Morgunblaðið - 09.03.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 09.03.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 2000 5 3 MINNINGAR svo stórrar fjölskyldu þurfti að leggja á sig ómælda vinnu til að framfleyta sér og sínum. En eigin- kona Frikka, hún Gugga, lagði svo sannarlega sitt af mörkum með miklum myndarskap svo eftir var tekið. Vinnudagur þeirra hjóna var því oftast langur og í sameiningu bjuggu þau börnum sínum öruggt skjól og komu þeim til manns. Frikki hafði mikla unun af óperu- tónlist og átti hann dágott plötu- safn. Sjálfúr hafði hann góða söng- rödd og átti það til á góðum stundum að taka nokkrar aríur sér og öðrum til ánægju. Ég man að móðir mín sagði mér, að ef Frikki hefði haft aðstæður til að læra söng á sínum tíma hefði hann náð langt á því sviði, þetta hafði hún eftir þekktum söngfugli í þá daga. í mörg ár var Frikki frístunda- bóndi eins og nú er kallað. í Blesu- gróf átti hann fjárhús sem hann hafði mikla unun af og varð það að einskonar sælureit. Þai' var hann á heimavelli, kunni skil á öllu eins og lærður búfræðingur. Honum var umhugað um kind- urnar sínar og hugsaði svo vel um þær að sumum þótti nóg um. Fjár- húsið og bústofninn báru þess merki að þar færi fyrirmyndarbóndi með verksvit í lagi. Svona var hann, gerði hlutina með sínu lagi og af stakri prýði. Samviskusemi og snyrtimennska voru hans aðalsmerki og fléttuðust saman í órofa heild. En nú þegar leiðir skiljast og komin er kveðjustund er ég viss um að himnafaðirinn tekur á móti þér með fallegri tónlist og býður þig velkominn sem 1. tenór í englakór- inn. Ég og fjölskylda mín sendum Guggu, börnum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Ásta. Birting af- mælis- og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfund- ar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. t Ástkær móðurbróðir okkar, MARTEINN BENIDIKT BJÖRNSSON málari, sem lést sunnudaginn 5. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. mars kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Skarphéðinsdóttir. t Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, sonur, bróðir, frændi og tengdasonur, BJÖRN GÍSLASON, Háagerði 41, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 10. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Bústaðakirkju. Vilborg Hannesdóttir, Elín Björg Björnsdóttir, Gísli Björnsson, Gréta Ósk Björnsdóttir, Elín Björg Magnúsdóttir, Finnur Torfi Hjörleifsson, Laufey Gísladóttir, Hafdís Björg Kristjánsdóttir, Borgþóra Gréta Óskarsdóttir, Hannes Benediktsson. Elskulegur bróðir minn og frændi okkar, SVEINN H. GUÐJÓNSSON, hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, áður til heimilis í Hamrahlíð 23, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudaginn 2. mars síðastliðinn. Útförin ferfram frá Keflavíkurkirkju í dag, fimmtudaginn 9. mars, kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Anney Guðjónsdóttir og aðstandendur. Elskuieg móðursystir mín, ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR, Blesugróf 32, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 24. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Aðventkirkjunni í Ingólfsstræti, Reykjavík, föstudaginn 10. mars kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Auður Mikkelssen. + Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, LEIFS KRISTJÁNSSONAR, Tjarnargötu 14, Vogum. Sigurveig Magnúsdóttir, Kristjana Leifsdóttir, Indriði Jóhannsson, Kristján Leifsson, María Hlíðberg Óskarsdóttir og barnabörn. + Þökkum alla þá samúð og hlýju kveðjur, sem okkur hafa borist vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, SIGRÍÐAR KONRÁÐSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Siglufjarðar fyrir áralanga umönnun og vináttu. Baldvin Jóhannsson, Anna Hulda Júlíusdóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON læknir, Miðleiti 12, Reykjavík, er andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 1. mars, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstu- daginn 10. mars kl. 13.30. Elínborg Stefánsdóttir, Steindór Guðmundsson, Inga Jóna Jónsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Sigurður Thorarensen, Þórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ari Eggertsson og barnabörn. e- + Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, JÓN GUNNAR GUNNARSSON, Leiðhömrum 38, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 10. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningar- og líknarsjóð Grafarvogskirkju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Gunnar Stígsson, Jónína Þórarinsdóttir, Þóranna Helga Gunnarsdóttir, Bjarki Hrafn Gunnarsson, íris Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnar Ragnarsson, Þórarinn Sæbjörnsson, Ingibjörg Jónsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og ■ langamma, HALLDÓRA I. GOTTLIEBSDÓTTIR, Brekkugötu 15, Ólafsfirði, verður jarðsett frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 11. mars kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta dvalarheimilið Hombrekku, Ólafsfirði, eða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. ' Júlíanna Ingvadóttir, Óskar Finnsson, Sigurbjörg Ingvadóttir, Árni Helgason, Birgir Ingvason, Jóhanna Tómasdóttir og fjölskyldur. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞÓRA GESTSDÓTTIR, Stóragerði 1, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 10. mars, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð Barnaspítaia Hringsins. Guðgeir Þórarinsson, Dóra Guðrún Kristinsdóttir, Jón Þ. Hilmarsson, Eva Sigríður, Guðgeir Sverrir, Davíð Örn, Hildur Ósk, Hilmar Bragi. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐBJARGAR SVÖFU BJÖRNSDÓTTUR, áður til heimilis í Miðtúni 18, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka og Ljósheimum á Selfossi fyrir góða aðhlynningu og hlýtt viðmót. Hörður Þórhallsson, Halldóra Guðjónsdóttir, Eria Þórhallsdóttir, Ástráður Óiafsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.