Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 10

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Boðið upp í skákveislu á öflugu Heimsmóti og Reykjavfkurmóti Tveir sterkustu skák- menn heims á sama móti Garrí Kasparov fer yfir skák sína við Jan Timman ásamt Friðriki Ólafssyni, John Speclman og Viktori Korts- noj á 33. heimsbikarmótinu, sem haldið var á íslandi 1988. Kasparov, Friðrik, Timman og Kortsnoj eru meðal 12 þátttakenda á Heimsmótinu í skák, sem hefst í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs á morgun og lýkur á sunnudag. Tveir sterkustu skák- menn heims, Vishwan- athan Anand og Garrí Kasparov, tefla á Heimsmótinu sem hald- ið verður í Salnum í Kópavogi um helgina. 5. apríl hefst síðan mjög öflugt Reykjavíkurmót, sem að þessu sinni fer fram í Ráðhúsinu, og leiða þar saman hesta sína þekktir skákmenn frá 20 löndum. EITT sterkasta skákmót, sem haldið hefur verið á íslandi, hefst á morgun í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Á Heimsmótinu í Kópavogi tefla tveir stigahæstu skákmenn heims, Garri Kasparov og Vishwanathan Anand, og er það í fyrsta skipti, sem það gerist á skákmóti hér á landi. Kasparov og Anand komu til lands- ins í gær ásamt Jan Timman, ívani Sokolov og Alexi Wojtkiewicz. Sjötti erlendi skákmaðurinn er Viktor Kortsnoj, sem kemur til landsins í dag. Sex Islendingar tefla á mótinu. Þeir eru Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Margeir Péturs- son, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Friðrik Ólafsson, sem hyggst dusta rykið af peðunum. 5. apríl hefst síðan eitt öflugasta Reykjavík- urmót, sem haldið hefur verið, og verður teflt í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar keppa skákmenn frá 20 löndum og hafa sennilega aldrei áður verið fulltrúar jafnmargra þjóða á þessu móti. „Það er mjög auðvelt að fá útlend- inga tíl að tefla á íslandi," sagði Ás- kell Örn Kárason, formaður Skák- sambands íslands, þegar hann var spurður hvernig hefði gengið að skipuleggja mótin. „Það hefur því ekki þurft að ganga á eftír neinum þótt vissulega hafi þurft að semja við skákmenn á borð við Kasparov. Bæði er hans tími takmarkað- ur og einnig þurfti að semja um hans þókn- un.“ Áskell Öm sagði að kröfur Kasparovs um þóknun hefðu verið mjög viðráðanlegar, en niðurstaðan væri trúnaðarmál. Hann kvað Kasparov einnig vilja vita nánast allt um skipulag mótsins þannig að augljóst væri að hann vildi tryggja að ekkert gæti komið sér á óvart og hafa sem mesta stjórn á um- hverfínu. Rafeindaborð gera kleift að sýna leiki jafnharðan Nýjasta tækni verður notuð til að miðla skákunum á heimsmótinu í Kópavogi og gerbreytir hún allri að- stöðu til að fylgjast með skákunum. „Við verðum með rafeindaborð, sem varpa upp leikjunum jafnóðum, og skákimar verða allar sendar beint út á netinu,“ sagði hann. „Þeir, sem em að koma inn í miðja skák geta byrjað á upphafínu og séð hvemig hún hefur teflst fram að því.“ Áskell Öm sagði að það væri að nokkru leyti tilviljun að þessi tvö sterku mót bæri upp á sama tíma. „Heimsmótið í Kópavogi hefur haft árs aðdraganda og átti upphaf- lega að halda það í haust, en það dróst af ýmsum ástæðum," sagði hann. „Bæði tók fjármögnun tíma og erfitt var að láta allt passa saman. Þar kom að ljóst varð að hægt væri að tengja Reykjavíkurskákmótið, sem er liður í dagskrá menningar- borgar Reykjavíkur og er haldið annað hvert ár á síðari hluta vetrar. Það var hægt að nýta sér með því að fá keppendur af fyrra mótinu til að keppa á því síðara. Þannig munu allir útlendu keppendumir á heimsmót- inu nema Kasparov og Anand einnig keppa á Reykjavíkurmótinu.“ Áskell Örn sagði að ekki mætti gleyma sál- fræðiþættinum þegar íylgst væri með skákmóti. „Þegar keppt er á móti með svona stuttum umhugsunartíma verður mannlegi þátturinn meira yfirgnæf- andi,“ sagði hann. „Hættan á mistök- um verður meiri og það reynir meira á einbeitingu og jafnvel vissa heppni. Það er ljóst að Kasparov, sem er óumdeilanlega sterkasti skákmaður í heimi, tekur meiri áhættu því að líkur em meiri á óvæntum úrslitum.“ Umhugsunartími á keppanda og skák verður 25 mínút- ur. Teflt verður í tveimur riðlum og verða Anand og Kasparov í sitthvor- um riðlinum. I kvöld verður dregið um það hvar hinir skákmennimir lenda og í hvaða röð verður teflt í riðlunum, en þannig hefur verið gengið frá málum að þrír erlendir og þrír íslenskir skákmenn verða í hvorum riðli. Teflt verður í riðlunum á morgun og til úrslita á sunnudag. Fyrstu verðlaun í mótinu eru rúmar 300 þúsund krónur, önnur verðlaun um 250 þúsund krónur og þriðju verðlaun 175 þúsund krónur. Verð- laun eru veitt fyrir sex fyrstu sætin. Mótíð verður sett klukkan eitt á morgun og hefst það að nýju á sama tíma á sunnudag. Áskell Örn sagði að það væri mis- jafnt eftir hverju áhorfendur á skák- mótum væru að slægjast. Sumir kæmu til að sjá skáksnillingana og í þessu tilfelli heimsmeistarann. Aðrir væru uppteknari af skákunum sjálf- um. „Ég býst við að skákir íslending- anna muni vekja mesta athygli og það eru alltaf vissar vonir um að ein- hverjum þeirra takist að gera heims- meistaranum skráveifu,“ sagði hann. „Einnig verða úrslitaskákirnar í Heimsmótinu áhugaverðar og má búast við að fylgst verði með þeim út um allan heim á netinu í gegnum gáttina strik.is.“ Áskell Öm sagði að það væri fagn- arefni að Friðrik Ólafsson ætlaði að taka fram taflmennina á nýjan leik: „Hann er ótrúlega sleipur ennþá. Þótt hann sé kominn á sjötugsaldur er hann enn mjög snarpur í hraðskák og ég hugsa að þetta fyrirkomulag henti honum betur en að tefla lengri skákir." Einnig er ætlunin að vera með skákskýringar bæði á netinu og mót- inu sjálfu þar sem Þröstur Þórhalls- son stórmeistari og Sævar Bjama- son alþjóðameistari verða meðal skýrenda. Beinar útsendingar á Skjáeinum Áskell Örn sagði að sér litist mjög vel á samstarfið við Skjáeinn um út- sendingar frá mótinu. Sýnt verður frá undankeppninni í rúman klukku- tíma fyrri daginn og fyrirhuguð er fjögurra til fimm klukkustunda út- sending frá úrslitunum á sunnudag. Þessa útsendingu verður einnig hægt að ná á netinu og verður hún meðal annars spegluð á einum vin- sælasta skákvef heims, ICC. Meðal styrktaraðila skáksambandsins eru Íslandssími, Ericsson og OZ. Fyrir- tækið OZ.COM hannar sérstaakt skákumhverfi fyrir netið og Strik.is hefur keypt öflugan netþjón til að nota við útsendingarnar. Fjöltefli á Langjökli Íslandssími og Ericsson hafa einn- ig gert samning við Kasparov um að hann tefli fjöltefli við tíu þjóðþekkta íslendinga uppi á Langjökli á mánu- dag. 19. alþjóðlega Reykjavíkurskák- mótið hefst 5. apríl og stendur til 13. apríl og er að þessu sinni liður í dag- skrá menningarborgar. Á mótinu em sjö skákmenn, sem eru á lista Al- þjóða skáksambandsins yfir 100 öfl- ugustu skákmenn heims og auk nokkurra, sem banka þar á dyrnar. Þekktastur er sennilega Viktor Kortsnoj, sem nú er orðinn 69 ára gamall. Hann var einn af fulltrúum sovéska skákskólans, en flúði land 1976 og átti lengi síðan í miklum úti- stöðum við sovésk stjórnvöld. Hann háði tvö einvígi við Anatolí Karpov um heimsmeistaratitilinn, 1978 og 1981, þegar kalda stríðið var í al- gleymingi. Árið 1988 vann Jóhann Hjartarson það afrek að leggja Kortsnoj í áskorendaeinvígi í St. John í Kanada. Eftir einvígið bloss- uðu upp deilur milli Kortsnojs og ís- lensku sendinefndarinnar, en þær eru fyrir löngu úr sögunni. Kortsnoj er nú í 28. sæti á lista FIDE yfir þá, sem eru með flest elo-stig. Short á uppleið eftir hálfgerða útlegð úr skákinni Bretinn Nigel Short er í 14 sæti listans og efstur þátt- takenda í Reykjavík- urmótinu. Hann fæddist 1965 og þóttí snemma undrabarn á skáksviðinu. Hann náði lengst árið 1993 er hann öðlaðist rétt- inn til að skora á heimsmeistarann eft- ir langt einvígi við Jan Timman, sem einnig verður meðal þátttakenda nú. Einvígi Shorts við Kasparov, sem háð var í London reyndist sögulegt, ekki síst fyrir þær sakir að þeir höfn- uðu samstarfi við FIDE og stofnuðu eigin samtök til að halda einvígið. Ekki er enn séð fyrir endann á af- leiðingum þessarar ákvörðunar Shorts og Kasparovs. Short er þó að ná sér á strik aftur eftir að hafa verið hálfgerður útlagi í skákinni um ára- bil og var í fyrra sæmdur heiðurs- orðu breska heimsveldisins, MBE. Jan Timman hefur margsinnis teflt á íslandi og hefur lýst yfir því að hvergi þyki sér betra að tefla. Hann er í 31. sæti lista FIDE og er auk þess að tefla ritstjóri skáktímaritsins New ín Chess og skrifar mikið um skák. Ivan Sokolov er frá Bosníu, en flúði heimaborg sína, Sarajevo, á meðan hún var í umsátri og fór til Hollands. Sokolov var meðal kepp- enda á síðasta Reykjavíkurmóti og sigraði á alþjóðaskákmótinu á Akur- eyri 1995. Hann er keppnismaður og iðulega miklar sviptingar í skákum hans. Frá Bandaríkjunum koma Larry Christiansen og Nick DeFirmian, sem tókust á um 18. sætið á Reykja- víkurskákmótínu 1998. Christian- sen, sem nú er í 96. sæti heimslist- ans, hafði þá betur. Christiansen mun vera af dönskum ættum, en hann er einnig með indíánablóð í æð- um.. Bæði Christiansen og DeFirmi- an hafa um árabil átt fast sæti í ól- ympíuskáksveitum lands síns. Éistlendingurinn Jaan Ehlvest er í 54. sæti heimslistans og er líklegur til að blanda sér í toppbaráttunna á Reykjavíkurmótinu. Hann er fædd- ur 1962 og var um tíma í hópi tíu stigahæstu skákmanna heims. I heimalandi sínu líta margir á hann sem arftaka skákjöfurins Pauls Ker- es og getur Ehlvest enn velgt hveij- um sem er undir uggum. Norðurlandabúar hafa oft verið fjölmennari á Reykjavíkurmótum en nú, en meðal þeirra eru þó þekkt nöfn. Tiger Hillarp-Persson stendur á þrítugu og hefur oft náð góðum árangri. Hæst ber sigur hans á Skákþingi Norðurlanda í Kaup- mannahöfn á síðasta ári. Evgeníj Agrest, sem er í 81. sætí á listanum yfir stigahæstu skákmenn heims, teflir nú í fyrsta skipti á Islandi. Hann er rússneskur að uppruna, en teflir undir sænsku flaggi. Heikki Westerinnen kemur frá Finnlandi. Hann er fæddur árið 1944 og hefur teflt á 14 ólympíumótum fyrir hönd Finnlands. Þátttakendur frá öðrum menningarborgum Evrópu Reykjavíkurmótið er með sér- stöku sniði að þessu sinni að því leyti að það er liður í hátíðarhöldum menningarborgarinnar. Borgin bauð mótshöldurum af því tilefni sérstak- an styrk til að kosta þátttöku skák- meistara frá öðrum menningarborg- um. Lengst að koma Andrea Drei frá Bologna á Italíu og Jorge Arizmedi Martinez frá Santiago del Compost- ela á Spáni. Alþjóðameistarinn Emmanuel Bricard kemur frá Avignon í Frakklandi og stór- meistarinn Tomas Oral frá Prag, höfuðborg Tékklands. Stórmeistar- inn Tomasz Markowski kemur frá Kraká í Póllandi og Olli Salmensuu frá Helsinki er talinn einn efnilegasti skákmaður Finna um þessar mund- ir. Leif Erlend Johannessen frá Björgvin er nýbakaður stórmeistari. Heimsmeistarar framtíðarinnar? Á þessu Reykjavíkurmóti gefst einnig tækifæri til að fylgjast með skákmönnum, sem gætu orðið arf- takar þeirra, sem nú tróna á toppin- um. Bu Xiangzhi nefnist undrabaiTi frá Kína. Hann er aðeins 14 ára gam- all og hefur þegar náð þremur áföng- um að stórmeistaratitli. Luke McShane kemur frá Englandi. Hann er aðeins 16 ára, en var farinn að tefla á alþjóðlegum mótum 10 ára gamall. Hann þykir hafa sýnt stórmeistara- styrk og nálgast nú lokaáf- angann að þeim titli. Rúss- ar binda miklar vonir við að Alexander Grischuk, sem er 16 ára, geti orðið arftaki Kasparovs. Grisjúk er með 2581 elo-stig. „Xiangzhi og Grisjúk eru topp- menn í sínum aldursflokkum og það lítur nú út fyrir það að eftir nokkur ár verði þeir komnir í hóp sterkustu skákmanna í heimi,“ sagði Áskell Örn og bætti við að reynt hefði verið að velja inn í mótið með það í huga að þar yrðu spennandi skákmenn. Einnig hefði verið lögð áhersla á fjöl- breytni og því væru skákmenn frá 20 löndum. Þá sýndi þetta mót að skák- in gæti höfðað til allra aldurshópa: „Viktor Kortsnoj er aldursforsetinn, 69 ára gamall, og enn einn af allra sterkustu skákmönnum í heimi, og síðan Kínverjinn, sem er 55 árum yngrien Kortsnoj. Þeir tefla þarna á jafnréttisgrunni og sömu forsend- um. Við þurfum enga aldursflokka í skákinni. Það er sennilegt að þeir verði í toppbaráttunni og því nokkr- ar líkur á að þeir mætist, sem yrði mjög skemmtilegt.“ Mannlegi þátturinn mikil- vægari þegar umhugsunartími erlítill Vonirum að ein- hver íslending- anna geri heims- meistaranum skráveifu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.