehf Á*mírts 2í - 10S P.eykif'Vk. srmi! 5SS 2510, b’éfýrr.! 5SS 2022 www.mb l.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 50 ÁRA IffiH O ' | '?}Æ-Æ Wiœis&Q. 'iMí i. Wnm , Morgunblaðið/Ásdís Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri, Helga Hauksdóttir tónleikastjóri og Jón Sigurðsson Arason umsjónarmaður. Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum í Þjóðleikhúsinu 3. desem- ber 1950. Stjórnandi var Hermann Hildebrandt. Ég man ekki betur en tónleikarnir hafi gengið prýðilega fyrir sig.“ Jón var reyndar ekki að koma fram á sínum fyrstu tónleikum því hann hafði tekið þátt í tónleikahaldi hinna ýmsu forvera Sinfóníuhljóm- sveitarinnar allt frá árinu 1939. „Þá lék ég fyrst á tónleikum undir stjórn dr. Victors Urbancic og ég man að það voru íslensk verk á efnisskránni, meðal annars eftir Helga Pálsson og Karl Ottó Runólfsson. Það voru um fjörutíu manns í hljómsveitinni.“ Jón lék á trompet á þessum árum en skipti yfír í horn haustið 1945 fyr- ir atbeina Wilhelms Lanzky-Ottos. „Ég fór að sækja tíma hjá honum þegar hann kom hingað frá Dan- mörku og spilaði á horn upp frá því. Lanzky-Otto var frábær kennari sem kom hérna á hárréttum tíma. Það var nefnilega nóg til af góðum strengjaleikurnum en blásaramir voru fæm - vora kallaðir vandræða- börn. Því kippti Lanzky-Otto í liðinn. Menn fóru líka að sækja í auknum mæli í nám til útlanda.“ Jón lýsir Lanzky-Otto sem af- burðamanni. „Hann byrjaði daginn alltaf á því að fara í Sundhöllina upp úr klukkan átta. Síðan hélt hann sem leið lá niður í Þrúðvang þar sem hann kenndi undantekningarlaust til miðnættis - alla daga. Þvílíkur kraft- ur.“ Jón segir stofnun Sinfóníuhljóm- sveitar íslands hafa skipt sköpum fyrir hljóðfæraleikarana á sínum tíma. „Þar með vorum við komnir í örugga höfn og fyrir vikið varð starf- semin beinskeyttari. Við fengum líka snemma ágætar viðtökur og dóma. Ég man til dæmis eftir því að portú- galskir gestir á óperusýningu í Þjóð- leikhúsinu á þessum tíma furðuðu sig á því að svona lítil þjóð ætti sin- fóníuhljómsveit. Svo er mér minnis- stæður dómur sem Jón Leifs skrifaði í Tímann eftir að við fluttum Fjórðu sinfóníu Brahms undir stjóm Olavs Kiellands snemma á sjötta áratugn- um þar sem hann sagðist hafa heyrt stærri og betri hljómsveitir leika verkið en aldrei heyrt betri túlkun.“ Jón lék með hljómsveitinni óslitið til ársins 1981 að hann lagði hornið á hilluna. Hann sagði þó síður en svo skilið við hljómsveitina. „Ég gat ómögulega slitið mig frá þessu. Mér líður svo vel innan um þetta fólk. Hér er alltaf svo góður andi. Ég tók því að mér nótnavörslu og annað og fæ vonandi að sinna þessu áfram meðan heilsan leyfir." Upplifun í Carnegie Hall Jón segir Sinfóníuhljómsveit ís- lands hafa tekið geipilegum framför- um á þessum fimmtíu árum. „Þetta telst ekki vera langur reynslutími en hljómsveitin hefur svo sannarlega sannað tilvist sína - er landi og þjóð til sóma hvar sem hún kemur. Ég er stoltur af henni.“ Jóni eru minnisstæðar velheppn- aðar tónleikaferðir til Austurríkis og Frakklands á níunda áratugnum og til Finnlands fyrir um tíu árum. Há- punktinn segir hann þó hafa verið tónleikana í Camegie Hall í New York í febrúar 1996. „Það var mikil upplifun að vera í Carnegie Hall það kvöld. Viðtökumar voru framar björt- ustu vonum. Þar sýndi hljómsveitin og sannaði hvers hún er megnug.“ ítarlega verður rætt við Jón Þórarinsson tónskáld um Sinfón- íuhljómsveitina í Morgunblaðinu á sunnudag en fáir þekkja sögu henn- ar betur. Hljómsveitarstjórar og konsertmeistarar Á ÞEIM fímmtíu árum sem Sinfón- íuhljómsveit íslands hefur starfað hefur á þriðja tug hljómsveitar- stjóra stjómað henni á tónleikum. Þar af störfuðu nokkrir sem aðal- hljómsveitarstjórar í lengri eða skemmri tíma. Sá liljómsveitarstjóri sem stjórn- aði Sinfóníuhljómsveit íslands oftast á fyrstu þremur áratugum hljóm- sveitarinnar, án þess þó að vera fast- ráðinn, var dr. Róbert A. Ottósson. Hann stjórnaði fyrstu tónleikunum 9. mars 1950. Dr. Victor Urbancic stjórnaði einnig nokkrum tónleikum í upphafí en var svo ráðinn hljómsveitarstjóri Þjóðleikhússins. Norðmaðurinn Olav Kielland kom 1952 og starfaði hjá hljómsveitinni í nokkur ár. Eftir að Kielland hvarf á braut liðu nokkur ár án þess að SI hefði fastan stjórnanda eða þangað til Pólverjinn Bohdan Wodiczko kom til sögunnar 1960. Hann var svo ráð- inn aðalstjómandi 1965. Ekki má gleyma þætti Páls Pamp- ichlers Pálssonar en hann stjómaði hljómsveitinni margoft á fyrstu þijátíu ámnum og einnig í seinni tíð. Tímabilið frá 1973 fram til dags- ins í dag hefur verið nær óslitinn tími fastráðinna aðalstjórnenda. Karsten Andersen frá Noregi starfaði frá 1973-77. Frakkinn Jean-Pierre Jacquillat stjómaði hljómsveitinni frá 1978- 86. Petri Sakari frá Finnlandi tók við tónsprotanum 1987 og hélt honum til 1993. Þá kom til skjalanna landi hans Osmo Vánská. Gegndi hann starfínu íþtjúár. Sakari var aftur ráðinn aðal- hljómsveitarsijóri 1996 ítvö ár. Frá 1998 hefur síðan Banda- ríkjamaðurinn Rico Saccani sljóm- að Sinfóníuhljómsveit Isiands. Konsertmeistarar Fjórir hljóðfæraleikarar hafa gegnt starfí konsertmeistara Sin- fóníuhljómsveitar Islands, þar af tveir í langan tíma. Björn Olafsson var fyrsti konsert- meistari hljómsveitarinnar og gegndi starfinu í 22 ár. Þá tók Jón Sen við því og leiddi hljómsveitina í tvö ár. Haustið 1974 var Guðný Guðmundsdóttir ráðin konsert- meistari. Hefur hún gegnt starfínu síðan. Undanfarna tvo vetur hefur Guð- ný raunar verið í leyfi og hefur Sig- rún Eðvaidsdóttir leyst hana af hólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.