Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 09.03.2000, Qupperneq 50
50 FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 JP---------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRUNB. NIELSEN + Guðrún Bjarn- þóra Guðmunds- dóttir Niclsen fædd- ist á Reykjum í Mosfellssveit 7. ágúst 1914. Hún lést á Vífilsstöðum hinn 29. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Jónsdóttir, f, 1883, d. 1954, dóttir y, .li'ms Guðmundsson- ar bónda á Utverk- um á Skeiðum og konu hans Bjarn- þóru Bjarnadóttur, og Guðmundar Helgasonar, f. 1876, d. 1963, bónda sonar Helga Bjarnasonar bónda á Mið- felli í Hreppum og konu hans Rósu Matthíasdóttur. Systkini Guðrúnar voru: Jón, f. 1904, d. 1980; Helga, f. 1906, d.1923; Helgi, f. 1908, d. 1969; Ingveld- ur, f. 1911, d. 1991; og Stefán Þórir, f. 1917, d. 1992. Árið 1932 giftist Guðrún Vagni Jóhanssyni, f.1906, d. 1971. Dóttir þeirra er 1) Ingi- ^björg, f. 1933, gift Braga Hin- rikssyni, f. 1931, d. 1985. Börn þeirra eru: Elísabet Þóra, f. 1951, Helga María, f. 1952, Ingbjörg, f. 1958, og Bragi Þór, f. 1964. Seinni mað- ur Guðrúnar var Al- freð Nielsen, f. 1913, d. 1961. Börn þeirra eru 2) Alfreð Flóki, f. 1938, d.1987, kvæntur Annette B. Jensen, f. 1940. Sonur þeirra er Axel Darri, f. 1964. 3) Guðlaug Huld, f. 1941, gift Guð- mundi Bjarnasyni, f. 1938.. Börn þeirra eru: Alfreð, f. 1961, Guðrún, f. 1964, og Guð- mundur, f. 1970. Guðrún fluttist með foreldrum sínum 1917 að Hlíð við Eskihlíð. Árið 1928 fluttist öll fjölskyldan í nýbyggt stórhýsi sitt að Oðins- götu 4. Að loknu barnaskóla- prófi fór Guðrún í Kvennaskól- ann í Reykjavík og Iauk prófí þaðan árið 1932. Frá því tímabili vann Guðrún heima við, eða allt fram að andláti sinu. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Söknuður er óumflýjanlegur hlutur í lífi hvers þess manns sem hefur not- ið ástar og umhyggju. Sigmund Freud hélt því fram að án ástar væri ekkertlíf. Að bera jákvæðar tilfinningar til annarrar manneskju og finna jafn- framt fyrir sterkum uppbyggilegum straumum stafa frá henni er góð for- i^nda þroskaðra tengsla. Hin sterku tengsl sem bundu okkur Tótu ömmu saman hóíust fyrir alvöru þegar ég var þriggja ára. Þá varð ég í fyrsta sinn viðskila við foreldra mína sem fóru til útlanda. Allt frá þeirri stundu hefur varla liðið sá dagur að við amma höfum ekki talað saman. Á þeirri stundu hófst þroskakafli í lífi mínu sem hefur varað óslitið síðan. Góður og skemmtilegur kafli sem ég hefði ekki fyrir nokkum mun viljað missa af. Söknuðrinn vegna utanfara for- eldra minna vék fljótlega fyrir öllum þeim undrum sem ég upplifði á Báru- götunni, umvafin ást og athygli ömmu Tótu, Alla afa, Flóka frænda og Gullu frænku. T Bárugata 18 var tvílyft timburhús mieð kjallara og risi. Það var reist af tengdaforeldrum ömmu Tótu. I kringum húsið var stór garður sem amma Tóta hafði endurhannað og út- fært sjálf í einu og öllu. Þar var gos- brunnur, garðstígar, rósir og stórar randaflugur sem sóttu grimmt í blómaflóruna. Það voru einu kvikind- in sem hræddu ömmu að ég best veit. Einnig man ég glöggt eftir trégarð- húsgögnum með rósóttu áklæði en í garðinum var gjaman setið úti og snætt þegar veður leyfði. Eg upplifði mig sem litla prinsessu þar sem ég spásseraði í garðinum með stóra dúkkuvagninn hennar Gullu frænku. En í stað dúkku notaði ég kínverska .^imilishundinn, Mayjong. Hann var 'mikill vinur minn og kallaði ég hann Mæsa. Einnig var þar páfagaukurinn Lenni sem kunni að tala. Þegar veðrið var leiðinlegt þá ræddum við Flóki frændi oft málin. Við pældum m.a. í GARÐHEIMAR . BLÓMABUÐ • STEKKJAKBAKKA (* >IMI 540 3320 því hvemig lögin í útvarpinu væru á litinn um leið og hann teiknaði mig í „fQ“, eins og eftir mér var haft á þess- um tíma. Þetta er fyrsta sumarið sem ég man eitthvað eftir mér að ráði og einnig um margt það eftirminnileg- asta. Á kvöldin las amma upphátt fyr- ir mig og hún hélt þeim hætti allt þar til ég var komin á unglingsár. Lesefn- ið var víðfemt, allt frá Knoll og Tott og uppí Shakespeare. Ekkert jafnað- ist þó á við þegar amma las upphátt úr Kapítólu og Bombý Bitt. Hárin beinlínis risu beint upp af hausnum á mér af spenningi. Ámma Tóta átti bækur sem skiptu þúsundum og þurfti ég því ekki að sækja í bókasöfn. Um leið og ég varð læs, þá lá ég öllum stundum uppi á háalofti á Bárugöt- unni og las. Þar var fyrir hendi sá friður og ró sem ég þurfti til að geta horfið á vit ævintýranna. Auk þess að vera með afbrigðum víðlesin og fróð manneskja var amma bæði listelsk og listfeng. Allt lék í höndum hennar og var hún fræg fyrir útskurð sinn. Hún átti verðmæt lista- verk og listmuni sem hún safnaði víða að, jafnt innanlands sem erlendis. Þá var amma mikill ferðagarpur og ferð- aðist um allar heimsálfur. Og það oft- ar en einu sinni. Eitt sinn tók hún mig með sér í ferðalag sem náði til þriggja heimsálfa. Sú ferð líður mér aldrei úr minni. Þar þuldi hún upp alla trúar- bragðasöguna viðstöðulaust og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða kristna, múhameðs- eða gyðingatrú. Hún hafði lesið um þetta allt. Amma Tóta var heimskona sem all- ir tóku eftir. Hún var alltaf óaðfinnan- leg til fara. Fötin hennar heilluðu mig fljótt. Ég hef gengið í mörgum þeirra jafnt unglingsárunum sem og enn þann dag í dag. Þrátt fyrir að ég fengi fimmkall í hvert sinn sem ég sagði að hún væri fallegasta amma í heimi, þá meinti ég það. Öllum sem til hennar þekktu ber saman um að hún hafi ver- ið með afbrigðum skemmtileg kona, falleg og greind en jafnframt þrjósk, þver og þrá. Gaf aldrei eftir ef hún tók eitthvað í sig. Hún trúði staðfastlega á Guð og Jesú Krist. Henni ofbauð gjörsamlega þegar ég sagði að guð gæti allt eins verið kona eins og karl. Þá var amma mikill spíritisti og trúði jafnt á álfa og framliðna. Nokkrum þeirra kynntist hún af eigin raun. Amma Tóta var ekki venjuleg amma. í gegnum hana hef ég fundið þær rætur sem skipta meira máli eftir því sem maður þroskast og eldist. Hún veitti mér innsýn í líf formæðra minna langt aftur í fomeskju. Ég var hjá henni og hélt í hönd hennar þegar hún kvaddi þennan heim. Átökin vom mikil og minntu mig á erfiða fæðingu. Ég trúi að fæðing og dauði séu í eðli sínu svipuð átaka- reynsla hverrar manneskju. Enda þótt fæðing boði gleði og dauði sökn- uð, þá era þessi tvö öfl óaðskiljanleg og enginn fær flúið dauðann sem á annað borð fæðist. Meðbyr og mótbyr takast sífellt á í lífi mannanna og eru líklega hrejÆafl lífsins. Sigmund Fraud sagði að án átaka væri enginn þroski. Með þessum orðum kveð ég ömmu Tótu fullviss þess að dauði hennar er aðeins einn hlekkur í langri þroskakeðju. Guð blessi minningu hennar. Helga María Bragadóttir. Elsku amma mín. Nú er þjáningum þínum og veikindastríði lokið og án efa ert þú lögð af stað í enn eina saf- aríferðina, en aftur á móti þá hinstu, eflaust á rölti á safarískónum þínum sem fengu að fylgja með þér í kistuna, og ég sé þig núna ljóslifandi fyrir mér samkvæmt öllum þeim Ijósmyndum sem ég hef séð af þér, teknum um all- an heim, sitjandi skælbrosandi á úlf- alda, standandi fyrir framan pýra- mídana o.s.frv. Tel ég þó að af öllum þeim stöðum sem þú ferðaðist til á heimsreisum þínum hafi Afríka orðið þér hugstæðust. Annars var erfitt að gera þar upp á milli oft á tíðum. Þú lentir í hinum og þessum ævintýram erlendis og t.d. á einu hótelinu sem þú dvaldir á fórstu létt með að farga einni stórhættulegri könguló, nánar til tekið svörtu ekkjunni, og hafðir Mt- ið fyrir því að kremja hana; eins komu ljón í allri sinni dýrð inn í hótelga- rðinn að_ næturlagi. Aftur á móti heima á íslandi var vel tekið til fót- anna ef sást til saklausrar íslenskrar köngulóar. Ég undirrituð tel að að vissu leyti sé hver sinnar gæfu smiður, og ann- ars vegar tel ég öriög vera óumflýjan- legan hlut sem við mannfólkið getum eigi ráðið við á köflum, þá bæði á nei- kvæðan og jákvæðan hátt. Þótt ég þekkti þig frá bamæsku, elsku amma, þá urðum við eiginlega aldrei svo tengdar. En fyrir rúmu ári fluttist ég í Hamraborgina í Kópavogi, bara spöl- kom frá þér. Þá mynduðust tengsl milli okkar, við töluðum saman í síma eða ég skrapp yfir tfi þín og mikið var skrafað yfir rótsterku kaffi. Tók ég þá best eftir hversu mikill og góður hlustandi þú varst og ráðagóð og fór ég aldrei frá þér nema með faðmlag og heillaráð í veganesti, enda varstu einnig traust og ég gat sagt þér flest- allt sem bjó í hugarfylgsni mínu. Ég sakna þín verulega mikið. Þú varst föst fyrir og mjög sérstök á þinn hátt. Öll þín heimili bára vitni um glæsi- leika og smekkvísi, ásamt oft furðu- legustu hlutum hvaðanæva úr heim- inum, og öllum þeim fjölda bóka sem þú áttir, enda varstu fiill af vitneskju og visku og fróðleiksbrannur mikill. Það verður mér mikill heiður að dóttir mín, Elísabet, beri kistu þína. Að lokum: Guð geymi þig, elsku amma mín, minningin um þig mun ylja mér um hjartarætur í framtíð- inni. Það hefur verið tekið vel á móti þér, tel ég, og þeir sem látnir eru og stóðu þér næst í þessu lífi era eflaust með þér núna og hver veit, kannski einhver formfagur faraó. Guð blessi þig. Þín alltaf dótturdóttir, Ingibjörg Bragadóttir (Adda). Elsku hjartans mamma mín. Að- eins nokkur orð tU þín frá mér því að mér finnst ég vera knúin tU þess. Ég trúi því varla að þú sért farin héðan. Það er í raun og vera svo ótrúlegt því þú ert ennþá svo lifandi fyrir mér. Þetta gætu nú flestir skilið sem þekktu þig náið. Þú varst svo stór- kostlegur persónuleiki og engum lík. Ég var þitt elsta bam og hef meiri yf- irsýn út af því. Ég mun aldrei gleyma þér. Það var alveg sama hvað maður þurfti að vita, þú gast alltaf leyst úr öllum vandamálum. Ég tala nú ekki um draumráðningamar og annað. Þá var bara hlaupið í bækur og fljótt var um svör. Mér vora gefnar tvær bibl- íur um ævina. Önnur kom frá föður- ömmu sem ég fékk aldrei að sjá því að það var fæðingargjöf. Hin biblían var frá föður mínum og ég ætla að enda þessi fátæklegu orð með yndislegri bæn sem hann skrifaði á fyrstu síðu þegar ég er fjögurra ára. Guð blessi þig, elsku mamma: Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgr.Pét) Þín elskandi alltaf dóttir, Ingibjörg Vagnsdóttir. Elsku amma Tóta. Nú er komið að kveðjustund, allar góðu minningam- ar hrannast upp. Þegar ég kom helgi eftir helgi í Granaskjólið og fékk að sofa hjá ömmu. Þú varst alltaf svo góð við mig, last fyrir mig og sagðir svo skemmtilegar sögur. Þú varst svo fróð og víðlesin og hafðir ferðast um allan heim. Þó er sterk í minningunni ein bók sem þú last fyrir mig, Kapi- tola, sem þú last aftur og aftur. En nú ertu farin yfir móðuna miklu, þar sem ég veit að þér líður vel núna. Þú varst veik í svo mörg ár, þannig að hvíldin var kærkomin. Ég kveð þig með söknuði, en minn- inguna um þig geymum við í hjarta okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðan þegar ég sofna fer, sitji guðs englar yfir mér. Guðrún B. Guðmundsdóttir og fjölskylda. Elsku langamma mín, nú þegar þú ert farin úr heimi þessum kveð ég þig með söknuði. Það kenndi margra grasa að heimsækja þig, frá Afríku og Egyptalandi og mörgum öðram heimum og heillaðist ég mikið af visku þinni og ævintýralegum hug- myndum þínum. Ég vona að þú og Flóki frændi sameinist á ný. Góða ferð yfir móðuna miklu. Þitt barnabamabam, Elísabet. Ekki datt mér í hug er við sátum saman, Tóta mín, á rúmstokknum þínum á Vífilsstöðum nokkram dög- um áður en þú lést að ég væri að kveðja þig í síðasta skiptið. Auðvitað vissum við að þú varst búin að eiga við öndunarerfiðleika að stríða í mörg ár, en þú bara leist svo vel út og varst óvenjulega skýr, þú varst að vísu örlítið bitur yfir að hafa verið flutt nið- ur á 2. hæð á spítalanum, enda íhalds- söm og fastheldin í öllu. Þú hikaðir heldur aldrei við að láta skoðanir þínar í Ijós. Er ég sit hér og fer að rifja upp minningar um þig og Alla frænda, börnin ykkar og heimili ykkar á Bárugötu 18, er eins og eitt- hvað spennandi, raunveralegt og óraunveralegt brjótist fram. Allt frá því ég var bam, fann ég fyrir mikilli tilhlökkun að vera að fara að heim- sækja ykkur. Báragata 18 var ekki eins og venjulegt heimili. Ég man að mamma var mjög ánægð með að þið skylduð kaupa húsið eftir að afi og amma dóu. Þama var nokkurskonar umferðarmiðstöð fyrir gangandi jafnt sem akandi, er áttu leið í bæinn eða vora á leið úr bænum. Þá á ég sér- staklega við eldhúsið, sem þú réðst ríkjum í. Alltaf heitt á könnunni, páfa- gaukurinn æpandi „Tóta síður, Tóta síður“, eða þá „halló krakkar". Þama streymdu inn þekktir og óþekktir listamenn, málarar, skáld, skákmenn og svo bara venjulegir góðborgarar bæjarins. Alltaf var pláss fyrir alla, þó stund- um hafi verið þröng á þingi, en því hressari umræður. Reykkófið var þá oft mikið, því ekki var maður með mönnum sem reykti ekki í þá daga. Það leyndi sér ekki listamaðurinn sem í þér bjó. Það bókstaflega lék allt í höndunum á þér. Sérstaklega út- skurður í tré. Þú hafðir skorið út helstu presta bæjarins og einnig persónur úr íslenskum þjóðsögum eins og t.d. Bakkabræður og fleiri. Ég er svo heppin að eiga nokkrar af þess- um útskornu myndum þínum. Það var ekki bara útskurðurinn, þú hand- málaðir skápinn góða í kjallaranum. Á annarri hurðinni var málað „Nammi Namm“, þar var allt út- lenska sælgætið, og á hinni hurðinni var málað „Ulla Bjakk“, sem auðvitað brennivínið var geymt í. Svo var það glugginn á útidyranum, þar hafðii- þú ekki gardínu, heldur laufblöð úr garð- inum í haustlitum, smekklega límd á glerið. Svona gæti ég lengi talið upp það sem þú vannst í höndunum. Einu sinni er ég borðaði stórlúðu hjá þér í hádeginu, varstu búinn að slípa úr stóra beininu lítinn hval. Okkur þótti það því ekki undarlegt að Flóki frændi, sonur þinn, skyldi verða einn af okkur bestu teiknuram. Oftar en einu sinni hitti maður sannkallaða furðufugla sem Flóki mætti með heim. Flóki tók líka upp á því að skýra herbergin í húsinu ýmsum nöfnum. Herbergið hans fékk nafnið Sauðár- krókur. Gulla systir hans fékk nafnið Grenjustaðir á sitt herbergi og, Tóta mín, ykkar herbergi var kallað „Gott Hopp“. Það var þetta allt sem gerði húsið og fjölskylduna sem í því bjó svo spennandi. Svo var líka svo gaman að hlusta á þig segja frá, þú lékst frá- sagnir þínar á svo magnaðan hátt að maður lifði sig inn í hveija frásögn. Það var mikið áfall fyrir fjölskyld- una er Alfreð frændi lést árið 1961, aðeins 47 ára gamall, vegna heila- blæðingar, og svo Flóki 48 ára gamall úr því sama. Gulla frænka fékk líka áfall aðeins 43 ára gömul, en lifði það af, með þvílíkri orku og miklum dugn- aði, að ég dáist að henni. Það sýnir best hvað í henni býr. Það var frábært þegar þú, Gulla og Laila Anderssen, frænka ykkar, fóruð saman í hnatt- reisu. Ég gleymi heldur aldrei för okkar til Kenýa, Safari og Mombasa. Þessi ferð er ógleymanleg. Þú hringd- ir í mig tíu mínútum áður en við fór- um út úr dyrunum og spurðir hvort að ég hefði tekið vasaljós með mér. Ég skildi ekkert í því hvað ég ætti að gera við vasaljós og þá spurðir þú hvort ég héldi að það væra ljósastaurar í fram- skóginum. Þetta vasaljós átti eftir að koma sér vel í myrkri Afríku. Þar sá ég hina svörtu íbúa Afríku fölna, er þú komst aðsvífandi í skikkjunni þinni og fórst að spá fyrir þeiim Enda kölluðu þefr þig töfrakonuna. Ári seinna fór- um við saman til Israel og Egypta- lands. Þar var vel lyft glösum, enda alltaf næg tilefni til þess, eftir skoðun- arferðir á daginn. Þú trúðir alltaf á líf eftir dauðann. Þú varst berdreymin. Einnig var gaman að fá þig til að kíkja í bollann. Þú talaðir mikið um það hve gott væri að hafa bamabarnið þitt Alfreð hjá þér, eftir að þú fluttir í Hamra- borgina í Kópavogi. Þegar hann flutt- ist til Þýskalands á síðasta ári til að búa þar með þýskri kærastu sinni, hafðir þú á orði að nú hefðfr þú engan til að þrasa við lengur. Þú fórst þó í smátíma til Gullu í Hátún eftir að hann fór út. En heim fórstu svo aftur. Ingibjörg eða Bassy dóttir þín, kom þó alltaf til að hjálpa þér, og nafna þín Guðrún og Helga, barnaböm þín, vora alltaf tilbúnar að gera þér greiða. Einnig kunnir þú vel að meta aðstoð Hilla vinar okkar, sem aðstoð- aði þig mikið síðustu árin. Það fór vel á með þér og Stefáni bróður þínum, hann fékk oft að gista hjá þér. Hann féll líka frá alltof fljótt. Nú kveð ég þig, Tóta mín, með sömu orðum og þú sagðir við mig í síma. Þá sagðir þú: „Ég segi eins og Lilli bróðir sagði; við verðum að fara að halda fund.“ Ég óska þess að Guð gefi Bassy og Gullu og fjölskyldum þeirra styrk í þeirra sorg. Einnig bið ég Guð að gefa Guðmundi, bama- barni þínu, styrk svo að hann nái bata eftir slysið sem hann lenti í fyrir fá- einum dögum. Hvfldu í friði. Áslaug H. Kjartansson. I menningarlífi Reykjavíkur á sjötta áratugnum og síðar léku Guð- rún B. Nielsen, jafnan kölluð Tóta, og maður hennar, Alfreð Nielsen, eða Alli, stórt hlutverk. Þau vora foreldr- ar Alfreðs Flóka. í hús þeirra á Bára- götu komu margir og stundum var vakað fram á morgun. Bróðir Guðránar, Stefán Guð- mundsson, var sjaldan langt undan. Hann var sérstæður maður, listvinur og glöggskyggn á skáldskap. Alfreð fél! frá ungur, síðan lést Flóki og loks Stefán. Guðrán bjó síð- ast í Kópavogi. Hún naut þeirra stunda þegar gamlfr vinfr Flóka komu í heimsókn. Þá fann hún það andrámsloft lista og umræðna sem fylgdi Flóka. Það var eins og hann stæði hjá henni. Hún saknaði hans oft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.