Morgunblaðið - 09.03.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 09.03.2000, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Upplýsingatækni og kennsluaðferðir HINN 3. og 4. mars hélt menntamálaráð- uneytið ráðstefnu um notkun upplýsinga- tækni í menntakerf- inu. Þar kynntu tækni- menn hugbúnað til fjarkennslu og ýmissa nota í skólum og kenn- arar sögðu frá því sem þeir eru að gera svo >aðrir gætu nýtt sér reynslu þeirra. En innan um tæknimenn- ina og kennarana mátti, eins og á öllum svona ráðstefnum, heyra hjáróma raddir lýsa því yfír að nú loksins, loksins, loksins væri bylt- ingin að koma. Ég vona að ég hafí ekki verið sá eini sem tók eftir því hvað þessir byltingarórar eru í hróplegu ósamræmi við anda upp- lýsingatækninnar. Síðan ég byrjaði að fylgjast með umræðum um skólamál hefur nokk- ur hluti þátttakenda gengið að þvi vísu að skólarnir séu á villigötum, það þurfí byltingu og byltingin muni koma. Einhvern tíma átti þessi bylting að vera blómabylting, afturhvarf til náttúrunnar. Kennar- inn átti að fara niður af „stallinum“ og nemendurnir að verða svo ósköp „frjálsir". Þótt tölvan hafi tekið við af blómunum er enn tuldrað um að kennarinn eigi að stíga niður af „stallinum" og nemendur að verða „frjálsir“ sem aldrei fyrr. Það furðulega við þessa byltingaróra er að óvinurinn sem þeir beinast gegn er ekki til frekar en Grýla og Leppalúði. Nemendur eru ekki og hafa ekki verið í hlekkjum og kennarar hreykja sér almennt og yfirleitt ekkert hærra en efni standa til. Nám í skól- um, a.m.k. í góðum skólum, er og hefur hingað til verið skipu- leg þjálfun undir verk- stjórn og handleiðslu kennara og það er vandséð hvaða hags- munum það þjónar að gera byltingu gegn Atli valdi þeirra. Eigi að Harðarson auka frelsi nemenda er það betur gert með því að leyfa þeim að velja milli ól- íkra skóla en með því að senda þá alla í stofnanir þar sem hvorki nýt- ur yið verkstjórnar né handleiðslu. I meira en hundrað ár hefur skólastarf verið að breytast vegna nýrrar tækni. Mestu og róttækustu breytingarnar urðu með tilkomu rafmagnsljósa. Þótt upplýsinga- tæknin hafí ekki enn valdið neinum viðlíka þáttaskilum og rafmagns- ljósin er vel líklegt að áhrif hennar muni sem tímar líða rista álíka djúpt eða dýpra. Ekki neita ég því að þessar breytingar séu nógu rót- tækar til að rétt sé að tala um bylt- ingu. En byltingin er ekki í því fólg- in að kennarar kasti gömlum aðferðum fyrir róða eða hætti að koma fram sem verkstjórar. Kennsla er gamalt starf. Kennar- ar geta sótt sér fyrirmyndir frá öll- um öldum og gera það því kennsla í handverki, tónlist, íþróttum og Hugbúnadarstefna ríkisstofnana 13. mars 2000 Ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál, RUT, býður stjórnendum ríkis- stofnana til ráðstefnu mánudaginn 13. mars klukkan 12.00 til 16.00 á Grand Hótel Reykjavík. Jafnan er um fjölda leiða að ræða að settum mark- miðum í rekstri upplýsingakerfa. Nýir kostir koma á markaðinn. Kunnátta úreldist ört. Þörf fyrir sí- menntun fer vaxandi. Því er nú enn ríkari þörf en áður á því að stjórnendur í ríkisstofnunum kunni þá list að vera kröfuharðir og upplýstir kaupendur. Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á landslagið eins og það er í dag og kynna nokkrar þeirra breyt- inga sem eru á döfinni. Málefni sem fjallað verður um eru: • Að fá aðstoð • Valkostir við gerð nýrra kerfa • Varsla tölvutækra gagna • Ógnanir og tækifæri netbúnaðar • Þegar væntingar með hugbúnað ganga ekki eftir • Miðlægt eða dreift umhverfi. Ráðstefnustjóri: Magnús Jónsson veðurstofustjóri. Skráning: í síma 560 9200 og í tölvupósti (rut@fjr.stjr.is) til 10 mars. Nánari upplýsingar um dagskrá og ræðumenn er að finna á: http://brunnur.stjr.is/interpro/fjr/fjr.nsf/pages/hugb-stefna2000 Kennsla Tæknin kollvarpar ekki gömlum og góðum kennsluaðferðum, segir Atli Harðarson. Hún gefur þeim aukið vægi. ýmsum bóklegum greinum byggir um sumt á aldagömlum hefðum og enn þann dag í dag er Sókrates mikilvæg fyrirmynd þeirra sem reyna að kenna ungu fólki gagn- rýna hugsun. Ný tækni kollvarpar ekki þessum hefðum heldur eflir þær. Aukin tækni, velmegun og ríki- dæmi verða til þess að færri vinna við framleiðslu nauðþurfta og fleiri starfa við að uppfylla þarfir sem gera lítið vart við sig meðan allt snýst um að eiga til næsta máls. Bændum og veiðimönnum fækkar. Læknum, sálfræðingum, fóstrum, listamönnum, tískusýningarfólki og skemmtikröftum fjölgar og kennur- um líka og æ fleiri njóta þjónustu þessara stétta. Nú fá öll börn kennslu sem áður bauðst aðeins fá- einum útvöldum. Synir og dætur verkafólks fara í einkatíma hjá tónl- istarkennurum og læra að spila Handel og Bach og foreldrar þeirra fara á námskeið í kvöldskóla. Alls konar hefðir, gamlar og nýjar, ná til fleira fólks og njóta sín betur en áð- ur. Þegar ég segi alls konar hefðir er hefðbundin kennsla að sjálfsögðu talin með. Gamaldags byltingarmenn sem þykjast þess umkomnir að kasta öllu gömlu fyrir róða og setja í stað- inn eina formúlu handa öllum kenn- urum og öllum skólum og jafnvel öllu samfélaginu eru í besta falli hlægilegir og það eins þótt formúl- an sem þeir boða kveði á um að allir fái tölvu. Upplýsingabyltingin þýðir ekki að kennarar eigi nú, allir sem einn, að gera eitthvað annað en kennarar hafa hingað til gert. Hún veldur þvert á móti aukinni eftir- spurn eftir alls konar kennslu og þar á meðal gamaldags kennslu. Það þarf sífellt fleiri kennara, ekki bara framúrstefnukennara heldur líka kennara sem kunna hefðbundn- ar aðferðir svo vel að þeir geti beitt þeim af öryggi þótt aðstæður og umhverfí breytist. Um miðja þessa öld héldu sumir að myndbönd kæmu í staðinn fyrir kennara. Þessir menn ímynduðu sér að kennsla væri aðallega miðlun upplýsinga. En kennari er fyrst og fremst verkstjóri og eins og aðrir verkstjórar þarf hann að skapa réttan vinnuanda. Nám fer ekki sjálfkrafa í gang við það eitt að gögnum og heimildum sé dreift um víðan völl. Nú á tímum Internets og upplýsingatækni þurfa kennarar sams konar verkstjórnarhæfíleika og fyrir hálfri öld. Þróun tækninnar veldur aukinni eftirspurn eftir kennslu, fræðslu og menntun en Barnahús Miðvikudaginn 1. mars sl. var dóms- og kirkjumálaráðherra afhent bréf með und- irskriftum 33 samtaka og stofnana með ein- dreginni ósk til ráð- herra um að starfsemi Barnahúss verði tryggð og var félags- málaráðherra sent af- rit af bréfinu. í bréf- inu segir meðal annars. „Með tilkomu Barnahúss varð sú meginbreyting við meðferð kynferðis- brota gegn börnum að í stað þess að börnin þurfi að að- laga sig að ólíkum stofnunum sam- félagsins starfa þessar stofnanir saman undir einu þaki til þess að koma til móts við þarfir barnanna. Þannig þarf einungis að leita með börnin á einn stað til að gangast undir skýrslutöku, læknisskoðun, greiningu og meðferð. Á stuttum starfstíma hússins hefur safnast saman mikil sérhæfing og þekking, sem miðlað hefur verið m.a. til barnaverndarnefnda og lögreglu víða um land við vinnslu við- kvæmra mála. Hin þverfaglega samvinna á vettvangi Barnahúss hefur stuðlað að markvissum og árangursríkum vinnubrögðum ásamt því að skapast hefur betri yfirsýn yfir umfang vandans, sem ekki var auðvelt að öðlast áður.“ Þau samtök og stofnanir sem skrifuðu undir bréfið eru: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja Barnaheill Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga Félag ábyrgra feðra Félag ísl. barnalækna Félag einstæðra foreldra Félag heyrnarlausra Félag ísl. hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra leikskólakenn- ara Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga Geðhjálp Heimili og skóli Hitt húsið Hlaðvarpinn Karlanefnd jafnréttisráðs Kennarasamband íslands Kvennaráðgjöfin Kristín Jónasdóttir Kvenréttindafélag Islands Landssamtökin Þroskahjálp Ljósmæðrafélag Is- lands Menningar- og frið- arsamtök íslenskra kvenna Ný dögun - Prestafélag íslands Rauði kross íslands SAMFOK Samtök um kvenna- athvarf Starfsmannafélag ríkisstofnana Stéttarfélag ís- lenskra félagsráðgjafa Stígamót Styrktarfélag lamaðra og fat- laðra Styrktarfélag vangefinna Vímulaus æska og Foreldrahóp- urinn Öryrkjabandalag Islands. Barnaheill sendi jafnframt fé- lagsmálaráðherra bréf þar sem settar voru fram sömu óskir og í bréfinu til dóms- og kirkjumála- ráðherra. Yfirlýsingin hér að framan skýr- ir sig sjálf og talar sínu máli fyrir hönd allra þeirra samtaka sem að henni standa. En auk þess leyfir undirrituð sér að benda á eftir- farandi atriði. Ástæðan fyrir bréfinu er ótti okkar, sem undirritum bréfið, um að starfsemi Barnahúss verði lögð niður. Barnahús var sett á stofn til að sinna rannsóknarferli kynferð- isafbrotamála gegn börnum í heild. Starfsemin miðast við að fyrirfram ákveðið ferli fari af stað frá því að tilkynnt er um grun um kynferðis- legt ofbeldi gagnvart barni. Fag- stéttir með ólíka sérfræðiþekk- ingu, sem að slíkum málum þurfa að koma, mæta á einn stað til að sinna hlutverkum sínum og skyld- um, bæði gagnvart barninu og gagnvart sakborningi. Markmiðið er að leiða hið sanna í ljós sem hlýtur að vera til hagsbóta fyrir alla aðila. Viðtalið við barnið eða skýr- slutakan, eins og það er stundum kallað, er jafnmikilvægur hluti af heildarferlinu sem á sér stað í Barnahúsi eins og læknisskoðunin, störf barnaverndarstarfsmanna, starf kennara tekur engri eðlis- breytingu við það. Ef tæknin breytir skólastarfi á annan hátt en þann að gefa fleira fólki kost á skólagöngu þá er það helst á þann veg að auka vægi mannlegra samskipta. Meðan upp- lýsingar voru sjaldgæfar og bækur aðeins til í fáum eintökum gátu kannski einhverjir kennarar unnið fyrir mat sínum með því að lesa upphátt fyrir nemendur. Góðir kennarar gerðu að sjálfsögðu miklu meira, þeir efldu metnað, báru með sér menningarlegt andrúmsloft og blésu nemendum í brjóst löngun til að læra meira. Nú þegar upplýsingar kosta næstum ekki neitt og það er ofgnótt af þeim eru þær ekki túskildings virði og hinir eiginlegu kennara- hæfileikar, hæfileikar til að stjórna skipulegri þjálfun, eru enn mikil- vægari en áður. Tæknin kollvarpar því ekki gömlum og góðum kennsluaðferðum. Hún gefur þeim aukið vægi. Umhyggjusemi, hvatn- ing og lifandi áhugi á námsefninu verða áfram gulls ígildi þótt gögn og græjur fáist fyrir lítið. Við skul- um því ekki taka nema mátulega mikið mark á byltingarórum þeirra sem halda að tæknin geri hefð- bundna kennslu úrelta. Skynsa- mlegra er að leggja aukna rækt við gamaldags kennsluaðferðir því eft- irspurn eftir fólki sem kann að beita þeim mun að líkindum halda áfram að vaxa með fullkomnari tækni og meiri velmegun. Höfundur er framhaldsskólakennari og heimspekingur. Bréf Ef dómarar telja sig alls ekki geta sinnt lögboðn- um skyldum sínum um leið og þeir nýta aðstöðu og þekkingu Barnahúss, ______segir Kristín Jónasdóttir, hlýtur að verða að breyta lögun- um því eins og sagði áð- ur er það óviðunandi að starfsemi Barnahúss leggist af. störf lögreglumanna og meðferðar- aðila. Ef skýrslutakan er tekin út úr starfsemi Barnahúss er ekki lengur um heildstætt ferli að ræða og þar með er búið að raska veru- lega, ef ekki eyðileggja, þann grundvöll sem Barnahús starfar á. Fram að 1. maí sl. var það lög- reglan sem bar ábyrgðina á rann- sókn afbrotanna og skýrslutakan, ásamt læknisskoðuninni og síðar meðferðinni, átti sér öll stað í Barnahúsi sem tryggði öllum börn- um landsins sömu þjónustu. Eftir 1. maí er skýrslutakan í höndum dómaranna. Fyrir lagabreytinguna 1. maí á síðasta ári fóru að meðal- tali 11 skýrslutökur fram á mánuði í Barnahúsi. í dag eru það að með- altali 2-3 skýrslutökur á mánuði og blikur eru á lofti um að þeim muni fækka enn frekar, sem mun senni- lega leiða til þess að Barnahús muni leggjast af. Það er mat okkar sem skrifuðum undir ofannefnt bréf til dóms- og kirkjumálaráð- herra að það sé óviðunandi niður- staða fyrir börnin í landinu. Ef það er hins vegar svo að dómarar telji sig alls ekki geta sinnt lögboðnum skyldum sínum um leið og þeir nýta aðstöðu og þekkingu Barnahúss - ákvörðun sem við hljótum að virða - hlýtur að verða að breyta lögunum því eins og sagði áður er það óviðun- andi að starfsemi Barnahúss legg- ist af. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheiila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.