Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 33 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 50 ÁRA EITT af hlutverkum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er að flytja og frum- flytja tónverk íslenskra höfunda. Kjartan Ólafsson formaður Tón- skáldafélags Islands segir samstarf þessara tveggja aðila yflrleitt hafa veríð gott. „Það er skemmtilegt tilviljun að Tónskáldafélagið og Sinfóníuhljóm- sveitin eru nær jafnaldrar - Tón- skáldafélagið hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt árið 1995. Samstai-fið hef- ur að öllu jöfnu verið mjög ánægju- legt og hljómsveitin meðal annars tekið þátt í tónlistarhátíðum Tón- skáldafélagsins, staðið að hljóð- ritunum tónverka eftir meðlimi fé- lagsins og stuðlað að því að kynna íslenska tónlist hér heima og erlend- is,“ segii- Kjartan en Tónskáldafélag- ið á fulltrúa í verkefnavalsnefnd Sin- fóníunnar. Hann segir hljómsveitina hafa flutt mörg af helstu hljómsveitarverkum sem samin hafa verið á Islandi á und- anfórnum árum og áratugum. „Fyrir það erum við tónskáld auðvitað þakk- lát enda gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að láta rödd okkar heyrast á þessum vettvangi. En lengi getur gott batnað og við bindum vonir við að hlutur íslenskrai- tónlistar á áskriftartónleikum Sinfóníunnar eigi eftir að aukast í samræmi við það sem er að gerast í öðrum löndum. Þar eru menn í auknum mæli farnir að rækta sinn eigin gai-ð enn betur, þar á með- al á sviði tónlistar, mitt í öllum þess- um samruna þjóða í Evrópu og jafn- vel víðar.“ Kjartan segir hljóðfæraleikarana í hljómsveitinni jafnan taka nýjum ís- lenskum verkum með opnum huga. „Þessi verk koma stundum inn óslíp- uð, eins og eðlilegt er, og hljóðfæra- leikararnir hafa iðulega sýnt þeim áhuga og velvild. Það kunna tónskáld vel að meta.“ Kjartan segir stöðu hljómsveitar- innar sterka á fimmtíu ára afmælinu. „Upptökurnar sem hljómsveitin hef- Máttarstólpi í menningarlífinu Formaður Tónskáldafélags Islands, formaður Félags íslenskra -------------------------7------------ hljómlistarmanna og rektor Listaháskóla Islands bera allir lof á ------------7------------------------- Sinfóníuhljómsveit Islands í samtali við Orra Pál Ormarsson og leggja áherslu á mikilvægi hennar í íslensku menningarlífí. ur gert fyrir er- lend útgáíuíyrir- tæki hafa vakið mikla athygli, meðal annars með verkum Jóns Leifs, stofnanda Tón- skáldafélagsins. Síðan hafa tón- leikaferðir hljómsveitarinn- ar vakið verð- skuldaða at- hygli, þar sem hún hefur að öllu jöfnu haft ís- BjörnTh. lensk tónverk á Árnason dagskránni. Það er útlit fyrir að hljómsveitin haldi áfram að vaxa og verða betri og von- umst við í Tónskáldafélagi íslands eftir áframhaldandi góðu samstarfi." Björn Th. Ái-nason formaður Fé- lags íslenskra hljómlistannanna (FÍH) segir að Sinfóníuhljómsveit ís- lands gegni lykilstöðu í íslensku tón- listariífi. Þarna sé samankomið okkar hæfasta fólk. „Þetta fólk hefur ekki aðeins náð geipilega góðum árangri í starfi sínu í Sinfóníuhljómsveit ís- Hjálmar H. Ragnarsson lands heldur verið virkir þátttakend- ur í öllu tónlistarlífinu, auk þess að gegna mikilvægu hlutverki í tón- listaruppeldi þjóðarinnar sem þetta fólk hefur sinnt í gegnum árin af mik- illi ósérhlífni.“ Björn segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf að eiga hljómsveit á borð við Sinfóníuhljóm- sveit Islands. „Hljómsveitin er eina stofnunin sem hefur fastráðna hljóð- færaleikara að störfum og jafnframt stærsti at- vinnuveitandi landsins á sviði tónlistar. Hún hefur eflst jafnt og þétt í gegnum árin, útvíkkað starf- semi sína, breyst úr lítilli hljómsveit í voldugt afl sem borið hef- ur hróður ís- lenskrar tón- listar út fyrir Kjartan landsteinana. Ólafsson Arangur af því tagi hlýtur að hvetja alla íslenska tónlistarmenn til dáða.“ Á tímum þegar kröfurnar til hljóm- sveitarinnar og stai’fsmanna hennar verða sífellt meiri skýtur það skökku við, að mati Bjöms, að ekki sé betur búið að henni. „Þá er ég að tala um starfsumhverfi hljómsveitarinnar og launakjör starfsmanna. Þau eru ekki í samræmi við frammistöðu hljóm- sveitarinnar. Þá kemur upp í hugann sú dapra staðreynd að ekki er enn búið að byggja tónlistarhús. Ríki og borg kynntu áform sín um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík fyrir rúmu ári og gafu þar fógur fyrirheit.“ Birni þykir málið hafa gengið held- ur hægt fyrir sig og litlar fréttir af því að hafa, en hefur þó ekki gefið upp alla von um að leikið verði í nýju tón- listarhúsi árið 2004 -2005. „Eg vona að menn tefji þetta ekki ennfrekar. Einhendi sér heldur í að klára málið með sóma því þolinmæði tónlistarmanna er á þrotum.“ Kjölfestan í atvinnumennsku Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og rektor Listaháskóla Islands segir Sinfóníuhljómsveit íslands kjölfest- una í ajtvinnumennsku í tónlist hér á landi. Án hennar væri ekki það blóm- lega tónlistarlíf sem fólk þekkir í dag. Hlutverk hljómsveitarinnar sé því gríðarlega mikilvægt. Skilaboðin frá Hjálmari til hljóm- sveitarinnar á þessum tímamótum eru skýr: „Það þarf að líta fram á við og sjá með hvaða hætti best er að laga starfsemina að breyttum lífs- háttum og kröfum í alþjóðlegu sam- hengi. Þannig hljóta sóknarfæri hljómsveitarinnar að liggja í þeirri tónlist sem skrifuð verður á 21. öld- inni og þeim miðlum sem eru að opn- ast.“ Að áliti Hjálmars er eðlilegt að gera miklar kröfur til Sinfóníuhljóm- sveitar Islands - eins og annarra at- vinnumannahljómsveita á alþjóða- mælikvarða. „Sinfóníuhljómsveit er aldrei sterkari en þeir hljóðfæraleik- arar sem eru í henni hverju sinni. Til þess að hljómsveitin haldi áfram að sækja í sig veðrið verðum við að byggja undir hana, ekki síst með öfl- ugri tónlistarmenntun í landinu. Það er lykillinn. Eg bind því miklar vonir við gott samstarf hljómsveitarinnar og tónlistardeildar Listaháskólans, þegar hún verður sett á laggirnar. Þessú aðilar verða að vera sér með- vitandi hvor um annars hlutverk.“ íSkæði Tæmum búðina fyrir breytingar. Allt á að seljast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.