Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 24

Morgunblaðið - 31.03.2000, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tap KHB 28 milljón- ir í fyrra TAP á rekstri Kaupfélags Hér- aðsbúa, KHB, nam 28 milljónum króna á síðasta ári en árið 1998 varð 22 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru nánast óbreyttar milli ára, eða 2.096 milljónir króna, en rekstrarút- gjöld jukust úr 2.040 milljónum ki’óna í 2.096 milljónir. Aðalfundur Kaupfélags Hér- aðsbúa var haldinn 25. mars síð- astliðinn og þar kom m.a. fram að seinnipart síðasta árs keypti félagið Melabúðina í Neskaup- stað og í ársbyrjun 2000 leigði félagið verslun Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga. Er gert ráð fyrir að velta dagvöruverslana KHB aukist um allt að 20% vegna þessa. A síðasta ári var gerður keðjusamningur við Samkaup hf. sem felst aðallega í inn- kaupa- og markaðssamstarfi. Þá kom fram á fundinum að stjórn KHB er að vinna undirbúnings- vinnu varðandi stofnun hlutafé- lags um rekstur sláturhúsa og kjötvinnslu ásamt Norðvestur- bandalaginu og Kjötumboðinu hf. ^ * « * 'Mnwk. MXX SSftí UV5.W },t0*tí®9e m M*8#m (ttss 88 ««8tt m $ 1SSI88 ÍH ís mœmmma** t 8« mmmmmsia wmssæmmxx Viltu tala út? Nú geturðu hringt oftar til útlanda og talað lengur án þess að hækka símreikninginn. Íslandssími býður þér Frímínútur — millilandasímtöl á aðeins 18,90 kr./mín. til okkar helstu viðskiptalanda. Sumt breytist ekki... Þú þarft engan aukabúnað Þú heldur þínu númeri Þú velur 00 fyrir útlönd ...annað til hins betra Ekkert tengigjald Sama verð á degi sem nóttu örugg tenging - hágæðasamband Skráning og upplýsingar í síma 594 4000 eða á friminutur.is c Aðalfundur Eignarhaldsfélags Alþýðubankans hf. Samþykkt að EFA verði fj árfestingarbanki Morgunblaðið/Jim Smart Frá aðalfundi Eignarhaldsfélags Alþýðubankans hf. sem haldinn var í Listasafni íslands í gær. SAMÞYKKT var á aðalfundi Eign- arhaldsfélags Alþýðubankans hf. (EFA), sem haldinn var í gær, að breyta samþykktum og starfssviði félagsins þannig að félagið geti starfað sem fjárfestingarbanki með sérstaka áherslu á áhættufjárfest- ingar. Einnig var samþykkt að heim- ila stjóm að hækka hlutafé félagsins um 300 milljónir króna. Enginn arð- ur verður þó greiddur til hluthafa. Jóhannes Siggeirsson, stjómar- formaður EFA, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að stjórn félagsins hefði ákveðið að skerpa sýn þess og beina sjónum sínum að fáum en skýrt afmörkuðum atriðum. Annað þeirra er að EFA verði leiðandi fjár- málafyrirtæki á sviði áhættufjárfest- inga, en hitt að félagið leitast við að hámarka eignir og langtímaarðsemi hluthafa sinna. „Til þess að ná þessum markmið- um fram hefur stjórnin stigið nokk- ur skref,“ sagði Jóhannes og nefndi til sögunnar nokkur verkefni sem ráðist hefði verið í. „I fyrsta lagi hafa verið gerðir kaupréttarsamn: ingar við starfsmenn félagsins. I öðru lagi hefur stjórnin sett verk- lagsreglur um meðferð trúnaðar- upplýsinga og viðskipti starfsmanna með hlutabréf á grundvelli þeirra, til þess að tryggja fagleg og heiðarleg vinnubrögð." Fram kom í máli Jóhannesar að verklagsreglurnar taka m.a. til þess að stjómarmönnum og starfsmönn- um EFA er óheimilt að eiga við- skipti með bréf í óskráðum fyrir- tækjum, sem EFA á aðild að, án samþykkis stjórnar félagsins, en stjórnin hefur ekki samþykkt neina slíka heimild frá því reglurnar voru settar árið 1998. íslandsbanki F&M annast viðskiptavakt Jóhannes vék í máli sínu að vænt- anlegum breytingum EFA í fjárfest- ingarbanka. „Lagalegt umhverfi um starfsemi hvers félags skiptir miklu máli. í sjálfu sér er það ekki banka- heitið sem menn eru að sækjast eft- ir, enda er það nú þegar í nafni fé- lagsins. Ástæða þessa er fyrst og fremst sú að slíkt auðveldar félaginu aðgang að ódýrari lánsfé, jafnframt aðgang að Verðbréfaþingi Islands og rafrænni skráningu verðbréfa. Um leið verður Fjármálaeftirlit eft- irlitsaðili með starfseminni. Allt eyk- ur þetta aðhald að starfseminni og um leið eflist innra eftirlit,“ sagði Jó- hannes. Þá kom fram í ræðu hans að stjórn EFA hyggst breyta hlutverki sínu yfir í það að sjá fyrst og fremst um stefnumótun, hafa eftirlit með starfseminni og að setja verklags- reglur. Akvarðanatökur um einstak- ar fjárfestingar verða fluttar frá stjóminni yfir til framkvæmda- stjómar, sem skipuð verði fram- kvæmdastjóra og forstöðumönnum sviða. Þá verða ákveðnar verklags- reglur settar með tilliti til áhættu- stýringar. „Gengi hlutabréfa í einstökum fé- lögum er þeim sem að þessum mál- um starfa sífellt umræðuefni. Stjóm félagsins hefur oft á tíðum þótt gengi hlutabréfa EFA lágt í saman- burði við ýmis önnur félög. í þessu efni eins og öðm er það að sjálfsögðu markaðurinn sem ræður. Stjórn fé- lagsins hefur lengi haft það til um- ræðu að semja við verðbréfafyrir- tæki um að annast viðskiptavakt á bréfum félagsins til þess að auka seljanleika þeirra. Nú hefur verið samið við Islandsbanka F&M um að annast viðskiptavakt með bréf fé- lagsins og vonumst við til þess að það auki seljanleika bréfanna og auðveldi mönnum að losa um hluti sína, ef og þegar þeir þurfa á því að halda,“ sagði Jóhannes að lokum. A aðalfundinum kom fram að þrátt fyrir að félagið yrði gert að fjárfestingarbanka, myndi nafn fé- lagsins enn verða hið sama. Þó mun það verða stytt og kallað hér eftir EFA. ' i tA-j: n » if fí b p#. MES ilSt s- TvE* UNMS ÍD MÓfltLE ........... Sveinn Valfells, stjórnarformaður Dímons, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. CNN fjallar um WAPorizer hugbúnað Dímons FJALLAÐ var um WAPorizer, hugbúnað Dímons hugbúnaðarhúss ehf., í viðskiptaþætti sjónvarps- stöðvarinnar CNN, World Busin- ess This Morning, síðastliðinn mið- vikudag, en þátturinn er sendur út í beinni útsendingu um allan heim. í þættinum var viðtal við Svein Valfells, stjórnarformann Dímons, og svaraði hann spurningum um WAPorizer og almenna framtíð WAP-tækninnar. Dímon hugbúnaðarhús kynnti í janúar síðastliðnum WAPorizer, sem þýðir venjulegar heimasíður yfir í WML-forritunarmálið sem WAP-tæki skilja. Fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur tekið hugbúnað Dímons í notkun, og má þar nefna Háskóla íslands, Strik.is og Gulu línuna. Flugleiðir tilkynntu nýlega að þær væru fyrsta flugfélag í heimi til að hefja farmiðasölu í gegn um WAP-síma, en Dímon þróaði lausn Flugleiða. Þessa dagana er unnið að sölu- og markaðsstarfi WAPorizer er- lendis, en ekki er vitað um annan hugbúnað sem býður upp á sam- bærilega möguleika og búnaður Dímons. Samið um sam- starf Símans o g Landsteina LANDSSÍMINN og Landsteinar hafa ákveðið að ganga til samstarfs um vistun og rekstur tölvukerfa á miðlægum gagnagrunni. Viðskiptavinir munu greiða fast gjald fyrir aðgang að skilgreindum hugbúnaði, vistun gagna og öðrum þeim þjónustuþáttum sem Lands- síminn og Landsteinar telja álitlegt að bjóða á þessum vettvangi. í fréttatilkynningu segir að ávinningur viðskiptavinarins muni felast í lægri rekstrarkostnaði í for- mi minnkandi þarfa á kaupum og uppsetningu á hug- og vélbúnaði innanhúss, hagkvæmari gagna- flutningsmöguleikum, sparnaði í mannahaldi, minnkandi afskriftum, minnkandi kröfum til tækjakosts og minni aðkeyptri tækniþekkingu á vélbúnaði og hugbúnaði. Þá felst ávinningurinn í auknu rekstrarör- yggi þar sem utanumhald og rekst- ur kerfanna, afritataka og geymsla gagna sé á höndum sérfræðinga, notendaleyfi séu í lagi og viðskipta- vinurinn hafi aðgang að nýjasta tækjakosti hverju sinni. Hlutverk Landssímans í framan- greindu samstarfi verður að sjá um fjarskipti og hagkvæma gagna- flutninga, rekstur, viðhald og end- urnýjun nauðsynlegs vélbúnaðar til vistunar og gagnaflutninga, vistun hugbúnaðar og gagna, og að tryggja öryggi og aðgengi að gögn- um. Hlutverk Landsteina í samstarf- inu verður að leggja til viðskipta- hugbúnaðinn Navision Financials og annan þann hugbúnað sem markaðurinn kallar eftir, sjá um notendaleyfi, þarfagreiningar, ráð- gjöf og aðlögun við innleiðingu hug- búnaðarlausna hjá viðskiptavinum og rekstur viðskiptaþjónustu. Ax orðið dóttur- fyrirtæki Skýrr SKÝRR hf. hefur keypt viðbótar- hlut í Axi-hugbúnaðarhúsi hf. fyrir 76 milljónir króna og við kaupin eykst hlutur Skýrr úr 40% í 53,3%. Telst Ax hugbúnaðarhús hf. þar með dótturfyrirtæki Skýrr hf. I tilkynningu frá Skýrr kemur fram að tilgangurinn með þessu séfyrst og fremst að styrkja stöðu félagsins á markaðnum fyrir við- skiptahugbúnað og efla enn frekar sókn fyrirtækisins í svokallaðri kerfisleigu. Ax-hugbúnaðarhús hf. býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu sem byggjast m.a. á viðskiptakerf- unum Axapta, Agresso, Alvís, Concorde, K+ og TOK. Hjá Ax starfa alls um 100 manns við ráð- gjöf, þróun og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.