Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 49 ---------------------1 + Sveinn H. Guð- jónsson (lengst af) til heimilis í Hamrahlíð 23 í Reykjavík fæddist í Keflavík hinn 20. nóvember árið 1917. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2. inars síðastliðinn. For- eldrar hans voru þau Guðjón Magniis Einarsson vélstjóri, f. í Keflavík 18. jan- úar 1887, d. 6. febr- úar 1972, og Guðrún Helga Sveinsdóttir húsmóðir og verkakona, f. 13. september 1896 á Stóra-Hólmi í Leiru, d. í Keflavík 3. júní 1978. Sveinn átti eina systur, Anneyju, f. 4. ágúst 1925. Sveinn kvæntist Aðalheiði Þorsteinsdóttur saumakonu árið Fyrir meira en fjörutíu árum situr drengurinn flötum beinum á Álafossteppi frændans í Hamrahlíð og hefur gleymt sér við leik að veghefli, leikfangi frá Reykjalundi. Það er orðið skuggsýnt og vegvísir hinna fljúgandi í Óskjuhlíð varpar dularfullu ljósi gegnum Hansa- gardínurnar á teppið. Tvö hvít og eitt grænt í endalausum takti. Óm- ur af samtali fullorðna fólksins berst úr eldhúsinu. Bollaglamur. Það er minningarbrot barns úr húsakynnum móðurbróðurins sem nú hefur kvatt hið jarðneska líf á mótum dagsins í dag og næsta dags, kvatt jafn hljóðlega og hann lifði. Það kann að hljóma sem þverstæða að það var síður en svo án baráttu og þrautseigju. Góð heilsa varð ekki hlutskipti þessa manns. I raun og veru hefði hon- um ekki átt að auðnast svo langt líf. Hetjur hvunndagsins eru þeir sem vinna hörðum höndum af trúmennsku og einurð hvort held- ur er við að draga fisk úr sjó eða strita dag- og kvöldlangt við að leggja grunn að húsaskjóli fyrir höfuborgarbúana. Hvort tveggja fékkst sjómaðurinn og verkamað- urinn Sveinn Guðjónsson við lengstari hluta starfsævinnar. Undir það síðasta á starfsferlinum varð það hans hlutverk að sjá svo 1952. Hún var alin upp á bænum Klömbrum í Vestur Hópi. Þau voru barnlaus. Sveinn stundaði nám í íþróttaskól- anum í Haukadal á unglingsaldri. Síðar lagði hann stund á vélstjóranám í Reykjavík og skip- stjórnarnám á Isa- firði. Sveinn starf- aði við sjómennsku um margra ára skeið, lengst af sem vélstjóri. Síðar á starfsferlinum vann hann við byggingarstörf í Reykjavík en siðast hjá útgerð- arfyrirtækinu Granda hf. Utfór Sveins fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. um að akkorðskonurnar hjá Granda misstu ekki niður bónus til að hafa í sig og á með því að brýna kutana þeirra við flökunina. Þessi allt í senn dulræni og innhverfi maður, sjaldan kallaður annað en Denni, var mér hálfgerð ráðgáta alla tíð. Og hann er það á sinn hátt enn. Hver var hann þessi skarp- skyggni maður, þessi einræni mað- ur sem fáa þekkti og eftir fáu sótt- ist? Hvað varð um drauma hans og langanir sem hann gat átt til að láta skína í? Hví lét hann það ekki rætast? Ég þóttist skilja að hans viðkvæma lund bæri merki um strangt uppeldi tíðarandans, nokk- uð sem ef til vill hefur ekki hentað hans lyndiseinkunn. Kannski var unnt að draga lærdóm um það hvernig getur farið þegar sálin er ekki mótuð af þeim næmleik og skilningi sem þarf vegna þess að hún er viðkvæmari en sýnist. Var það þá ástæðan fyrir einfaldleika í lífshlaups þessa manns, fyrir af- stöðu hans sem gat þegar verst lætur komið fyrir sjónir sem hrein undirgefni. Eða var þetta allt sam- an merki um klókindi hans, hóg- værð, tillitssemi, lífsfyllingu hans, nokkuð sem menn virðast eiga æ erfiðara með að öðlast nú? Hvað sem því líður nýtti þessi maður sér fátt af jarðneskum auðævum sem honum þó tókst að nurla saman og konan að sauma uppí. Það kom í hlut annarra. Eftir að hafa hlotið alvarlegt áfall fyrir nokkrum árum virtist sem skapanorninar hefðu talið daga hans. En hið ótrúlega gerðist: hann hristi þær af sér, steig á stokk að nýju og bjó einn nokkur ár til viðbótar. En það var óréttlæti örlaganna að áfallið svipti þennan mann orðræðunnar nærri því máli sínu. Því kunni hann sannanlega illa. Þar að auki var heyrnin stórlega skert, fórnar- kostnaður byggingavinnunnar forðum daga þar sem vinna við há- værar vélar var aðalverkefnið. Sál- in varð ein með sjálfri sér. Á eftir- miðdegi var þó hægt að eiga tal við þennan mann sem nú bjó einn og sjálfum sér nógur, einangraður frá umheiminum og undrast hve vel og nákvæmlega hann fylgdist með því sem fram fór og hafði á því skoðanir. Þegar ég kynnti til sögunnar nýjar persónur í lífi mínu sat þessi frændi minn og ég skynjaði hve athygli hans og inn- sæi var óskert; hann rannsakaði manneskjurnar frá toppi til táar. Hann leitaði þess hvern innri mann þær hefðu að geyma. Hann hafði þá þrátt fyrir allt virkan áhuga á fólkinu; ekki allur þar sem hann var séður. Þegar frændinn fellur og lærbrotnar stuttu fyrir andlátið kvartar hann ekki hætis hót. Biður ekki um neitt fyrir sig. Á sjúkrahúsinu undrast menn að hann skuli standa gegn kvölum sínum og pínu æðrulaus og auk þess þjakaður af lungnabólgu. Hann biður ekki um neitt nú frek- ar en endranær. Þarf ekkert. Sá sem hefur lifað lífi sínu eins og Sveinn Guðjónsson getur með rentu kallast sómamaður Islands. Hann sjálfur kærði sig kollóttan um allan sóma sér til handa en með æðruleysi sínu, hógværð og einfaldleik getur hann þó orðið fyrirmynd þeirra sem eigra um í óþoli sínu, tómleika og tillitsleysi í leit að innihaldslausum gildum. En sennilega hirðir frændinn heldur ekkert um allt þetta. Hann er far- inn, horfinn en hefur hvað sem öllu líður unnið sitt verk, staðið sína pligt við Guð og menn. Það er meira en margur getur státað af sem látið hefur meira yfir sér. Það hlýtur að teljast mikilvægt markmið hverjum manni og því náði verkamaðurinn Sveinn Guð- jónsson í lífi sínu. Allt í senn svo einfalt en svo torsótt. Varðveitt sé minning um vænan mann. Guðjón Magnús Bjarnason. SVEINNH. GUÐJÓNSSON MAGNÚS GUÐJÓNSSON + Magnús Guðjóns- son fæddist á Kjörvogi í Árnes- hreppi í Stranda- sýslu 27. júní 1936. Hann lést á lfknar- deild Landspítalans 24. febrúar siðastlið- inn og fór útför hans fram frá Neskirkju 6. mars. Fyrir allmörgum árum vann ég sumar- langt í Mjólkursam- sölunni í Reykjavík. Dag einn vildi það óhapp til að vagn fullur af mjólk- urfernum sem ég var að rogast með datt á hliðina með þeim af- leiðingum að mjólk rann út um allt gólfið. Ég reyndi að bjarga því sem hægt var en þegar ég leit upp sá ég hvar hár maður, grannvax- inn og beinn í baki, stóð í miðjum pollinum. Hann var klæddur brún- um mittisjakka, rúllukragapeysu og var með svarta alpahúfu á höfð- inu. Hann sagði ekki neitt heldur mældi mig gaumgæfilega út með augunum. Þegar ég kom svo mörgum árum síðar upp á Brúnastekk í fyrsta skiptið mætti mér sama vökula augnaráðið. Augnaráð Magnúsar tengdaföður míns, sem við kveðj- um á morgun í hinsta sinn. Seinna lærði ég að þetta var háttur Magnúsar, hann vó allt og mat áður en hann byrjaði að tjá sig. Hann fór aldrei með fleipur eða tjáði sig um það sem hann vissi ekki um. Hann var hörkuduglegur og vflaði ekki fyrir sér hlutina heldur byrjaði strax að hugsa um hvernig hann ætti að framkvæma þá. Hann var handlaginn og allt sem hann gerði var vandað eins og hann sjálfur, enda gerði hann kröf- ur til sjálfs síns og þess sem hann lét frá sér fara. Þó að yfirborð Magnúsar hafi stundum verið hart þá bjó undir því tilfinningaríkur maður sem var sínum nánustu bæði stoð og stytta. Hann hafði gott auga fyrir fegurð, bæði fyrir list sem náttúru, hann naut góðs matar og víns, og hafði mikið dálæti á klassískri tónlist. Magnús var útivistarmaður og stundaði skíði eins oft og hann gat. Hann ól konuna mína upp á skíð- um og kenndi síðan syni mínum, Magnúsi Reyni, að standa í skíða- fæturna. Magnús litli sagði við mig rétt eftir að afi hans dó að afi væri góður á skíðum og hann ætlaði að verða eins góður og hann. Sumarið 1998 fór ég með Magn- úsi og þremur bræðrum hans og bróðursyni í mikla göngu yfir Ófeigsfjarðarheiði, leið afa þeirra Magnúsar, sem fyrr á öldinni hafði farið þessa leið um hávetur við miklar hrakningar. Þegar við kom- um á leiðarenda eftir tólf tíma göngu sá ég hvað færðist mikill gleðisvipur yfir andlit Magnúsar, hann hafði tekist á hendur erfiða göngu og lokið ætlunarverki sínu. Þannig mun ég minnast hans. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að fylgja honum í þessi ár og mun ávallt minnast háns sem ástkærs tengdaföður. Rúnar. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTINN MARKÚSSON, Dísukoti, Þykkvabæ, lést á sjúkrahúsinu Landakoti sunnudaginn 5. mars sl. Guðrún Hafliðadóttir, Ásmundur Þór Kristinsson, Birna Kristrún Kjartansdóttir, Hafliði Kristinsson, Katrín Kristinsdóttir, Ólafur Kristinsson, Hrönn Kristinsdóttir, Óskar Kristinsson, Líney Kristinsdóttir, Árni Kristinsson, Magnús Kristinsson, Steinunn Jóhanna Þorvaldsdóttir, Regina Fr. Heincke, Rúdólf Jóhannsson, Sigrún Björk Leifsdóttir, Guðjón Hafliðason, Vaka Steindórsdóttir, Ásta Hjálmarsdóttir, ' t? barnabörn og barnabarnabörn. Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐNÝJAR FRANZDÓTTUR frá Róðhóli, síðast á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 11. mars kl. 13:00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, skal bent á Sauðárkrókskirkju. Stefán K. Stefánsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Dagmar V. Kristjánsdóttir, Jóhanna M. Kristjánsdóttir, Sigmundur Franz Kristjánsson, Jónína Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ragnhildur Þórarinsdóttir, Þorvaldur Þórhallsson, Kári Steinsson, Jón Björn Sigurðsson, Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON frá Túni. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni laugar- dagsins 4. mars. Minningarathöfn fer fram í Selfosskirkju laugar- daginn 11. mars kl 11.00. Útför og jarðsetning að henni lokinni frá Hraungerðiskirkju. Ruth Margrét Friðriksdóttir, Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir, Þorvaldur H. Þórarinsson, Júdith Jónsdóttir, Sverrir G. Kristinsson, Guðmundur Jónsson, Hildur Kristín Sveinsdóttir, Hallfríður Dagmar Munsch, Heinz Munsch, Friðrik Sölvi Þórarinsson, Þórunn Óskarsdóttir. + Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG ARNÓRSDÓTTIR Stella, lést á heimili sínu í Kópavogi þriðjudaginn 7. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Þórarinn Jakobsson, Hilmar Ægir Þórarinsson, Elín Birna Guðmundsdóttir, Jakob Þórarinsson, Svandís Evarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Helen Viggósdóttir, Már Þórarinsson, Ester Gunnsteinsdóttir og barnabörn. 4 It + Bróðir okkar, HALLGRÍMUR HEIÐAR STEINGRÍMSSON, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 28. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Ingvar Steingrímsson Sigurlaug Steingrímsdóttir. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.