Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 46

Morgunblaðið - 09.03.2000, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 ~ MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Dylgjur Davíðs Oddssonar í FRÉTTUM fjöl- miðla mánudaginn 6. þessa mánaðar birtust fregnir af umræðum á Alþingi um frumvarp sem lagt hefur verið fram um eftirlit með fjárreiðum stjórnmála- flokkanna. Var meðal annars vakið máls á að atburðirnir í Pýska- landi að undanförnu gíefu tilefni til þess að skylda íslenska stjóm- málaflokka til þess að gera grein fyrir fjár- reiðum sínum. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, hélt því fram, að Öryrkjabandalag Islands hefði stutt kosningabaráttu Samfylking- arinnar og vísaði til auglýsinga Ör- yrkjabandalagsins í dagblöðum síð- astliðið vor. Þar vakti bandalagið athygli á kjörum öryrkja hér á landi. Sagði Davíð að Samfylkingin hefði notað fjármuni Öryrkja- bandalagsins „blygðunarlaust“. Öryrkjabandalag íslands hefur öiðru hverju orðið að heyja harða varnarbaráttu til þess að vernda kjör öryrkja. Hefur þá engu máli skipt hvaða flokkar hafa verið við stjórnvölinn. Þannig var efnt til andófs haustið 1986 þegar í bígerð var að skerða framkvæmdasjóð fatlaðra. Framsóknarflokkurinn átti þá hlut að máli og formaður Öryrkjabandalags Islands var flokksbundinn framsóknarmaður. Það tókst að hnekkja þessum áformum stjórnmála- manna, enda lögðust allir forystumenn ör- yrkja á eitt, þar með talinn fyrrverandi þingmaður sjálfstæð- ismanna, baráttu- kempan Oddur Ólafs- son á Reykjalundi. Veturinn 1990 hóf- ust mikil átök vegna heimilis einhverfra á Seltjarnamesi. Af því tilefni birtu Öryrkja- bandalag íslands og Landssamtökin Þroskahjálp auglýs- ingu í fjölmiðlum sem kom mjög illa við ýmsa, þar á meðal nokkra stjórn- málamenn sem töldu að vegið væri að sér. Samtök fatlaðra hafa nokkrum sinnum gefið út bækling fyrir kosn- ingar til Alþingis þar sem vakin hefur verið athygli á aðstæðum ör- yrkja. Hafa ýmsir stjórnmálamenn, þar á meðal núverandi fulltrúar Samfylkingarinnar á Alþingi, iðu- lega talið veist harðlega að sér. En aldrei minnist ég þess að þeir hafi sakað Öryrkjabandalag Islands um að ganga erinda Sjálfstæðis- eða Framsóknarilokks. Orðhengilsháttur Davíðs Þegar Davíð Oddsson var borg- arstjóri kom stundum til snarpra deilna milli hans og forystumanna öryrkja. Skömmu fyrir árið 1990 Arnþór Helgason flutti Félagsmálastofnun Reykja- víkur í húsnæði til bráðabirgða þar sem aðgengi fyrir hreyfihamlaða var afleitt. Þessu mótmælti Ör- yrkjabandalag Islands ásamt fleiri samtökum. Af þessu tilefni tóku fjölmiðlar Davíð Oddsson, borgar- stjóra, tali. Hann sagði m.a. um for- mann Öryrkjabandalagsins: „Þessi Arnþór Helgason hefur látið leiðast út í það að láta nota sig í þágu borgarstjórnarminnihlutans til þess að misbeita samtökum ör- yrkja í vafasömum, pólitískum til- gangi í þessu máli.“ Ég taldi ómaklega að mér vegið og svaraði fullum hálsi. Þóttu mér þessi ummæli Davíðs þeim mun merkilegri sem hann hafði oft reynst öryrkjum haukur í horni. En Öryrkjabandalagið Ég hélt að forsætis- ráðherra hefði þroskast svo í starfí, segir Arn- þór Helgason, að hann gætti þess að missa ekki stjórn á sér og fara með þvílíkt fleipur sem heyra mátti frá Alþingi. ég gerði mér um leið grein fyrir því að borgarstjóri varð að láta skap- bresti sína bitna á þeim þjóðfélags- hópi sem hann taldi að síst gæti borið hönd fyrir höfuð sér. Samviska Davíðs Síðastliðinn vetur lét Öryrkja- bandalag Islands taka saman gögn sem sýndu mun lakari stöðu ör- yrkja hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lét sérfræðinga sína taka saman skýrslu sem sýndi þvert á móti að öryrkjar hefðu að ýmsu leyti sterkari stöðu hér á landi en þekktist annars staðar á Norðurlöndum. Þessi ósannindi voru rekin ofan í hann og varafor- maður Öryrkjabandalagsins harmaði að forsætisráðherra þyrfti að byggja málflutning sinn á slíkum rangfærslum. Síðan kom út bók Stefáns Ólafssonar, próf- essors, um íslensku leiðina þar sem skýrt kemur í ljós að upp- lýsingar Öryrkjabandalags Is- lands voru réttar. Nú, þegar menn vilja að fjár- reiður stjórnmálaílokka verði gerðar opinberar, bregst forsætis- ráðherra við og missir stjórn á skapi sínu. Brigslar hann Öryrkja- bandalagi Islands um stuðning við Samfylkinguna í síðustu kosning- um. Hefði Davíð stillt betur skap sitt mátti hann muna að fram- kvæmdastjóri bandalagsins var einn af stofnendum Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs og þáverandi formaður Öryrkja- bandalagsins yfirlýstur stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins. Stafar ofsi Davíðs vafalaust af því að það hentar ekki ýmsum að birta upp- lýsingar um tengsl fyrirtækja og fjármálafólks við Sjálfstæðisflokk- inn. Þá ýfir það harma Davíðs að minnst sé á ástandið í flokki Kristilegra demókrata í Þýska- landi sem geldur nú fyrir fjár- málaspillingu Kohls, fyrrverandi kanslara. Er það eðlilegt þegar haft er í huga að Davíð bauð Kohl til kvöldverðar síðastliðið haust, en daginn eftir var þessi vinur hans orðinn óferjandi og óalandi. Það er vissulega rétt og skylt að bera umhyggju fyrir vinum sínum en óþarft að láta það bitna á ís- lensku þjóðinni! Sannleikurinn er sagna verstur Þegar Öryrkjabandalag íslands hóf jafn harðskeytta baráttu og raun bar vitni síðastliðinn vetur sök- uðu ýmsir flokksgæðingar núver- andi stjórnarflokka bandalagið um ósannindi vegna þess að sannleikur- inn kom flokksmönnum þeiiTa í opna skjöldu. Síðasta upphlaup Da- víðs sýnir áþreifanlega í hvert óefni stefnir. Forystumen stjórnarflokk- anna reyna með öllum tiltækum ráðum að kæfa gagnrýna og hreinskilna umræðu með upphlaup- um og hótunum. Jafnvel er gengið svo langt að starfsmenn sumra fjöl- miðla eru lagðir í einelti. Þannig stefna þeir Islendingum hraðfara í ástand kúgunar og innrætingar sem þeir segja að tíðkist á eyju nokkurri undan austurströnd Bandaríkjanna. Við þessu verður að bregðast með einum eða öðrum hætti. Reka verð- ur ofan í þá dylgjur þeirra og gera þeim skylt að skýra mál sitt með öðru en hálfkveðnum setningum og orðhengilshætti. Ég hélt að forsæt- isráðherra hefði þroskast svo í starfi að hann gætti þess að missa ekki stjórn á sér og fara með þvflíkt fleipur sem heyra mátti frá Alþingi. Megi félög öryrkja ekki vekja máls á kjörum félagsmanna sinna er veg- ið að tjáningarfrelsi í landinu. Vegna ofurvalds einkavæddra fjöl- miðla eiga félögin þess ekki annars kost en birta auglýsingar um hugð- arefni sín. Það stríðir hins vegar gegn velsæmiskennd forystumanna bandalagsins að styrkja stjórnmála- flokka með fjármunum þess. Höfundur var formaður Öryrkja- bandalags fslands á árunum 1986- 1993. tð- * Skuldabréf til 60 mánaða - Fyrsta afborgun í júní 2000 - Euro-Visa raðgreiðslur til 36 mánaða Toyota Landcrusier - árg. ‘95 - Ek. 147 þús. - sjálfsk. - Verð kr. 2.950.000,- Ssangyong Musso - árg. '98 - Ek. 45 þús. - beinsk. - Verð kr. 2.290.000,- Toyota Corolla - árg. '99 - Ek. 5 þús. - beinsk. -Verðkr. 1.070.000,- Nissan Micra - árg. '97 - Ek. 24 þús. - beinsk. - Verð kr. 870.000,- Nissan Sunny - árg. '93 - Ek. 122 þús. - beinsk. -Verðkr. 510.000,- - Ek. 161 þús. - beinsk. - Verð kr. 840.000,- Nissan Maxima - árg. '98 - Ek. 13 þús. - sjáfsk. - Verð kr. 2.520.000,- Opel Astra - árg. ‘99 - Ek. 10 þús. - beinsk. -Verðkr. 1.250.000,- Nissan Primera - árg. '97 - Ek. 47 þús. - beinsk. -Verðkr. 1.390.000,- Isuzu Trooper - árg. '99 - Ek. 20 þús. - beinsk. - Verð kr. 2.890.000,- Umboösmenn: Akranes: Bjöm Lárusson sími 431 1650 - Akureyri: Sigurður Valdimarsson sími 461 2960 - Borgarnes: Bíiasala Vesturiands sími 437 1577 - Egilsstaðlr: Víkingur Vélaverkstæði sími 471 1244 - Höfn Hornafirði: Bílverk sími 478 1990 - Húsavík: S.C. Bílaverkstæði sími 464 1 060 - ísafjörður: Bílasalan ísafjarðarflugvelli sími 456 4712 - Keflavík: Bílasala Reykjaness sími 421 6560 - Reyðarfjörður Lykill sfmi 474 1199 - Sauðárkrókur: Bifreiðaverkstæði Áka sími 453 5141 - Selfoss: Betri bflasalan sími 482 3100 - Vestmannaeyjan Bílkaup/Bláberg sími 488 2270 BÍLAHÚSIÐ (í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.