Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 31.03.2000, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Indónesískir námsmenn ráðast á lögreglumenn við heimili Suhartos, fyrrverandi einræðisherra, eftir að hann neitaði að mæta til yfirheyrslu hjá saksóknurum í gær. Lögreglan beitti táragasi til að dreifa hópi námsmanna sem kröfðust þess að Suharto yrði dreginn fyrir rétt. Ihuga að færa Suharto nauðugan til yfírheyrslu Bakveik- um ráð- lag't að vinna London. The Daily Telegraph. BRESK heilbrigðisyfírvöld hafa gefið út leiðbeiningar þar sem fólki sem þjáist af bakverkjum er ráðlagt að mæta til vinnu frekar en að liggja heima í rúminu. Þessi ráðlegging er byggð á rannsóknum sem hafa leitt í ljós að bakveiku fólki sem heldur kyrru fyrir heima hjá sér er hættara við örorku. Því lengur sem menn liggi heima þeim mun líklegra sé að þeir hefji ekki störf að nýju. Atvinnurekendum er ráð- lagt að vera sveigjanlegir og taka tillit til þarfa bakveikra starfsmanna sinna, m.a. með hvíldarhléum, verkefnatil- færslum, bættri vinnuaðstöðu og viðbótaraðstoð starfsfé- laga. „Við þurfum að losa okkur við þá goðsögn að allir sem þjást af bakverkjum verði að hætta að vinna og liggja heima þar til þeir losna við þá. Með því að snúa aftur til vinnu minnka líkurnar á frek- ari skaða,“ sagði Gordon Waddell prófessor, einn þeirra sem sömdu ráðlegging- arnar. Bakverkir eru algengasta ástæða forfalla frá vinnu í Bretlandi. Aætlað er að sam- tals tapist 50 milljónir vinnu- daga og fimm milljarðar punda, andvirði 580 milljarða króna, á ári vegna forfall- anna. Jakarta. AFP. YFIRVÖLD í Indónesíu íhuguðu í gær að færa Suharto, fyrrverandi einræðisherra landsins, nauðugan til yfirheyrslu vegna ásakana um að hann hefði gerst sekur um spillingu og misnotað vald sitt á 32 ára valda- tíma sínum. Hann átti að koma til yf- irheyrslu í gær en virti stefnuna að vettugi og lögfræðingar hans báru því við að hann gæti ekki lengur tjáð sig nógu skýrt. Þetta er í annað sinn sem Suharto hefur stefnu indónesískra saksóknara að engu. Chairul Umam, saksóknari sem stjómar rannsókn spillingar- mála, sagði að Suharto hefði verið birt þriðja stefnan í gær og hann ætti að mæta til yfirheyrslu á mánudaginn kemur. „Ef hann kemur ekki förum við á heimili hans þann sama dag. Ef okkur verður vísað burt beitum við valdi,“ sagði saksóknarinn. Ófær um að tjá sig? Lögfræðingar Suhartos buðu sak- sóknurum að ræða við hann á heimili hans til að meta hvort hann væri fær um að mæta til yfirheyrslu. Þeir sögðu að læknar á vegum ríkissak- sóknarans hefðu rannsakað einræðis- herrann fyrrverandi og komist að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki tjáð sig nógu skýrt. Hann þyrfti „að- stoð við að velja rétt orð tii tjá hugs- anir sínar í langri og flókinni setn- ingu“ og ekki væri öraggt að hann gæti komið hugsunum sínum til skila. RDdssaksóknarinn, Marzuki Dar- usman, sagði hins vegar í vikunni sem leið að í skýrslu læknanna kæmi fram að Suharto væri fær um að svara spumingum saksóknaranna. Darasman hefur falið fimm sak- sóknuram að yfirheyra Suharto sem er orðinn 78 ára. Hann var tvisvar sinnum lagður inn á sjúkrahús í fyrra, fyrst vegna vægs heilablóðfalls og í seinna skiptið vegna innvortis blæð- inga. Suharto hefur ekki komið fram op- inberlega frá því hann sagði af sér í maí 1998 og lengst af dvalið á heimili sínu í Jakarta. Abdurrahman Wahid, forseti Ind- ónesíu, hefur sagt að hann myndi náða Suharto ef hann yrði fundinn sekur um spillingu. Framtalsfrestur Talifl fram á netinu Frestur einstaklinga til að skila vefframtali hefur verið framlengdur til 10. apríl n.k. RSK RlKISSKATTSTJÓRI 40 farast í flugslysi FJÖRUTÍU manns týndu lífi er flutningaflugvél frá hemum á Sri Lanka hrapaði skammt frá bænum Thalawa. Eftir vitnum er haft, að eldur hafi logað í hreyfli áður en vélin, sem var af gerðinni Antonov An-26, steypt- ist til jarðar. Talið er, að áhöfn- in, fjórir menn, hafi verið frá Rússlandi en aðrir um borð vora stjómarhermenn. Var flugvélin í eigu einkafyrirtækis en var í leiguflugi fyrir herinn. Miklir bardagar hafa geisað síðustu daga milli stjómarhersins og tamílskra aðskilnaðarsinna. Kirchschlag- er látinn RUDOLF Kirchschláger, fyrr- verandi forseti Austurríkis, lést í gær 85 ára að aldri. Var hann lögíræðingur að mennt en varð þó að gera hlé á námi sínu 1938 er hann hrökklaðist úr háskóla vegna þess, að hann vildi ekki gerast félagi í nasistaflokknum. Var hann fulltrúi Austurríkis í lokaviðræðunum um stöðu landsins eftir stríð og aðalhöf- undur hlutleysisstefnunnar, meginstoðarinnar í utanríkis- stefnu Austurríkismanna lengi. Forseti var hann á áranum 1974 til 1986. Hámarkið tvö börn YFIRVÖLD í Maharashtra-ríki á Indlandi hafa á pijónunum að banna ríkisstarfsmönnum og stjómmálamönnum að eignast meira en tvö böm. Er það haft eftir Digvijay Khanvilkar, heil- brigðisráðherra rQdsins, en hann sagði, að stjómmálamönn- um, sem brytu í bága við bannið, yrði ekki leyft að bjóða sig fram til embætta í ríkinu eða veita ríkisfyrirtækjum forstöðu. Ind- land er næstfjölmennasta ríki í heimi, íbúatalan er um einn milljarður. * Asökunum um pyndingar hafnað ÆÐSTI klerkur í Sádí-Arabíu, Sheik Abdul Aziz bin Abdullah A1 al-Sheik, vísaði í gær á bug yfirlýsingum Amnesty Intema- tional um pyndingar í fangelsum landsins og sagði, að „óvinir ísl- ams gætu ekki unað velgengni lands og þjóðar og reyndu að koma á hana höggi með ást á mannréttindum að yfirskini“. Sagði hann, að áfram yrði fylgt „sharia", hinum ströngu refsi- lögum íslams, út í ystu æsar. Friðarvið- ræður í Sudan SÚDANSKI alþýðuherinn, sem staðið hefur í styijöld í 17 ár við stjómarherinn í Súdan, kvaðst í gær vera að bíða eftir staðfest- ingu á því, að viðræður um frið yrðu hafnar í næstu viku. Eiga þær að fara fram í Nairobi, höf- uðborg Kenýa. Borgarastyij- öldin í Súdan hefúr geisað frá árinu 1983 og talið er, að um tvær millj. manna hafi látið lífið, aðallega í hungursneyð af völd- um stríðsins. Ibúamir í suður- hluta landsins, sem era aðallega kristnir, vilja aukna sjálfstjóm.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.